Morgunblaðið - 18.12.2005, Side 43

Morgunblaðið - 18.12.2005, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 2005 43 MENNING Munið að slökkva á kertunum Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins Kertakveikur á ekki að vera lengri en 1 cm Sú var tíðin að ein útvarpsstöðvar í landinu, og það var ekkifyrr en langt var liðið á að- ventu að eitt og eitt jólalag heyrðist, – svona rétt til að stjaka við eft- irvæntingunni og kitla tilhlökk- unartaugarnar. Rosalega fannst manni það gaman. Þetta voru jóla- lög – ekki sálmar, stundum eitthvað útlenskt, Mahalia Jackson eða jafn- vel Golden Gate-kvartettinn, – ein- staka sinnum Bing Crosby eða Elvis Presley, en bara örsjaldan. Íslenska jólamúsíkin var kannski ekki eins fjölbreytt. Ómar Ragnarsson söng mörg fín jólalög, eins og Jólin koma … Bestu íslensku jólalögin komu samt frá Ellý Vilhjálms og Ragga Bjarna. Þetta var hvít 45 snúninga plata, með mynd af jólatré á umslaginu, sem þætti líklega harla fátæklegt í dag. „Ég man þau jól, hinn milda frið“ … söng Ellý og Raggi söng Litla trommuleikarann hinum megin með bakrödd Ellýjar. Ellý og Vilhjálmur sungu líka saman frábær jólalög, eins og Jólin alls staðar. Maður þóttist góður ef mað- ur „lenti óvart“ á jólalagi í útvarp- inu. Þetta var í þá daga þegar tón- listin var í útvarpinu – kannski heima, en ekki alls staðar.    Í dag eru jólalög hreinasta þjáningog martröð. Þeim er dælt út um öll rör alls staðar, hvort sem það eru útvarpsstöðvar, verslanir, stræt- isvagnar, veitingahús eða hvað. Þessi vondi massi af „djönki“ verður svo ærandi eftir því sem á aðventuna líður, að maður þráir ekkert heitar en hreina, einlæga, heilaga þögn. Hvers vegna finnst öllum tónlist- armönnum þeir þurfa að gefa út jólaplötu? Óskiljanlegt í ljósi þess hvað þær eru yfir höfuð vondar – nema að tilgangurinn sé sá eini að þær verði spilaðar á útvarpsstöðv- unum. Ein og ein perla nær að skína gegnum hauginn, en þær eru jafn sjaldgæfar og það var að heyra jóla- lög yfirleitt hér áður fyrr. Fyrir þá sem langar að hlusta á tónlist um jól, hvort sem er hugvekj- andi, hátíðlega eða káta – en þola ekki dósaskrumið – þá eru þó ýmis gullkorn til. Ameríska söngkonan Custer LaRue er í mínum huga syngjandi engill. Jólaplatan hennar með hljóm- sveitinni Baltimore Consort er ein- stök. Custer syngur jöfnum höndum gamla músík, klassík og þjóðlög, og á jólaplötunni, sem heitir Bright Day Star, syngur hún sígild gömul evr- ópsk jólalög, mestmegnis þjóðlög. Þessi músík færir manni frið og sátt, ekki hávaða og hasar. Þetta er allt svo einfalt og tært og röddin hennar er hreinlega eins og eitt af gömlu hljóðfærunum í hljómsveitinni og textar laganna segja sögur, eins og Cherry Tree Carol, sem segir af ferð Maríu og Jósefs til Betlehem – sung- ið jólaguðspjall. Annars er til annar diskur með Custer LaRue sem mér finnst ekki síðri á jólum en þessi, og sá heitir Lullaby Journey, þar sem hún syngur bara eldgamlar vöggu- vísur, og auðvitað eru sumar þeirra sungnar í orðastað guðsmóður með Jesúbarnið.    Litlu jólamótetturnar eftirPoulenc eru líka músík sem mér finnst erfitt er að vera án um jól. Sumum þykir Poulenc nú ekki líklegur til afreka á andlega sviðinu – best þekktur fyrir skemmtilegheit og fjör í sinni tónlist, en jólamótett- urnar hans fara djúpt í sálartetrið. O, magnum mysterium er ein þeirra, fjallar um jólaundrið, og músík Poulencs er svo unaðslega mystísk og skapar svo áhrifamikinn ramma utan um þessa litlu sögu af fæðingu frelsarans, að það er ekki hægt ann- að en að heillast með. Þetta er svo mikil andstæða skarkalans – svo mikil frelsun frá síbyljumúsíkinni. Það þarf ekki að vera neitt sama- semmerki milli þess að nefna síbylju og popp, því góðu heilli er líka til jólapopp sem heyrist ekki of oft, og er gott og skemmtilegt að hlusta á. Jólaplatan með Kósý er alveg sér- staklega heimilisleg í jólaundirbún- ingnum, og skapar notalegt og per- sónulegt andrúmsloft. Þeir sem eru orðnir þjakaðir af mulningsvél jólalaganna á útvarps- stöðvunum, eiga alltaf þann kost að setja eitthvað nýtt á fóninn. Það er ótrúlega margt og mikið gefið út af alla vega jólatónlist. Þar verður hver og einn að finna eitthvað við sitt hæfi. Einn af uppáhalds- diskunum mínum er með jólalögum á sóló-rafmagnsgítar, og um annan heyrði ég í dag, þar sem jólasmell- irnir eru spilaðir í strápilsi með blómakrans – á hawaiiíska vísu. Kannski er þögnin bara best; – hún er alla vega mjög mikilvæg á þessum árstíma þegar allir eiga í önnum. Þess vegna er kannski ekk- ert vert að vera að eyða henni nema fyrir það sem er virkilega gott – og bætandi. Ég man hinn milda frið ’Sumum þykir Poulencnú ekki líklegur til af- reka á andlega sviðinu, en jólamótetturnar hans fara djúpt í sálartetrið.‘ AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir Englaraddir á jólatónleikum. begga@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.