Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 52
52 SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ SkarphéðinnRúnar Grétars- son fæddist á Þing- eyri við Dýrafjörð 14. febrúar 1966. Hann lést af slysför- um 30. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hans eru Grétar Jónatansson, f. 7. október 1949 og Sigríður Margrét Skarphéðinsdóttir, f. 5. maí 1948. Foreldr- ar Grétars eru Jón- atan Guðbrandsson bifreiðastjóri í Hafnarfirði, f. 11. janúar 1926, d. 30. september 1978, og Guðmunda Kristín Guðmunds- dóttir húsfreyja, f. 11. maí 1925. Foreldrar Sigríðar Margrétar eru Skarphéðinn Njálsson vélstjóri á Þingeyri, f. 31. maí 1916, og Guð- rún Markúsdóttir húsfreyja, f. 1. október 1920. Stjúpfaðir Skarp- héðins Rúnars frá árinu 1974 er Skarphéðinn Ólafsson skólastjóri á Flateyri, f. 10. októ- ber 1946. Foreldrar hans eru Ólafur Kr. Þórðarson kennari, f. 21. ágúst 1918, og Helga Vigfúsdóttir húsmóðir, f. 3. októ- ber 1923. Systkini Skarphéðins Rún- ars, samfeðra, eru Bjarnhéðinn, f. 2. ágúst 1970, Ingi- björg, f. 17. apríl 1979 og Margrét, f. 13. júlí 1983. Sonur Skarphéð- ins Rúnars og Önnu Lilju Jakobs- dóttur, f. 11. maí 1966, er Konráð Ari, f. 26. desember 1985. Dætur Skarphéðins Rúnars og Katrínar Ingibjargar Steinarsdóttur, f. 30. ágúst 1971, eru Linda Rún, f. 24. júlí 1994, og Berglind Eva, f. 29. september 1998. Útför Skarphéðins Rúnars var gerð frá Þingeyrarkirkju 10. des- ember. Þú sefur eins og bylgja sem vindar hafa vaggað í værð á lygnum fleti. Andar hljótt. Og liljuhvítar mundir hafa lokað augum þínum og ljóssins dísir boðið góða nótt. Svo fagurt er vort mannlíf, svo fullt af ást og mildi, þó feyki visnum blöðum gegnum draum þinn stormaher. Ímynd þess, sem vonar, sem verndar allt og blessar skal vaka yfir þér. (Kristján frá Djúpalæk.) Með þessum erindum kveðjum við dótturson okkar. Við þökkum honum samveruna og allar ljúfar stundir. Biðjum þann sem öllu ræður að taka móti honum og búa honum bústað hjá sér. Við sendum börnum hans, öllum ástvinum og ættingum samúðarkveðjur. Guð blessi hann og ykkur öll. Afi og amma á Þingeyri. Elsku sonur okkar og bróðir. Það er skrítið að sitja hér og skrifa nokkr- ar línur í minningargrein til þín. Það voru skelfilegar fréttir sem við vökn- uðum við að morgni 1. desember sl. Fréttin um að þú væri farinn frá okk- ur. „Þetta getur ekki verið satt,“ var það fyrsta sem við sögðum. Þú sem áttir svo mikið ógert, ungur maður og varst alltaf svo ljúfur og góður við alla. Í hugann kemur fallega brosið þitt þegar maður hugsar til þín. Þú varst alltaf svo stoltur af börnunum þínum, Konráði Ara, Lindu Rún og Berglindi Evu. Alltaf þegar þið systk- inin hittust eða töluðuð saman í síma kvöddust þið alltaf með því að segja „mundu svo að ég elska þig“. Við sitj- um hér svo í tómarúmi í hjarta okkar en vitum að núna líður þér vel. Það verður tekið vel á móti þér hjá Guði. Við þökkum fyrir allar stundir okkar saman. Megi góður Guð styrkja börn- in þín og alla ástvini í sorginni. Við elskum þig. Það dansar engill í kringum húsið hann flýgur í kringum garðinn þúsund hvítar fjaðrir fékk hann að gjöf daginn sem hann dó engillinn við sína gröf dauðinn hefur hann fundið en hann fer aldrei í burtu berum hans líf lofum honum að lifa. Pabbi, Áslaug, Bjarnhéðinn, Margrét og Ingibjörg. Stjúpsonur minn Skarphéðinn Rúnar lést af slysförum 30. nóvember síðastliðinn. Ég sakna þín sárt en veit að þú ert í góðum höndum og ert feginn hvíld- inni eftir erfiðan sjúkdóm sem þér tókst ekki að sigra. Alkóhólisminn er einn erfiðasti sjúkdómur mannanna. Það er margs að minnast um góðan dreng sem bar af öðrum drengjum í æsku, efnilegur fótboltamaður, frjáls- íþróttamaður og mikill sundgarpur. Ævistarf þitt var sjómennska, ávallt á mestu aflaskipum landsins. Þú varst eftirsóttur til sjós og betri neta- mann var tæpast hægt að finna. Ég votta börnum þínum Konráð Ara, Lindu Rún, Berglind Evu og öðrum aðstandendum dýpstu samúð. Far þú í friði. Þinn pabbi, Skarphéðinn Ólafsson. Elsku bróðir minn. Takk fyrir allar okkar yndislegu stundir, ég átti von á að þær yrðu fleiri. Í huga mínum koma minningar um þig alltaf brosandi, hlæjandi og kátan. Ég mun sakna þess að tala við þig og heyra í þér. Ég hlakkaði til að fá þig í heimsókn til þess að þú gætir hitt litlu frænku þína, Maríu Fönn. Ég elska þig svo mikið og vona að þér líði vel núna, elsku bróðir. Þú ert hjá mér í mínu hjarta. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Kossar og knús, þín systir Ingibjörg. Elsku Rúnar. Nú er komið að kveðjustund. Þú ert farinn í ferðina sem bíður okkar allra. Það var sárt að heyra að þú værir farinn. Þú áttir góða tíma en lífið var orðið svo erfitt. Við vissum að þú vild- ir gera allt til að hjálpa þér. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Elsku Sigga, við vottum þér og þín- um nánustu okkar innilegustu samúð. Guð veri með ykkur. Blessuð sé minning um góðan dreng. Njáll, Pálína, Guðrún og Skarphéðinn. Hann Rúnar er dáinn. Ég vildi ekki trúa því, þegar bróðir minn hringdi í mig, morguninn 1. des- ember. Rök þessa lífs verða ekki allt- af skilin og tilgangur þess oft hulinn okkur, sem eftir sitjum og syrgjum góðan vin. Vort líf er oft svo örðug för og andar kalt í fang, og margur viti villuljós og veikum þungt um gang. En Kristur segir: Kom til mín, og krossinn tekur vegna þín. Hann ljær þér bjarta sólarsýn, þótt syrti um jarðarvang. (Kristján frá Djúpalæk.) Við biðjum góðan Guð að gefa ykk- ur styrk í sorg og söknuði, elsku Sigga og Skarphéðinn, Konráð Ari, Linda Rún, Berglind Eva, og aðrir aðstandendur sem eiga um sárt að binda. Kolbrún og fjölskylda. Þú varst og fjörkálfur og fjörugur fugl fortíðar minnar. Framtíðar- mynstur lífsins og lífsins vona. Glett- inn og gáskafullur gleðigjafi minn í tilverunni í Reykjanesi við Djúp hér á árum áður með foreldrum þínum. Líkt og selirnir syntu með ströndu eða sátu á skerjum utan Reykjaness sýndir þú samkærleika. Samhug. Samstöðu. Ljúfur drengur í lífsins leik. Þú varst eins og selurinn, kraft- mikill og kappsamur, fimur og fjör- ugur, snöggur og snarpur. En selur- inn syndir stundum í undirdjúpum hafsins. Kemur upp endrum og eins til að anda og sjá lífsins ljós. Minning um mætan mann markar spor í minningaralbúmi mínu. Þú varst, þú ert og þú verður ætíð fjörkálfurinn minn í fortíðartilveru minni í Reykjanesi með foreldrum þínum. Elsku Sigga og Skarphéðinn. Djúp og höfug er sorg ykkar og söknuður. SKARPHÉÐINN RÚNAR GRÉTARSSON Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Komum heim til aðstandenda ef óskað er Sverrir Einarsson Bryndís Valbjarnardóttir Oddur Bragason Guðmundur Þór Gíslason Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, KRISTÍN (KÁDÍ) DANÍELSDÓTTIR, Lindargötu 66, Reykjavík, lést á heimili sínu mánudaginn 12. desember síðastliðinn. Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni miðviku- daginn 21. desember kl. 15.00. Guðrún Guðmundsdóttir, Haukur Árnason, Daníel Guðmundsson, Kristín Marusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæra, LÁRA HALLDÓRSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Hlíð, Akureyri, þriðjudag- inn 13. desember. Útförin verður gerð frá Akureyrarkirkju mánu- daginn 19. desember kl. 13.30. Elín Ásta Káradóttir, Lúther Steinar Kristjánsson, Rósfríður María Káradóttir, Magnús Friðriksson, tengdabörn og barnabörn. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN GAUTI GESTSSON kafari, Hjallalundi 20, Akureyri, er látinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum samúð og vinarhug. Edda Magnúsdóttir, Vilborg Gautadóttir, Hlynur Jónasson, Magnús Gauti Gautason, Hrefna G. Torfadóttir, Elín Gautadóttir, Steinþór V. Ólafsson, Björgvin Örn Jóhannsson, Sóley Hallgrímsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ARNKELL BERGMANN GUÐMUNDSSON bókbandsmeistari, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 15. des- ember. Útför hans fer fram frá Áskirkju fimmtudaginn 22. desember kl. 11. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Hjartavernd. Hulda Guðmundsdóttir, Ásdís J.B. Arnkelsdóttir, Róbert V. Tómasson, Arnkell Bergmann Arnkelsson, Hulda Nanna Lúðvíksdóttir og barnabörn. Útför JÓNS GUNNARSSONAR skipasmiðs frá Vestmannaeyjum, sem andaðist sunnudaginn 4. desember á hjúkr- unarheimlinu Grund, hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar V-4 á Grund. Guðbjörg Guðlaugsdóttir, Ragnar Jónsson, Guðrún Hlín Adolfsdóttir, Ægir Jónsson, Guðný Svava Gestsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur sonur minn, bróðir, faðir og frændi, SIGURÐUR ARNAR RÓBERTSSON, lést mánudaginn 12. desember. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 20. desember kl. 15.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Róbert Róbertsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.