Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Sigurður Bjarnason frá Vigur,fyrrum ritstjóri Morgun-blaðsins, alþingismaður ogsendiherra er níræður í dag. Hann starfaði á ritstjórn Morgun- blaðsins um nær 30 ára skeið, fyrst sem blaðamaður, síðan stjórnmála- ritstjóri og loks ritstjóri frá 1956 til 1970. Hann er eini maðurinn í sögu Morgunblaðsins, sem hefur borið titilinn stjórnmálaritstjóri. Tvisvar sinnum eftir að hann hætti á blaðinu kom til umræðu að taka þann titil upp á ný. Í bæði skiptin var horfið frá því m.a. vegna þess að ritstjórar blaðsins töldu að einhverjir gætu skilið það starfsheiti á þann veg, að þeir sjálfir hefðu ekkert með stjórn- málaskrif blaðsins að gera. Í hinni yfirgripsmiklu sögu Valtýs Stefánssonar, ritstjóra Morgun- blaðsins um nær fjögurra áratuga skeið, sem Jakob F. Ásgeirsson skrifaði, segir svo um upphaf starfa Sigurðar Bjarnasonar á blaðinu: „Fljótlega eftir að Jón Kjartans- son lét af stjórnmálaritstjórn Morg- unblaðsins fór Sigurður Bjarnason frá Vigur, alþingismaður og síðar sendiherra að skrifa reglulega um stjórnmál í blaðið. Sigurður hafði starfað á blaðinu í ígripum meðfram námi. Um stjórnmálaskrif Sigurðar fórust Valtý þessi orð á 40 ára af- mæli blaðsins: „Væri óskandi að Morgunblaðið og Sjálfstæðisflokkurinn fengi að njóta starfskrafta Sigurðar sem lengst í þessari stöðu hans.“ En Sig- urður var ekki skráður í „haus“ blaðsins, sem stjórnmálaritstjóri fyrr en á afmælisárinu 1953.“ Ekki veit ég um tildrög þess, að Sigurður Bjarnason var ráðinn til starfa á Morgunblaðið en hugsan- lega má finna hluta af skýringunni í bók Jóns Þ. Þór um dr. Valtý Guð- mundsson, en þar segir: „Heimildir geta hvorki framgöngu Valtýs Guðmundssonar í þessu máli (innskot: deilur í Bandamannafélagi Reykjavíkurskóla) en afar líklegt verður að telja að hann hafi fylgt Sigurði Stefánssyni og samherjum hans að máli. Sigurður, sem síðar varð prestur og alþingismaður og er tíðast kenndur við Vigur í Ísafjarð- ardjúp, var frá Heiði í Gönguskörð- um og bróðir Stefáns Stefánssonar, bernskuvinar Valtýs.“ Séra Sigurður Stefánsson í Vigur var afi Sigurðar Bjarnasonar og föð- urbróðir Valtýs Stefánssonar, rit- stjóra. Ég hafði fylgzt með stjórnmála- baráttu Sigurðar Bjarnasonar á menntaskólaárum mínum og las reglulega leiðara Morgunblaðsins á þeim árum. Okkur vinum Jóns Bald- vins Hannibalssonar líkaði heldur illa hinn vestfirzki bragur, sem var á málflutningi Sigurðar frá Vigur í garð Hannibals Valdemarssonar en þar féllu stóryrði á báða bóga. Í leið- urum Morgunblaðsins var Hannibal jafnan kallaður „vitlausi maðurinn í skutnum“ á þeim árum. Ég taldi víst, að þá leiðara hefði Sigurður Bjarnason skrifað. Löngu seinna, eftir að ég kynntist þeim báðum persónulega, Sigurði og Hannibal, varð mér ljóst, að það ríkti góður hugur hjá báðum, hvor í annars garð. Við sem störfuðum í Heimdalli undir lok sjötta áratugarins og í upphafi þess sjöunda gerðum okkur gjarnan erindi á ritstjórnarskrifstof- ur Morgunblaðsins. Þar var gaman að koma fyrir unga áhugamenn um stjórnmál. Að því kom að Sigurður frá Vigur fór að gefa mér auga. Svo kyrrsetti hann mig stöku sinnum og bauð mér að skrifa Staksteina fyrir fimm hundruð kall, sem ég þáði. Við Heimdellingar þeirra ára töld- um hins vegar ekki að þingmenn landsbyggðarkjördæma væru alvöru stjórnmálamenn. Við litum svo á, að þeir væru fyrst og fremst í hags- munabaráttu fyrir kjördæmi sín, sem hefði lítið með stórpólitíkina að gera. Sigurður tók mér vel, þegar ég hóf störf á ritstjórn Morgunblaðsins í byrjun júní árið 1965 og enn betur þegar hann áttaði sig á, að ég var með vestfirzkt blóð í æðum og að móðuramma mín, Sigríður Auðuns- dóttir frá Svarthamri í Álftafirði við Djúp, hefði verið sóknarbarn séra Sigurðar Stefánssonar afa hans. Þessi tengsl urðu til þess að á milli okkar varð vinátta, sem hefur staðið alla tíð síðan. Ég tók samt meira mark á Matth- íasi Johannessen og Eyjólfi Konráð Jónssyni þegar til kom að meta póli- tíska atburði og þróun mála. Svo kom að því að á það reyndi, hvorir hefðu traustari pólitíska dómgreind, ungu ritstjórarnir tveir eða Sigurð- ur frá Vigur og snerti hagsmuni mína töluvert. Það varð úr snemma á Viðreisnarárunum að ég byði mig fram til miðstjórnar Sjálfstæðis- flokksins á landsfundi, sem fulltrúi ungra manna. Eykon og Matthías töldu nokkuð víst að ég myndi ná kosningu en andstæðingurinn var Matthías Á. Mathiesen, sem hafði unnið glæstan sigur í þingkosning- unum 1959 í Hafnarfirði og fellt sjálfan forsætisráðherra minnihluta- stjórnar Alþýðuflokksins, Emil Jónsson. Sigurður sagði: Styrmir minn, þetta er ágætt hjá þér að fara fram en þú fellur. Af hverju segir þú það, sagði ég. Af því að ég er gamall og vitur lappi, sagði hann. Hvað meinar þú með því, spurði ég. Þingmennirnir styðja hver annan og þeir hafa svo mikil áhrif á á full- trúa kjördæma sinna að þú hefur enga möguleika, sagði hann. Þetta reyndist rétt hjá Sigurði Bjarnasyni. Pólitísk dómgreind hans reyndist traustari en vina minna, Eykons og Matthíasar. Ég féll. Það er svo önnur saga, að fallið leiddi til ævarandi vináttu okkar Matthíasar Á. Mathiesen, sem með nokkrum hætti endurspeglaði djúpa vináttu afa míns, Árna Eiríkssonar, kaupmanns og leikara og afa hans, Einars Þorgilssonar, útgerðar- manns snemma á síðustu öld. En eftir stóð ungur maður, sem bar mikla virðingu fyrir Sigurði Bjarnasyni og pólitískri dómgreind hans og samræðufundir okkar um stjórnmál urðu tíðari en áður. Á þessum árum fór það ekki fram hjá okkur, sem störfuðum á ritstjórn Morgunblaðsins, að Matthías sá um daglegan rekstur ritstjórnarinnar. Hann stjórnaði daglegum fundum ritstjórnarinnar fjóra daga vikunnar en Eykon á miðvikudögum og laug- ardagsmorgnum. Sigurður frá Vigur tók þessa fundi stöku sinnum, þegar hinir yngri samstarfsmenn hans voru fjarverandi. Verkefnaval hans var gjörólíkt hinna tveggja. Hann lagði mikla áherzlu á að aflað yrði frétta af landsbyggðinni almennt en frá Vest- fjörðum sérstaklega og frá Bolung- arvík umfram aðra staði á Vestfjörð- um. Þetta þótti okkur blaðamönnunum skondið en hlýdd- um að sjálfsögðu. Á þeim árum, sem við Sigurður frá Vigur störfuðum saman á Morg- unblaðinu varð mér einu sinni alvar- lega á í messunni. Vigur stendur í mynni Skötufjarðar við Djúp. Tveimur árum áður hafði ég farið inn í Skötufjörð að heimsækja konu- efni mitt, sem hafði á æskuárum verið í sveit á afskekktum bæ innst í Skötufirði. Þar sem ég hafði sjálfur verið í sveit kynnti ég mér búskap- arhætti í Skötufirði og leizt ekki á blikuna. Svo kom að því eitt sumar að ritstjórarnir þrír voru allir fjar- verandi á sama tíma, sem aldrei hef- ur þótt góð latína á Morgunblaðinu. Mér var falið að skrifa Reykjavík- urbréf í fyrsta sinn og gerði það. Og datt í hug að skrifa um búskapar- hætti í Skötufirði og lýsti þeim á þann veg, að þar væri ekki búandi. Þetta urðu afdrifarík skrif enda var mér ekki treyst fyrir Reykjavík- urbréfum aftur fyrr en löngu seinna. Skötufjörðurinn var fæðingarsveit Sigurðar frá Vigur. Íbúarnir þar voru bæði sveitungar hans og kjós- endur. Mér hafði tekizt að gera gíf- urlegan usla í kjósendahópi ritstjór- ans og þingmannsins. Sigurður kallaði mig á sinn fund og tók mig rækilega í gegn með þeim vestfirzka brag, sem mér hafði áður þótt einkenna skrif hans um Hannibal Valdemarsson, en – vin- átta okkar varð sterkari en áður. Honum var í aðra röndina skemmt. Ég varð aldrei var við annað en þeim kæmi vel saman, Sigurði, Matthíasi og Eykon. Um samstarf þeirra sagði Matthías í afmælisgrein um Sigurð sjötugan: „Aldrei var óþykkt með okkur rit- stjórum Morgunblaðsins. Samt get- ur gustað með köflum eins og oft, þegar stórlyndir menn eiga í hlut en öll slík veður falla fyrr en varir. Ég minnist þess ekki að ritstjóri hafi nokkru sinni verið borinn ráðum á blaðinu … En menn hafa gengið til leiks misjafnlega glaðir eins og oft er. Það var þó fremur fyrr á árum, þegar afskipti forystumanna Sjálf- stæðisflokksins af stefnumótun voru meiri en síðar varð. Nú eru þau eng- in.“ Fyrir rúmum áratug var ég á ferð í litlu þorpi, Hesteyri við Hestareyr- arfjörð í Jökulfjörðum. Þegar geng- ið var yfir í Aðalvík kom í ljós veg- arspotti, sem byrjað hafði verið að byggja upp á milli þessara byggða. Ég fór að kynna mér sögu þessa vegarspotta. Þá kom í ljós, að tveir ungir þingmenn höfðu tekið höndum saman um að reyna að bjarga þess- um byggðum með því að efla tengsl- in á milli þeirra. Það voru þeir Sig- urður Bjarnason frá Vigur og Hannibal Valdemarsson, sem þar voru að verki. Fundum okkar Sigurðar bar síð- ast saman snemma á síðasta ári. Þegar ég kom horfði hann á mig og sagði: Sjaldséðir hvítir hrafnar! Skammaði mig svolítið fyrir að hafa ekki komið fyrr og síðan hófust líf- legar umræður okkar í milli um póli- tíkina fyrr og nú. Við gamlir samstarfsmenn Sig- urðar Bjarnasonar á ritstjórn Morg- unblaðsins sendum honum, Ólöfu Pálsdóttur, eiginkonu hans, börnum og öðrum afkomendum innilegar hamingjuóskir á þessum merka af- mælisdegi mikils Vestfjarðagoða. Styrmir Gunnarsson Sigurður Bjarnason frá Vigur níræður Sigurður Bjarnason frá Vigur við ritvélina. Sigurður Bjarnason og Ólöf Pálsdóttir með Chou En Lai, forsætisráðherra Kína. Í garðinum við sendiherrabústaðinn í London, f.v.: Ólöf Pálsdóttir, Ólafur Páll, Hildur Helga og Sigurður. Fyrrverandi forsetar Norðurlandaráðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.