Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 2005 9 FRÉTTIR Opið - Mánud. - föstud. kl. 12-19 laugard. 12-18 sunnud. 14 - 18 S: 568 0404 / 894 0367 Gefðu elskunni þinni málverk í jólagjöf. Fjárfesting til frambúðar. Vaxtalaus listalán: 10% útborgun í verk fyrir 36 til 600 þúsund kr. og listalán í allt að 36 mánuði. Silkitré og silkiblóm Laugavegi 63 (Vitastígsmegin), sími 551 2040 25% afsláttur af allri jólavöru ❆ ❆ ❆ ❆❆ ❆ ❆❆❆ ❆ ❆ Skólavörðustíg 41, sími 551 2136 – www.thumalina.is Gigt og verkir Gullverðlaunatækið NOVAFON gegn gigt og vöðvabólgu á ekki sinn líka. Besta jólagjöfin fyrir alla fjölskylduna. Heilsuhorn Þumalínu, s. 551 2136 - skoðaðu www.thumalina.is novafonninn ÓMISSANDI Á JÓLUNUM! Til a› skapa fullkomna jólastemningu flarf a› huga a› hverju smáatri›i. Fjölskylduhef›irnar ver›ur a› halda í til fless a› jólin séu eins og flau eiga a› vera. Sulturnar frá Den Gamle Fabrik eru í senn smáatri›i og a›alatri›i í jólamatnum, enda hafa Íslendingar gætt sér á flessum brag›miklu sultum í meira en flrjá áratugi. Fullkomna›u jólin á flinn hátt me› flínum hef›um, en ekki gleyma sultunum frá Den Gamle Fabrik. ’Við höfum sent heiminum þauskilaboð að Bandaríkjamenn séu ekki eins og hryðjuverka- mennirnir.‘John McCain , öldungadeildarþingmaður, eftir að hafa þvingað fram stefnubreyt- ingu af hálfu stjórnar George W. Bush Bandaríkjaforseta sem barist hafði gegn lögum um ótvírætt bann gegn pynt- ingum. ’Ég er hissa á svona hálærð-um mönnum að setja fram svona grein, sem er ekki rök- fræðilega sterk.‘Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra svarar spurningu um sjónarmið hagfræð- inganna Tryggva Þórs Herbertssonar og Halldórs Benjamíns Þorbergssonar í Morgunblaðsgrein um landbúnaðarmál. ’Ég er 61 árs og ég vil vinna.‘Gerhard Schröder , fyrrum kanslari Þýskalands, er hann brást við ásökunum um að hann hefði nýtt aðstöðu sína með því að semja um og taka síðan við stjórn- arformennsku í þýsk-rússnesku fyr- irtæki sem hyggst leggja gasleiðslu frá Rússlandi til Þýskalands. ’En það kæmi mér ekki áóvart ef birting þessara gagna myndi í framtíðinni hafa áhrif á það hvernig menn tala við forseta Íslands við stjórn- armyndanir.‘Þorsteinn Pálsson , fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, tók til máls á fundi um stjórnarmyndun Gunnars Thorodd- sens árið 1980. Gögnin sem Þorsteinn nefndi eru segulbandsspólur sem Krist- ján Eldjárn forseti Íslands talaði inn á þegar verið var að mynda stjórnina. ’Við viljum trúa því að ástand-ið geti batnað.‘Salam Pax , þekktasti bloggari í Írak, í samtali við Morgunblaðið í tilefni kosn- inganna sem fram fóru í Írak á fimmtu- dag. ’Þeir hafa fundið upp þjóðsöguum fjöldamorð á gyðingum og setja þetta ofar Guði, trúar- brögðum og spámönnunum.‘Mahmoud Ahmadinejad , forseti Írans. ’Þetta er allt í einhverri móðu,ég held að ég sé ekki nálægt því búin að átta mig á þessu.‘Unnur Birna Vilhjálmsdóttir var kjörin ungfrú heimur 12. desember. ’Eru til fleiri útvarpsstöðvaren RÚV?‘Leikarinn Jens Albinus , aðalleikari í dönsku þáttunum Örninn, þegar hann var spurður hver væri eftirlætis útvarps- stöðin hans. ’Lagið er stórkostlegt og óút-skýranlegt hvað það er óslít- andi. Ég get fullyrt það af mik- illi reynslu, að ég er búinn að flytja það óteljandi sinnum, en það er alltaf jafn innspírerandi í hvert sinn. Þar eru óskil- greinanlegir töfrar að verki.‘Hörður Áskelsson organisti um sálm Þorkels Sigurbjörnssonar við kvæði Kol- beins Tumasonar: Heyr himnasmiður. Ummæli vikunnar Reuters Einn meðlima óháðu kjörnefnd- arinnar í Írak telur kjörseðla í Damaskus á föstudag. Fréttir í tölvupósti FULLTRÚAR Sjónarhóls, BSRB og félagsvísindadeildar Háskóla Ís- lands undirrrituðu í gær samning um að BSRB greiði leigu í eitt ár fyr- ir aðstöðu hjá ráðgjafarmiðstöðinni Sjónarhóli sem ætluð er nemendum í rannsóknarnámi við Háskóla Íslands á sviði fötlunar. Viðstödd undirrit- unina í húsakynnum Sjónarhóls að Háaleitisbraut 13 voru Rannveig Traustadóttir prófessor, Ólafur Þ. Harðarson deildarforseti félagsvís- indadeildar, Þorgerður Ragnars- dóttir, framkvæmdastjóri Sjónar- hóls, Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, og Hrefna Haraldsdóttir fjöl- skylduráðgjafi. Sjónarhóll er ráðgjafarmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sérþarf- ir. Að starfseminni standa ADHD samtökin, Landssamtökin Þroska- hjálp, Styrktarfélag lamaðra og fatl- aðra og Umhyggja, félag til stuðn- ings langveikum börnum. BSRB legg- ur Sjónar- hóli lið FULLTRÚAR Félags eldri borgara í Reykjavík og Velferðarsviðs Reykja- víkurborgar undirrituðu í vikunni nýjan þjónustusamning til þriggja ára. Greiðir Velferðarsvið 9,3 milljón- ir króna til félagsstarfsins á tíma- bilinu, auk þess sem 2,4 milljónir munu renna til kaupa á húsnæði fé- lagsins að Stangarhyl 4. Samningurinn gerir Félagi eldri borgara kleift að halda áfram úti fé- lags- og klúbbastarfi fyrir félagsmenn sína, sem er viðbót við það félagsstarf sem Reykjavíkurborg rekur. Auk þess rekur félagið ráðgjafarstarfsemi um fjármál, lögfræðileg mál, al- mannatryggingarkerfið, samnings- bundin réttindi o.fl., auk annarrar upplýsingagjafar fyrir aldraða Reyk- víkinga, fræðslufunda, námskeiða o.fl. Borgin semur við Félag eldri borgara KJARASAMNINGUR Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar við borgina hefur verið samþykktur með 94% atkvæða. Á kjörskrá voru 2.525 manns. Atkvæði greiddu 1.025 eða 40% félagsmanna. Samþykkir samningnum voru 967 eða 94% þátttakenda. Ósamþykkir samn- ingnum voru 37 eða 5% þeirra sem þátt tóku. Auðir seðlar og ógildir voru 7 talsins. 94% sam- þykktu samningana ♦♦♦ ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.