Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ V erkefnið mun leiða af sér fjár- festingu í for- vörnum sem nemur mörg hundruð milljón- um króna á næstu fimm ár- um. Áherslur þess byggjast á nið- urstöðum íslenskra rannsókna sem stýrt hefur verið af félagsvísinda- mönnunum Ingu Dóru Sigfúsdóttur hjá Háskólanum í Reykjavík og Þór- ólfi Þórlindssyni hjá Háskóla Ís- lands, sem sýna m.a. að þau börn sem verja a.m.k. klukkustund með fjölskyldu sinni á dag eiga mun síður á hættu að verða fíkniefnum að bráð en börn sem verja litlum sem engum tíma með foreldrum sínum. Og þá er átt við hvers konar samveru, jafnvel sjónvarpsáhorf. Einnig kemur fram að byrji unglingar ekki að reykja eða drekka innan við 17 ára aldur eru lík- urnar á að þeir hefji fíkniefnaneyslu afar litlar. Íslenskar rannsóknir sýna ennfremur að skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf, ekki endi- lega keppnisíþróttir, er börnum og unglingum hollt og kemur í veg fyrir fíkniefnaneyslu. Íslenska nálgunin á forvarnarstarf hefur þar að auki fal- ist í öflugu foreldrasamstarfi sem hefur skilað miklum árangri. Þessar niðurstöður munu liggja til grundvallar starfinu í a.m.k. tíu evr- ópskum borgum á næstu fimm árum í áðurnefndu verkefni sem samtökin ECAD, Evrópskar borgir gegn fíkniefnum, standa að. „Mikilvægast er að við horfum á börn og unglinga í þeim aðstæðum sem þau eru hverju sinni og reynum að hlúa að þeim og styrkja þá þætti sem niðurstöður okkar sýna að eru verndandi. Og vinnum jafnframt gegn þeim þáttum sem má kalla áhættuþætti,“ segir Dagur. „Forvarnir gegn fíkniefnum eru auðvitað stórmál alls staðar í heim- inum en það er merkilega lítið vitað um bestu leiðir í því efni. Maður er svolítið hugsi yfir því að það er tölu- vert miklum fjármunum varið til hluta sem hafa ekki sannað gildi sitt. Ég held að ástæðan fyrir því að þessi íslenska leið og okkar rannsóknir hafi vakið svo mikla athygli sé að þarna er komin einhvers konar verk- færakista fyrir þetta forvarnarstarf þar sem hægt er að meta árangurinn í hverju skrefi, leiðrétta og gera bet- ur. Við þekkjum það af eigin raun í Reykjavík hversu dýrmætt það er að geta sagt þeim sem eru að gefa sína vinnu í starfi með börnum og ung- lingum skýrar niðurstöður um hverju starf þeirra skilar, hvort heldur í foreldrarölti, íþróttafélög- um, æskulýðsstarfi safnaða eða ann- ars staðar.“ Dagur kom að forvarnarmálum á vettvangi borgarstjórnar við stofnun forvarnarnefndar á fyrri hluta kjör- tímabilsins. „Það má segja að ég hafi dregist að verkefninu innan borgar- kerfisins af náttúrulegum orsökum. Kannski vegna þess að ég er læknir en það hefur þó ekki reynst mér síð- ur að vera fyrrverandi vísindafrétta- maður. Ég vann fyrir mér í lækn- isfræðinni á sínum tíma með því að gera útvarpsþætti um ungt fólk og vísindi sem fluttir voru á Rás 1. Ég hef lengi fylgst af aðdáun með þess- um ungmennarannsóknum sem eiga sér áratugasögu og talið þær og ár- angurinn sem af þeim hefur leitt fyr- ir fjölskyldur býsna vel varðveitt leyndarmál. Hugmyndin að evr- ópska verkefninu fæddist eiginlega út frá samtölum við rannsóknarfólk- ið og lykilstaðreyndin var sú að við værum með gullmola í höndunum sem ætti erindi við aðra. Við lögðum þessa hugmynd upp í fyllstu hóg- værð sem eyjaverkefni. Okkur fannst áhugavert að efna til verkefn- is sem bæri saman eyjar af svipaðri stærð og Ísland þar sem Gotland, Malta, Kýpur og fleiri eyjar innan ECAD myndu fara í einhvers konar samvinnuverkefni sem stýrt yrði frá Íslandi. Þannig var hugmyndin kynnt fyrir stjórn ECAD þar sem eiga sæti auk fulltrúa Reykjavíkur fulltrúar margra stórra borga. Eftir það misstum við eiginlega stjórn á atburðarásinni því margar borgir vildu strax vera með og fannst þetta gríðarlega spennandi. Verkefnið vatt einfaldlega upp á sig vegna þess áhuga sem við fundum fyrir. Ég tók um svipað leyti sæti í stjórninni sjálfur. Eitt leiddi af öðru og það stóðu á okkur spjótin að stýra miklu stærra verkefni en til var stofnað í fyrstu. Lykillinn að því að þetta var hægt var að samstaða tókst milli Há- skólans í Reykjavík og Háskóla Ís- lands um að standa sameiginlega að verki, leggja til sérfræðinga og gagnagrunna. Loks fengum við gríð- arlega mikilvægan fjárhagslegan stuðning frá Actavis til að fjármagna rannsóknaþáttinn og þátttöku fimm borga að auki. Við höfum líka notið velvilja forsetaembættisins sem er ákveðinn gæðastimpill á alþjóðavett- vangi.“ Reykjavík verður ein af borgunum innan verkefnisins og Dagur leggur áherslu á að forvarnarstarf sé afar mikilvægt og viðvarandi verkefni á heimavelli sem annars staðar. Forgangsverkefni í forvörnum „Það hefur verið rætt að efna til átaks í tengslum við þetta alþjóðlega forvarnarverkefni þar sem við erum ekki síður að virkja okkar samfélag en aðrar borgir. Það væri sérkenni- legt ef við værum að senda okkar besta fólk til að kenna öðrum en nýttum okkur ekki þau ráð sjálf, eins og við höfum reyndar gert í bráðum tíu ár. Við eigum tvímælalaust að gera það að forgangsverkefni að auka þátttöku barna og ungmenna í íþrótta- og félagsstarfi, nýta skólana markvissar og senda áfram skýr skilaboð til foreldra sem eru auðvit- að lykilhópur til að ná árangri. Ég held að við áttum okkur ekki á því hve mikið hefur miðað nema að hugsa tíu ár til baka. Þá gengum við út frá því sem vísu að reglur um úti- vistartíma væru eitthvað sem ekki yrði farið eftir á Íslandi. Þetta er gjörbreytt. Við gengum líka út frá því að það væri óbreytanlegt að mið- bær Reykjavíkur væri yfirfullur af fullum unglingum um hverja einustu helgi. Þetta hefur verið hreinsað upp með töluverðu átaki borgarinnar, lögreglu og foreldrasamtaka. Í nokkur ár þurftu foreldrar að sækja börnin sín niður í bæ eftir löggiltan útivistartíma. Afleiðingin er sú að unglingar sjást þar ekki lengur eftir ákveðinn tíma. Að baki þessu eru skýr skilaboð frá yfirvöldum og breytt hugarfar foreldranna sjálfra sem eru farnir að axla ábyrgð á ung- lingunum sem hópi á allt annan hátt. Unglingar eru börn sem enn eru í ábyrgð – átján ára ábyrgð. Þetta skiptir mjög miklu máli. Við höfum notað slagorðið „Elskaðu óhikað“, og með því erum við að segja: Ekki vera hrædd við að setja börnum og ung- lingum mörk. Foreldrar eru hættir að gangast inn á gömlu klisjuna um að: „allir hinir mega það“ og eru farnir að ráðfæra sig hverjir við aðra þess í stað.“ Þessi samstaða foreldra var efld m.a. með því að senda reglur um útivistartímana inn á heimilin sem segul á ísskápinn og nú hafa Reykvíkingar líka fengið geðorðin tíu í formi seguls á ísskápinn. Dagur útilokar ekki að foreldrar fái líka á ísskápssegli helstu atriði sem skipta máli til að sporna gegn því að börnin þeirra leiðist út í eiturlyf. „Ætli það endi ekki með því að allir verði að tvöfalda ísskápsplássið? Foreldrar eru breytilegur hópur og börnin líka og það má ekki láta deigan síga. Ég held að stóru verk- efnin framundan lúti annars vegar að skólunum sem geta verið gríðar- lega mikilvægur vettvangur fyrir forvarnir.“ Framhaldsskólinn brotalöm „Rannsóknir benda til að við séum ekki að nýta þá til fulls. Hins vegar þarf hvatningu til þátttöku í íþrótta- félögum, tónlistarnámi og skipu- lögðu félagsstarfi. Ég held að það sé ákveðin hætta í því fólgin að allt of mörg börn fari á mis við heilbrigða hreyfingu í íþróttastarfi og fé- lagsstarf af ýmsum ástæðum. Þeim hópi sem æfir fjórum til fimm sinn- um í viku fjölgar raunar lítillega en að sama skapi fækkar í þeim hópi sem hreyfir sig eitthvað. Þetta er ekki nógu gott, ekki bara vegna þess að íþróttir skipta máli í forvörnum gegn fíkniefnum, heldur líka vegna þess að við horfum upp á annan vax- andi faraldur sem er offita. Til að vinna gegn henni þarf að byrja strax í æsku.“ Undir slagorðið „Átján ára ábyrgð“ getur líka fallið sú skoðun Dags að lengja eigi skólaskylduna til átján ára aldurs. „Ég held að öllum börnum eigi skilyrðislaust að standa leikskólanám til boða og að samfelld skólaskylda frá sex til átján ára sé framtíðin og hugmynd sem þarf að setja rækilega á dagskrá. Brottfall úr framhaldsskólunum á Íslandi er allt of mikið og nauðsynlegt er að koma til móts við þann hóp sem ekki finnur sig í framhaldsskólanum eins og hann er, meðal annars með auknu námsframboði á sviði iðn- og verk- greina auk þess sem starfsnám þarf að stórauka. Við eigum einfaldlega ekki að sætta okkur við að yfir 90% ungmenna í nágrannalöndunum ljúka námi á framhaldsskólastigi en aðeins 60% á Íslandi. Frá sjónarhóli forvarnar blasir við að þegar fram- haldsskólinn er brotalöm skiptir mjög litlu máli hvaða árangri við náum í forvörnum með börnunum meðan þau eru í grunnskóla ef þau eru síðan bara látin róa þegar þau eru sextán ára. Það er auðvitað vendipunktur í lífinu hjá mjög mörg- um. Ég held að það sé fyllsta ástæða til að ræða það hvernig við eigum að axla þessa ábyrgð sem samfélag gangvart ungu fólki á framhalds- skólaaldri.“ Það sem m.a. veldur Degi og fleir- um áhyggjum er að á meðan dregur úr fíkniefnaneyslu og neyslu áfengis og tóbaks meðal grunnskólabarna, tekur neyslan stökk um leið og krakkar byrja í framhaldsskóla. Að auki ná framhaldsskólarannsóknirn- ar ekki til þeirra sem flosna upp úr námi. „Við náum sorglega slökum árangri varðandi brottfall miðað við nágrannaþjóðir okkar á Norðurlönd- unum og þótt víðar væri leitað. Við hljótum að fara að setja brottfallið á dagskrá sem eitt af helstu sam- félagsmeinum samtímans. Ég get ekki séð að neitt sé fengið með því að 15–16 ára krakkar hætti í skóla, fari út á vinnumarkaðinn án nauðsyn- legrar grunnmenntunar sem býr þau undir framtíðina. Þess vegna held ég að fyllsta ástæða sé til að ræða jafnróttækar lausnir og lengda skólaskyldu. Við núverandi ástand verður ekki unað.“ Þetta er ný umræða á Íslandi, a.m.k. á opinberum vettvangi. En hún er á dagskrá t.d. í Finnlandi, að sögn Dags. „Þar hefur menntamála- ráðherrann tjáð sig og gert sig lík- legan til að leggja lengingu skóla- skyldu fram sem frumvarp. Í Svíþjóð svo dæmi sé tekið er líka nánast svo löng skólaskylda í reynd. Þar er öllu ungu fólki fylgt eftir til átján ára ald- urs og samfélagið sættir sig einfald- lega ekki við að krakkar flosni upp úr námi eins og við erum ótrúlega umburðarlynd fyrir. Ég held að við verðum að taka þetta verkefni svip- uðum tökum og hópasöfnun ung- linga í miðbænum fyrir tíu árum. Það þarf einfaldlega að ganga í þetta mál. Ég veit ekki um neinn sem talar fyrir því grunnskólamenntun sé nægjanlegur undirbúningur fyrir at- vinnulíf framtíðarinnar. Framhalds- skólann þarf að rífa upp, bjóða upp á fjölbreyttara námsframboð og lík- lega er fljótlegasta leiðin til þess að ná betri árangri að flytja hann yfir á ábyrgð sveitarfélaga.“ Gildi skipulagðs frístundastarfs Auk átján ára ábyrgðar foreldra og skóla, m.a. með lengri skóla- skyldu, telur Dagur að skipulagt frí- stundastarf innan skóladagsins hafi forvarnargildi og sé einnig mikil- vægt til að auka samverutíma fjöl- skyldunnar. „Nú erum við komin með heilsdagsskóla þar sem börnin eru átta tíma á dag. Í fyrsta lagi er mjög mikilvægt að íþróttir og hreyf- ing séu hluti af hinni hefðbundnu námskrá en ég sé líka fyrir mér að það þurfi að gera átak í því að opna skólana fyrir íþróttafélögunum þeg- ar hefðbundinni kennslu sleppir þannig að það sé hægt að nota þessa einn til tvo tíma á hverjum degi sem eru ekki skipulagðir undir hefð- bundna kennslu þannig að krakk- arnir geti tekið þátt í hreyfingu, tón- list eða öðru félagsstarfi. Auk þess að opna skólana fyrir íþróttafélögum og tónlistarskólum og öðru frístund- astarfi barnanna vegna gerði þetta að verkum að foreldrar þurfa ekki að eyða tveimur til þremur tímum eftir að skóla lýkur í skutl út um allan bæ á íþróttaæfingar, í tónlistartíma og annað frístundastarf.“ Tilraunaverk- efni í þessa veru er þegar hafið með íþróttaskóla innan grunnskólans fyr- ir sex ára börn á vegum íþróttafélag- anna og Dagur telur það lofa góðu en halda þurfi áfram á þeirri braut. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, er verndari verkefnisins Ungmenni í Evrópu – gegn fíkniefn- um og var viðstaddur undirritunina í St. Pétursborg og sagði nokkur orð í tengslum við hana. Í máli forsetans kom m.a. fram að mikilvægt væri að forvarnarverkefni af þessu tagi fest- ist ekki í þröngum hópi yfirvalda, sérfræðinga og nefnda heldur yrði Átján ára ábyrgð Dagur B. Eggertsson, læknir og borgarfulltrúi, er formaður stýrihóps verkefnisins Ungmenni í Evrópu – gegn fíkniefn- um, þar sem íslenskri nálgun við forvarnir verður beitt í fleiri borgum Evrópu. St. Pétursborg er fyrsta borgin sem formlega gerist þátttakandi en samkomulag þar að lútandi var undirritað þar á miðvikudag. Steingerður Ólafsdóttir fylgdist með og ræddi við Dag m.a. um lengingu skóla- skyldu, forvarnir og foreldra. Morgunblaðið/Ásdís Dagur B. Eggertsson: „Unglingar eru börn sem enn eru í ábyrgð – átján ára ábyrgð. Þetta skiptir mjög miklu máli.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.