Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 64
„Ljóðin eru ótrúlega einlæg, falleg ástarbréf um vonir og væntingar,“ segir í dómi. JÓN JÓSEP Snæbjörnsson, söngvari hljómsveitarinnar Í svörtum fötum, er hér einn á ferð með plötuna Jónsi. Öll lögin nema eitt eru áður óútgefin, en flest þeirra eru eftir hann sjálfan og Karl Ol- geirsson. Platan er einlægt og persónulegt verk, full af rómantík og væntingum. Jónsi er ekki í töffaragír og það fer honum vel, hann syngur vel og af innlifun. Það kom mér á óvart hvað hann er góður söngvari, hann er kannski ekki með bestu röddina, en hann kann að tjá sig vel með henni og nýta hana í réttu samhengi við lögin sem hann syngur. Og lögin eru góð, útsetning- arnar eru smekklegar og ekki of mikið um prjál. Sem betur fer, því lögin eru grípandi og sefandi í senn, fullkomnar ballöður sem hefjast upp í hæstu hæðir, róast niður og halda athygli hlustandans allan tímann. Jónsi hefur fengið til liðs við sig ein- valalið hljóðfæraleikara við gerð plöt- unnar og það skilar sér, ekki tóni ofaukið. Laglínurnar njóta sín vel og öll framsetn- ing til fyrirmyndar. Ljóðin eru ótrúlega einlæg, falleg ást- arbréf um vonir og væntingar. Það er svolítið skemmtilegt að í bókina sem fylgir disknum hefur Jónsi skrifað stutt skilaboð fyrir neðan hvert lag þar sem hann segir örlítið frá tengslum sínum við það, undir hvaða kringumstæðum það var samið og þess háttar, þetta undirstrikar einlægni plötunnar. Nokkur laganna láta þó blóðið renna, ber þar hæst lögin „Glóð“ og „Ég hef lengi dáð þig“, reyndar er það síðarnefnda í rólegri kantinum, en það er skemmtilega blúsað og Jónsi fer á kostum í söngnum. Ekki má gleyma að Karl Olgeirsson vann þessa plötu að miklu leyti með Jónsa og samdi á henni nokkur lög auk þess að sjá um útsetn- ingar. Karl er greinilega á réttri hillu, frágangur hans er óaðfinnanlegur. Þessi plata hefur varla galla. Það eina sem mér dettur í hug er flutningur Jónsa á laginu „Lítill drengur“ sem Vilhjálmur Vilhjálmsson gerði vinsælt um árið, en það er í sjálfu sér ekkert út á hann að setja. Ætli það sé ekki frekar mín eigin tilfinningasemi sem á erfitt með að ná sáttum. Jónsi fer vel með lagið og dettur ekki í hug að reyna að feta í fótspor Vil- hjálms, heldur gerir lagið að sínu og er útkoman í stíl við tón plötunnar. Ef Jónsi heldur áfram á þessari braut þykir mér líklegt að hann nái enn lengra en hann hefur gert – hann kann að semja lög, koma þeim vel frá sér og að velja gott fólk til þess að vinna með. Það þykja mér vera góðir kostir. TÓNLIST Íslenskur geisladiskur Geisladiskur Jónsa, nefndur eftir honum sjálf- um. Lögin eru eftir Jónsa, Karl O. Olgeirsson, Jón Ólafsson, Magnús Kjartansson og Tiziano Ferro en ljóð eru eftir Jónsa, Karl, Kristján Hreinsson, Vilhjálm Vilhjálmsson og Karl Mann. Hljóðfæraleikarar eru Karl, Birgir Baldursson, Tómas Tómasson, Róbert Þórhallsson og Ómar Guðjónsson. Um hljóðblöndun sá Addi 800. Upptökustjórn og hljóðritun var í höndum Karls O. Olgeirssonar en um hljóðritun og lokahljóð- vinnslu sá Haffi Tempó. Hljóðritað í Hljóðrita, Snjóhúsinu og Sýrlandi. Lokahljóðritun fór fram í Írak. Útgefandi er Sena. Jónsi – Jónsi  Morgunblaðið/Kristinn Helga Þórey Jónsdóttir Ekki tóni ofaukið 64 SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ N æ st Þessar skemmtilegu og spennandi sögur hins kunna höfundar Enid Blyton fjalla um nokkur börn og vini þeirra úr dýraríkinu sem lenda í ótrúlegustu ævintýrum. í fjársjóðsleit á Fagurey Fimm ÆVINTÝRAfjallið NÝ ÚTGÁFA KOMIN TIL LANDSINS Hver man ekki eftir Fimm-bókunum og Ævintýra-bókunum. Hér eru þær komnar aftur í nýrri útgáfu til óbland- innar ánægju fyrir öll börn og unglinga – og jafnvel foreldra þeirra, afa og ömmur! KLASSÍSKAR BARNABÆKUR Sími 562 2600 Því var spáð í þessu blaði í jan-úar sl. að ein umtalaðastahljómsveit ársins yrði kan-adíska sveitin Arcade Fire og þá fyrir hljómplötu sína Funeral. Það sýnist mér hafa gengið bærilega eftir því ef marka má topplista dag- blaða og tónlistartímarita sem birst hafa undanfarið verður frumraun Arcade Fire, Funeral, talin með bestu plötum ársins í Evrópu. Arcade Fire varð til í Montreal hjá þeim hjónakornum Win Butler og Régine Chassagne. Butler leikur á gítar og syngur og Chassagne á hljómborð og slagverk og syngur einnig. Frjótt tónlistarsamstarf Butler hafði þá búið í Montreal í fjögur ár og þar kynntist hann Chassagne, sem hrökklaðist með foreldrum sínum frá Haiti á sjöunda áratugnum, fyrst til Chicago, þá til New York og loks til Montreal. Með þeim tókust ekki bara góðar ástir, heldur varð einnig til mjög frjótt tónlistarsamstarf, en bæði eru mjög músíkölsk og leika á mörg hljóðfæri. Þau byrjuðu að semja lög af kappi og smám saman tíndust inn í sveit- ina fleiri hljóðfæraleikarar – nú eru liðsmenn alls orðnir sjö, til viðbótar við þau Butler Chassagne eru Rich- ard Parry, Tim Kingsbury, Will Butler, Sarah Neufeld og Jeremy Gara. Sveitin varð til smám saman sum- arið 2003 og um haustið var hún búin að finna fjölina sína svo rækilega að hún hélt í hljóðver að taka upp fyrstu breiðskífuna, þá plötu sem nefnd er hér í upphafi. Upptökur stóðu nokkuð fram á árið 2004. Andlát í fjölskyldunni settu svip á upptökur á breiðskífunni, því þrír nánir ættingjar hljómsveit- armeðlima létust á meðan á upp- tökum stóð sem skýrir titil plöt- unnar, Funeral eða Jarðarför, og einnig að nokkru leyti tregablandinn tón í textum og söng. Platan kom svo út í september 2004 vestan hafs, en Evrópuútgáfa var í febrúar sl. Netið hjálpar Arcade Fire er býsna gott dæmi um hvernig netið getur hjálpað hljómsveitum til að að koma sér á framfæri. Sveitin var á samningi hjá Merge útgáfunni bandarísku, fyr- irtaksútgáfu sem gaf meðal annars út þá merku plötu In The Aeroplane Over The Sea en smáfyrirtæki engu að síður. Orðspor plötunnar fór aftur á móti víða, bæði að menn mærðu hana á vefmiðlum eða á bloggsíðum, og skiptust líka á tónlistinni sem mest þeir máttu. Þetta sást einna best á því að þegar sveitin hóf tón- leikaferð til að kynna plötuna kom snemma í ljós að mun meiri eft- irspurn var eftir henni en plötusala hafði gefið tilefni til að ætla. Þannig voru fyrstu tónleikar í ferðinni í smá- klúbbum, en fljótlega þurfti að bóka stærri staði og svo enn stærri og svo fór að lokum að sveitin var á ferðinni meira og minna út árið 2004 og lung- ann úr þessu ári með viðkomu í flest- um löndum Vestur-Evrópu og Asíu Ekki er bara að tónlistar- áhugamenn almenn kunnu að meta plötuna, heldur tóku ýmsar stór- stjörnur hana upp á sína arma, til að mynda David Bowie sem notaði hvert tækifæri til að kynna sveitina og tróð meðal annars upp með henni á tónleikum. U2-félagar gerðu líka sitt, því þeir léku lag með Arcade Fire, Wake Up, sem síðasta lag áður en þeir stigu á svið á allri Vertigo- ferð sinni á árinu. Eins og getið er í upphafi verður Arcade Fire talin með helstu plötum ársins víða í Evrópu, en rétt að geta þess að hún var talin með bestu plöt- um ársins 2004 í þessu blaði. Næsta Arcade Fire plata er svo í smíðum, upptökur hefjast í vetur í gamalli kirkju í Montreal sem sveitin keypti og breytti í hljóðver. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Tregablandinn tónn í söng Ein umtalaðasta hljómsveit ársins í Evrópu er kanadíska rokksveitin The Arcade Fire. Arcade Fire er býsna gott dæmi um það hvernig netið getur hjálpað hljóm- sveitum til að að koma sér á framfæri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.