Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Antony Horowitz
„Spennandi
frá upphafi
til enda…
bráðskemmtileg…
hrífur lesendur
með sér hvort sem
þeir eru níu ára
eða níræðir.“
Hildur Heimisdóttir / DV
„Illyrmislega snjöll.“
Independent
„Hröð, fyndin
ogmjög spennandi.“
Daily Mail
„Stórkostlegt
sköpunarverk!“
www.jpv. is
LENGRI SKÓLASKYLDU
Lengja ætti skólaskyldu hér á
landi til 18 ára aldurs, að mati Dags
B. Eggertssonar, læknis og borg-
arfulltrúa. Hann segir það geta haft
forvarnagildi gegn fíkniefnaneyslu
ungmenna, en hann er formaður
stýrihóps forvarnaverkefnisins
Ungmenni í Evrópu – gegn fíkniefn-
um.
Fötluð stúlka dúx í FG
Freyja Haraldsdóttir, 19 ára
stúlka sem bundin er við hjólastól
og þjáist af sjaldgæfum sjúkdómi,
náði besta námsárangri útskrift-
arnema í Fjölbrautaskóla Garða-
bæjar en útskrift var í gærmorgun.
Hún segir að aðstoð stuðningsfull-
trúa og viðmót skólans hafi skipt
miklu máli.
Samið um fjárhag ESB
Leiðtogar ríkja Evrópusam-
bandsins fögnuðu í gær málamiðl-
unarsamkomulagi um fjárhags-
áætlun sambandsins fyrir árin
2007–2013. Samkvæmt sam-
komulaginu gefa Bretar eftir hluta
af afslætti sem þeir hafa notið af
gjöldum til ESB frá árinu 1984. Á
móti kemur að Evrópusambandið á
að taka öll útgjöld sín til endurskoð-
unar á árunum 2008–2009, meðal
annars til sameiginlegu landbún-
aðarstefnunnar.
Breytingar framundan
Búast má við hröðum gróð-
urbreytingum hér á landi í kjölfar
mikilla loftslagsbreytinga, sem vís-
indamenn segja mestu loftslags-
breytingarnar í 5.000 ár í Evrópu.
Benda rannsóknir þeirra til þess að
ef hlýni verulega hér á landi megi
búast við hröðum gróðurbreytingum
á svæðum þar sem lyngmóa er að
finna, en hægfara breytingum þar
sem mosaþemba er allsráðandi. Erf-
itt er að segja fyrir hvaða áhrif hlýn-
unin hefur á hafið í kringum landið.
Deilt um útflutningsstyrki
Í fyrstu drögum að samkomulagi
á ráðherrafundi Heimsvið-
skiptastofnunarinnar (WTO) í Hong
Kong er ekki tímasett nákvæmlega
hvenær afnema eigi útflutnings-
styrki til bænda í auðugum ríkjum
heims. Útflutningsstyrkirnir eru á
meðal helstu deilumálanna á ráð-
herrafundinum. Búist er við að sam-
ið verði um breytingar á drögunum
áður en fundinum lýkur í dag,
sunnudag.
Y f i r l i t
Í dag
Fréttaskýring 8 Myndasögur 58
Menning 43, 62/63 Dagbók 58/61
Sjónspegill 39 Víkverji 58
Forystugrein 36 Staður og stund 60
Reykjavíkurbréf 36 Leikhús 62
Umræðan 44/51 Bíó 66/69
Bréf 47 Sjónvarp 70
Minningar 52/54 Staksteinar 71
Hugvekja 55 Veður 71
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is
Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga
Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson
Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
EIGENDUR sumarhúsa í Skála-
brekku, rétt utan þjóðgarðsins á
Þingvöllum, eru afar ósáttir við nýtt
aðalskipulag á svæðinu, og hafa skor-
að á umhverfisráðherra að sam-
þykkja ekki skipulagið. Í deiliskipu-
lagstillögum fyrir svæðið er gert ráð
fyrir að sumarhús í Skálabrekku
verði þrefalt fleiri en nú er.
Í bréfi hagsmunasamtaka íbúa
Skálabrekku til umhverfisráðherra
kemur fram að það skjóti skökku við
að samþykkja aðalskipulag óbreytt
þegar nýbúið er að samþykkja vatns-
verndarfrumvarp fyrir Þingvelli. Í
aðalskipulaginu er gert ráð fyrir um
30% fjölgun sumarhúsa á því svæði
sem fellur undir skipulagið. Í Skála-
brekku einni bætast 26 hús við þau 13
sem fyrir eru, og verður heimilt að
reisa allt að 200 fermetra hús með 25
fermetra geymslu, en húsin sem nú
standa á aðalskipulagssvæðinu við
Þingvallavatn eru um 50 fermetrar að
meðaltali.
„Þetta er ekki í þeim anda sem hin
húsin eru, þetta er alveg út úr kort-
inu,“ segir Axel Helgason, einn sum-
arhúsaeigendanna í Skálabrekku.
Hann segir að sé einhver alvara á bak
við hugmyndir um að stækka þjóð-
garðinn sé óeðlilegt að samþykkja að-
alskipulagið.
Heimilt að setja reglur
Í vatnsverndarfrumvarpi sem sam-
þykkt var á Alþingi fyrr á árinu segir
að innan vatnsverndarsvæðisins megi
ekki gera neitt það sem spillt geti
vatni eða mengað það. Ennfremur að
umhverfisráðherra setji nánari regl-
ur um framkvæmd vatnsverndarinn-
ar, en í því felst að heimilt verður að
setja reglur m.a. um jarðrask, bygg-
ingu mannvirkja, borun eftir vatni,
töku jarðefna o.fl., eins og fram kem-
ur í frumvarpinu.
Axel segir það tímaskekkju að
samþykkja nýtt aðalskipulag þegar
eftir sé að semja reglugerðina um
mannvirkjagerð sem falli undir vatns-
verndarlögin.
Hagsmunasamtök íbúanna benda í
bréfi sínu á að við 30% fjölgun húsa,
eins og gert er ráð fyrir í aðalskipu-
lagi, sem að meðaltali verði 150 fer-
metrar að stærð yrði aukningin á
byggingarmagni á skipulagssvæðinu
um 85%, enda húsin sem fyrir eru að
meðaltali einungis um 50 fermetrar.
„Það hlýtur að skarast á við tilgang
vatnsverndarfrumvarpsins og skor-
um við því á ráðherra að staðfesta
ekki aðalskipulagið óbreytt,“ segir í
bréfinu til umhverfisráðherra, en
undir það skrifar um tugur eigenda
sumarhúsa í Skálabrekku við Þing-
velli. Ef umhverfisráðherra staðfestir
aðalskipulagið, og Bláskógabyggð
samþykkir deiliskipulag á svæðinu
sem sumarhúsaeigendur hafa þegar
gert athugasemd við, segir Axel mikl-
ar líkur á því að sumarhúsaeigend-
urnir muni leita til úrskurðarnefndar.
Á að falla að byggð
Skýrt sé að viðbótarbyggð eigi að
falla að þeirri byggð sem fyrir er, og
ekki sé með nokkru móti hægt að sjá
að 26 hús sem geta orðið allt að 225
fermetrar að stærð falli að 13 húsum
sem séu mun minni.
Axel segir ekkert benda til annars
en að húsin verði nálægt hámarks-
stærð, búið sé að byggja tvo bústaði á
svæðinu sem eru hvor um 170 fer-
metrar, og teikningar liggi fyrir að
þeim þriðja sem verði um 178 fer-
metrar.
Eigendur sumarhúsa við Þingvelli ósáttir við skipulag sumarhúsabyggðar
Skora á ráðherra að staðfesta
ekki nýtt skipulag svæðisins
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
ÞEGAR skólahaldi lýkur vinna þær Snæfríður Jóhann-
esdóttir, Hildur Kristín og Hrefna Hallgrímsdætur sér
inn aukapening fyrir jólin með því að tína túlípana í
gróðrarstöð Dalsgarðs í Mosfellsbæ. Í Dalsgarði eru
ræktaðir um fimmtíu þúsund túlípanar fyrir jólahátíð-
ina en þeir hafa orðið æ vinsælli á undanförnum árum
og þykir mörgum jólatúlípaninn orðinn fastur liður í
jólahaldi Íslendinga.
Morgunblaðið/RAX
Túlípanar tíndir fyrir jólahátíðina
STJÓRN kauphallarinnar í Ósló
ákvað í fyrradag að sekta Kaup-
thing ASA, dótturfélag Kaupþings
banka, um 500 þúsund norskar
krónur, eða 4,7 milljónir íslenskra
króna, fyrir ítrekuð brot á starfs-
reglum kauphallarinnar í tengslum
við tilboð í hlutabréf. Segir í tilkynn-
ingu kauphallarinnar að brotin hafi
haldið áfram þrátt fyrir viðvaranir.
Norska blaðið Dagens Næringsliv
hefur eftir Jan Petter Sissener, for-
stjóra Kaupthings ASA, að hann hafi
ekki vitað af þessu fyrr en kaup-
höllin lét hann vita fyrir tæpum
mánuði en segir að nú hafi verið
komist fyrir þessi vandamál sem séu
tæknilegs eðlis. Blaðið hefur eftir
Sissener, að Kaupthing sé nú eins og
pylsuvagn sem verið sé að breyta í
alvöru verðbréfafyrirtæki.
Kaupþing í
Noregi sektað
af kauphöllinni
LÖGREGLAN í Keflavík gerði hús-
leit á föstudagskvöld á heimili í
Keflavík vegna gruns um fíkniefna-
misferli. Við leitina fundust um 40
grömm af amfetamíni og um 10
grömm af hassi. Sex voru hand-
teknir en sleppt að loknum yf-
irheyrslum og telst málið upplýst.
Fundu fíkniefni
við húsleit
GUNNAR Egilsson bílasmiður,
sem nýverið setti glæsilegt heims-
met, þegar hann og föruneyti komst
á suðurpólinn á landfarartæki á að-
eins 70 klukkustundum, er lagður
af stað frá suðurpólnum eftir nokk-
urra daga dvöl. Ferðin til baka
hófst að kvöldi dags hinn 15. des-
ember og keyrt er til Patriot Hills
en þaðan var lagt af stað í upphafi.
Áætlað var að leggja af stað
tveimur dögum fyrr, en vandræði
urðu með að endurnýja eldsneyt-
isbirgðir og þurfti að senda eftir
flugvél með olíu. Þrír af fimm
mönnum úr föruneyti Gunnars
ákváðu að fljúga með vélinni til Pat-
riot Hills og voru
því aðeins tveir
eftir til að keyra
bílinn til baka.
Samkvæmt
upplýsingum
Morgunblaðsins
gengur ferðin
með ágætum, er
ferðahraði mun
meiri og olíu-
eyðslan tvöföld á við leiðina að
pólnum en færið er jafnframt nokk-
uð þungt. Áætlað er að Gunnar
verði kominn til Patriot Hills seinni
partinn í dag eða snemma á morg-
un.
Lagður af stað heim frá suðurpólnum
Keyra aðeins
tveir til baka
Gunnar Egilsson