Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 54
54 SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð við fráfall maka, föður, tengdaföður og afa, JÓNS JÓNSSONAR jarðfræðings, Smáraflöt 42, Garðabæ. Guðrún Guðmundsdóttir, Vala Jónsdóttir, Jón Kári Jónsson, Heiða Gestsdóttir, Dagur Jónsson, Þórdís Bjarnadóttir, Sigurlaug Jónsdóttir, Magnús Árni Sigfússon og barnabörn. Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELÍNBORGAR S. HANNESDÓTTUR (Rósu), Vífilsstöðum, áður Rauðagerði 20. Einnig færum við sérstakar þakkir til starfsfólks Vífilsstaða fyrir umönnun og hlýhug. Bárður Sigurðsson, Sigrún Bárðardóttir, Björgvin Þorleifsson, Katrín Bárðardóttir, Magnús Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JAN EYÞÓR BENEDIKTSSON bifreiðarstjóri, Naustabryggju 12, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudag- inn 19. desember kl. 15. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er vinsamlegast bent á styrktarsjóði lang- veikra barna. Jóhanna Þ. Bjarnadóttir, Benedikt Garðar Eyþórsson, Þórður Jóhann Eyþórsson, Arnar Eyþórsson, Lára G. Vilhjálmsdóttir, Agnes Eyþórsdóttir, Ólafur Þór Zoega, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, LOFTS ÓLAFSSONAR tannlæknis, Bergstaðastræti 72, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 11-E Land- spítala háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Hrafnhildur Höskuldsdóttir, Ólafur Loftsson, Dagný Hermannsdóttir, Auður Loftsdóttir, David Tomis, Birta, Grímur, Ásta og Emma. Innilegar þakkir til allra þeirra mörgu sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát föður okkar, tengdaföður, afa og bróður, SIGURÐAR HÁKONARSONAR danskennara, Ástúni 8, Kópavogi. Sérstakar þakkir til allra sem komu að útförinni með einum eða öðrum hætti. Guð geymi ykkur öll. Ásdís Sigurðardóttir, Kristinn J. Reimarsson, Halldór Bogi Sigurðsson, Kristófer Rúnar, Líney Lára og Sylvía Ósk, Stefán Stefánsson, Dalía Marija Morkunaite, Pétur Jökull Hákonarson, Kolbrún Ólafsdóttir og aðrir ástvinir. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, systur, ömmu og langömmu, SVÖVU SIGRÍÐAR VILBERGSDÓTTUR, Bólstaðarhlíð 68. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki á deildum B7 Landspítala Fossvogi og K1 Landa- koti fyrir einstaka umhyggju og alúð í veikindum Svövu. Njáll Símonarson, Edna S. Njálsdóttir, Berglind M. Njálsdóttir, Ómar Guðmundsson, Ásta V. Njálsdóttir, Jón B. Hlíðberg, Margrét Vilbergsdóttir, Grétar Þorleifsson, barnabörn og barnabarnabarn. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug í okkar garð við andlát og útför SIGFÚSAR STEINDÓRSSONAR frá Steintúni, sem andaðist föstudaginn 18. nóvember sl. Jórunn Guðmundsdóttir, Svanhildur Sigfúsdóttir, Haukur Sigfússon, Steindór Sigfússon, Jóhanna Óskarsdóttir, Guðmunda Sigfúsdóttir, Sindri Sigfússon, Erna Reynisdóttir, afabörn og langafabörn. Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj, s. 691 0919 Ein fyrsta minning, sem ég á um Bene- dikt frænda minn er frá sumrinu 1946. Að kvöldlagi er ég á rölti eftir þjóð- veginum nokkuð sunnan við túnið heima, lítill og kjarklaus svein- stauli trúlega í þeim erindagjörð- um að sækja kýrnar til kvöld- mjalta. Þá sé ég pallbíl koma að sunnan á ógnarhraða fannst mér, bílar voru frekar fáséðir til sveita á þeim tíma. Ég veit að hjartað hefur fjölgað slögum þegar hann stoppar skyndilega við hlið mér, hliðarrúða er skrúfuð niður og brosandi andlit bræðranna Benedikts og Lýðs birt- ast mér. Ég man það eitt að mér var boðið far heim, sem ég þáði ekki af skiljanlegum ástæðum. HIýjan og góðvildin sem þeir sýndu mér á meðan viðdvöl þeirra varaði er mér svo ógleymanleg að enn í dag gæti ég bent á staðinn þar sem við mættumst, með nokk- urri nákvæmni. Á þessum árum er óralöng leið og seinfarin frá Reykjavík og norð- ur á Strandir og fór fólk ógjarnan BENEDIKT BJÖRNSSON ✝ BenediktBjörnsson fædd- ist í Miðhúsum í Kollafirði í Stranda- sýslu 15. ágúst 1919. Hann lést á Landa- kotsspítala 29. nóv- ember síðastliðinn og var jarðsunginn frá Langholtskirkju 9. desember. slíkan óveg á eigin farartækjum að til- efnislitlu. Foreldrar þeirra bræðra Guð- laug og Björn höfðu hætt sveitabúskap ár- ið á undan og flutt til Reykjavíkur. Þar höfðu þá synir þeirra fimm sest að og flest- ir hafið atvinnuþátt- töku. Það er því ræktarsemi við ætt- fólk sitt, sem er ástæða þess að lagt er í slíka langferð. Í fjölda ára er það nánast regla hvert sumar að Björn og Guðlaug sæki Strandir heim og þeir af son- um þeirra ásamt fjölskyldum sem það gátu. Nánir ættingjar þeirra búa þá á tveimur bæjum, Hvalsá og Hlíð, og síðar í Miðhúsum. Í júnímánuði 1950 hef ég trúlega farið í fyrsta sinn, einn míns liðs til Reykjavíkur og dvaldi í nokkra daga hjá þeim góðu hjónum Birni og Guðlaugu. Á þeim dögum er að- alumræðuefni, þar sem fólk hittist, væntanlegur knattspyrnuleikur á milli leikara og blaðamanna á Melavellinum. Benedikt leggur að mér að koma með sér og móður hans til að horfa á leikinn. Ég lét til leiðast þó lítinn áhuga hefði ég á knattspyrnu á þeim tíma. Þarna var manngrúi meiri en ég hafði nokkru sinni áður séð og allt svo tilkomumikið og framandi. Ekki hef ég frá þeim degi verið við- staddur fjölmennari samkomu. Ætíð hef ég verið þakklátur frænda mínum fyrir að bjóða mér með. Í annan tíma hef ég ekki heldur séð og heyrt fólk skemmta sér jafnvel. Mæðginin hlógu nánast all- an tímann, sem leikurinn stóð enda lík í skapi og með létta lund. Dag- ana á eftir var þetta til upprifjunar og enn skemmti fólk sér. Nú Iíða árin, Benedikt hættir landvinnu og fer að stunda sjóinn, samfundum fækkar. Hann er lærð- ur vélstjóri og því vafalaust mörg vinna í boði því námi tengd. Í sam- tölum okkar lætur hann vel af sjó- mannslífinu og stundum geti verið gott upp úr því að hafa. Eitt sinn var ég kominn á fremsta hlunn með að fá hans aðstoð við að kom- ast á síldarskip, það erindi náði ekki alla leið. Eftir að hann hefur hætt sjó- mennsku bæði á fiski- og farskip- um og hafið vinnu í Straumsvík verða samfundir fleiri og kynni okkar nánari. Það er frænda mínum mikil gæfa þegar Sigrún kemur inn í líf hans, slík kostamanneskja sem hún er. Aldrei var hægt að finna annað en að þau ættu mjög vel saman, bæði svo jákvæð og létt í lund. Oft í sumarleyfum brugðu þau sér norð- ur á Strandir til að njóta veðurblíð- unnar, sem þar er jafnan í suðlæg- um áttum og til að blanda geði við vini og kunningja. Það eru ánægju- legar minningar sem við eigum frá þeim samverustundum, einnig frá heimsóknum til þeirra í Gnoðar- voginn. Það var svo líkt með þeim og svo ríkt í þeirra gerð, að vilja sífellt vera að miðla einhverju góðu og gefa. Jafnan var viðkvæði þeirra á kveðjustund: „Látið okkur endilega vita ef ykkur vanhagar um eitthvað sem við getum gert fyrir ykkur.“ Reyndust það ekki orðin tóm. Gleði, hlýja og hjálpsemi var þeirra auður og aðalsmerki. Benedikt var kvikur í öllum hreyfingum allt fram á efri ár eins og hann átti kyn til. Lítillátur mað- ur var hann, gumaði aldrei af nein- um afrekum eða árangri í störfum sem hann sinnti. Það er sannfær- ing mín og vissa að hann hafi unnið öll sín störf af heiðarleika og sam- viskusemi. Hann var af þeirri kyn- slóð. Hann var sá lánsmaður að geta dvalið heima hjá sér lengst af eftir að heilsu hans tók að hraka síðustu misserin. Betri umönnunar en hann naut hjá konu sinni og Þor- björgu systurdóttur hennar er vart hægt að hugsa sér. Þar réðu ríkj- um alúð og nærgætni. Samúð votta ég öllum er hans sakna. Guðfinnur S. Finnbogason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.