Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Í inngangi bókarinnar greinir Sigrún Pálsdóttir frá tilurð bókarinnar og hugmyndunum sem þar liggja að baki. Hvernig metum við stærðfyrirtækis sem hefurekki aðeins átt stóranþátt í atvinnu- og efna-hagssögu þjóðarinnar heldur haft afgerandi áhrif á þróun ís- lensks samfélags á 20. öld, hvort held- ur er á byggðarþróun, búskapar- og lifnaðarhætti, tækniþekkingu, þjóð- ernismál eða viðhorf til náttúrunnar? Spurning þessi felur auðvitað í sér fullyrðingu, en sé hún sönn er víst að fyrirtækið getur talist stórt í sögu- legum skilningi. Þrátt fyrir það væri saga þess frá „upphafi til okkar daga“ ekki endi- lega sá rannsóknarrammi sem sagn- fræðingar myndu velja sér sem sjón- arhorn á sögu síðari hluta 20. aldar. Fræðimenn virðast frekar hafa til- hneigingu til að móta efnislega nálg- un sína út frá tilteknum spurningum og með tilliti til þekkingar og rann- sókna á hverju sviði fyrir sig, oftast í einhverri samræðu við samfélag sitt og starfsfélaga. Því beinast rann- sóknir þeirra síður að einstökum ein- ingum úr fortíðinni jafnvel þótt þær tilheyri þjóðfélagsgerðinni allri. Sögur um fyrirtæki hafa þar af leiðandi oftast nær verið skrifaðar fyrir tilstilli fyrirtækjanna sjálfra. Í vissum skilningi hefur þessi iðja haft það í för með sér að frumkvæði í sagnfræðirannsóknum hefur flust frá fræðimönnum til fyrirtækja. Sagn- fræðingar sem taka slík verkefni að sér ganga svo að segja inn í fyrirfram gefinn rannsóknarramma þar sem til- gangurinn hlýtur fyrst og fremst að vera sá að halda ákveðinni minningu á lofti: að reisa einhverju minnis- varða. Því þegar fyrirtæki láta skrifa sögu sína eru þau ekki bara að hafa áhrif á hvað er skrifað heldur hvernig það er gert. Gera má ráð fyrir að ef fyrirtæki hefur tekið þá ákvörðun að sögu þess þurfi að skrifa, þá hafi það einnig ákveðnar væntingar um það hvernig sú saga hljómar og hvernig beri að túlka einstaka atburði hennar. Hér er ekki átt við einhvers konar ástand þar sem fyrirtæki setja höf- unda sögunnar í þá stöðu að þurfa að fegra eða fela atburði hennar. Slíkt dytti sjálfsagt engum í hug, ekki nú á dögum. Nútímasagnfræði gefur enda ekki færi á slíku: fortíðin er ekki hlut- ur sem hægt er að fletta ofan af eða breiða yfir heldur margslunginn efni- viður sem setja þarf fram með sann- girni og rökum. En það er langur vegur frá ritskoð- un til þess sem við köllum sjálfstæðar rannsóknir. Þó samkomulag og skiln- ingur ríki á milli fyrirtækisins og höf- unda sögunnar um að þeir síðar- nefndu fái svigrúm til að vinna rannsóknir sínar eftir „bestu sam- visku og eigin sannfæringu“ geta fræðimennska og nútímalegur fyrir- tækjarekstur virst ósættanlegar and- stæður. Það er fyrir löngu orðin ríkjandi hugmynd innan sagnfræði að meðvitund um þekkingarfræðilegar forsendur fræðimannsins sé eitt af lykilatriðum í rannsóknum á liðinni tíð. Sagnfræðingar, líkt og aðrir fræðimenn, hafa þannig um nokkurn tíma verið uppteknir af því að hafna ríkjandi hugmyndum, að vinna gegn einsleitri mynd af fortíðinni og skapa átök í framsetningu efnisins í sam- ræmi við þá margslungnu mynd sem við þeim blasir. Til þess að fyrirtæki blómstri og nái árangri má hins vegar ætla að til staðar þurfi að vera ákveð- in samstaða og samhljómur. Þegar horft er aftur til fortíðar úr slíku and- rúmslofti er líklegt að mikilvægi at- burða í sögu fyrirtækisins markist af gildi þeirra í nútíðinni fremur en í þá- tíðinni. Þetta sjónarmið er stundum nefnt sagnfræði sigurvegaranna. En er hugsanlegt að sætta hinar ólíku forsendur fyrirtækjareksturs og fræða? Hér veltur mikið á stjórn- endum fyrirtækjanna sjálfra: að þeir séu tilbúnir að líta á söguna sem verk sagnfræðinga frekar en vitnisburð um ágæti fyrirtækisins eða samhengi þeirrar vegferðar sem þeir telja fyr- irtækið vera á. Slík afstaða er þó að- eins möguleg upp að vissu marki vegna þess að eignarréttur fyrir- tækja á eigin fortíð, sem þau hafa meðal annars í krafti þekkingar og þess fjármagns sem þau leggja í ritun sögunnar, verður aldrei að fullu af- numinn. Þennan vanda verður því söguritarinn sjálfur að leysa með svo- lítilli fræðilegri sköpun enda engum reglum eða hefðum til að dreifa. Í þeirri sögu sem hér fer á eftir, felst lausnin annars vegar í því að láta marga höfunda skrifa söguna, hins vegar að teygja rannsóknarram- mann, hvort heldur er í tíma eða rúmi, út fyrir „eiginlega“ sögu fyr- irtækisins, í átt að fyrri rannsóknum hvers höfundar fyrir sig. Þá færist sjónarhorn sögunnar fjær fyrirtæk- inu sjálfu og höfundar öðlast það svig- rúm sem þeim reynist nauðsynlegt í verkefni sem þessu. Fortíð fyrirtæk- isins verður þannig ekki ramminn ut- an um frásögnina heldur eins konar skurðpunktur hennar eða miðja. […] Uppbygging og efnistök þessarar bókar eru tilraun til að brjótast út úr þeirri hefð sem skapast hefur í sam- vinnu sagnfræðinga og fyrirtækja á Íslandi síðastliðna áratugi. Ein meg- inforsenda þess að hægt var að fara þá leið, sem hér er farin, var skiln- ingur og áhugi Landsvirkjunar á verkefninu en þeir stjórnendur fyr- irtækisins sem höfðu afskipti af því einsettu sér frá upphafi að leyfa rit- stjóra og höfundum verksins að móta efnistök þess og ásýnd eftir eigin höfði. Ný náttúrusýn eða gamalt vín á nýjum belgjum Þau Guðmundur Hálfdanarson og Unnur Birna Karlsdóttir fjalla í sín- um skrifum um náttúrusýnina og nýt- ingu fallvatna. Ef litið er yfir sögu íslenskrar nátt- úrusýnar síðustu öldina virðist fátt benda til þess að hún hafi tekið bylt- ingarkenndum breytingum á síðustu árum. Í fyrsta lagi má benda á að virkjun við Kárahnjúka var sam- þykkt á þingi með miklum meirihluta atkvæða, og fátt bendir til annars en að kjósendur í alþingiskosningum vorið 2003 hafi verið fyllilega sáttir við þá niðurstöðu. Í áliti meirihluta iðnaðarnefndar um frumvarp til laga um virkjun Jökulsár á Brú og Jökuls- ár í Fljótsdal kemur ágætlega fram hvers vegna þingmenn tóku þennan pól í hæðina, en þar var viðurkennt að vissulega væri um „fórnarkostnað að ræða“ við þessa framkvæmd „þar sem virkjun raskar óspilltri náttúru“. Nefndarmenn töldu þó að slík fórn væri réttlætanleg, vegna þess að hin „jákvæðu efnahagslegu áhrif og byggðaáhrif fyrir þjóðina í heild [vægju] … upp þann fórnarkostnað“. Hugsjónir Einars Benediktssonar, eins og þær birtust í kvæði hans um Dettifoss, virðast því enn vera í fullu gildi meðal Íslendinga, þ.e.a.s. þótt flestum þeirra þyki landið sjálfsagt fagurt og frítt, lítur meirihluti lands- manna þannig á að náttúruauðlind- irnar hljóti fyrst og síðast að verða þeim tekjulind. Í öðru lagi má benda á að þrátt fyr- ir þennan styrk mannhverfrar nátt- úrusýnar hafa visthverf viðhorf til ís- lenskrar náttúru verið til staðar allt frá því að fyrst var farið að ræða byggingu raforkuvera á Íslandi. Þetta kom að nokkru leyti fram í and- stöðu manna eins og Þorsteins Erl- ingssonar gegn áformum um virkjun fossa á borð við Dettifoss, og með mjög skýrum hætti fyrir rúmum þremur áratugum í mótmælum gegn fyrirhugaðri virkjun Laxár og mynd- un miðlunarlóns í Þjórsárverum. Rökin gegn framkvæmdum í Þjórs- árverum voru algerlega byggð á vist- hverfum forsendum þar sem lífsskil- yrði heiðagæsa töldust hafa forgang umfram kröfur um nýtingu svæðisins í þágu mannsins. Sú staðreynd er ágæt vísbending um að hugmyndin um náttúruvernd sé fjarri því ný bóla í íslensku samfélagi. Af þessu má ráða að mannhverf og visthverf viðhorf til náttúrunnar hafi tekist á í íslenskri þjóðmálaumræðu allt frá upphafi rafmagnsaldar, og ekkert bendir til þess að þau átök séu til lykta leidd. Því verður varla sagt að íslensk náttúrusýn sé greinilega að þróast frá einu mynstri hugmynda til annars, heldur hefur alla tíð ríkt ágreiningur um nýtingu fallvatnanna á Íslandi. Þetta þýðir þó ekki að ekk- ert hafi breyst í íslenskri umhverf- isumræðu á síðustu árum. Skýrt tákn um það er nýleg yfirlýsing stjórnar- formanns Landsvirkjunar, Jóhannes- ar Geirs Sigurgeirssonar, um að „engin áform [séu] uppi um virkjanir í Jökulsá á Fjöllum“, þrátt fyrir að vís- indamenn hafi rennt hýru auga til ár- innar allt frá fyrstu áætlunum um virkjanir á Íslandi. Þetta virðist þýða að Dettifoss sé horfinn úr virkjunar- áætlunum Landsvirkjunar, í bili í það minnsta, en hann hafði lengi verið ein helsta von Norðlendinga um stór- virkjun og stóriðju, og var reyndar oft teflt fram sem hagkvæmum val- kosti af andstæðingum virkjunar í Laxá. Því virðist virkjunarstöðum Landsvirkjunar hafa fækkað á undan förnum árum, sennilega bæði vegna breyttra viðhorfa til umhverfis og aukinna möguleika landsmanna og erlendra ferðamanna til að njóta nátt- úruperlna á afskekktum svæðum. Breytt viðhorf til virkjunar Detti- foss kunna að vera merki um nýja af- stöðu til náttúrunnar á Íslandi, en of snemmt er að fullyrða um hversu djúpt sú breyting ristir. Hún er líka áminning um að í umgengninni við landið verður sjaldnast bæði sleppt og haldið – sami fossinn getur trauðla knúið í senn rafala orkuversins og hug og hönd skáldsins. Því verður sjálfsagt alltaf deilt um virkjun ís- lensku fallvatnanna, vegna þess að af- staðan til þeirra vísar í tvær áttir samtímis: í annan stað höfða þau til rómantísks fegurðarskyns og tilfinn- inga en hins vegar felast í þeim áheit um efnahagslega velmegun á Íslandi. Náttúrusýn Íslendinga stendur því enn, að því er virðist, á sömu kross- götum rómantíkur og nytjahyggju og hún gerði í upphafi síðustu aldar. Jafnvægi milli athafna mannsins og náttúrunnar nauðsynlegt Pétur Ármannsson fjallar um arki- tektúr orkuvera og tengsl þeirra og áhrif á umhverfið. Á sama hátt og tæknileg uppbygg- ing samfélagsins frá grunni var stærsta verkefni 20. aldar má líta á það sem viðfangsefni þeirrar 21. að leita nýrra leiða til að laga hina tækni- legu grunngerð betur að samfélagi og umhverfi. Fá mál brenna heitar á þjóðinni nú um stundir og því er mik- ilvægt að leita hins rétta jafnvægis milli athafna mannsins og náttúru- verndar. Því ósnortnari sem ásýnd landsins á að vera af mannanna verk- um, þeim mun meiri vinnu þarf að leggja í hönnun, skipulag og samhæf- ingu í stjórnun. Að varðveita náttúru- legt yfirbragð lands, en jafnframt koma fyrir þeim mannvirkjum sem nauðsynleg eru í þágu nútímasam- félags, kallar á að sérstök rækt sé lögð við sjónræna mótun hins byggða umhverfis. Að byggja mannvirki í samhljóm við íslenskt umhverfi er viðfangsefni sem enn hefur ekki hlotið nægilega verðugan sess í okkar menningu. Þetta er umhugsunarvert þegar litið er til næstu nágranna okkar í Fær- eyjum, sem kunna þá list að byggja inn í landið. Þar er það fegurðin í sambýli manns og náttúru sem gefur umhverfinu gildi. Hér á landi býðst einstakt tækifæri til að móta hefð í byggingarlist með því að hanna staði og mannvirki þar sem samspilið við náttúruna er ríkur þáttur. Til að nálgast slíkt markmið þurfa opinberir aðilar og fyrirtæki að setja sér gæðastefnu í mótun um- hverfis. Við hönnun orkumannvirkja má sjá fyrir sér þverfaglega hópa verk- fræðinga, arkitekta, landslagshönn- uða, líffræðinga og listamanna sem vinna saman að áætlun er tekur til allra þátta þeirrar umhverfisbreyt- ingar sem framkvæmd hefur í för með sér. Í vissum tilvikum getur vönduð byggingarlist skipt sköpum sem liður í að ná sátt um umdeild mannvirki á viðkvæmum stöðum. Nærtækt dæmi er skolpdælustöð sem Reykjavíkurborg reisti við Fax- askjól í nálægð við gróna íbúðabyggð árið 1993. Lausn arkitektanna fólst í því að móta stöðina sem manngerða eyju og órofa hluta fjörunnar, eins konar útvíkkun hinnar náttúrulegu strandlengju sem jafnframt er áning- ar- og útsýnisstaður fyrir almenning. Svigrúm verður þó að vera til að beita þeim fagurfræðilegu lausnum sem best eiga við í hverju tilviki, hvort heldur þær byggja á fegurð „and- stæðna“ eða „samræmis“. Miklir möguleikar felast í því að gera orkuver aðgengileg sem við- komustaði almennings, en þá þarf að taka tillit til þess í allri hönnun þeirra. Þá er mikilvægt að þróa áfram hina merku myndlistarhefð í tengslum við byggingu orkustöðva og efla vitund um að vönduð hönnun sé vænleg leið til að sætta andstæð sjónarmið um- hverfisverndar og uppbyggingar. Það ætti að vera markmið Íslendinga á næstu árum að rækta menninguna í samspili náttúru og manngerðra hluta, listina að byggja í landið. Bókarkafli | Starfsemi Landsvirkjunar í nær fjóra áratugi hefur verið stór þáttur í atvinnu- og efnahagssögu þjóðarinnar, auk þess að hafa áhrif á byggða- þróun, búskapar- og lifnaðarhætti, tækniþekkingu og þjóðernismál í íslensku samfélagi á 20. öld. Í nýútkominni bók um Landsvirkjun rekja átta höf- undar sögu fyrirtækisins frá sjónarhorni hagsögu, stjórnmálasögu, hugarfarssögu, byggingarsögu og tæknisögu. Áhrifavaldur í sögu íslensku þjóðarinnar Stöðvarhús Búrfellsstöðvar við Sámstaðarmúla, hannað og reist á árunum 1965–70. Arkitektar: Guðmundur Kr. Kristinsson og Gunnlaugur Halldórsson. Lágmynd á framhlið er eftir Sigurjón Ólafsson myndhöggvara. Bókin Landsvirkjun 1965–2005 – Fyr- irtækið og umhverfi þess er gefin út af Hinu íslenska bókmenntafélagi. Rit- stjóri er Sigrún Pálsdóttir. Bókin er 324 bls. Myndverkið Sólalda á vegg inntaksmannvirkis Sultartangastöðvar eftir Sigurð Árna Sigurðsson. Mynd tekin 22. júní 2004. Stöðvarhús Sultartangastöðvar, hannað og reist á árunum 1997–2000. Arki- tektar: Vinnustofa arkitekta hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.