Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 2005 51 AUÐLESIÐ EFNI Verð á mat-vörum í verslunum á Íslandi er 42% hærra en í löndum Evrópu-sambandsins (ESB). Helsta ástæðan virðist vera að tak-markanir á inn-flutningi bú-vara. Meiri sam-þjöppun er á matvöru-mörkuðunum á Íslandi og hinum Norður-löndunum en í löndum ESB, og vöru-úrval mun minna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu samkeppnis-eftirlita á Norður-löndum. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmda-stjóri Alþýðu-sambands Íslands, segir að stjórn-völd verði að breyta að-ferðum í verndun land-búnaðar. Innflutnings-takmarkanirnar séu mjög slæmar fyrir neyt-endur. Páll Gunnar Pálsson for-stjóri Sam-keppnis-- eftirlitsins, segir að sam-keppnin vinni heldur ekki nægi-lega vel fyrir neyt-endur. Á Norður-löndum annast stórir aðilar inn-kaup fyrir fáar og stórar verslunar-keðjur. Þetta lækkar kostnað en aftur á móti eiga nýir birgjar erfitt með að koma vörunum sínum í verslanir. Páll Gunnar segist bjart-sýnn á við-ræður við stjórnvöld um innflutnings-höft á matvæli. Matur er 42% dýrari á Íslandi Ung-frú heimur, Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, kom heim frá London í gær og fékk glæsi-legar mót-tökur hjá íslensku þjóðinni. Unnur Birna sigraði í keppninni sem fór fram í borginni Sanya í Kína á laugardags-kvöld fyrir viku. 102 stúlkur tóku þátt í keppninni. Unnur Birna er 21 árs og er á 1. ári í lög-fræði við Há-skólann í Reykjavík. „Þetta verður örugg-lega alveg æðis-legt ár og þetta er tæki-færi sem örfáir fá í lífinu. Ég er alveg í skýjunum,“ sagði Unnur Birna í sam-tali við Morgun-blaðið. Unnur Birna segist ekki vita hvaða áhrif sigurinn muni hafa á nám hennar í lög-fræði. Hún mun starfa á vegum keppninnar og ferðast til allra heimsálfanna og dvelja þar í um einn mánuð í senn en koma heim á milli. Unnur Birna fékk skeyti frá bæði for-seta og forsætis-ráðherra og segir hún að það hafi verið alveg gífur-legur heiður að fá þau. Unnur Steinsson, móðir Unnar Birnu, var með dóttur sinni í Kína en hún var kjörin ungfrú Ísland árið 1983 og komst í fimm manna úrslit í þessari sömu keppni það ár. Alveg í skýjunum AP Unnur Birna krýnd ungfrú heimur. Gunnar Egilsson bíla-smiður og breskir félagar hans settu í vikunni heims-met. Þeir urðu fljótastir til að ná á suður-pólinn frá Patriot Hills á Suðurskauts-landinu á land-farartæki. Leiðin er um 1.200 kíló-metrar og tók ferðin 70 klukku-stundir. Japaninn Shinji Kazama átti fyrra heims-metið, en hann fór leiðina á 24 dögum á sér-útbúnu Yamaha-- mótor-hjóli. Gunnar var á sér-útbúnum jeppa, Ford Econoline á sex dekkjum, sem hann út-bjó sérstak-lega fyrir þessa ferð. Með Gunnari voru fimm pól-farar sem þekkja vel Suðurskauts-landið. Þeir þjálfuðu sig saman fyrir þennan leið-angur og fóru m.a. í 10 jökla-leiðangra hér á landi í fyrra. Gunnar segir að ferðin hafi gengið eins og í sögu og að honum hafi fundist mjög gaman að fá að smíða bílinn og fylgja honum eftir alla leið. Freyr Jónsson, tækni-- fræðingur og suður- skauts-fari, segir þetta geysi-legt af-rek hjá Gunnari því leið-angurinn stóð og féll með honum. Gunnar við stýrið í jeppanum góða. Geysi-legt af-rek Viggó Sigurðsson, landsliðs-þjálfari karla í hand-knattleik, hefur til-kynnt val sitt á 15 leik-mönnum sem verða í lands-liðinu á Evrópu-mótinu sem hefst síðari hluta janúar í Sviss. Viggó heldur einu sæti opnu sem hann hyggst velja mann í undir ára-mótin. Baldvin Þorsteinsson, horna-maður úr Val, er mjög lík-legur til að skipa það sæti. Íslenska lands-liðið leikur 5 lands-leiki á undirbúnings-tímanum fram að Evrópumeistara-mótinu, tvo við Norðmenn, einn við Katar og tvo leiki við Frakka. „Hópurinn sem ég hef valið nú er sá sterkasti sem völ er á. Hann er sterkari en sá á HM í Túnis,“ segir Viggó og bætir við að mark-mið hópsins sé að komast upp úr riðla-keppninni og inn í milli-riðla með ein-hver stig í far-teskinu. Sterkasti hópurinn sem völ er á Stjórn George W. Bush í Banda-ríkjunum bannaði á fimmtu-dag pyntingar af öllu tagi. Hinn áhrifa-mikli öldunga- deildar-þingmaður repúblikana John McCain hafði krafist þess. Áður hafði for-setinn sagt að ekki væri hægt að setja slík lög, því þau myndu hefta starfs-menn leyni-þjónustunnar, CIA, í bar-áttunni gegn hryðju-verkum. Nú segir hann að samkomu-lagið sýni heiminum að stjórn hans láti ekki pynta fanga. Báðar deildir þingsins sam-þykktu í vikunni með miklum meiri-hluta yfir-lýsingu um bannið við pyntingunum og annarri niður-lægjandi með-ferð á föngum Bandaríkja-manna. Bann við pyntingum Mun meiri kjör-sókn var í þing-kosningunum í Írak á fimmtu-daginn en í janúar. En þá hunsuðu súnní-arabar að mestu kosningarnar. Talið er að endan-legar niður-stöður verði birtar eftir 2 vikur. Nýja þingið mun velja bæði for- sætis-ráðherra og for-seta. Um 15,5 milljónir manna voru á kjör-skrá og er talið að um 60–80% manna hafi kosið. Hermdar-verkamenn al-Qaeda höfðu hótað árásum á kjör-staði. Alls létust 4 menn í landinu, en víðast hvar fór allt friðsam-lega fram. Mikil kjör-sókn var nú meðal súnní-araba, en þeir voru helstu stuðnings-menn Saddams Husseins, fyrr-verandi for-seta, og eru mestu and-stæðingar Bandaríkja-manna. „Þetta er hátíðis-dagur allra Íraka,“ sagði Kúrdinn Jalal Talabani, nú-verandi for-seti Íraks. Bush Bandaríkja-forseti og fleiri ráða-menn um heim allan fögnuðu því að Írakar skyldu ekki láta hótanir hryðjuverka-manna stöðva sig í að kjósa. Sagði Bush að kosningarnar væru sögu-legt skref í átt að því að Írak verði lýðræðis-legt. Hátíðis-dagur allra Íraka Reuters Íraskir her-menn dansa til að fagna lokum kosninganna. Ásthildur Helgadóttir, fyrir-liði íslenska kvenna-landsliðsins í knatt-spyrnu, og Eiður Smári Guðjohnsen, fyrir-liði karla-landsliðsins í knatt-spyrnu, voru í gær kosin knattspyrnu-fólk ársins af Knattspyrnu-sambandi Íslands. Eiður Smári varð enskur meistari með Chelsea í vor, en hann vann líka í fyrra. Ásthildur hefur leikið flesta lands-leiki kvenna hér á landi, og hefur líka skorað flest mörk fyrir íslenska kvenna-landsliðið. Hún lék hins vegar lítið í fyrra vegna meiðsla og segist ánægð með að hafa getað leikið vel með liði sínu Malmö í ár og eins með lands-liðinu. Margrét Lára Viðarsdóttir Vals-kona varð í 2. sæti hjá konunum og Þóra B. Helgadóttir, systir Ásthildar, í 3. sæti. Hjá körlunum varð Hermann Hreiðarsson, leik-maður Charlton í Bret-landi, í 2. sæti og Gunnar Heiðar Þorvaldsson, leik-maður Halmastad í Svíþjóð, í 3. sæti. Knattspyrnu-fólk ársins Morgunblaðið/Brynjar Gauti Eiður Smári og Ásthildur fremst, Her- mann, Margrét Lára og Þóra fyrir aftan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.