Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 2005 39 E N N E M M / S ÍA / N M 9 2 8 3 Reyklaus jólastemning Í jólaundirbúningnum fer fjölskyldan gjarnan saman á kaffi- e›a veitingahús. Öllum lí›ur betur í reyklausu umhverfi. fietta er listi sem L‡›heilsustö› hefur yfir reyklaus veitingahús, athugi› a› listinn er ekki tæmandi. Á stærri veitingastö›um eru reykingar stundum leyf›ar á bar. Ak-inn Akureyri American Style Hafnarfj., Kópavogur, Reykjavík Á næstu grösum Reykjavík Ábær-veitingar Sau›árkrókur Bautinn Akureyri Bláa kannan Akureyri Blómaskálinn Vín Eyjafjör›ur Galler‡ fiskur Reykjavík Greifinn Akureyri Café Konditori Copenhagen Reykjavík Carpe Diem Reykjavík Draugasetri› Stokkseyri Espressóbarinn Seltjarnarnes Faktorshúsi› Ísafjör›ur Flugterían Reykjavíkurflugvöllur G. J. smurbrau›st. og netkaffi Hvammstangi Galbi restaurant Reykjavík Gullofninn Kópavogur Grænn kostur Reykjavík Hafi› Bláa fiorlákshöfn Heitt og kalt Reykjavík Hlí›arendi Hvolsvöllur Hótel Hamar Borgarnes Hótel Holt Reykjavík Hótel Reynihlí› M‡vatnssveit Hótel Saga Reykjavík Hótel Valaskjálf Egilssta›ir Kaffi Nilsen Egilssta›ir Kaffi Róma Reykjavík Kaffihúsi› Gamli bærinn M‡vatnssveit Kaffihúsi› Gar›urinn Reykjavík Kaffihús I‹U Reykjavík Kaffi Hljómalind Reykjavík Kaffi Nauthóll Reykjavík Kaffi Trö› Akureyri Kaffitár Reykjavík, Keflavíkurflugvöllur, Reykjanesbær Kentucky Fried Chicken Reykjavík, Hafnarfj., Mosfellsbær Kjartanshús – Essó Flateyri Lagarfljótsormurinn Egilssta›ir Leirunesti Akureyri Lindin restorante Akureyri Matur og menning fijó›menningarhúsinu, Reykjavík McDonald’s Reykjavík Mi›gar›ar Grenivík Múlakaffi Reykjavík Nings Reykjavík, Kópavogur Nonnabiti Reykjavík Norræna húsi›, kaffistofa Reykjavík Nú›luhúsi› Reykjavík Olsen Olsen og ég Keflavík Peng's Akureyri Pizza 67 Keflavík Salatbarinn Reykjavík Salatbarinn hjá Eika Reykjavík Segafredos Reykjavík Shellstö›in Borgarnes SKG - Hótel Ísafir›i Ísafjör›ur Skógakaffi Bygg›asafni› á Skógum Siggi Hall á Ó›insvéum Reykjavík Sporthúsi›, Sportbar Kópavogur Stjörnutorg Kringlunni, Reykjavík Subway Reykjavík, Keflavík, Akureyri, Hafnarfj. Súfistinn, bókakaffi Reykjavík Söluskálinn Hvammstangi Te og kaffi Reykjavík, Kópavogi Tveir fiskar Reykjavík Veitingasta›urinn Baulan Borgarfjör›ur Veitingasta›urinn Jöklasel Vatnajökull Veitingasta›urinn, Kjarvalsstö›um Reykjavík Veitingastofan, fijó›arbókhlö›unni Reykjavík Ömmukaffi Reykjavík Á ferðum mínum ytra, sýningum og kaup- stefnum, hef ég síð- ustu árin iðulega rekið augun í firna tjásterk myndverk Suðurafrísku lista- konunnar Marlene Dumas. Vöktu við fyrstu kynni sérstaka athygli mína þó ekki væri fyrir annað að upp í hugann komu verk eftir Gunnar Örn Gunnarsson og Magðalenu Margréti Kjartansdótt- ur. Líka að myndir hennar skera sig úr í langri fjarlægð, eitthvað svipað og ljósmyndir og mynd- bandsverk hinnar írönsku Shirit Neshan, þótt ólíku sé saman að jafna. Flest verk Dumas samankomin sá ég á stórri alþjóðlegri sýningu í aflögðu pakkhúsi á Vilhelmínu- bryggju í Rotterdam menningar- borgarárið. Hafði ég orð á því við fylginaut minn hollenska blaða- manninn Jan Gerritsen að mér fyndist hún bera af öllum öðrum og minnir að hann hafi jánkað því. Mál er að í marsmánuði skrifaði ég pistil um Chaim Soutine (Minsk 1893–París 1943), franskan málara af litháskum uppruna sem ég hef alltaf haldið mikið uppá. Ýtti við mér að málverk hans „Kökusalinn í Cannes“ hafði nokkru áður verið slegið á tæpar 10 milljónir dala á uppboði hjá Christie’s, sem var metverð hvað listamanninn snerti. Komið enn eitt dæmið um rífandi framsókn málverksins í listheim- inum, þá vakti ekki minni athygli að myndverk í sérstakri vatnslita- tækni eftir einn af fulltrúum nú- málverksins, áðurnefnda Marlene Dumas, var slegið á 3,3 milljónir dollara á sama uppboði. Ákvað að kynna þau bæði lesendum blaðsins, málararnir vægast sagt lítt þekktir hérlendis og vil biðja velvirðingar á að dregist hefur von úr viti að af- greiða Dumas. Ástæðan helst að yfrið nóg hefur verið á dagskrá, einnig liggja upp- lýsingar um hana ekki á lausu í uppsláttarritum, listakonan naum- ast komin þar blað fyrir aldamótin, ekki einu sinni hvað útgáfur er skara róttækar núlistir snerti. Neyðarlegt að hennar er ekki getið í hinu þykka riti Art Now, 137 Art- ist at the Rise of the Millennium, Taschen, Köln, Berlín, 2002. En svo rakst ég á bók um hana í síð- ustu utanlandsferð minni, gefin út af forlaginu, Phaidon 1999, en prentuð í Hong Kong. Segir sitt að bókin var endurútgefin árið 2000 og svo aftur 2001, 2002, 2003 og 2004 (!), þannig að uppgangurinn hefur verið giska hraður að ekki sé fastar að orði kveðið. Varla hægt að finna ljósari dæmi af uppgangi málverksins síðustu ár, en hér virðast sýningarstjórar og fræð- ingar hafa verið seinir á sér, mál- arinn vísast ekki í náðinni né innan hugmyndafræðilega rammans. Marlene Dumas er fæddí Cape Town (Höfða-borg) í Suður Afríkuárið 1953 svo hún er aðeins eldri en Shirin Neshan (f. 1957), og flestir í Stóraldarbókinni, en þar gleyma höfundar ekki Neshan. Dumas er með B.A. gráðu frá háskóla sjónlista í Cape Town (1975), nam við Atelier ’63 í Har- lem á árunum 1976–78 og sálfræði- deild háskólans í Amsterdam 1979–80. Ferill hennar hófst fyrir alvöru með þátttöku á sýningunni Atelier 15, 10 ungir listamenn, í Borgar- listasafninu í Amsterdam 1978. Liðlega tveir áratugir liðu þannig áður en kastljósið beindist að henni af fullum styrkleika, en orða má það svo að þá hafi það ljómað í meira lagi sterkt. Frami listakon- unnar sýnist þó drjúgur í millitíð- inni, verk hennar víða á sýningum þess framsæknasta í hollenskum núlistum en einhvern herslumun virðist hafa skort. Vel að merkja ekta málari á ferð sem lét og lætur ekki höfuðstrauma tímanna altaka sig né handstýrða innrætingu læri- meistara listheimspekinga og sýn- ingastjóra marka leiðina. Myndverk Marlene Dumas bera vott um afar sterka tilfinningaríka margræða og sveigjanlega skap- gerð, fela um leið í sér mjög ást- þrungnar vísanir. Geta bæði verið mjög meðvituð og nákvæm í út- færslu sem tilviljanakennd og af- skræmd, hvar hamfarir skyn- sviðsins ólmast um myndflötinn. Föngin framar öðru konan, kyn- veran, barnið og lífsháskinn. Sálin í listaverkinu SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson Málarinn, 1994, olía á léreft, 200x100 cm. Marlene Dumas 1982. Erik Andriesse, 1980, vatnslitir og rissblý á pappír, 30x25 cm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.