Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 2005 35 Ég elska þig,“ stendur skrifaðá árbakka í höfuðborgLitháens, Vilníus. Ég stendá brúnni yfir ána sem renn- ur í gegnum borgina, virði ástarjátn- inguna fyrir mér og verð skyndilega heltekin af þeirri hugmynd að læra lithásku. Stuttu síðar bráir af mér og ég man að tungumál eru ekki mín sterkasta hlið. Ég kann ekki sinni al- mennilega dönsku. Og hvar týndi ég þýskunni minni? Kannski einhvers staðar með fyrstu gleraugunum mínum. Ég horfi yfir ána af brúnni og lít síðan upp á stóra styttu við hliðina á mér. Hún er frá sovéttímanum. Eft- ir töluverðar vangaveltur var ákveð- ið að taka styttuna ekki niður heldur leyfa henni að standa sem minnis- varði um það sem eitt sinn var. Litháen lýsti yfir sjálfstæði frá Sov- étríkjunum árið 1990. Framhjá styttunni gengur ungt fólk, gamalt fólk, fólk á hraðferð, stúdentar, eldri konur með skýlu- klúta, gamlir menn með hatta, fólk sem lærði rússnesku undir sovét- mönnum og börn sem ekkert muna annað en sjálfstæði landsins. Borg á heimsminjalista Vilníus er heillandi borg. Gamli miðbærinn er á heimsminjalista UNESCO, þeim sama og Þingvellir komust á í fyrra. Það er heillandi að ganga um þröngar göturnar, virða fyrir sér handverk götusala og sveifla sér inn í næstu kirkju þegar byrjar að rigna eða hvíla þarf lúin bein. Rannsóknarblaðamennska mín og hárnákvæm vísindaleg athugun leiða í ljós að sá sem stendur mið- svæðis í Vilníus hefur alltaf einn kirkjuturn fyrir augum sér og mjög líklega tvo. Hann þarf síðan ekki annað en að snúa höfðinu um nokkr- ar gráður til að reka augun í nýjan turn. Í borginni er á sjötta tug kirkna. Stæðilegur sjónvarpsturn Kannski finnst sjálfri mér best að setjast á kaffihús, horfa á mannlífið og prófa athyglisverða rétti á borð við kartöflupönnukökur með sýrðum rjóma eða cepelinai, hakkað kjöt vaf- ið inn í einhvers konar kartöflujafn- ing. Með öllu er drukkinn bjórinn Svyturas, framleiddur í Litháen og bruggaður síðan 1784. „Hversu lengi hafa Íslendingar bruggað bjór? Ha ha, Ísland, best í heimi,“ segi ég og borga 80 krónur fyrir stóran Svyturas. Verðlagið í Litháen er allt annað en á Íslandi. Ég kaupi lasagna á veitingastað á 190 krónur og borga 130 krónur fyr- ir stutta leigubílaferð. Inn um gluggann á McDonalds sé ég að Bic- Mac-máltíð er á 215 krónur. Stundum óska ég þess að tala að minnsta kosti rússnesku, fyrst ég kann ekki lithásku. Það væri miklu auðveldara að gera sig skiljanlega hér á rússnesku en það er á ensku. Einn daginn vel ég súpu af handa- hófi af matseðli og stari á hana þeg- ar hún kemur á borðið. Þetta er rauðrófusúpa, skærbleik og borin fram köld. Á sérdiski við hliðina eru heitar kartöflur með dilli. Ég horfi á súpuna, klóra mér í höfðinu og skil ekki alveg tenginguna á milli skær- bleikrar súpu og soðinna kartaflna. Síðan tauta ég að útlendingar heima skilji örugglega ekki heldur sam- suðu á borð við soðin kindahöfuð og kartöflur. Já, eða tenginguna á milli hákarls og kúmendrykks með því aðlaðandi nafni Black Death. Skærbleika súpan reynist ljóm- andi góð og eftir matinn blikka ég þjóninn, reiði fram 85 krónur og sveifla mér út á götu. Ég þarf að kíkja aðeins betur á handprjónuðu ullarvettlingana sem gamla konan stóð og seldi við eina kirkjuna og at- huga sjónvarpsturninn. Hann er sá fimmti hæsti í heimi og á honum miðjum er veitingastaður sem snýst í hring. Öskjuhlíðin er greinilega ekki eini staðurinn með slíku fíneríi. sigridurv@mbl.is Kirkjur og skærbleik súpa Morgunblaðið/Sigríður Víðis Fólk í höfuðborginni Vilníus bíður eftir strætisvagni hjá stórri kirkju. Svipmynd frá Litháen Sigríður Víðis Jónsdóttir Opið í dag frá kl.13-17 Nýjar sendingar - Mikið úrval! Ertu í húsgagnaleit?                                                                                                                FISKELDISSTÖÐ TIL SÖLU! Miklilax að Hrauni I í Fljótum Fiskeldisstöðin Miklilax er staðsett á jörðinni Hraun I, Fljótahreppi, skammt frá Siglufirði. Húsakostur: Vandað sláturhús úr límtré, 485,3 m2 stálklætt. Rafstöðvarhús 153,7 m2 (steypt). Djúpdæluhús 38,8 m2 (steypt ) og skúrar. Fiskeldisker: Steyptur botn og hliðar úr glerjungshúðuðu stáli: 8 stk. Ø 23,9 m og 3 stk. Ø 12,9 m. Véla- og tækjabúnaður: Rafstöð Cummins 820 hp, keyrð 900 klst., Rafall Leroy-Somer 516 kw, 4 stk. Framo djúpdælur, 4-5 stk. loftdælur, krapavél Type B105 o.m.fl. Lausamunir: Talsvert magn af plaströrum Ø600 mm og 170 mm og ýmsu öðru efni og búnaði. Upplýsingar verða gefnar í síma 444 8706 og einnig má senda fyrirspurnir á faxnúmerið 444 8709 og á netfangið henry@kbbanki.is. Óskað er eftir tilboðum í alla stöðina eða hluta þ.e. byggingar, vélar eða lausamuni Senda skal inn formleg tilboð ásamt greiðsluskilmálum. Tilboðsfrestur er til 14. janúar 2006. Tilboð sendist til KB banka, Sóltúni 26, 105 R. c/o Henrý Þór. Kaupþing banki hf. áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. X
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.