Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 2005 53 MINNINGAR Megi algóður Guð styrkja ykkur á vegferð lífs framtíðarspora, sem og allra sem að Skarphéðni Rúnari stóðu. Þar gekk góður drengur sinn veg til framtíðar, en þeirri vegferð lokið er. Blessuð sé minning glettins og gáskafulls gleðigjafa. Sigurður Blöndal. Hvers vegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði.) Það er undarleg staðreynd að einn úr gamla vinahópnum sé horfinn á braut. Vinur frá unglingsárunum sem átti svo stóran þátt í lífi okkar á þeim tíma. Við minnumst alls þess skemmtilega sem við brölluðum sam- an: fjörið í frystihúsinu á Þingeyri yf- ir sumartímann þegar við vorum þar öll í vinnu ásamt fullt af öðru ungu og skemmtilegu fólki, ballferðirnar hingað og þangað um Vestfirðina, verslunarmannahelgarreisur í ýmsar áttir – svona gætum við lengi talið. Rúnar alltaf kátur og glaður, hrókur alls fagnaðar. Aldrei lognmolla í kringum hann. Við minnumst Rúnars í gleði og geymum góðu minningarn- ar í hjörtunum okkar. Fjölskyldu hans og öðrum ástvin- um sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem.) Anna Lilja og Þórdís. Með nokkrum orðum langar mig að minnast Skarphéðins Rúnars Grétarssonar sem lést hinn 30. nóv- ember sl. Í byrjun desember þegar dagsbirt- an er þverrandi og jólaljósunum fer fjölgandi dag frá degi barst sú sorg- arfregn að Skarphéðinn Rúnar væri dáinn. Tíminn stoppaði og allt í einu skiptu jólaljós og dagsbirta engu máli, nei það getur ekki verið satt. En því miður, enn einu sinni gerist það að ungur maður hverfur á braut í blóma lífsins. Fyrstu kynni mín af Rúnari voru í Reykjanesi á uppvaxtarárum hans. Þar var þá mikið af börnum og ung- lingum og vinahópurinn stór. Heima- börnin voru heimagangar hvert hjá öðru og deildu sorgum og gleði. Reyndar var á þeim árum yfirleitt gleðin í fyrirrúmi. Þar var alltaf nóg um að vera í leik og starfi. Rúnar var mikið fyrir íþróttir og gat endalaust hlaupið, sparkað bolta, synt og ærslast með hinum krökkunum. Hann féll vel í hópinn og þótti það hinn mesti fengur að fá hann á staðinn. En bernsku- og unglingsárin taka enda og heimabarnahópurinn dreifð- ist hingað og þangað. Fullorðinsárin taka við og sambandið við þennan eða hinn verður mismikið eftir búsetu og vinnu. Skyndilega er klippt á einn strenginn og einn úr hópnum er horf- inn á braut. Eftir sitjum við samferð- arfólkið í þögn og þögulli sorg. Elsku Skarphéðinn Rúnar! Við minningarathöfnina þína og útförina frá Þingeyrarkirkju, hinn 10. des. sl. sást vel hve vinamargur þú varst, sorgin í kirkjunni einlæg en líka var þar mikill friður, friður guðs sem þar tók á móti einu barna sinna. Elsku Rúnar, að lokum viljum við Hveravíkurbúarnir þakka þér sam- fylgdina og biðjum góðan guð að vera með þér. Elsku Sigga, Skarpi, Konráð Ari og aðrir aðstandendur: Góður guð gefi ykkur styrk í sárri sorg. Margrét Karlsdóttir. Elsku Stína mín. Ég veit að þér hefur verið tekið fagnandi í himna- ríki, og þú ert umvafin elsku og hlýju. Ég vona innilega að nú líði þér vel. Þú varst alveg einstök kona, yndislega skemmtileg og með stórt hjarta. Hugur þinn var stór og magnaður og flutti þig á ævintýralega staði. Blíð varstu og örlát, og glæsileg í alla staði – alltaf svo „lekker“. En KRISTÍN JÓHANNESDÓTTIR ✝ Kristín Jóhann-esdóttir fæddist á Svínhóli í Miðdöl- um í Dalasýslu 11. mars 1927. Hún andaðist á hjúkrun- arheimilinu Selja- hlíð í Reykjavík 5. desember síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Seljakirkju í Reykjavík 12. des- ember. mig langaði bara að þakka þér fyrir sam- ferðina, elsku Stína mín. Ég er þakklát fyrir að þú varst partur af lífi mínu. Minning þín mun lifa með mér í hjarta mínu. Ég kveð þig, mín kæra, með fallegri bæn sem amma Ragna kenndi mér þegar ég var lítil stúlka: Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Megi góður Guð geyma þig, elsku Stína mín. Þín Edda Birgisdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengda- föður, afa, langafa og langalangafa, PÁLS ÞÓRIS ÓLAFSSONAR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður til heimilis í Jökulgrunni 17, Reykjavík. Við viljum sérstaklega þakka starfsfólki á deild 3B á Hrafnistu fyrir yndislega umönnun. Guð blessi ykkur öll. Ólafur Pálsson, Guðríður Pálsdóttir, Viktor S. Guðbjörnsson, Elínborg S. Pálsdóttir, Guðmundur Einarsson, Sigurður S. Pálsson, Kristín A. Jóhannesdóttir, Páll Þ. Pálsson, Anna S. Agnarsdóttir, Margrét Pálsdóttir, Jónas Bjarnason og aðrir aðstandendur. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HERMANN GUÐMUNDSSON símstöðvarstjóri frá Súgandafirði, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 20. desember kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Sólrún Hermannsdóttir, Herdís Jóna Hermannsdóttir, Gísli Vilhjálmur Jónsson, Guðmundur Óskar Hermannsson, Bryndís Einarsdóttir, Halldór Karl Hermannsson, Hlöðver Kjartansson, barnabörn og barnabarnabörn. Hugheilar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓSKARS GEIRSSONAR frá Hallanda, Miðengi 12, Selfossi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Selfossi, fyrir einstaka umönnun og hlýju. Sigríður Ólafsdóttir, Hreggviður Óskarsson, Hafdís Halldórsdóttir, Ólafur Gunnar Óskarsson, Sigríður Jónsdóttir, Fjóla Margrét Óskarsdóttir, Søren Nagel, Óskar Þór Óskarsson, barnabörn og barnabarnabarn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR, Dalalandi 6, Reykjavík, sem lést miðvikudaginn 30. nóvember, verður jarðsungin frá Kirkju Óháða safnaðarins mánu- daginn 19. desember kl. 13.00. Þórunn Jónsdóttir, Ólafur Ingi Friðriksson, Helga Erla Gunnarsdóttir, Halldóra Kristín Friðriksdóttir, Arnór Guðbjartsson, Friðleifur Ingvar Friðriksson, Hrönn Friðgeirsdóttir, Axel Þórir Friðriksson, Kristín Finnbogadóttir, Friðrik Gunnar Friðriksson, Anna María Gunnarsdóttir, Ólöf Jóna Friðriksdóttir, Guðni Þór Jónsson, Árni Friðriksson, Þóra Brynja Böðvarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn og faðir, HREINN ELÍASSON listmálari, Jörundarholti 108, Akranesi, sem lést á Sjúkrahúsi Akraness fimmtudaginn 15. desember, verður jarðsunginn frá Akranes- kirkju miðvikudaginn 28. desember og hefst athöfnin kl. 14.00. Rut Sigurmonsdóttir og börn. Mig langar með nokkrum orðum að minnast Einars Th. Magnússonar og þakka samfylgdina með honum í starfi KFUM og KFUK og Kristniboðssambandsins á liðnum áratugum, en þeir urðu nokkrir þrátt fyrir aldursmun. Með orðum sínum og æði var Ein- ar öflugur vitnisburður um lifandi Drottin og frelsara. Hann lifði honum og þjónaði á margvíslegan hátt og var heil- steyptur í trú sinni. Er ég gegndi erfiðu starfi framkvæmdastjóra KFUM og KFUK í Reykjavík í nokkur ár var það mér einstaklega mikilvægt að eiga bakhjarl í Ein- ari. Hann var einn af stólpum starfsins í áratugi og bar mikla umhyggju fyrir einstaklingnum. Hann var afar vís maður og gaf ráð og leiðbeiningar með framtíð- ina í huga og hvað yrði Guðs ríki til hvað mestrar eflingar. Hann var heill og málefnalegur í allri umræðu og okkur öðrum góð fyr- irmynd og vitnisburður í því efni. Ég þakka fyrir góð orð og upp- örvun og fyrirbænir hans sem ég naut eins og svo margir aðrir. Ein- ar var einnig einn af mörgum vin- um kristniboðsins og tók oft þátt í samverum á vegum Kristniboðs- sambandsins. Hann fylgdist vel með og tengd- ist starfinu með sérstökum hætti nú síðustu árin. Megi Drottinn blessa minningu Einars sem var trúr allt til dauða og hefur nú hlotið kórónu lífsins. Ragnar Gunnarsson. Ég minnist Einars frá æsku- glöðum dögum er ég sótti fundi í yngstu deild KFUM við Amt- mannsstíg. Söngurinn ómar enn í huga mér er ég hugsa til baka og snertir ljúfa strengi minninga sem ylja mér um hjartarætur. „Áfram Kristsmenn, krossmenn“ – „Jesús kallar: Verjið vígið“ – „Enginn þarf að óttast síður“. Söngrödd Einars var sérstök, hvell og skýr og það fylgdi henni EINAR TH. MAGNÚSSON ✝ Einar Thorlac-ius Magnússon fæddist í Ólafsvík 4. janúar 1925. Hann lést í Reykjavík 7. desember síðastlið- inn og var jarðsung- inn frá Hallgríms- kirkju í Reykjavík 16. desember. ljómi og geislar sem enduspegluðu texta sr. Friðriks Friðriks- sonar: Verði sólskin í sál! og hið síglaða fjör gjöri samband við göfginnar þrótt. Hreint og milt skal þitt mál líkt og marksækin ör ávallt miða til gagns fyrir drótt. Einar var einn af mörgum góðum leið- togum, sveitarstjórum, sem KFUM hafði á að skipa. Og 2-300 drengir sátu gapandi af spenningi með sperrt eyru þegar hann sagði okkur með undraverðri leikni framhaldssögu sunnudag eftir sunnudag úr Grettissögu eða Njálssögu. Hann lifði sig inn í sögurnar og lék persónur sem lifnuðu í frásögn hans. Til þess þarf mikla hæfileika og góða sýn á hug og hjörtu barna, en hann lagði samt áherslu á að hann væri fyrst og fremst boðberi fagnaðarerindis sem væri sí-nýtt mannkyni, væri kyndilberi þess ljóss sem strax við fæðingu hefði verið tendrað af yndislegum for- eldrum hans og sr. Friðrik og sr. Magnús Runólfsson framkvæmd- arstjórar KFUM hefðu lagt meg- ináherslu í starfi og leik: Vertu fús bæði og frár til að framkvæma allt sem þú finnur að rétt styður mál. láttu æskunnar ár verða ævinnar salt svo að aldregi sljóvgist þín sál. Honum var ljóst að góð og heil- brigð æska gæti verið ávísun á góð efri ár. Síðar á ævinni sá ég hann oft fyrir mér þar sem hann gekk í vinnuna og mér fannst hann syngja á göngunni: Fram á lýsandi leið – skal þér litið í trú. Sagt var um Njál á Bergþórs- hvoli: Hann var heilráður . . . góð- gjarn, hógvær og drenglyndur. Sama segi ég um Einar. Frábær fyrirmynd. Nú er góður eiginmaður kvadd- ur, yndislegur faðir, ógleymanleg- ur bróðir, dýrmætur tengdafaðir, elskulegur afi og góður vinur. Við hjónin sendum ykkur inni- legar samúðarkveðjur og biðjum ykkur blessunar Guðs á lífsgöngu ykkar. Þórir S. Guðbergsson og Rúna Gísladóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.