Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 21
Í Suður-Súdan er engin póst- þjónusta og ekkert venjulegt síma- kerfi – engar rafmagnslagnir fyrir almenning eða vaskar með renn- andi vatni. Þar eru engir hraðbank- ar og enginn einn, ákveðinn gjald- miðill í notkun. Þar eru engin mislæg gatnamót eða malbikuð Hvalfjarðargöng. Þar eru engar Kringlur eða Smáralindir og ekkert nýtt strætókerfi. Þegar allt snýst um að lifa af Á stríðstíma er meginmálið að lifa af. Hver veit hvað verður í næsta mánuði, eftir viku eða þegar vaknað er að morgni? Mun fólk yf- irhöfuð lifa nóttina af? Í stríði velta menn skólagöngu ekki fyrir sér eða útbúa langtímaáætlanir um að stækka við þennan akurinn eða hinn. Þeir fjárfesta ekki til fram- tíðar. Framtíðin er óviss og kemur hugsanlega aldrei. Þegar samið hefur verið um frið er hægt að horfa lengra en til næstu nætur. Það er ekki einungis hægt heldur nauðsynlegt. Nú er ekki eingöngu spurt hvort börnin muni lifa af, heldur hvar þau skulu menntuð og hvernig framtíð þeirra verði. Og af hverju hef ég sem íbúi í litlu þorpi úti á landi ekki allt það sem ég heyri af annars staðar? Um leið og meginhættan er liðin hjá sækja önnur vandamál að. Ör- yggi er ofar öllu, sem og spurningin um mat og vatn. Á eftir því kemur allt hitt – og með því væntingarnar. Þótt friðurinn í Suður-Súdan sé brothættur gefst núna ráðrúm til að líta í kringum sig og velta fyrir sér hvar skólarnir séu, sjúkrahúsin og vörurnar á markaðinum. Kannski er það fyrst þá sem fólk lengst úti á landi finnur verulega hversu fátt af þessu er til staðar. Þvottabretti og paradís Í Suður-Súdan kynnist ég starfi Matvælaaðstoðar Sameinuðu þjóð- anna (e. World Food Programm). Það er risavaxið. Matvælaðstoðin rekur langveigamesta hjálparstarf- ið í Súdan og aðstoðar ekki einung- is milljónir í Darfur heldur einnig í Suður-Súdan. Starfið er áhugavert enda aðgerðirnar æði flóknar. Vegna vegakerfisins og vega- lengdanna í Súdan flutti Matvæla- aðstoðin langmest af hjálpargögn- um sínum til Suður-Súdan með flugi meðan á stríðinu stóð. Flug er hins vegar dýrt. Það er tíu sinnum ódýrara að koma kornsekkjum til skila á landi en í lofti. Til að draga úr kostnaði, hjálpa til innanlands og greiða fyrir aðgangi, hefur Mat- vælaaðstoðin ráðist í að endurgera og sprengjuhreinsa vegi í Suður- Súdan. Nú þegar hafa 800 kíló- metrar verið kláraðir. Meira en 2 tonn af sprengjum hafa verið gerð óvirk og fjarlægð. Vegirnir sem um ræðir eru engar malbikaðar hraðbrautir. Þetta eru hins vegar breiðir og sléttir mold- arvegir – algjör draumur miðað við þvottabrettin annars staðar. Þegar ég slepp úr klóm þvottabrettisins og kemst á slíkan veg, finnst mér ég hafa himin höndum tekið. Ég er í paradís. Oftar en einu sinni og oftar en tvisvar og þrisvar fullyrða heima- menn að það að vegirnir hafi verið lagaðir hjálpi ekkert smávegis til. Umferð um þá er mikil. Í bænum Rumbek er mér sagt að verð á markaðinum hafi lækkað mikið eft- ir að vegurinn þaðan suður til Úg- anda var lagaður og fleiri hafi því efni á að kaupa inn. Nú sé hægt að aka vörum frá Úganda á margfalt skemmri tíma en áður og flutnings- kostnaður sé miklu minni. Ferð vörubíla með hjálpargögn sem áður gat tekið 3 til 4 vikur tekur núna ekki nema nokkra daga. „Þetta er allt annað líf,“ segir ungur maður þegar ég kaupi vasa- ljós og batterí af honum. „Bærinn var yfirgefinn meðan barist var. Nú er líf að færast í allt saman.“ Hjá Matvælaaðstoðinni kemst ég í kynni við þá Michael og Mayak. Þeir eru báðir frá Suður-Súdan. Michael er á aldur við pabba, Ma- yak á mínum aldri. Við dveljum tvær vikur saman og verðum góðir vinir. Það er gaman að tala við þá félaga um frið og ófrið, lífið og til- veruna, heyra sögur úr stríðinu og ræða heimsmálin. Frá Íslandi – frá enda veraldar? Í Suður-Súdan erum við langt frá sjó, frá snjó og kulda. „Vinur minn, þú ættir að sjá sjóinn!“ segir Mich- ael við Mayak eitt kvöld undir stjörnubjörtum himni. Michael hef- ur ferðast um nágrannalöndin og einnig verið í Suður-Afríku. Hann hallar sér aftur í stólnum og lýsir öldugangi fyrir Mayak. Mayak hef- ur aldrei séð sjó og aldrei snjó. Hann hefur heldur ekki séð móður sína í meira en tuttugu ár. Þau skildust að í stríðinu. Tímamót eru framundan hjá Mayak. Í lok des- ember ætlar hann til höfuðborgar- innar Kartúm að leita hana uppi. Hann hefur heyrt að hún sé enn á lífi. Í Suður-Súdan spyr ég heimafólk að ýmsu og fæ sjálf margvíslegar spurningar. Eru kýr á Íslandi? Hvað fengust margar kýr fyrir þig þegar þú giftist? Ha, ertu ekki gift? Ertu 26 ára, ógift og átt engin börn? Athugasemdirnar eru margar og athyglisverðar. „Jú, jú, það er frið- ur núna og margt er breytt, en frið- ur þýðir ekki endilega frið frá hungri,“ segir kona nokkur, setur ipti í áraraðir MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 2005 21 Svavar Sigurðsson sími 699 3357 AUGLÝSING Jesú knýr á dyr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.