Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ 21. desember 1975: „Sérstök ástæða er til að fagna því, að deila sú, sem staðið hefur um skeið milli myndlistarmanna og borgaryfirvalda um Kjar- valsstaði, er nú leyst með sam- komulagi, sem samþykkt hef- ur verið af báðum aðilum. Efnisatriði samkomulagsins eru í stuttu máli þau, að list- ráð, sem skipað er 7 fulltrú- um, hefur endanlegt vald um þá starfsemi, sem fram fer í vestursal Kjarvalsstaða og í Kjarvalssal, þegar hann er tekinn til annarra nota en sýn- inga á verkum Jóhannesar Kjarvals.“ . . . . . . . . . . 15. desember 1985: „Geir Hallgrímsson, utanrík- isráðherra, vakti máls á því í setningarræðu vetrarfundar utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins, að Íslendingar líta á samstarf ríkjanna beggja vegna Atl- antshafs sem hinn besta kost í utanríkis- og öryggismálum. Hann lýsti ótrú og óbeit á því, ef Atlantshafið yrði hyldýpi milli þjóða, sem stefna að sam- eiginlegu markmiði, að tryggja lýðræði, mannréttindi og frið með frelsi. [...] Meginefni ræðu Geirs Hall- grímssonar snerist um það, hvernig samvinnu ríkjanna yrði best háttað með hliðsjón af nýju tímabili í samskiptum austurs og vesturs eftir fund þeirra Ronalds Reagan og Mikhails Gorbachev. Utanrík- isráðherra vísaði til ákvörð- unar leiðtoganna um að hitt- ast aftur 1986 og 1987. Þess yrði vænst, að samningar tækjust um takmörkun víg- búnaðar og afvopnun í tengslum við þá fundi.“ . . . . . . . . . . 17. desember 1995: „Viðleitni stjórnvalda til þess að koma böndum á kostnað við heil- brigðisþjónustuna hefur kost- að mikil átök í allmörg und- anfarin ár. Þetta er ekkert séríslenzkt fyrirbæri. Alls staðar á Vesturlöndum er það sama að gerast. Kostnaður eykst gífurlega vegna nýrrar tæki og nýrra lyfja. Menn leita margra leiða til að halda þessum kostnaðarauka í skefj- um. Borgarspítali og Landakots- spítali hafa verið sameinaðir og unnið hefur verið að marg- víslegri hagræðingu innan spítalanna. Sérstakt átak hef- ur verið gert í að draga úr lyfjakostnaði og margvísleg þjónustugjöld hafa verið hækkuð. Ef ekkert af þessu hefði komið til væri vandinn óviðráðanlegur í dag. En nú er ástæða til að spyrja, hvort ekki sé komið á enda- punkt í þeim aðferðum, sem beitt hefur verið til þessa. Síð- ustu daga hafa farið fram tölu- verðar umræður um rekstr- arvanda Ríkisspítala. Hallarekstur er mikill. Fjár- málaráðherra segir, að stjórn- endur Ríkisspítala hafi ekki staðið við gerða samninga. Stjórnendur spítalans segjast hafa verið knúðir til að skrifa undir samninga, sem þeir hafi í raun og veru lítið vitað um.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Þ að er hægt að horfa á söguna og sögulega atburði með ýmsum hætti og alltaf skemmtilegt, þegar fram koma nýjar kenningar um þekkta viðburði. Þeir sem sátu á skólabekk fyrir hálfri öld og lásu sér til í kennslubókum um sögu lands og þjóðar urðu nán- ast gagnteknir af Danahatri, tilfinningu, sem kyn- slóðirnar, sem á eftir komu skildu ekki og skilja ekki. Þeir hinir sömu kynntust Jörundi hundadaga- konungi sem hlægilegu fyrirbæri, hálfgerðu skoff- íni. Því fór fjarri að hlutur hans í sögu þjóðarinnar þætti eitthvað merkilegur. Nú hefur Ragnar Arnalds, fyrrum alþingismað- ur og ráðherra, skrifað skáldsögu um Jörund, þar sem sett er fram nýtt sjónarhorn á hlut Jörundar í Íslandssögunni og á býsna sannfærandi hátt. Að þessari tvenns konar túlkun á gerðum Jör- undar hér á Íslandi víkur höfundurinn í grein, sem hann skrifaði hér í Morgunblaðið sl. þriðjudag og segir: „...í allnokkrum bókum, sem komið hafa út um Jörund eftir enska og danska höfunda er yfirleitt rætt heldur háðulega um athafnir hans á Íslandi og þeim líkt við fáránlegan skopleik. Þegnum stór- þjóða hefur löngum þótt sjálfstæðisbarátta lands- manna óraunhæft brölt.“ Og síðan segir Ragnar: „Ég ritaði einmitt skáldsögu mína um Jörund til að sýna manninn og gerðir hans á Íslandi í réttu sögulegu ljósi út frá sjónarhóli Íslendinga og þvert á þá „sagnfræði“ sem grasserað hefur í ýmsum þýddum bókum og rekja má til andstæðinga hans en margt af því eru rakin ósannindi...“ Og loks segir Ragnar: „...út frá sjónarhóli Íslendinga var byltingin, sem hann stóð fyrir ekki fáránlegur skopleikur heldur rammasta alvara, sprottin af knýjandi nauðsyn. Jörundur veitti Íslendingum verzlunarfrelsi og ferðafrelsi. Hann hvatti þá fyrstur manna til að endurreisa Alþingi með kosningarétti jafnt fyrir ríka sem fátæka og boðaði fyrstur manna að Ís- land ætti að verða lýðveldi. Hann var því boðberi frelsis og lýðræðis. Sú stefna var hugsjón fram- farasinnaðra manna um alla álfuna og var ekki „fráleit“ þótt hann lyti í lægra haldi fyrir aftur- haldssinnuðum mönnum, sem studdu einveldi og ófrelsi af gömlum vana.“ Það er ekkert nýtt, að gömul nýlenduveldi reyni að hafa áhrif á það hvernig sagan er skrifuð. Það á ekki sízt við um Breta, sem hafa náð góðum ár- angri í því. Ef Morgunblaðið er lesið fyrir meira en 50 árum er mikið af fréttum um hryðjuverkamann í Kenya að nafni Jomo Kenyatta. Eftir að Kenya hlaut sjálfstæði varð Jomo Kenyatta forseti landsins í áratugi og dó sem virtur og virðulegur öldungur. Við sjáum athafnir Nelson Mandela á sínum tíma í öðru ljósi nú en þegar hann var fyrst dæmd- ur í fangelsi. Nú skal Jörundi hundadagakonungi ekki jafnað við þessar tvær sjálfstæðishetjur í Afríku en það sem Ragnar Arnalds er að gera með skáldsögu sinni er að endurreisa hann í augum íslenzku þjóð- arinnar. Og raunar er það svo, að um leið og Jör- undi hefur verið lýst með þeim hætti, sem Ragnar gerir blasir við hve mikill sannleikur er í þeirri lýs- ingu. Það verður fróðlegt að sjá, hvort Ragnari Arn- alds tekst með vel skrifaðri og læsilegri skáldsögu sinni að koma nýrri söguskýringu um Jörund hundadagakonung til skila til þjóðarinnar. Það er kannski tilefni til að minnast Jörundar með öðrum hætti en við höfum gert? Breytingar í landbúnaði Í ræðu á fundi Heims- viðskiptastofnunarinn- ar í gær, föstudag, sagði Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, að Ísland væri tilbúið til að draga úr tollum og stuðningi við innlenda fram- leiðslu að því gefnu að jafnvægi skuldbindinga yrði viðunandi. Ráðherrann bætti við: „Veruleg niðurfelling krefst þess að töluverð að- lögun verði varðandi stefnu okkar í landbúnaðar- málum. Þegar endanlegt skipulag verður útfært verður að gæta þess að grafa ekki undan þeim um- bótum, sem þegar hafa orðið.“ Slíka yfirlýsingu gefur utanríkisráðherra ekki nema með samþykki samstarfsflokksins í ríkis- stjórn, Framsóknarflokksins. Og raunar hefur komið fram áður, að Framsóknarflokkurinn, sem lengi hefur staðið vörð um hagsmuni bænda, að sumra mati út frá of þröngu sjónarhorni, er tilbú- inn til að standa að miklum breytingum í íslenzk- um landbúnaði. Meira að segja má halda því fram, að landbúnaðarráðherratíð Guðna Ágústssonar sé að verða mesta umbreytingatímabil í íslenzkum landbúnaði í áratugi. Samt er það svo, að um leið og stefnir í að land- búnaðurinn njóti minni verndar en hingað til hrökkva margir við og hafa áhyggjur af því, að ís- lenzkur landbúnaður muni ekki þola slíkar breyt- ingar. Þetta er áreiðanlega á misskilningi byggt. Landbúnaðurinn er nú að ganga í gegnum mikla endurnýjun. Kúabúskapur er í mikilli upp- sveiflu. Út um allt land eru ný, fullkomin og tækni- vædd fjós að rísa upp. Slík bylting hefur ekki orðið í gerð fjósa í hálfa öld. En um og upp úr 1950 varð mikil breyting í gerð þeirra. Kúabúin eru að verða stærri og með mikinn mjólkurkvóta. Að sumu leyti má segja, að kúabú, sem ráða yfir meira en 300 þúsund lítra kvóta séu að verða stórrekstur í land- búnaði. Hugsjónir Thors Jensens frá Korpúlfs- staðaárum hans eru að verða að veruleika. Samhliða þessari þróun í kúabúskap hefur á all- löngum tíma orðið bylting í vinnslu mjólkurafurða. Það er óhætt að staðhæfa að mjólkurafurðir á Ís- landi standast samanburð við það bezta, sem við þekkjum í nágrannalöndum okkar. Í vinnslustöðv- unum hefur verið unnið hljóðlátt afrek, því að for- ystumenn þeirra hafa ekki verið að berja sér á brjóst. Þeir hafa látið verkin tala. Líkurnar á því að íslenzkir neytendur mundu snúa sér að inn- fluttum mjólkurafurðum eru nánast engar auk þess sem fjarlægðarverndin er töluverð. En það er ekki bara kúabúskapurinn og mjólk- urframleiðslan sem eru í umsköpun. Sama þróun er að hefjast í sauðfjárrækt. Nú er í fyrsta skipti að hefjast tækniþróun í fjárhúsunum, sem auð- veldar fóðurgjöf mjög. Það er ekki lengur hægt að líta svo á, að sauðfjárræktin sé smátt og smátt að deyja út og eftir standi nokkrir bændur, sem stundi sauðfjárrækt af gömlum vana. Þróunin er að snúast við í kjötiðnaðinum og meira jafnvægi að nást á milli kjöttegunda. Úrvinnsla úr kjöti er að batna. Það hefur verið áberandi, að framfarir hafa verið miklu meiri í mjólkuriðnaði en kjötiðnaði. En væntanlega er kjötiðnaðurinn að ná sér á strik. Þegar horft er til hins hefðbundna landbúnaðar er því ljóst, að grundvallargreinar hans eru að rísa upp úr öskustónni.Hrossarækt og sú atvinnu- EILÍF EINOKUN? Mjólka ehf. hefur ritað landbún-aðarráðherra bréf og kvart-að undan því að Bændasam- tökin krefji fyrirtækið um upplýsingar um sölu og birgðir á grundvelli bú- vörulaga. Mjólka telur að hér sé um trúnaðarupplýsingar að ræða og neit- ar að afhenda þær. Fyrirtækið fer fram á að landbúnaðarráðherra beiti sér fyrir endurskoðun á þessu fyrir- komulagi. Ennfremur hyggst Mjólka ekki greiða svokölluð verðtilfærslu- og verðmiðlunargjöld, sem lögð eru á mjólk. Forsvarsmenn fyrirtækisins benda á að það starfi utan hins opin- bera landbúnaðarkerfis og njóti engra styrkja úr sjóðunum, sem gjöldin renna í. „Lögin, eins og þau liggja fyrir í dag, og allt regluverkið í kringum mjólkuriðnaðinn, gera ráð fyrir því að þar sé einokun um aldur og ævi,“ segir Ólafur Magnússon, framkvæmda- stjóri Mjólku, í Morgunblaðinu í gær. Auðvitað á Guðni Ágústsson land- búnaðarráðherra að bregðast vel við þessu erindi Mjólku, enda hefur hann sýnt hinu merkilega framtaki for- svarsmanna fyrirtækisins velvilja. Það er algerlega út í hött að skikka fyrirtæki, sem rekið er utan landbún- aðarkerfisins, til að senda upplýsingar um rekstur sinn til hagsmunasam- taka, sem hafa hvað eftir annað reynt að bregða fyrir það fæti. Sömuleiðis er að sjálfsögðu óeðli- legt að þeir, sem standa utan landbún- aðarkerfisins og standa í frjálsri sam- keppni, séu skikkaðir til að greiða í sjóði þess og niðurgreiða rekstur keppinautanna. Löggjöfin um land- búnað, eins og aðra atvinnustarfsemi, verður að sjálfsögðu að gera ráð fyrir að til séu menn, sem ekki vilja hafa rekstur sinn á framfæri skattgreið- endanna eða tilheyra hinu ríkisrekna einokunarkerfi um aldur og ævi. ÍRAKAR KJÓSA LÝÐRÆÐIÐ Hin mikla kjörsókn í þingkosning-unum í Írak á fimmtudag gefur vonir um bjartari framtíð í þessu stríðshrjáða landi. Tvennt stendur upp úr eftir þessar kosningar. Í fyrsta lagi hin mikla kjörsókn, sem talið er að hafi verið um 70%, þrátt fyrir hótanir öfgamanna um að ráðast á kjósendur. Þetta er meiri kjörsókn en gerist í mörgum grónum lýðræð- isríkjum og bendir eindregið til að al- menningur í Írak vilji lýðræðislega stjórnarhætti í landinu, en ekki aft- urhvarf til einræðisstjórnar. Í öðru lagi vekur athygli að súnní- arabar tóku virkan þátt í kosningun- um, en þeir sniðgengu margir kosn- ingarnar, sem haldnar voru í janúar til að kjósa bráðabirgðaþing. Það gef- ur sömuleiðis vonir um að hægt verði að mynda ríkisstjórn sem nýtur breiðs stuðnings hjá landsmönnum. Að sjálfsögðu eru ótal vandamál óleyst í Írak. Öryggissveitir landsins og erlenda herliðið eru langt frá því að ráða niðurlögum hryðjuverka- manna, sem nánast daglega gera árásir á hermenn og almenna borg- ara. Spenna á milli þjóðernishópa getur sömuleiðis stofnað innanlands- friðnum í hættu. Og enn eru örygg- issveitir Íraka sjálfra ekki orðnar nægilega öflugar til að raunhæft sé að Bandaríkin og bandamenn þeirra dragi herlið sitt frá landinu. Engu að síður lofar það góðu að í þessum heimshluta, þar sem lýðræði er allt annað en útbreitt, sé hægt að halda lýðræðislegar þingkosningar sem ganga jafnvel og raun bar vitni í Írak. Það er ekki sízt hvetjandi fyrir lýðræðisöfl í nágrannaríkjum á borð við Sýrland, Íran, Saudi-Arabíu og fleiri Persaflóaríki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.