Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Rannís auglýsir eftir umsóknum í Tækjasjóð Umsóknarfrestur til 16. janúar 2006 Hlutverk Tækjasjóðs er að veita rannsóknastofnunum styrki til kaupa á dýrum tækjum og búnaði vegna rannsókna. Við úthlutun úr Tækjasjóði skal taka mið af úthlutunarstefnu Rannsóknasjóðs. Við úthlutun úr sjóðnum er tekið mið af eftirfarandi atriðum: • Tækin séu mikilvæg fyrir rannsóknir umsækjenda og framfarir í rannsóknum á Íslandi. • Tæki séu staðsett á rannsókna- og háskólastofnunum. • Styrkir til tækjakaupa tengist verkefnum sem Rannsóknasjóður styrkir. • Fjárfestingin í tækjabúnaði skapi nýja möguleika. • Samstarf verði um nýtingu tækja milli stofnana og atvinnulífs með fyrirsjáanlegum hætti. • Áætlanir um kostnað og fjármögnun á kaupunum séu raunhæfar. • Möguleiki sé að jafnaði á samfjármögnun þannig að framlag Tækjasjóðs greiði aðeins hluta kostnaðar við fjárfestinguna. Tækjasjóður starfar samkvæmt lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir nr. 3/2003. Vísindanefnd Vísinda- og tækniráðs markar úthlutunarstefnu sjóðsins. Fimm manna stjórn Rann- sóknasjóðs sem skipuð er af menntamálaráðherra fer jafnframt með stjórn Tækjasjóðs. Fagráð skipað formönnum fagráða Rannsóknasjóðs metur umsóknir í Tækjasjóð áður en stjórn sjóðsins tekur þær til afgreiðslu. Ákvörðun stjórnar um úthlutun er endanleg. Rannsóknamiðstöð Íslands annast umsýslu um Tækjasjóð sem heyrir undir menntamálaráðherra. Nánari upplýsingar um Tækjasjóð og eyðublöð sjóðsins eru á heimasíðu Rannís www.rannis.is. Nánari upplýsingar: Hans Kr. Guðmundsson. Rannís Rannsóknamiðstöð Íslands, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, sími 515 5800, www.rannis.is Tækjasjóður Séra Agnes M. Sigurðardóttir Það var rétt fyrir jólin. Við vorum að keyra heim frá Borgarnesi til Hvanneyrar, ég og dóttir mín sem þá var fjögurra til fimm ára gömul. Hún var mikið að velta fyrir sér Grýlu og spurði mig í þaula um kerlinguna, meðal annars hvað hún gerði og hvernig hún væri. Eftir að Grýlu- spurningar höfðu dunið á mér dágóða stund varð ég svolítið þreytt á þeim og sagði: „Æ, Margrét mín. Nú er hún gamla Grýla dauð, gafst hún upp á rólunum.“ Þá leit barnið á mig sín- um stóru augum og spurði með enn meiri áhersluþunga en nokkru sinni fyrr: „Jarðaðir þú hana?“ Séra Vigfús Þór bjargar málum Einhvern tíma átti að halda skíða- landsmót í Siglufirði. Það vantaði bara eitt til að svo gæti orðið, snjóinn. Og nú voru góð ráð dýr. En þá kom sr. Vigfús Þór Árnason til hjálpar og bauðst til að redda málunum. Og viti menn, það fór að snjóa. Og það snjóaði og snjóaði. Þessu lauk með því, að ákveðið var að aflýsa mótinu, því enginn komst til Siglu- fjarðar vegna hinnar gríðarlegu úr- komu, og ekki var ástandið betra í sjálfum firðinum, þar sem enginn komst lengur ferða sinna. Séra Sigurður Ægisson Aðstoðarmeðhjálpari í Siglufjarð- arkirkju hefur um árabil verið Þor- steinn Sveinsson og hafa hann og prestur brallað eitt og annað saman. Til dæmis tóku þeir þátt í spurninga- keppninni Gettu betur á Siglufirði, og að sjálfsögðu sem fulltrúar kirkjunn- ar. Lögðu þeir í vana sinn að hringja í tíma og ótíma hvor í annan og spyrja eða segja eitthvað fræðandi. Þegar spurðist að Hvannadalshnjúkur væri sennilega ekki jafnhár og talið hafði verið löngum, sendi Þorsteinn presti SMS og spurði: „Hvað er Hvanna- dalshnjúkur hár?“ Taldi hann víst, að Sigurður hefði ekki heyrt fréttirnar. En Sigurður, sem þá hafði bætt á sig nokkrum kílóum, sendi þetta til baka: „Hann var 2.119, en ég fór upp á hann í gær og þá seig hann niður í 2.111 metra.“ Þorsteinn sendi svar um hæl, stutt og laggott: „Ekki fara aftur.“ Þorsteinn og kona hans, Fanney, reka verslun, þar sem m.a. er hægt að fá myndbandsspólur. Leigi maður eina nýja, fylgir önnur eldri frí með. Í ágústmánuði síðastliðnum var Sigurður þar staddur og ákvað að leigja sér nýja mynd. Eiginkona Þor- steins var að bogra þar hjá, við að koma sælgæti í hillur og annað slíkt. Þá spyr Þorsteinn prestinn: „Viltu eina gamla með?“ Sigurður lítur á Fanneyju, síðan á Þorstein og segir: „Nei, ekki núna, takk; konan er heima …“ Einkennilegt andlát Þetta var hjá RÚV á árum áður, verið að lesa dánartilkynningar, sem óvenju mikið var af í það skiptið. Þul- ur var greinilega orðinn dálítið þreyttur og slæptur, ef ekki leiður á þessu, en allt í einu lauk þessu, og í beinu framhaldi kom auglýsing um tapaðan penna. Þulur hins vegar átt- aði sig ekki á þessu og hélt áfram í sínu gamla fari: „Sjálfblekungur and- aðist …“, sem átti að vera „tapaðist“. Í langan tíma á eftir var ekki flóa- friður hjá RÚV því fólk hringdi inn unnvörpum til að spyrjast fyrir um það hvenær útför sjálfblekungsins væri fyrirhuguð. Séra Baldur Vilhelmsson Fyrir margt löngu hittust þeir og voru kynntir í samkvæmi, séra Bald- ur og Auðunn Karlsson athafnamað- ur í Súðavík. Höfðu menn lítillega dreypt á guðaveigum og um leið og Auðunn heilsaði Baldri sagði hann við prestinn svo allir máttu heyra: „Þú ert ekkert nema kjafturinn!“ Auðunn er maður lágur vexti og vægast sagt mjög þéttholda. Vatnsfjarðarklerkur hvessti á hann sjónir, mældi hann út og svaraði síðan: „Og þú ert ekkert nema melt- ingarfærin, góði.“ Séra Baldur var eitt sinn að hugga unga stúlku sem var í sárum vegna brotthlaups kærasta síns. Prestur hafði löngu áður sagt að sín skemmti- legustu prestsverk væru að jarða framsóknarmenn og þar sem hann taldi að hinn brotthlaupni kærasti til- heyrði framsóknarkyni sat klerkur enn við sinn keip og huggaði stúlkuna með svofelldum orðum: „Jasko, góða mín. Það er með suma karlmenn í ást- armálum eins og framsóknarmenn í pólitíkinni. Þegar kemur að því að efna loforðin þá láta þeir sig hverfa.“ Séra Guðmundur Karl Brynjarsson Einhverju sinni var ég að segja börnum frá því þegar Jesús var krossfestur og sigraði dauðann í upp- risunni. Þegar ég hafði lokið frásög- unni rétti ein stúlkan upp höndina og var þannig á svipinn að hún taldi sig augljóslega hafa eitthvað merkilegt til málanna að leggja. Þegar ég leyfði henni að tjá sig sagði hún: „Þessi saga er alveg eins og í Strandvörðum í sjónvarpinu!“ „Nú?“ spurði ég. „Af hverju segirðu það?“ „Jú, vegna þess að þar lendir alltaf einhver í lífshættu en samt deyr enginn.“ Séra Bjarni Jónsson dómkirkjuprestur Séra Bjarni á eitt sinn að hafa sagt það um Sigurgeir biskup Sigurðsson að hann væri „þrefaldur“. Þegar hann sá að viðmælandinn hváði bætti hann óðara við: „Jú, hann er bæði ein- faldur og tvöfaldur.“ Séra Cecil Kristinn Haraldsson (fæddur 1943) Undirrituðum féll sú gæfa í skaut rétt að verða sextugum að verða faðir lítillar stúlku. Það heyrir einnig til sögunni að ég er rétt um 2 m á hæð. Á Seyðisfirði er allnokkurt lón inn- an við höfnina. Út í lónið gengur tangi, fremst á honum stendur prestssetrið. Handan lónsins er Hótel Seyðisfjörður. Gestur nokkur hafði dvalið nokkra daga á hótelinu og einn morguninn spyr hann þjónustuna við morgun- verðinn: „Er húsið þarna úti á tang- anum einhvers konar heimili?“ Þjón- ustunni varð fátt um svör svo hann bætti við: „Ég meina, svona einhvers konar stofnun. Sjáðu til, það er af og til einhver gamall kall að væflast þarna fyrir utan með dúkkuvagn.“ Séra Hjálmar Jónsson Séra Hjálmar kvað svo þegar hann var nýsestur á Alþingi: Út úr kirkju með eftirsjá inn á þingið dottinn. Það er ólíkt að ávarpa þá Ólaf G. og Drottin. Séra Gunnar Björnsson Séra Gunnar Björnsson, fyrrum sóknarprestur í Holti í Önundarfirði og nú á Selfossi, ræddi einhverju sinni við gamla konu sem um rúmlega hálfrar aldar skeið hafði búið í erfiðu hjónabandi. „Datt þér aldrei í hug skilnaður?“ spurði séra Gunnar. „Nei,“ svaraði gamla konan, „en mér hefur oft dottið morð í hug.“ Bókarkafli | Fyrir ellefu árum hóf göngu sína ritröðin Gamansögur af íslenskum …, en þar hefur síðan sagt af prestum, íþróttamönnum, alþingismönn- um, læknum, fjölmiðlamönnum og börnum. Í Amen (eftir efninu), nýjustu bókinni í ritröðinni, segir af fjölmörgum nafngreindum íslenskum prestum, látnum og lifandi. Ritstjórar eru sem fyrr Guðjón Ingi Eiríksson og Jón Hjaltason. Fylgja hér á eftir nokkrar gamansögur úr bókinni. Jarðarför Grýlu og andlát sjálfblekungs Útgefandi er Bókaútgáfan Hólar og bókin er 190 bls. að lengd. Fjölmargar teikningar Sigmunds prýða bókina. „Það hlýtur bara að hafa verið komin svo mikil alkalískemmd í hann, séra minn. Ég rétt aðeins danglaði í hann með keflinu.“ Það er ótrúlegt hvað kirkjusóknin eykst gífurlega við að strika yfir no. 7 og 10, herra minn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.