Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN UNDIRRITUÐ rak upp stór augu þegar hún las á vef Morgunblaðsins www.mbl.is, að forseti Íslands og for- sætisráðherra hefðu sent íslenskri stúlku heillaskeyti í tilefni af krýn- ingu hennar sem Ungfrú heimur 2005. Heillaskeyti forsetans til stúlk- unnar er hægt að nálgast á vefsíðu forsetaembættisins www.forseti.is. Þar kemur fram að forset- inn telji árangur henn- ar glæsilegan og að stúlkan hafi verið landi og þjóð til sóma. Undirrituð telur óviðeigandi að for- sætisráðherra og for- seti Íslands hafi sent þessi skeyti og birt þau opinberlega. Forsætis- ráðherra og forseti verða að gera sér grein fyrir því að með þess- um skilaboðum eru þeir að lýsa yfir stuðningi sínum við slíka keppni. Einnig eru forseti og forsætisráðherra að gefa það í skyn að þessi stúlka hafi verið fulltrúi ís- lensku þjóðarinnar en sú er alls ekki raunin. Keppnin Ungfrú Ísland er ekki ríkisrekin, hún er einkafyrirtæki í eigu Arnars Laufdal (sjá nánar www.ungfruisland.is). Íslenska stúlk- an var því í raun og veru fulltrúi þess fyrirtækis og ekki íslensku þjóð- arinnar. Þá vil ég benda á að það má álíta það vanhelgun á íslenska fán- anum að hann sé bendlaður við þessa keppni. Samkvæmt 12. grein laga um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjald- armerkið er óheimilt að óvirða þjóð- fánann í orði og verki og einnig er óheimilt „að nota þjóðfánann sem einkamerki einstaklinga, félaga eða stofnana eða auðkennismerki á að- göngumiðum, samskotamerkjum eða öðru þess háttar“. (http://www.alt- hingi.is/lagas/125b/1944034.html) Fengu eigendur Ungfrú Ísland leyfi hjá forsætisráðuneytinu til að nota fánann í keppninni? Hér á landi hafa verið haldnar blautbola- og nektardanskeppnir. Styðja forseti Íslands og forsætisráðherra slíka starfsemi? Nektardans- keppnir er rétta orðið yfir þær keppnir sem Ungfrú Ísland og Ungfrú heimur eru. Það er mótsagnakennt í ljósi aukinnar umræðu um klámvæðingu að verið sé að hefja þessar keppnir upp á stall. Það eru sorgleg áhrif klámvæðingarinnar að fegurð- arsamkeppnir eru að verða sam- þykktur hluti af okkar samfélagi. Forseti Íslands og forsætisráð- herra eiga ekki opinberlega að lýsa yfir stuðningi sínum við svo umdeild fyrirbæri sem fegurðarsamkeppnir eru með því að lofsama gott gengi í slíkum keppnum. Mér finnst óviðeig- andi að forseti Íslands sem samein- ingartákn íslensku þjóðarinnar taki svo sterka afstöðu til málefnis sem þjóðin er alls ekki sammála um með því að birta heillaskeyti sitt og konu sinnar til íslensku stúlkunnar á vef- síðu forsetaembættisins. Mikið af ungu fólki á Íslandi er að gera frá- bæri hluti á ýmsum sviðum bæði á heimavelli sem og á erlendri grund. Íslensk ungmenni hafa til dæmis í ár notið velgengni á ólympíuleikunum í þýsku og stærðfræði. Fengu þeir að- ilar nöfn sín birt á heimasíðu forseta- embættisins? Dæmin eru mörg. Aðal- atriðið er að varpa eftirfarandi spurningum upp: Kemur einka- keppnin Ungfrú heimur íslensku þjóðinni eitthvað við? Af hverju kjósa forseti Íslands og forsætisráðherra að lofsama opinberlega gott gengi í fegurðarsamkeppni í einkaeign? Sem forseti og forsætisráðherra hafið þið vald til að hafa áhrif á þankagang íslenskra ungmenna. Augljóst er að lof frá forseta Íslands og forsætisráðherra hefur þau áhrif að ýta undir þá hegðun og hug- myndafræði sem til lofsins leiddi. Það er greinilegt að þessi embætti vilji að íslenskar konur taki þátt í fegurð- arsamkeppnum og „verði landi sínu til sóma“. Hér með er fegurðar- samkeppni orðin viðurkennd leið til að verða landi sínu til sóma. Í þessu bréfi hef ég ekki farið í saumana á umdeildri hugmyndafræði fegurð- arsamkeppna, enda vona ég að forseti Íslands og forsætisráðherra kunni á henni skil. En eitt atriði til viðbótar vil ég minnast á í þessu samhengi og það eru staðalímyndirnar sem slíkar keppnir ýta undir. Listir og vísindi vinna gegn samfélagslegri stöðnun og staðalímyndum. Vilja forseti og for- sætisráðherra ónýta starf þeirra? Ættu þessi embætti ekki frekar að hvetja ungmenni til dáða á þeim svið- um? Hvers konar árangur vilja for- seti og forsætisráðherra Íslands að ungmenni og aðrir þjóðfélagsþegnar taki sér til fyrirmyndar? Er ungfrú Heimur, burtséð frá því hvaða stúlka ber þann titil, góð fyrirmynd? Ég tel að forseti Íslands og for- sætisráðherra eigi að biðja íslensku þjóðina opinberlega afsökunar á þeim mistökum að lýsa velþóknun þessara embætta á fegurðarsamkeppnum. Opið bréf til forseta Íslands og forsætisráðherra Sigríður Mjöll Björnsdóttir fjallar um fegurðarsamkeppnir ’Ég tel að forseti Ís-lands og forsætisráð- herra eigi að biðja ís- lensku þjóðina opin- berlega afsökunar á þeim mistökum að lýsa velþóknun þessara embætta á fegurð- arsamkeppnum.‘ Sigríður Mjöll Björnsdóttir Höfundur er 17 ára og nemi við Háskóla Íslands. ÍMYNDUM okkur, lesendur góðir, að tveir ungir Reykvíkingar séu að ræða saman á sínu máli og að samtalið hefjist á eftirfarandi orðum þess yngra: „Frændi minn fór erlendis fyrir einhverju síðan til þess að versla sér flottan og ógeðs- lega expensivan jeppa.“ Og ekki stendur á ákaflega jákvæðum við- brögðum þess eldra sem segir: „Sjúperkúl hjá honum!“ og bæt- ir svo um betur með svohljóðandi yfirlýsingum: „Pabbi minn fór líka hérlendis fyrir einhverjum fáum dögum síðan til að versla sér fjóra eða fimm eyðifarma fyrir skít og ingenting.“ Sá sem hér heldur á penna hefur lagt stund á allmörg erlend tungu- mál áratugum saman, en þrátt fyr- ir það finnst honum svona talsmáti býsna framandi, reyndar svo fram- andi að hann á í stökustu vandræð- um með að útskýra hvaða málfyr- irbæri er hér á ferðinni. Það væri ef til vill á færi nútímamálvísinda- manna, sem finnst flest ef ekki allt leyfilegt í þessum efnum, að gera það. Að lokum tók ég þá ákvörðun eftir þónokkur heilabrot að reyna að snúa þessu samtali á íslensku: „Frændi minn fór utan fyrir nokkru til að kaupa fallegan og rándýran jeppa.“ „Stórkostlegt hjá honum! Pabbi minn fór nýlega út á land til að kaupa fjögur eða fimm eyðibýli fyrir hlægilega lítinn pening.“ Og ekki orð um þetta mál meir, að minnsta kosti ekki í bili. P.S. Sögnin að versla er ekki áhrifssögn, þ.e.a.s. hún stýrir ekki falli eins og sögnin að kaupa, sem stýrir þolfalli. Halldór Þorsteinsson Er þetta vandað mál? Höfundur er skólastjóri Málaskóla Halldórs. Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. La gavegur 182 • 105 Rvík • Fax 53 481 • i r idborg.is Til sölu nýjar og glæsilegar 2ja og 3ja herbergja íbúðir á annarri og þriðju hæð á þessum vinsæla stað við Skipholt. Allar innihurðir eru yfirfeldar eikarhurðir. Skápar úr eik. Gólf eru parketlögð með eikarparketi. Eldhúsinnrétting er úr eik- arlíki, hvíttuð frá HTH. Eldhústæki eru úr stáli. Teikningar og nánari upplýsingar á skrifstofu Miðborgar. Verð er frá 15,8-26,6 millj. Skipholt 19 Fullbúnar íbúðir 112,6 fm glæsileg 3ja herbergja íbúð á 3. hæð (efstu hæð) með stæði í bílskýli. Húsið stendur á fallegum útsýnisstað. Íbúðin skiptist í hol, tvö rúmgóð parket- lögð svefnherbergi, stóra og bjarta parketlagða stofu, eldhús með fallegri inn- réttingu, granítborðplötu og borðkrók, flísalagt baðherbergi og sérþvottahús. Eign sem vert er að skoða. 6019. Verð 29,9 millj. Kristnibraut Glæsilegt útsýni 225,0 fm glæsilegt einbýli á einni hæð, þar af 34,1 fm bílskúr, á besta stað á Seltjarnarnesi. Eignin skiptist í forstofu, stofu, borðstofu, arinstofu, eldhús með borðkrók, þrjú góð barnaherbergi, hjónaherbergi, gestasnyrtingu, baðherbergi, þvottahús og geymsla. Falleg lóð, með heitum potti. 6037. Verð 63 millj. Sævargarðar Seltjarnarnesi 60 fm mjög góð 2ja herbergja íbúð á annarri hæð auk stæðis í bílageymslu í Bryggjuhverfinu í Reykjavík. Íbúðin skiptist í hol, stofu með svölum til austurs, svefnherbergi, eldhús og baðherbergi með hornbaðkari. Sérþvottahús í íbúð. Geymsla í kjallara. Húsið er byggt árið 2003. 6035. Verð 17,5 millj. Básbryggja – 2ja herb. 115,5 fm endaíbúð á jarðhæð í fallegu húsi við Næfurás. Sérgarður og fallegt út- sýni. Íbúðin skiptist í hol, stóra stofu, eldhús með borðkrók, tvö svefnherbergi, gluggalaust herbergi og baðherbergi með baðkari og lögn fyrir þvottavél. Geymsla á hæð. 6008. Verð 20,7 millj. Næfurás – Laus fljótlega Atvinnu- húsnæði Um er að ræða atvinnu- húsnæði sem er skipt í 14 sjálfstæða eignarhluta sem hver um sig er um ca. 150 fm að stærð með millilofti. Inn- keyrsludyr eru um 4 metra há- ar og lofthæð upp í mæni um 6,85 m. Göngudyr verða við hliðina á innkeyrsludyrum í hverju bili. Verð frá 13,2 millj. 5506 BORGIR Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 F A S T E I G N A S A L A SELJANDI LÁNAR ALLT AÐ 85% AF KAUPVERÐI STEINHELLA – TILBÚIÐ FLJÓTLEGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.