Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í 65. GREIN Stjórnarskrár- innar er að finna reglu sem kveð- ur á um að allir menn eigi að vera jafnir fyrir lögum og njóta mann- réttinda án tillits til kynferðis, trúar- bragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. En hví er ég að minn- ast á þetta grundvall- arákvæði íslenskrar stjórnskipunar hér? Jú, ástæða skrifa minna er grein er birtist hér í blaðinu á fullveldisdag Íslend- inga 1. desember síð- astliðinn eftir Gústaf Níelsson þar sem hann kvað fast að réttindabaráttu samkyn- hneigðra á Íslandi. Gústaf er ekki sáttur við það frumvarp sem nú liggur fyrir Al- þingi þar sem réttarstaða samkyn- hneigðra er jöfnuð að mestu við þá réttarstöðu sem pör af gagn- stæðu kyni búa við á Íslandi í dag. Hann hefur þó séð ljósan blett í öllu þessu óðagoti sem nú gengur yfir hið háa Alþingi þar sem rík- isstjórnin ,,hlífir“ þjóðkirkjunni í bili við að þurfa að vera það sem greinarhöfundur kýs að kalla auð- mjúk, ambátt tíðarandans. Hér er hann að vitna til þess að þrátt fyr- ir að réttarstaðan sé jöfnuð á við gagnkynhneigð pör verður sam- kynhneigðum ekki heimilt að gifta sig í þjóðkirkjunni enn um sinn. Það er vart í höndum Alþingis að ákveða hvort þjóðkirkjan heimili slíkar athafnir eður ei. Það hlýtur að vera á valdi kirkjunnar að túlka þá trú sem hún iðkar og komast að niðurstöðu hvort ást manns á sama kyni sé fordæmd eða ekki í Biblíunni og hvort gift- ing slíkra manna eigi að vera heimil innan veggja hennar eða ekki. Samkvæmt 62. grein Stjórnarskrár- innar er hin evang- elíska lúterska kirkja þjóðkirkja Íslendinga og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda. Hvergi er að finna í lögum rétt löggjafarvaldsins til þess að hafa áhrif á þá stefnu sem trúin fylgir. Vissulega hefur það ekki verið við- urkennt hingað til að kirkjan gifti samkynhneigð pör þar sem er skortur á lagaheimild til þessa. Einhverjir mætir menn vilja halda því fram að hið heilaga rit drottins Biblían fordæmi slíkar athafnir. Sú staðhæfing að slíkt sé ekki heimilt skv. Guðs orði hefur aldrei verið gefin út opinberlega af æðstu stjórn þjóðkirkjunnar. Hinsvegar var sá boðskapur kenndur í sunnudagaskólanum er ég gekk í á mínum yngri árum að Drottinn Guð elskaði alla menn, sama hvernig þeir væru. Í mínu saklausa hjarta trúi ég því að Guð elski jafnt þá menn sem hrífast af sama kyni og gagnstæðu kyni, sem og þá sem hafa brotið á alvar- legustu ákvæðum hegningarlaga, svo sem kynferðisafbrot eða manndráp. Það virðist fara mest fyrir brjóstið á greinarhöfundi að í frumvarpinu skuli samkyn- hneigðum vera heimilað að ætt- leiða börn. Telur hann að ekki sé verið að huga að þeim „sjálfsögðu“ mannréttindum barna, að eiga bæði föður og móður. Það má vel vera að einhverjum finnist það vera mannréttindi barna að eiga bæði móður og föður. Í mínum huga eru það sjálfsögð mannréttindi barna að eiga for- eldra sem er annt um barnið og veita því alla þá ást og umhyggju sem það þarfnast óháð því hvort að um sé að ræða tvo einstaklinga af sitt hvoru kyninu eða því sama. Það er ekkert sem sannar það að tveir einstaklingar af sama kyni séu verri foreldrar heldur en ein- staklingar af gagnkvæmu kyni. Í athugasemdum við hið umdeil- anlega frumvarp um réttarstöðu samkynhneigðra er tekið fram að áfram verði metið hverju sinni hagsmunir barnsins hvort leyfi verði veitt til ættleiðingar. Slíkt mat er framkvæmt af aðilum sem hafa sérþekkingu á slíkum málum og eru án efa mun betur í stakk búnir til að meta hagsmuni barna betur heldur en aðrir. Eins er rétt að benda á, að á Íslandi eru konur sem hafa eignast börn saman eftir „óhefðbundnum“ leiðum og þekkja börn þeirra ekkert annað en að eiga aðeins tvær mæður og engan föður. Ekkert hefur komið fram um að þessi börn séu verr stödd í þjóðfélaginu heldur en önnur börn. Það væri frekar umhugs- unarefni hvort ekki væri rétt að skerpa heimildir barnaverndaryf- irvalda til þess að taka börn af þeim foreldrum sem ekki sinna börnum sínum nægilega vel vegna neyslu áfengis eða annarra vímu- efna. Það ætti frekar að berjast fyrir þeim sjálfsögðu mannrétt- indum barns að fá að alast upp á góðu heimili og lifa heilbrigðu líf- erni. Ég tek undir það með höfundi greinarinnar að hin kristnu sam- félög Vesturlanda eru frjálslynd og umburðarlynd, þau hafa vissu- lega skilið að sum af okkur mönn- unum eru „öfugsnúin“ svo ekki sé minnst á að sum okkar eru afar þröngsýn. En fyrr má nú rota en dauðrota, það væri skref aftur á bak ef við ætluðum að láta skoð- anir þessara einstöku þröngsýnu manna hafa áhrif á þróun og mót- un samfélagsins í átt að nútíma hugsun. Vissulega er þarft að hafa slíka einstaklinga með í samfélag- inu, því ef allir væru á sömu skoð- un væri umræðan líflaus og leið- inleg. Hinsvegar þarf fólk að kunna að virða skoðanir annarra og setja fram gagnrýni á þær án þess að í henni felist móðgandi eða niðrandi ummæli um aðra í þjóðfélaginu. Grein þessi er aðeins brot úr grein höfundar. Greinin mun birt- ast í heild sinni á vefsvæði höf- undar. Sitt sýnist hverjum Brynjar Már Brynjólfsson fjallar um stöðu samkynhneigðra í þjóðfélaginu ’… það væri skref aftur á bak ef við ætluðum að láta skoð- anir þessara einstöku þröngsýnu manna hafa áhrif á þróun og mótun samfélagsins.‘ Brynjar Már Brynjólfsson Höfundur er laganemi við Háskólann í Reykjavík. TENGLAR .............................................. http://www.blog.central.is/brynjarm Í nútímanum Lítill drengur hefur veikst hast- arlega og þarf nauðsynlega að gangast undir aðgerð, sem þó er ekki hægt að veita í hans heima- byggð austur á landi heldur aðeins á Land- spítalanum. Það þarf að fljúga með hann suður og hafa hraðan á því öll töf minnkar lífslíkur hans sem og batahorfur. Allir leggjast á eitt um að stytta viðbragðstím- ann,svo von bráðar er sjúkraflugvélin lent á Egilsstöðum og eru sjúkraflutningsmaður og læknir með í för. Nokkur spenna ríkir um borð á leiðinni suður enda flugið langt og líðan drengs- ins ekki meira en svo stöðug og hann þarf á stöðugri súrefnisgjöf að halda. Á endanum lendir vélin með hann í Reykjavík hvar sjúkrabíll bíður hans og innan skamms er litli drengurinn kom- inn inn á skurðstof- una og í aðgerðina sem bjargar lífi hans. Allt gengur að óskum og peyinn mun ná sér að fullu. Eftir tíu ár Lítil stúlka hefur orðið fyrir slysi og m.a. hlotið slæma höf- uðáverka. Þegar komið er með hana á heilsugæsluna í þorpinu er hún í lostástandi og ljóst að engan tíma má missa, hún verður að komast í sérhæfða aðgerð á Land- spítalanum. Kölluð er út sjúkra- flugvél og meðan hún er á leiðinni frá Akureyri er stúlkunni ekið til Egilsstaða, þar sem flugvélin tekur hana ásamt móður hennar. Líðan barnsins hrakar heldur á leiðinni og læknirinn um borð gerir allt sem í hans valdi stendur til að halda í horfinu, en úrræðin eru fá. Aðeins er hægt að vona að komist verði með hana suður í tæka tíð. Um síðir líða ljósin í borgin hjá milli skýja undir vinstri vængnum, meðan vélin er í aðflugi til Kefla- víkur, hvar lent er að lokum. Sjúkrabíllinn er til reiðu þegar flugvélin ekur í hlað og eftir ör- skotsstund er ekið með blikk- ljósum og sírenum áleiðis til Reykjavíkur. Þegar styttist í Vogaafleggjarann stöðvast hjarta stúlkunnar og grípa þarf til lífg- unartilrauna. Þær bera þó árangur í þetta sinn, en útlitið er ugg- vænlegt því enn er langur spölur eftir. Hálka er á leiðinni og þó nokkur umferð svo ekki er hægt að aka eins hratt og ella væri. Annað hjartastopp á sér stað þeg- ar tekur að nálgast Straumsvík og nú standa lífgunartilraunir yfir uns komið er inn á bráðamóttökuna þar sem stúlkunni er ekið í flýti til skurðstofunnar. Móðir hennar er látin bíða fyrir utan þar til loks kemur að því að læknir tilkynnir henni að dóttir hennar sé í önd- unarvél, en að því miður sé ekkert hægt að gera henni til hjálpar. Allt hefur verið gert sem í mannlegu valdi stend- ur en heili barnsins er í raun hættur að starfa. Litla stúlkan er dáin. Fyrra dæmið hér að ofan er raunsönn lýs- ing á sjúkraflugi eins og þau gerast reglu- lega hér á landi og gæti verið að gerast meðan þú lest þetta. Síðara dæmið er hins vegar sú framtíðarsýn sem nú er verið að bjóða landsbyggðinni upp á af fólki, óvönd- uðu að meðulum, sem færir hiklaust mann- fórnir til framdráttar sínum málstað og póli- tíska frama. Litla stúlkan er fórnarlamb þröngsýni þeirra og firringar. Það er með ólíkindum að þrátt fyr- ir margítrekaðar ábendingar um lífs- nauðsyn þess að hafa flugvöll í grennd við okkar bestu sjúkrahús skuli vera til fólk sem heimtar völlinn burt úr borginni, jafnvel að allt flug innanlands færist til Keflavíkur, og það án þess að ljá máls á nokkrum úrræðum öðrum, sem haldið geta jafngóðri tengingu landsbyggðarfólks við þessi sjúkra- hús. Og þrátt fyrir að þyrluflugs- tjórar LHG o.fl. hafi undanfarið kappkostað að koma á framfæri staðreyndum um notagildi þyrln- anna hikar þetta fólk ekki við að varpa áfram framan í landsmenn þessum þvættingi, nú síðast í kast- ljósþætti á miðvikudaginn, að bráðatilfellum sé eingöngu sinnt með þyrlum. Andmælandinn í þessum þætti var þó þá þegar bú- inn að skýra skilmerkilega frá ann- mörkum þessa, sem sýnir forherð- inguna á þessum bæ. Mér gafst nýlega kostur á að sitja ráðstefnu um flugvallarmálið, sem Frjáls- lyndi flokkurinn boðaði til. Af- rakstur hennar er efni í margar svona greinar, en eitt var eft- irminnilegt, og það var hvernig fulltrúi samtakanna Betri byggð kaus að rökstyðja mál sitt, gegn núverandi staðsetningu flugvall- arins í Vatnsmýrinni; dreifð byggð, eins og einkennir höfuðborg- arsvæðið, veldur svo lífshættu- legum offituvandamálum meðal íbúanna. Eða þannig! Undirskriftasöfnun sú sem hags- munasamtökin ÁFRAM efndu til til varnar Reykjavíkurflugvelli mun standa til áramóta. Söfnunin hefur gengið misvel eftir stöðum, og virðast íbúar smærri byggð- arlaga standa best saman, m.v. höfðatölu. En í stærri bæjum er enn langt í land og vil ég því hvetja hvern og einn sem enn á það eftir, til að vakna til vitundar um hvað hér er í húfi. Þetta eru umfram allt öryggishagsmunir (burt séð frá öðrum óþægindum, ef völlurinn fer), hvenær sem er get- ur vegalengd og/eða tími skilið milli feigs og ófeigs þegar bráða- flutningar eiga sér stað. Næsti sjúklingur gæti orðið þú sjálfur. Eða barnið þitt. Ekkert okkar hef- ur efni á að láta sér standa á sama um flugvallarmálið. Undirskrift- arlistann má prenta út af vefsíðu okkar, „afram.is“. Þar kemur einn- ig fram hvert skal senda hann til baka. Hér er tækifæri til að mót- mæla í verki þessum mannfórnum. Tvö útköll Þorkell Ásgeir Jóhannsson fjallar um Reykjavíkurflugvöll og sjúkraflug Þorkell Ásgeir Jóhannsson ’Það er líkaklárt að hvert sem flugvöll- urinn fer mun hann fjarlægj- ast þessi sjúkrahús.‘ Höfundur er formaður hagsmuna- samtakanna ÁFRAM í Dalvík- urbyggð, auk þess flugmaður og hef- ur starfað við sjúkraflug. NÚ GENGUR í garð sá tími sem mest hreyfir við tilfinningum okkar. Tíminn sem við helst vildum eiga með þeim sem við elskum mest – börnunum okkar. Sorgin sem fylgir því að fá ekki að umgangast barnið sitt verður sárust þegar jólin koma – tími barnanna. Margir feður hafa ekki um- gengni við börn sín. Virðist sem mæður, veikar mæður, geti ráð- stafað börnum sínum eins og við- skiptavarningi. Gert börnum sín- um að vera föðursvipt. Margar rannsóknir sýna að börn sem ekki fá að umgangast föður sinn verða undir í lífsbarátt- unni. Tíðni sjúkdóma, sjálfsvíga og annarrar ógæfu er svo aukin hjá þessum börnum að svipting föður flokkast undir glæp – alvarlegasta glæp. Hugur minn stendur til þess- arra barna, til feðranna sem ekki fá að sjá börnin sín. Sá sem jólin eru helguð vildi veg barna – ekki jól án barnanna. Jón Gunnar Hannesson Jól – án barnanna Höfundur starfar með Félagi ábyrgra feðra. Bankastræti 3 • S. 551 3635 www.stella.is Ítalskar förðunarvörur í heimsklassa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.