Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK.
„ÞETTA hefur gengið, á heildina litið, mjög vel. Ég
er í mjög góðum skóla að mínu mati, skóla sem
fylgir þeirri stefnu að vera skóli án aðgreiningar og
það er ákaflega mikilvægt. Ég hef verið hjá kenn-
urum sem líta ekki bara á mig sem fatlaða heldur
sem manneskju og hafa treyst mér til að læra. Það
er það sem hefur haldið mér gangandi,“ segir
Freyja Haraldsdóttir, 19 ára stúlka sem útskrif-
aðist frá Fjölbrautaskóla Garðabæjar með besta
námsárangurinn af þeim 38 stúdentum sem út-
skrifuðust í gær þrátt fyrir að þjást af sjaldgæfum
sjúkdómi, osteogenesis imperfecta. Sjúkdómurinn
veldur því að sjúklingurinn býr við stöðuga hættu á
beinbrotum og er Freyja bundin við hjólastól. Hún
hefur þó ekki látið það aftra sér frá því að ljúka
námi á þremur og hálfu ári af félagsfræðibraut
skólans.
Hún segir að stuðningur skólans og aðstoð
stuðningsfulltrúa sem hún naut meðan á skóla-
göngunni stóð hafi skipt miklu máli.
„Stuðningsfulltrúinn hefur eiginlega verið mínar
hendur og fætur. Yfirleitt hefur það gengið mjög
vel og þegar það er, þá á ég jafnauðvelt með þetta
og allir aðrir,“ segir Freyja og bætir við að aðgengi
fyrir fatlaða í FG sé til fyrirmyndar. Aðspurð um
framtíðaráform sín segir Freyja að framundan sé
hvíld frá námi en hún mun taka að sér sérkennslu á
leikskóla fram á haust og segir óráðið hvað taki við
þá.
Það kom í hennar hlut að halda ræðu fyrir hönd
stúdenta við útskriftarathöfnina. Þar þakkaði hún
skólanum, fyrir hönd hópsins, og sagði frá reynslu
sinni af náminu og hvernig afstaða hennar til náms
hefði breyst eftir að hún byrjaði í skólanum. Þegar
blaðamaður innti hana eftir því hver væri kjarni
ræðunnar sagði Freyja að við ættum öll að velja
rétt og gera það sem okkur langar að gera. „Ekki
gera eitthvað fyrir aðra, heldur eitthvað sem lítur
vel út fyrir okkur og í hjarta okkar,“ sagði Freyja.
„Líta ekki bara á mig sem
fatlaða heldur sem manneskju“
Morgunblaðið/Kristinn
Freyja Haraldsdóttir útskrifaðist frá FG í gærmorgun ásamt 37 öðrum nemendum skólans. Freyja var með besta námsárangurinn af hópnum.
Eftir Árna Helgason
arnihelgason@mbl.is
DAGUR B. Eggertsson, lækn-
ir og borgarfulltrúi, er þeirrar
skoðunar að lengja eigi skóla-
skyldu til átján ára aldurs þar
sem það geti haft forvarnar-
gildi gegn fíkniefnaneyslu ung-
menna. „Frá sjónarhóli for-
varnar blasir við að þegar
framhaldsskólinn er brotalöm
skiptir mjög litlu máli hvaða
árangri við náum í forvörnum
með börnunum meðan þau eru
í grunnskóla ef þau eru síðan
bara látin róa þegar þau eru
sextán ára. Það er auðvitað
vendipunktur í lífinu hjá mjög
mörgum. Ég held að það sé
fyllsta ástæða til að ræða það
hvernig við eigum að axla
þessa ábyrgð sem samfélag
gangvart ungu fólki á fram-
haldsskólaaldri,“ segir Dagur.
Hann er formaður stýrihóps
forvarnarverkefnisins Ung-
menni í Evrópu – gegn fíkni-
efnum sem nú er að hefjast í
tíu evrópskum borg-
um undir verndar-
væng Íslendinga.
Verkefnið er á vegum
ECAD, samtaka evr-
ópskra borga gegn
fíkniefnum, og bygg-
ist á niðurstöðum ís-
lenskra rannsókna
sem sýna m.a. að þau
börn sem verja a.m.k.
klukkustund með fjölskyldu
sinni á dag eiga mun síður á
hættu að verða fíkniefnum að
bráð en börn sem verja litlum
sem engum tíma með foreldr-
um sínum. Einnig að skipulagt
íþrótta- og æskulýðsstarf hef-
ur mikið forvarnargildi.
Aldrei hærra hlutfall
í framhaldsskóla
Fram hefur komið í máli
Þorgerðar Katrínar Gunnars-
dóttur, menntamálaráðherra,
að 95% þeirra sem útskrifuð-
ust úr grunnskóla sl.
vor sóttu um nám í
framhaldsskólum
landsins, og hefur það
hlutfall aldrei verið
hærra.
Ólafur Ragnar
Grímsson, forseti Ís-
lands, er verndari
verkefnisins, og var
hann viðstaddur þeg-
ar St. Pétursborg, fyrst borga,
gerðist formlega aðili að verk-
efninu með undirritun í vik-
unni. Þar var Dagur einnig og
hann segir að aðkoma forset-
ans hafi haft mikla þýðingu
fyrir verkefnið og ef hans hefði
ekki notið við hefði undirritun-
in ekki orðið að veruleika á
þessum tíma og verkefnið ekki
fengið þann meðbyr sem nauð-
synlegur er til að hrinda því í
framkvæmd.
Vill lengja skólaskyldu
til átján ára aldurs
Dagur B.
Eggertsson
Átján ára | 18
JÓLALJÓS og hangikjöt, jólatré með til-
heyrandi pakkaflóði og fjölskyldan öll
samankomin. Þetta eru myndirnar sem
flest okkar tengja við þá hátíðisdaga sem
framundan eru. Til eru þó þeir sem breyta
út frá viðteknum hugmyndum um jólahald
og í Tímariti Morgunblaðsins segja fimm
þeirra frá óvenjulegum og eftirminnileg-
um jólum sem þeir eiga að baki.
„Ef ég man rétt byrjaði þögnin rétt fyrir
jólin og varaði í níu til tíu daga,“ segir
Ransu, sem gekk undir nafninu Jón Berg-
mann Kjartansson áður en andlegur leið-
beinandi hans gaf honum nýtt nafn. Jólin
2000 var Ransu staddur á samyrkjubúi í
Costa Rica þar sem ákveðið var að hafa
þagnarbindindi yfir hátíðirnar.
Birgir Jónsson jógakennari var einnig á
framandi slóðum jólin 1997 þegar hann
ferðaðist um landbúnaðarhéruð Nepals
ásamt hópi Íslendinga. Kristinn Einarsson
dvaldi níu jól í skála Íslenska alpaklúbbsins
í Botnssúlum í Hvalfirði. Fyrstu jólin, þ.e.
árið 1985, voru þeirra eftirminnilegust.
„Við gátum ekki hitað skálann upp því það
var engin kamína í honum og við vorum
þarna í tólf stiga frosti,“ segir hann.
Þá segir Guðrún Þorkelsdóttir frá jól-
unum 1988 þegar sonur hennar fæddist og
Arna Björg Bjarnadóttir frá heldur fátæk-
legum jólum árið 1996 þegar hún var au-
pair stúlka í Bandaríkjunum. | Tímarit
Jól af öðrum toga
Morgunblaðið/Ásdís
Ransu þagði öll jólin 2000 og naut þeirra.
TVÆR flugvélar Icelandair sem
voru að koma frá Bandaríkjunum
hættu við lendingu á Keflavíkur-
flugvelli um kl. 7 í gærmorgun
og lentu þess í stað á Egilsstaða-
flugvelli. Flugstjórar vélanna
ákváðu að lenda ekki í Keflavík
þar sem mjög misvindasamt var
um þetta leyti og bremsuskilyrði
slæm, samkvæmt upplýsingum
frá Flugmálastjórn Íslands.
Fraktflutningavél Icelandair á
leið frá Belgíu sneri einnig frá
Keflavík og lenti þess í stað á Ak-
ureyrarflugvelli. Bremsuskilyrðin
bötnuðu skömmu síðar og lentu
aðrar vélar heilu og höldnu í
Keflavík síðar um morguninn.
Samkvæmt upplýsingum frá
Icelandair flugu vélarnar frá Eg-
ilsstöðum þegar veður hafði batn-
að á Keflavíkurflugvelli, og lentu
þær um kl. 9.30, tæpum þremur
tímum eftir áætlaðan komutíma.
Farþegum annarrar vélarinnar
var hleypt frá borði á Egils-
stöðum, og var lögreglan kölluð á
staðinn til að tollskoða þá sem
fóru frá borði.
Sneru frá Kefla-
vík vegna veðurs
Ljósmynd/Baldur Sveinsson
ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF-
LIF, var kölluð út rétt fyrir kl. 10 í
gærmorgun til þess að sækja sjó-
mann sem hafði slasast þegar hann
féll í lest íslensks skips sem statt
var um 60 sjómílur norður af Horni.
Veður var afar erfitt á staðnum,
15–18 m/s að austan, éljagangur og
slæmt skyggni. Ókyrrð var í lofti,
mikill sjógangur og hætta á ísingu.
Þyrlan beið á Ísafirði eftir að veðr-
ið gengi niður, en rétt fyrir hádegi
var ákveðið að hætta við að ná
manninum úr skipinu eftir að í ljós
kom að hann var ekki lífshættulega
slasaður. Skipið sigldi í kjölfarið
með manninn til Ísafjarðar.
Hætt við að sækja
slasaðan sjómann