Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 2005 19 Stór og lítil heimilis- tæki, símtæki og ljós í miklu úrvali Öll jólatilboð okkar eru á heimasíðunni, www.sminor.is. Smelltu þar á bæklinginn Fyrir jólin og skoðaðu 16 glæsilegar síður sem eru fullar af eigulegum hlutum á góðu verði. XE IN N -S N 05 12 00 4 Gigaset S450 Glæsilegur þráðlaus sími. Jólaverð: 9.600 kr. stgr. Gigaset A140 Ódýr þráðlaus sími. Jólaverð: 4.900 kr. stgr. Fæst einnig með einu auka- handtæki (DUO) á 5.900 kr. stgr. og með tveimur auka-handtækjum á 7.900 kr. stgr. TK 60001 Frábær espressókaffi-vél. Ein með öllu. Jólaverð: 57.000 kr. stgr. MUM 4405EU Öflug hrærivél á mögnuðu verði. Jólaverð: 9.800 kr. stgr. VS 06G1600 Kattþrifin 1600 W ryksuga. Kraftmikil, létt og lipur. Jólaverð: 9.900 kr. stgr. Rill Einfaldur og fallegur borðlampi. Krómaður fótur, með skermi úr ópalhvítu gleri. Jólaverð: 2.900 kr. stgr. HB 360560S Mjög fullkominn bakstursofn sem gerir eldamennskuna að ævintýri. Jólaverð: 109.000 kr. stgr. ET 725501E Smekklegt keramíkhelluborð með snertihnöppum. Jólaverð: 69.000 kr. stgr. HL 54725 Stórglæsileg eldavél og svo er verðið ekki amanlegt Jólaverð: 79.000 kr. stgr. WXL 1257DN 6 kg þvottavél með íslenskum merkingum. Jólaverð: 63.000 kr. stgr. SE 35E250SK Hljóðlát og sparneytin fimm kerfa uppþvottavél. A/A/A. Jólaverð: 59.000 kr. stgr. KG 36S310 Mjög vandaður kæli- og frystiskápur með tveimur pressum. 185 sm. Jólaverð: 79.000 kr. stgr. verkefni af nýrri kynslóð þar sem fleiri gætu lagt sitt af mörkum; al- menningur, fjölmiðlar, skólar, íþróttafélög og félagasamtök Dagur leggur áherslu á að aðkoma forsetans hafi haft mikla þýðingu fyrir verkefnið og ef hans hefði ekki notið við hefði undirritun í St. Pét- ursborg ekki orðið að veruleika á þessum tíma og verkefnið ekki feng- ið þann meðbyr sem nauðsynlegur er til að hrinda því í framkvæmd en undirskriftir í fleiri borgum standa fyrir dyrum. „Ég á nú reyndar ekki von á því að við þurfum að fara fylktu liði til allra borganna. En ég held að líklega hefðum við ekki getað skrifað undir samkomulag við Pét- ursborg á þessu ári og líklega ekki á næsta ári nema að þessi þungi með þátttöku forseta Íslands hefði komið til.“ Dagur tekur undir mikilvægi þess að verkefnið festist ekki hjá sérfræð- ingum og yfirvöldum. „Við þurfum að byggja á reynslu hverrar borgar fyrir sig. Ég held að það sé hæpið að koma og þykjast hafa töfrasprota til að sveifla yfir viðkomandi samfélagi. Ég held að við gerum best með því að greina frá okkar reynslu og styðja við þeirra eigin sérfræðinga í að leggja þessar rannsóknir fyrir. Það sem er sérstakt við okkar verkefni er að við brutum múrana á milli há- skólanna og þeirra sem eru að vinna að forvörnum úti í hverfunum. Við höfum búið svo vel að háskólafólkið okkar sem hefur staðið að þessum rannsóknum er líka eldklerkar á þessu sviði þannig að það hefur ekki látið sér nægja að vinna að sínum fé- lagsvísindalegu rannsóknum heldur hefur reynst hvað best í því að ræða um þessa hluti og finna lausnir sem henta hverju sveitarfélagi og hverju hverfi fyrir sig. Ég held þess vegna að okkar sérfræðingar á þessu sviði séu gríðarlega góðir sendiherrar til að innleiða þessi vinnubrögð annars staðar. Allt of oft held ég að hver og einn vinni á sínum bás, en þessi nánd sem okkur Íslendingum er eiginleg hefur kallað á að fólk setjist niður á jafnréttisgrundvelli og ræði sig fram til raunhæfra lausna fyrir hvert og eitt viðfangsefni. Það held ég að sé verklag sem aðrar þjóðir hafi ekki notað í svipuðum mæli og við hvetj- um tvímælalaust til að sé beitt. Það er auðvitað miklu auðveldara að fara einungis í auglýsingaherferðir, þær eru sýnilegar, en fara fyrir lítið ef þeim er ekki fylgt eftir alla leið. Það þurfa bæði að vera rétt og skýr skila- boð og eftirfylgni inn í þann raun- veruleika sem fjölskyldur búa við.“ Í febrúar nk. verður stjórnarfund- ur ECAD í Istanbúl og þá er búist við að borgaryfirvöld þar skrifi undir samning um þátttöku og jafnvel að yfirvöld fleiri borga nýti það form- lega tækifæri og skrifi undir. Þessar borgir eru Sofia, Belgrad, Riga og hugsanlega fleiri. Undirskriftir frá Stokkhólmi, Osló, Helsinki og Vil- nius berast líklega á næstunni, að sögn Dags. „Það eru yfir 200 borgir í ECAD og ýmsar þeirra hafa lýst yfir áhuga á að fá að taka þátt, stórar og smáar. Við höfum sagt að okkur finnist mikilvægast að komast af stað, við erum mjög ánægð með að hafa fengið jákvæð viðbrögð frá tíu borgum, við teljum verkefnið vel við- ráðanlegt jafnvel þótt þær yrðu 25 en yrðum alsæl ef lokatalan yrði í kringum fimmtán. Verkefnið er hins vegar þannig í eðli sínu að auðvitað getur það haldið áfram umfram þau fimm ár sem við leggjum upp með og farið víðar.“ Verkefninu lýkur 2010 og spurður að því hvað hann sjái þá fyrir sér svarar Dagur að það sé einkum þrennt. „Ég sé fyrir mér að þá höf- um við svarað því hvort þeir þættir sem skipta mestu máli hjá okkur á Íslandi, skipti jafnmiklu máli annars staðar, við aðrar aðstæður, í annarri menningu, í öðru stjórnkerfi. Við munum í öðru lagi reyna að leggja mat á það hvernig átaksverkefni eða einstakar áherslur nýtast við að hafa áhrif á verndandi þætti eða áhættu- þætti í forvörnum. Við reynum þann- ig að sjá hvað skilar bestum árangri og hvað ber að forðast. Síðast en ekki síst viljum við halda áfram ötulu starfi með börnum og unglingum í borginni og innleiða þær áherslur sem best reynast erlendis til hags- bóta fyrir Reykjavík.“ steingerdur@mbl.is PÓSTURINN hefur frá haustmánuðum boð- ið viðskiptavinum sínum upp á beint sam- band við þjónustufulltrúa með netsamtali. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Ís- landspósti hf. og bent er á að netsamtal nýt- ist vel heyrnarlausum. „Þjónustufulltrúar í þjónustuveri og fyrirtækjaþjónustu veita upplýsingar og góð ráð bæði til einstaklinga og fyrirtækja um þjónustu Póstsins. Með tilkomu netsamtals hefur hindrun verið rutt úr vegi þar sem heyrnarlausir hafa fengið aðgang að þjónustufulltrúum til jafns við aðra. Viðtökurnar hafa verið mjög góðar og ánægjulegt að hægt sé að koma til móts við þarfir hóps sem áður var ókleift að veita þjónustu þ.e. í gegnum síma,“ segir í tilkynningunni. Netsamtal fyrir einstaklinga er opið alla virka daga frá kl. 8 til 19, en netsamtal fyr- irtækjaþjónustu er opið alla virka daga frá kl. 9 til 17. Netsamtal nýtist heyrnarlausum vel KYNNING og Mjólka, og KB banki afhentu Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna, SKB, styrk í gær, um þrjár milljónir króna. Þriggja ára krabbameinssjúk stúlka, Kol- brún Rós Erlendsdóttir, tók á móti styrknum fyrir hönd fé- lagsins. Auk fjárstyrksins gaf KB banki félaginu 3.000 geisla- diska með upptöku af jóla- tónleikum sem haldnir voru til styrktar félaginu á aðventunni í Hallgrímskirkju á síðasta ári. Fjárstuðningur fyrirtækj- anna kemur í stað tónleika- halds sem fyrirhugað var um hátíðarnar en hætt hefur verið við, segir í tilkynningu frá SKB. Á myndinni má sjá feðginin Kolbrúnu Rós og Erlend Krist- insson taka við fjárstyrknum f.h. SKB úr hendi Ólafs Magn- ússonar hjá Kynningu og Mjólku. Á milli þeirra standa Rósa Guðbjartsdóttir, fram- kvæmdastjóri SKB, og Hafliði Kristjánsson, framkvæmda- stjóri markaðssviðs KB banka. Gunnar Ragnarsson, formaður SKB, fylgist með. Styrkja krabbameinssjúk börn Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.