Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 62
SÝNINGIN Dýrin í Hálsaskógi, sem frumsýnd var á Stóra sviði Þjóðleik- hússins haustið 2003, er komin út á DVD mynddiski. Hún var sýnd fyrir fullu húsi í tvö ár og hlaut Grímuna – Íslensku leiklistarverðlaunin, sem barnasýning ársins árið 2004. Leikrit Thorbjörns Egners hafa notið gíf- urlegra vinsælda á Íslandi allt frá því Kardemommubærinn var frum- sýndur í Þjóðleikhúsinu árið 1960. Sú hefð hefur skapast að gefa helst hverri kynslóð íslenskra barna kost á því að sjá á sviði tvö vinsælustu verk Egners, Dýrin í Hálsaskógi og Kardemommubæinn, og segja má að bæði verkin hafi öðlast sess sem sí- gild barnaleikrit á íslensku leiksviði. Þeir Þröstur Leó Gunnarsson og Atli Rafn Sigurðarson fara með hlutverk aðalpersónanna; hins sísvanga Mikka refs, og hins söngelska Lilla klif- urmúsar. Á diskinum eru þó einnig myndbrot úr fyrri uppfærslu Þjóð- leikhússins þar sem Árni Tryggvason og Bessi Bjarnason fóru með hlut- verk þeirra félaga. Þjóðleikhússtjóri, Tinna Gunn- laugsdóttir, afhenti mennta- málaráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, af þessu tilefni 270 eintök af mynddiskinum – einn fyrir hvern leikskóla í landinu, að við- stöddum aðstandendum sýning- arinnar. Verðlaunasýning fær nýtt líf Morgunblaðið/Ómar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir tekur við gjöf Þjóðleikhússins til leikskólanna af Þjóðleikhússtjóra. 62 SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Stóra svið SALKA VALKA Mi 28/12 kl. 20 Su 8/1 kl. 20 WOYZECK Fi 29/12 kl. 21 Fö 30/12 kl. 21 Lau 7/1 kl. 20 Su 15/1 kl. 21 KALLI Á ÞAKINU Má 26/12 kl. 14 Su 8/1 kl. 14 Su 15/1 kl. 14 CARMEN Fi 12/1 kl. 20 FORS. miðav. 2.000- kr Fö 13/1 kl. 20 FORS. miðav. 2.000- kr Lau 14/1 kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELT Nýja svið/Litla svið ÞRJÁR SYSTUR e. TSJEKHOV Nemendaleikhúsið, aðeins í desember Í kvöld kl. 20 Þr 27/12 kl. 20 Mi 28/12 kl. 20 MANNTAFL Mi 28/12 kl. 20 Su 8/1 kl. 20 ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Fi 29/12 kl. 20 AUKASÝNING UPPSELT Fö 30/12 kl. 20 AUKASÝNING UPPSELT SÖNGLIST / RÉTTA LEIÐIN Létt og skemmtilegt jólaleikrit. Í dag kl. 14 og kl. 16. Miðaverð 700- kr. BELGÍSKA KONGÓ SÝNINGAR HEFJAST AÐ NÝJU Í JANÚAR Lau 7/1 kl. 20 Su 15/1 kl. 20 Fö 20/1 kl. 20 MIÐAV. 2.500- GJAFAKORT GEFÐU EFTIRMINNILEGA UPPLIFUN GJAFAKORT Í BORGARLEIKHÚSIÐ GILDA ENDALAUST Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18 og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 þriðjudaga - föstudaga. Miðasala á Netinu allan sólarhringinn. ÖSKUBUSKA - La Cenerentola - eftir ROSSINI Frumsýning sun. 5. feb. kl. 20 2. sýn. fös. 10. feb. kl. 20 – 3. sýn. sun. 12. feb. kl. 20 – 4. sýn. sun. 19. feb. kl. 20 GJAFAKORT Í ÓPERUNA – jólagjöf sem gleður! Verð við allra hæfi. ÖÐRUVÍSI VÍNARTÓNLEIKAR – Kammersveitin Ísafold og Ágúst Ólafsson baritón flytja Vínartónlist í útsetningum eftir Schönberg og Webern. Sunnudaginn 8. jan. kl. 20 www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200 bókasalur: Upplestur Í dag KL 12:15 Guðrún Eva Mínervudóttir Yosoy Blóðrauð rauðrófusúpa á veitingastofu Á MORGUN Viktor Arnar Ingólfsson Afturelding MEÐ FYRIRVARA UM FORFÖLL Jólaævintýri Hugleiks - gamanleikur með söngvum fyrir alla fjölskylduna. Í kvöld Fim. 29.12. Fös. 30.12. Síðustu sýningar! Sýnt í Tjarnarbíói, sýningar hefjast kl. 20.00. Miðapantanir í síma 551 2525 og á www.hugleikur.is . FIM. 29. DES kl. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS FÖS.20. JAN kl. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS LAU.21. JAN kl. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS Gleðileg jól Miðasala í síma 4 600 200 / www.leikfelag.is Fullkomið brúðkaup Mið. 28.des. kl. 20 UPPSELT Fim. 29.des. kl. 20 UPPSELT Fös. 30.des. kl. 20 Örfá sæti Lau. 7.jan. kl. 19 AUKASÝN. - Í sölu núna Fös. 13.jan. kl. 20 AUKASÝNING Lau. 14.jan. kl. 19 AUKASÝNING AUKASÝNINGAR: 20/1, 21/1, 27/1, 28/1 Gjafakort í leikhúsið - góð jólagjöf! Miðasalan opin virka daga frá 13-17 og allan sólarhringinn á netinu. Brúð- kaupið heldur áfram TÓNLISTARHÓPUR Reykjavík- urborgar, Camerarctica, heldur sína árlegu kertaljósatónleika á síð- ustu dögum aðventunnar. Kertaljósatónleikar Camer- arctica hafa verið fastur liður í að- ventuhátíðinni í yfir áratug og þyk- ir mörgum ómissandi að fá að setjast inn í kyrrðina og kertaljósin á síðustu dögum hennar. Enn sem fyrr leikur Camerarctica ljúfa tón- list eftir W. A. Mozart í þremur kirkjum á höfuðborgarsvæðinu og hefur nú fengið til liðs við sig ung- an hornvirtúós og verðlaunahafa, Stefán Jón Bernharðsson. Stefán mun leika Kvintett fyrir horn og strengi eftir Mozart með Camer- arctica en einnig verða á dagskrá kvartett fyrir flautu og strengi, einnig eftir Mozart og Kvartett fyr- ir klarinett og strengi eftir Bern- hard Crusell. Að lokum verður jóla- sálmurinn „Í dag er glatt í döprum hjörtum“ eftir Mozart fluttur eins og hefð er orðin fyrir á kertaljósa- tónleikum Camerarctica. Fyrstu tónleikarnir verða í Hafn- arfjarðarkirkju þriðjudaginn 20. desember og hefjast klukkan 21.00. Næstu tónleikar eru í Kópavogs- kirkju miðvikudaginn 21. desember og að lokum leikur Camerarctica í Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtu- dagskvöldið 22. desember. Tónleik- arnir eru klukkustundarlangir og hefjast allir klukkan 21.00. Camerarctica skipa þau Hall- fríður Ólafsdóttir, flauta, Ármann Helgason, klarinett, Hildigunnur Halldórsdóttir, fiðla, Guðmundur Kristmundsson, lágfiðla, Guðrún Þórarinsdóttir, lágfiðla og Sig- urgeir Agnarsson, selló. Aðgöngumiðar eru seldir við inn- ganginn, aðgangseyrir er kr. 1500, nemendur og eldri borgarar fá af- slátt og ókeypis er fyrir börn. Kyrrð og kertaljós á tónleikum AÐVENTUTÓNLEIKAR Kammerkórs Reykjavíkur verða haldnir í Grensáskirkju sunnudaginn 18. desember kl. 20.00 Fluttir verða m.a. þrír fornir lofsöngvar úr sálmabók Guðbrands Þorlákssonar (1589) í raddsetningu Fjölnis Stefánssonar. Um er að ræða einn dúett og tvö þrísöngslög í flutningi kórfélaga. Einnig mun kórinn syngja aðventu- og jólalög frá ýmsum tímum. Þá verður flutt nýtt lag, Jól, eftir söngstjórann, Sigurð Bragason, og mun Ardís Ólöf Víkingsdóttir syngja einsöng í því verki. Jóla- hugvekju flytur Örn Erlendsson, safnstjóri í Árbæjarsafni. Kaffiveit- ingar verða í hléi. Söngstjóri er Sigurður Bragason. Aðventutónleikar Kamm- erkórs Reykjavíkur mbl.is smáauglýsingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.