Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 2005 61 DAGBÓK Tilvalin jólagjöf fyrir mömmur, ömmur og aðrar drottningar. Fæst í betri bókabúðum og á www.baekur.is DANADROTTNING SEGIR FRÁ Sími 562 2600 SVÖR N æ st LÍKAMI/HUGUR/ANDI • Hvernig veistu hvort þú ert dáinn? • Hvernig er ferðin yfir í næsta heim? • Get ég haft samband við ástvini á jörðinni? • Eru verndarenglar til? • Hvað gerist þegar einhver verður bráðkvaddur? • Get ég beitt viljastyrk mínum til að snúa aftur? VIÐ SPURNINGUM UM LÍF OG DAUÐA Íslandsvinurinn CRAIG HAMILTON-PARKER er frægur miðill sem hefur gert efahyggjumenn orðlausa með nákvæmum lýsingum sínum. Hann hefur skrifað margar bækur, þar á meðal metsölu- bókina „Draumar, að muna þá og skilja“. Hlað ehf. · Bíldshöfða 12 · Sími 567 5333 www.hlad.isNú með 20% Jóla-afslætti Kr. 23.900,- La ng f lo tt us tu b yr gi n La ng f lo tt us tu b yr gi n Final Approach Air Controller felubyrgin Taska, pumpa og auka sett af lofthylkjum fylgir með Final Approach Jóhannes Sveinsson Kjarval. 120 ár frá fæðingu málarans. Til 19. mars. Listasmiðjan Þórsmörk, Neskaupstað | 10 listakonur frá Neskaupstað sýna á Egils- staðaflugvelli. Til jan. Listhús Ófeigs | Dýrfinna Torfadóttir, Rósa Helgadóttir, Þorbjörg Valdimarsdóttir til ársloka. Norræna húsið | Ósýnileiki: Jonas Wilén, Henrika Lax og Annukka Turakka til 18. des. Nýlistasafnið | Snorri Ásmundsson til 19. desember. Ráðhús Reykjavíkur | Helga Birgisdóttir – Gegga. Málverkasýning sem stendur til áramóta. Safn | Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir, Krist- inn E. Hrafnsson – Stöðug óvissa. Jón Lax- dal – Tilraun um mann. Út desember- mánuð. www.safn.is Skaftfell | Rúna Þorkelsdóttir – Postcards to Iceland. Smekkleysa Plötubúð – Humar eða frægð | Jólasýning Lóu og Hulla er myndlistar- sýning með jólaþema. Hér eru tveir myndasöguhöfundar af krúttkynslóðinni að krota á veggi. Sundlaugin í Laugardal | Ólafur Elíasson sýnir olíulandslagsmyndir til jóla. Árni Björn Guðjónsson sýnir í anddyri sund- laugarinnar fram yfir jól. Yggdrasill | Tolli til 25. jan. Þjóðarbókhlaðan | Brynjólfur Sveinsson til áramóta. Þjóðmenningarhúsið | Á veitingastofunni Matur og menning í Þjóðmenningarhúsinu eru sýnd málverk eftir Hjört Hjartarson – Myndir frá liðnu sumri. Þjóðminjasafn Íslands | Huldukonur í ís- lenskri myndlist í Bogasal, til 28. maí. Ljós- myndir Marco Paoluzzo í Myndasal og ljós- myndir Péturs Thomsen í Myndasal. Til 20. febrúar. Söfn Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra- steinn er opinn alla daga nema mánudaga í vetur frá kl. 10–17. Vönduð hljóðleiðsögn, margmiðlunarsýning og gönguleiðir. www.gljufrasteinn.is Þjóðmenningarhúsið | Handritin – saga handrita og hlutverk um aldir, Þjóðminja- safnið – svona var það, Fyrirheitna landið – fyrstu Vestur-Íslendingarnir; mormónar sem fluttust til Utah, Bókasalur – bók- minjasafn, Píputau, pjötlugangur og digga- daríum – aldarminning Lárusar Ingólfs- sonar, og fleira. Veitingastofa, safnbúð. Þjóðmenningarhúsið | Í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá Nóbelsverðlaunaveitingunni til Halldórs Laxness hefur Gljúfrasteinn sett upp sýningu í bókasal Þjóðmenning- arhússins. Sjá má sjálfan Nóbelsverðlauna- peninginn, kjólinn sem Auður Laxness klæddist við afhendingarathöfnina, borð- búnað frá Nóbelssafninu í Svíþjóð o.fl. Þjóðmenningarhúsið | Sýnishorn af ár- angri fornleifarannsókna sem njóta stuðn- ings Kristnihátíðarsjóðs eru til sýnis í and- dyri Þjóðmenningarhússins. Rannsóknirnar fara fram á Skriðuklaustri, Hólum, Þingvöllum, Keldudal, Reykholti, Gásum, Kirkjubæjarklaustri og Skálholti. Auk þess eru kumlastæði um land allt rannsökuð. Þjóðminjasafn Íslands | Í Þjóðminjasafni Íslands er boðið upp á fjölbreytta fræðslu og þjónustu fyrir safngesti. Þar eru nýstár- legar og vandaðar sýningar auk safnbúðar og kaffihúss. Hlutverk safnsins er að auka og miðla þekkingu á menningararfi Íslend- inga frá landnámi til nútíma. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11–17. Bækur Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Í dag verð- ur lesið upp úr barnabókum á Gljúfrasteini. Upplesturinn hefst kl. 15.30 og er aðgang- ur ókeypis. Sigrún Eldjárn, Steinhjartað. Kristín Helga Gunnarsdóttir, Fíasól í Hosiló. Kristín Ragna Gunnarsdóttir, Völuspá. Ey- rún Ingadóttir, Ríkey ráðagóða. Aðgangur ókeypis. Allir velkomnir. Þjóðmenningarhúsið | Einn af öðrum tín- ast skáldsagnahöfundarnir í Þjóðmenning- arhúsið dagana fyrir jól og skjóta áhlýð- endum skelk í bringu með hrollvekjandi upplestri úr nýjum verkum sínum: Í dag kl. 12.15; Guðrún Eva Mínervudóttir les úr bók sinni Yosoy – Af líkamslistum og hugarvíli í hryllingsleikhúsinu við Álafoss. Uppákomur Bókabúð Máls og menningar | Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson kl.14, KK & Ellen kl. 15 og Sólveig Samúels kl. 16. Fyrirlestrar og fundir Þjóðminjasafn Íslands | Sýningin Huldu- konur í íslenskri myndlist og samnefnd bók eru afrakstur 25 ára rannsóknarvinnu Hrafnhildar Schram listfræðings. Sýningin fjallar um ævi og verk tíu kvenna sem voru fæddar á síðari hluta 19. aldar. Leiðsögn Hrafnhildar er um sýninguna laugardaginn 17. og sunnudaginn 18. des. kl. 15. Fréttir og tilkynningar Hafnarfjörður | Jólaþorpið er opið kl. 12– 18. Happdrætti bókatíðinda | Númer dagsins 18. desember er 84324. Skógræktarfélag Íslands | Helgina 17. og 18. des. verða skógræktarfélögin með sölu á jólatrjám á eftirtöldum stöðum: Í Höfða- skógi hjá Selinu, lau, kl. 10–18, sun. kl. 10–16, í Hamrahlíð í Úlfarfelli kl. 10–16, í Daníelsl- undi kl. 11–16, í Kjarnaskógi kl. 10–18, í Eyj- ólfsstaðaskógi kl. 12–16, í Heiðmörk, lau. kl. 11–15, í í Haukafelli lau. kl. 11–16, í anddyri Grunnskólans í Stykkishólmi kl. 11–16. Skógræktarfélag Kópavogs | Jólatrjáa- sala að Fossá í Hvalfirði. Síðasta söluhelgi er 17. og 18. des. kl. 11–15. Verð trjánna fer eftir stærð. Nánari upplýsingar veita Sig- ríður, sími 899 8718, og Pétur, sími 869 3276. Börn Þjóðminjasafn Íslands | Íslensku jólasvein- arnir í Þjóðminjasafninu. Jólasveinarnir koma alla daga 12.–24. desember kl. 11 virka daga (og á aðfangadag) en kl. 14 um helgar. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Félagsstarf Bólstaðarhlíð 43 | Gengið í kringum jólatréð með jólasveininum þriðju- daginn 20. des. kl. 14. Súkkulaði og kökur. Allir velkomnir. Skráning í síma 535 2760 eigi síðar en 19. des. Dalbraut 18 - 20 | Félagsstarfið er öllum opið. Fastir liðir eins og venju- lega. Kíktu við, skoðaðu dagskrána, líttu í blöðin og láttu þér líða vel yfir aðventuna, t.d. í morgunkaffinu hjá okkur alla virka daga. Nokkrir miðar til á Vínarhljómleikana 6. jan. 2006. Munið Þorláksmessuskötuna! Uppl. 588 9533 Félag eldri borgara, Reykjavík | Að- stoð verður veitt við útfyllingu tekju- áætlunar Tryggingastofnunar ríkisins á skrifstofu Félags eldri borgara, uppl. í síma 588 2111. Félagsstarf Gerðubergs | Alla vikuna er opið frá 9-16.30, fjölbreytt dag- skrá. Á morgun m.a. opnar vinnustof- ur og spilasalur, sund og leikfimiæf- ingar í Breiðholtslaug, jólahlaðborð í hádeginu „Kynslóðir saman í Breið- holti“ börn frá Ártúnsskóla í heim- sókn með leik og söng, umsj. Ellert Borgar Þorvaldsson skólastjóri. Furugerði 1 | Í dag kemur Kammerkór Mosfellsbæjar í heimsókn kl. 14.30. Stjórnandi er Símon Ívarsson. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öllum opið. Fastir liðir eins og venju- lega. Kíktu við og láttu þér líða vel á aðventunni í Betri stofunni í hjá okk- ur. Jólatréð okkar er verulega fallegt. Munið skötuna á Þorláksmessu. Sími 568 3132. Vesturgata 7 | Miðvikudaginn 21. des. kl. 15 syngja Sönghópur presta og söngfuglarnir á Vesturgötu 7 jóla- söngva undir stjórn og undirleik Kristíne K. Szklenar. Kaffiveitingar. Kirkjustarf Húsavíkurkirkja | Jólasöngvar fjöl- skyldunnar kl. Komum saman og syngjum saman jólasöngva við allra hæfi. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos UPPSKERUHÁTÍÐ verður haldin á vegum Lafleur-útgáfunnar í dag, í bókaverslun Iðu, kl. 15.00 -17.00 með bókaupplestri og tónlistarflutningi. Margir listamenn koma fram, þeirra á meðal Gunnar Dal sem les úr bók sinni, Stórum spurningum, Þórarinn Torfason, er les úr nýrri lýrískri skáldsögu, Myrkvuð ský og Benedikt S. Lafleur er les úr saka- málasögu sinni, Brotlending. Bene- dikt les einnig úr bókinni, Leiðin að viskubrunni hjartans, eftir Joseph Goldstein og Jack Kornfield í þýð- ingu Péturs Gissurarsonar. Hörður Gunnarsson les úr ljóðabók sinni, Með mér er regn og einnig úr nýrri ljóðabók Geirlaugs Magnússonar, Andljóð og önnur. Hörður Krist- jánsson les úr þýðingu sinni á bók eftir Richard Brautigan, Heljarslóð- arhatturinn. Jón Sigurðsson, píanóleikari mun standa fyrir tónlistarflutningi með- fram bókaupplestrinum. Skáldin munu árita bækur sínar. Upplestur og tónlist NÝ hljómplata Kristjönu Arn- grímsdóttur, Í húminu, er komin út, en þar er að finna kyrrðarlög af ýmsum toga, bæði sálma og aðra tónlist sem róar taugarnar og friðar sálartetrið. Með sér á plötunni hefur Krist- jana valinkunna tónlistarmenn á borð við Hjörleif Valsson, Jón Rafnsson, Örn Eldjárn Krist- jánsson, Tatu Kantomaa, Örnólf Kristjánsson, Ösp Kristjánsdóttur og Sigurð Rúnar Jónsson. Kristjana kveðst stefna að tón- leikum norðan heiða eftir áramót en langtímamarkmið sitt sé að syngja í sem flestum kirkjum landsins. „Ég er að safna kirkjum,“ segir Krist- jana, sem búið hefur í Danmörku undanfarin ár en er nú flutt heim í Svarfaðardal aftur. Þröstur Haraldsson skrifar texta í plötupésann og segir meðal annars: „En nú er Kristjana komin heim – og þó ekki. Hún er búin að syngja inn á nýjan disk sem er undir sterk- um dönskum áhrifum. Þar leitar hún fanga í dönskum söngvasjóði, syng- ur lög eftir Carl Nielsen sem er eitt þekktasta tónskáld Dana og Bjarne Haar, tónskáld sem hún kynntist þar ytra. [...] Það er því ekki fyrr en í sjöunda lagi sem Kristjana er alkomin heim og fer að syngja þjóðvísur, sálma og sönglög eftir ýmsa bestu höfunda þjóðarinnar frá Hallgrími Péturs- syni til Hróðmars Inga Sigurbjörns- sonar. Það sem tengir saman þessi lög eru ekki síst textarnir sem fjalla um ástina, guð og fegurð himinsins. Túlkunin er einlæg og látlaus, hvort sem hún er að syngja barn í svefn eða mæra frelsarann og móður hans. Sálmarnir stíga ofan af stallinum og verða að vísnasöng, vísurnar að sálmum svo ekki er hægt að greina neinn mun þar á.“ Kristjana heldur útgáfutónleika í Laugarneskirkju í Reykjavík í dag, sunnudag, 18. des., kl. 14. Kristjana Arngrímsdóttir syngur í húminu Í DAG sunnudaginn 18. desember kl. 17 verða jólatónleikar í Nor- ræna húsinu. Björg Þórhallsdóttir sópran- söngkona, Hjörleifur Valsson fiðlu- leikari og Árni Heiðar Karlsson píanóleikari munu bregða á leik og skapa sannkallaða jólastemningu með flutningi á jólalögum úr ýms- um áttum í bland við klassískar söngperlur. Á efnisskránni eru meðal annars sönglög eftir Jón Ás- geirsson, Sigvalda Kaldalóns, Regel, Rubbra, Yon og fleiri. Tón- leikarnir eru í boði hússins og eru hluti af tónleikaþrennu sem Nor- ræna húsið hefur staðið fyrir á að- ventunni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Jólatónleikar í Norræna húsinu Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.