Morgunblaðið - 18.12.2005, Síða 62

Morgunblaðið - 18.12.2005, Síða 62
SÝNINGIN Dýrin í Hálsaskógi, sem frumsýnd var á Stóra sviði Þjóðleik- hússins haustið 2003, er komin út á DVD mynddiski. Hún var sýnd fyrir fullu húsi í tvö ár og hlaut Grímuna – Íslensku leiklistarverðlaunin, sem barnasýning ársins árið 2004. Leikrit Thorbjörns Egners hafa notið gíf- urlegra vinsælda á Íslandi allt frá því Kardemommubærinn var frum- sýndur í Þjóðleikhúsinu árið 1960. Sú hefð hefur skapast að gefa helst hverri kynslóð íslenskra barna kost á því að sjá á sviði tvö vinsælustu verk Egners, Dýrin í Hálsaskógi og Kardemommubæinn, og segja má að bæði verkin hafi öðlast sess sem sí- gild barnaleikrit á íslensku leiksviði. Þeir Þröstur Leó Gunnarsson og Atli Rafn Sigurðarson fara með hlutverk aðalpersónanna; hins sísvanga Mikka refs, og hins söngelska Lilla klif- urmúsar. Á diskinum eru þó einnig myndbrot úr fyrri uppfærslu Þjóð- leikhússins þar sem Árni Tryggvason og Bessi Bjarnason fóru með hlut- verk þeirra félaga. Þjóðleikhússtjóri, Tinna Gunn- laugsdóttir, afhenti mennta- málaráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, af þessu tilefni 270 eintök af mynddiskinum – einn fyrir hvern leikskóla í landinu, að við- stöddum aðstandendum sýning- arinnar. Verðlaunasýning fær nýtt líf Morgunblaðið/Ómar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir tekur við gjöf Þjóðleikhússins til leikskólanna af Þjóðleikhússtjóra. 62 SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Stóra svið SALKA VALKA Mi 28/12 kl. 20 Su 8/1 kl. 20 WOYZECK Fi 29/12 kl. 21 Fö 30/12 kl. 21 Lau 7/1 kl. 20 Su 15/1 kl. 21 KALLI Á ÞAKINU Má 26/12 kl. 14 Su 8/1 kl. 14 Su 15/1 kl. 14 CARMEN Fi 12/1 kl. 20 FORS. miðav. 2.000- kr Fö 13/1 kl. 20 FORS. miðav. 2.000- kr Lau 14/1 kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELT Nýja svið/Litla svið ÞRJÁR SYSTUR e. TSJEKHOV Nemendaleikhúsið, aðeins í desember Í kvöld kl. 20 Þr 27/12 kl. 20 Mi 28/12 kl. 20 MANNTAFL Mi 28/12 kl. 20 Su 8/1 kl. 20 ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Fi 29/12 kl. 20 AUKASÝNING UPPSELT Fö 30/12 kl. 20 AUKASÝNING UPPSELT SÖNGLIST / RÉTTA LEIÐIN Létt og skemmtilegt jólaleikrit. Í dag kl. 14 og kl. 16. Miðaverð 700- kr. BELGÍSKA KONGÓ SÝNINGAR HEFJAST AÐ NÝJU Í JANÚAR Lau 7/1 kl. 20 Su 15/1 kl. 20 Fö 20/1 kl. 20 MIÐAV. 2.500- GJAFAKORT GEFÐU EFTIRMINNILEGA UPPLIFUN GJAFAKORT Í BORGARLEIKHÚSIÐ GILDA ENDALAUST Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18 og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 þriðjudaga - föstudaga. Miðasala á Netinu allan sólarhringinn. ÖSKUBUSKA - La Cenerentola - eftir ROSSINI Frumsýning sun. 5. feb. kl. 20 2. sýn. fös. 10. feb. kl. 20 – 3. sýn. sun. 12. feb. kl. 20 – 4. sýn. sun. 19. feb. kl. 20 GJAFAKORT Í ÓPERUNA – jólagjöf sem gleður! Verð við allra hæfi. ÖÐRUVÍSI VÍNARTÓNLEIKAR – Kammersveitin Ísafold og Ágúst Ólafsson baritón flytja Vínartónlist í útsetningum eftir Schönberg og Webern. Sunnudaginn 8. jan. kl. 20 www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200 bókasalur: Upplestur Í dag KL 12:15 Guðrún Eva Mínervudóttir Yosoy Blóðrauð rauðrófusúpa á veitingastofu Á MORGUN Viktor Arnar Ingólfsson Afturelding MEÐ FYRIRVARA UM FORFÖLL Jólaævintýri Hugleiks - gamanleikur með söngvum fyrir alla fjölskylduna. Í kvöld Fim. 29.12. Fös. 30.12. Síðustu sýningar! Sýnt í Tjarnarbíói, sýningar hefjast kl. 20.00. Miðapantanir í síma 551 2525 og á www.hugleikur.is . FIM. 29. DES kl. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS FÖS.20. JAN kl. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS LAU.21. JAN kl. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS Gleðileg jól Miðasala í síma 4 600 200 / www.leikfelag.is Fullkomið brúðkaup Mið. 28.des. kl. 20 UPPSELT Fim. 29.des. kl. 20 UPPSELT Fös. 30.des. kl. 20 Örfá sæti Lau. 7.jan. kl. 19 AUKASÝN. - Í sölu núna Fös. 13.jan. kl. 20 AUKASÝNING Lau. 14.jan. kl. 19 AUKASÝNING AUKASÝNINGAR: 20/1, 21/1, 27/1, 28/1 Gjafakort í leikhúsið - góð jólagjöf! Miðasalan opin virka daga frá 13-17 og allan sólarhringinn á netinu. Brúð- kaupið heldur áfram TÓNLISTARHÓPUR Reykjavík- urborgar, Camerarctica, heldur sína árlegu kertaljósatónleika á síð- ustu dögum aðventunnar. Kertaljósatónleikar Camer- arctica hafa verið fastur liður í að- ventuhátíðinni í yfir áratug og þyk- ir mörgum ómissandi að fá að setjast inn í kyrrðina og kertaljósin á síðustu dögum hennar. Enn sem fyrr leikur Camerarctica ljúfa tón- list eftir W. A. Mozart í þremur kirkjum á höfuðborgarsvæðinu og hefur nú fengið til liðs við sig ung- an hornvirtúós og verðlaunahafa, Stefán Jón Bernharðsson. Stefán mun leika Kvintett fyrir horn og strengi eftir Mozart með Camer- arctica en einnig verða á dagskrá kvartett fyrir flautu og strengi, einnig eftir Mozart og Kvartett fyr- ir klarinett og strengi eftir Bern- hard Crusell. Að lokum verður jóla- sálmurinn „Í dag er glatt í döprum hjörtum“ eftir Mozart fluttur eins og hefð er orðin fyrir á kertaljósa- tónleikum Camerarctica. Fyrstu tónleikarnir verða í Hafn- arfjarðarkirkju þriðjudaginn 20. desember og hefjast klukkan 21.00. Næstu tónleikar eru í Kópavogs- kirkju miðvikudaginn 21. desember og að lokum leikur Camerarctica í Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtu- dagskvöldið 22. desember. Tónleik- arnir eru klukkustundarlangir og hefjast allir klukkan 21.00. Camerarctica skipa þau Hall- fríður Ólafsdóttir, flauta, Ármann Helgason, klarinett, Hildigunnur Halldórsdóttir, fiðla, Guðmundur Kristmundsson, lágfiðla, Guðrún Þórarinsdóttir, lágfiðla og Sig- urgeir Agnarsson, selló. Aðgöngumiðar eru seldir við inn- ganginn, aðgangseyrir er kr. 1500, nemendur og eldri borgarar fá af- slátt og ókeypis er fyrir börn. Kyrrð og kertaljós á tónleikum AÐVENTUTÓNLEIKAR Kammerkórs Reykjavíkur verða haldnir í Grensáskirkju sunnudaginn 18. desember kl. 20.00 Fluttir verða m.a. þrír fornir lofsöngvar úr sálmabók Guðbrands Þorlákssonar (1589) í raddsetningu Fjölnis Stefánssonar. Um er að ræða einn dúett og tvö þrísöngslög í flutningi kórfélaga. Einnig mun kórinn syngja aðventu- og jólalög frá ýmsum tímum. Þá verður flutt nýtt lag, Jól, eftir söngstjórann, Sigurð Bragason, og mun Ardís Ólöf Víkingsdóttir syngja einsöng í því verki. Jóla- hugvekju flytur Örn Erlendsson, safnstjóri í Árbæjarsafni. Kaffiveit- ingar verða í hléi. Söngstjóri er Sigurður Bragason. Aðventutónleikar Kamm- erkórs Reykjavíkur mbl.is smáauglýsingar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.