Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
S
ól er hátt á lofti.
Jeppinn sem ég er
farþegi í skröltir eftir
holóttum vegi. Við
höfum ekið í rúma
klukkustund en ein-
ungis lagt 22 kíló-
metra að baki. Ég
rýni í landakortið. Vegurinn er
merktur sem aðalvegur.
„Bíddu við, ertu að fara með mig
einhverja vitleysu?“ spyr ég bíl-
stjórann. Hann hlær. „Hva, fer eitt-
hvað illa um þig?“ segir hann glott-
andi. Ég hristist upp og niður í
sætinu, til hliðar og aftur á bak, og
stama að ég hafi einungis haldið að
þetta væri aðalvegur. Mér er bent á
að svo sé.
„Það þýðir hins vegar ekki endi-
lega einhvern lúxus. Vegirnir í Suð-
ur-Súdan voru lagðir fyrir meira en
50 árum og var ekki viðhaldið í ára-
tugi. Þetta var stríðssvæði til
margra ára og uppbygging engin.“
Ég kinka kolli og minnist orða
breska hjálparstarfsmannsins sem
ég hitti daginn áður. „Í Suður-Súd-
an eru vegir hugtak frekar en
nokkuð áþreifanlegt. Það er hægt
að gera alls kyns fínar línur á korti,
en hvað er á bak við þær er annað
mál,“ sagði konan sposk.
Bjór á bögglabera
Jeppinn eys moldarryki yfir
gangandi vegfarendur og hjólreiða-
fólk. Sumir þeirra sem eru fótgang-
andi eru flóttafólk á leið til sinna
fyrri heima. Hjólreiðafólkið þræðir
holurnar hlaðið vistum. Meðan á
stríðinu stóð fór fólk ekki um á
þennan hátt. „Þetta er nýtt,“ segir
farþegi í bílnum og bendir út um
gluggann.
Við tökum fram úr karlmönnum
sem hjóla í halarófu. Þeir eru á leið-
inni frá bænum Rumbek til bæj-
arins Wau með vörur til sölu. Við
bögglaberana eru reyrðir kassar af
bjór og sitthvað fleira. Á milli bæj-
anna eru 232 kílómetrar sem menn-
irnir leggja að baki á þremur dög-
um. Flaskan er seld á fjórum
sinnum hærra verði á áfangastað.
Kassi af bjór gefur 6000 krónur í
ágóða. Það er mikið hér um slóðir.
Ég veifa mönnunum og rang-
hvolfi í mér augunum. Þess sem
stingur upphæðinni glaður í vasann
á markaðinum í Wau bíður að hjóla
alla leið til baka. Ég sæi sjálfa mig
hjóla tæpa 500 kílómetra í mold-
arryki og steikjandi hita. Ef ég
lognaðist ekki út af eftir fáeina kíló-
metra fótbryti ég mig í einhverri
holunni. Má ég þá frekar biðja um
að hossast 75 kílómetra í jeppa á
þremur og hálfri klukkustund eða
þræða 17 kílómetra löturhægt á
milli trjáa og runna, á vegi sem lít-
ur út fyrir að vera allt annað en ein-
mitt vegur.
Mér er bent á að ástandið yfir
þurrkatímabilið sé hrein hátíð mið-
að við regntímabilið. Ég heyri af
pikkföstum bílum í þykkri leðju og
svaðilförum yfir vatnsmiklar ár.
Dauð geit en spræk rotta
Í Suður-Súdan spyr ég mig
stundum að því hvernig í ósköpun-
um ég lenti hér. Þar sem ég aðstoða
mann við að slátra geit eldsnemma
morguns eftir að hafa sjálf slegist
svefndrukkin við rottu, verð ég
hugsi, hristi höfuðið og fer loks að
hlæja. Sama tilfinning kemur yfir
mig þegar ég lendi óvænt á fundi
með leiðtogum í litlu þorpi og
vakna um miðja nótt við væl í híen-
um eftir að hafa sofnað út frá
trumbuslætti. Þar sem ég handþvæ
föt í þvottabala, þurrka moldarryk
framan úr mér og skima eftir slöng-
um og sporðdrekum, spyr ég mig af
hverju ég kom.
Ég blikka auga og svarið kemur
til mín. Þegar ég horfi í veðurbarið
andlit þess sem hefur séð svo miklu
meira en ég sjálf, er ég ekki í nein-
um vafa. Þegar ég ræði við eldri
konur með klúta á höfði, geng að
sundurskotinni skólabyggingu og
ek yfir hrörlega trébrú, loka ég
augunum eitt andartak og man af
hverju ég fór af stað.
Ég varð að sjá Suður-Súdan og
ég varð að gera það einmitt núna.
Samkvæmt friðarsamningunum
sem undirritaðir voru í janúar á
íbúum Suður-Súdan að gefast kost-
ur á að kjósa um sjálfstæði að 6 ár-
um liðnum. Ég varð að sjá land þar
sem áratuga langri borgarastyrjöld
lauk fyrir stuttu – stað þar sem
uppbygging hefur hingað til vikið
fyrir niðurbroti. Ég varð að sjá
svæði þar sem innviði samfélagsins
eins og ég sjálf þekki þá, bókstaf-
lega vantar. Ég varð að tala við fólk
sem eygir frið í fyrsta skipti í ára-
raðir – stað sem gæti orðið sjálf-
stætt ríki í framtíðinni. Ég varð að
fara til risastóra landsins sem ég
áður hafði nálgast í nágrannaríkj-
unum en aldrei komið til.
Engir malbikaðir vegir
Áður en ég fór vissi ég svo sem
að Súdan væri stærsta landið í allri
Afríku og 25 sinnum stærra að flat-
armáli en Ísland. Eftir að hafa ver-
ið í suðurhlutanum finnst mér það
þess vegna geta verið 50 sinnum
stærra. 100 sinnum. Á landakortið
marka ég leiðina sem ég hef farið,
hvessi augun á svart strikið og átta
mig á að ég hef vart færst úr stað.
Suðurhluti landsins, það sem vísað
er til sem Suður-Súdan, er 650.000
ferkílómetrar. Samanlögð lengd
vega á svæðinu er ekki nema 13.000
kílómetrar. Enginn þeirra er mal-
bikaður. Súdan er risi sem kannski
er engin furða að verði mögulega
skipt upp í framtíðinni. Landslagið
í norðrinu er gjörólíkt suðrinu og
þar eru aðrir þjóðernishópar, önn-
ur tungumál og annað veðurfar.
Á fimmta degi í Suður-Súdan
átta ég mig á að ég er ekki enn klár
á því hvort þar er hægri eða vinstri
umferð, ég hef mætt svo fáum bíl-
um. Þeir sem aka hvor fram á ann-
an við stóra holu gera það einfald-
lega eins og þægilegast er. Einn
bíður meðan annar ekur hjá.
Kannski átta ég mig fyrst á því
þegar ég gaumgæfi kortið og mína
eigin för, hversu mikið grundvall-
aratriði góðar vegasamgöngur eru.
Hvernig fer fólk annars um?
Hvernig kaupir það og selur vörur?
Það sem er til sölu, hvort sem er á
strámottu hjá gömlum manni í Suð-
ur-Súdan eða í verslun á Íslandi,
birtist þar ekki si svona. Einhvern
veginn komst það þangað. Hvern-
ig?
Í Suður-Súdan eru engar verk-
smiðjur og engin fjöldaframleiðsla.
Fólk ræktar mat til eigin nota en
allt annað er innflutt. Þegar blár
kúlupenni eða pakki af rakvélar-
blöðum eru komin á leiðarenda í af-
skekkt þorp úti á landi, hafa þau
ferðast ævintýralega leið.
Eygja frið í fyrsta sk
Hvar tekur þrjár og hálfa
klukkustund að aka 75 kíló-
metra? Hversu langan tíma
tekur þá að fara um land
sem er 25 sinnum stærra en
Ísland? Hvar eru allar vörur
innfluttar, skólar örfáir,
heilsugæslur enn færri, eng-
in póstþjónusta og steikj-
andi hiti í desember? Svarið
er suðurhluti Súdan. Þar var
stríð í yfir tuttugu ár.
Sigríður Víðis Jónsdóttir
er í Súdan.
Halló, taktu mynd af okkur! Brosandi börn á markaði.
Nemendur í sundursprengdum skóla í bænum Cuiebet taka eftir blaðamanni og koma hlaupandi. Í Cuiebet fóru harðir
bardagar fram á milli stjórnarhers Súdan og uppreisnarmanna í Frelsisher Súdan.
Hvað má bjóða þér? Drengur býður til sölu sandala, sápu, lauk, kjóla og fleira.