Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 2005 59 DAGBÓK Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-18 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Teinóttar buxnadragtir Opið í dag frá kl. 12-18 Dansk julegudstjeneste holdes í Domkirken lørdag den 24. december kl. 15.00, ved pastor Þórhallur Heimisson. Kgl. Dansk Ambassade, Reykjavík. Dönsk jólaguðsþjónusta verður haldin í Dómkirkjunni á aðfangadag, 24. desember kl. 15.00. Prestur verður séra Þórhallur Heimisson. Kgl. Dansk Ambassade, Reykjavík. Marimekko flytur um áramót úr IÐU húsinu að Laugarvegi 7. 30-40% afsláttur af öllum fatnaði til jóla. Vönduð jólagjöf á góðu verði. STÓRÚTSALA V/FLUTNINGA Opið til kl. 22 öll kvöld til jóla Íslensku jólasveinarnir hafa haft það fyrirsið undanfarin ár að koma við á Þjóð-minjasafni Íslands þá daga sem þeirkoma til byggða. Þar hitta þeir börn og fullorðna og segja þeim sögur af sér og bræðr- um sínum ásamt því að syngja. Í dag kom Hurðaskellir til byggða og kemur hann við í Þjóðminjasafninu kl. 14:00 en í nótt og á morg- un er það Skyrgámur sem mun setja í skóinn hjá börnunum og heimsækja Þjóðminjasafnið. Morgunblaðið hringdi í Skyrgám til að at- huga hvernig honum gengi að koma sér til byggða. „Ég var nú bara að leggja af stað út um hellismunnann, mamma Grýla var að kyssa mig bless og óska mér góðrar ferðar. Ég gat ekki kvatt pabba Leppalúða því hann þurfti að halda Bjúgnakræki niðri meðan ég kom mér út. Bjúgnakrækir var að suða um að fá að fara til byggða með mér, ætlaði að lauma sér með í pokanum mínum, og var alveg brjálaður þegar pabbi bannaði honum það. Hann á ekki að koma til byggða fyrr en aðfaranótt þriðjudags, málið er bara að hann er orðinn svo ofboðslega gráð- ugur í bjúgu að hann getur ekki hamið sig.“ Skyrgámur segir nokkurn snjó í fjöllum og að hann geti líklega rennt sér á rassinum mestan part leiðarinnar niður til byggða. „Það verður gaman að hitta börnin loksins, ég hef ekki séð þau í heilt ár og vona að þau verði jafngóð núna og þau voru í fyrra,“ segir Skyrgámur en hann vill ekkert gefa upp um hvað hann ætlar að gefa börnunum í skóinn. „Annars hlakka ég mest til að komast í skyr- ið. Skyr er það besta sem ég fæ, í gamla daga laumaðist ég oft í búrin á bæjunum til að ná mér í skyr en núna fer ég bara í búðirnar og stel mér nokkrum dollum. Reyndar hef ég líka stundum farið í mjólkurbúin í landinu og étið beint upp úr skyrkarinu, þá get ég borðað endalaust.“ Skyrgámur kveðst ekkert fá illt í magann af öllu skyrátinu því þetta sé hollur matur sem geri hann aðeins hraustari. Í nótt mun Skyrgámur fara út um allt og setja í skó sem standa út í glugga, hann segir það strembið starf en skemmtilegt. „Mér finnst skemmtilegast að velja hvað hver og einn á að fá í skóinn, það fer allt eftir því hvernig sá ein- staklingur hefur hagað sér þann daginn. Ef mér sýnist svo er ég óhræddur við að gefa kart- öflur.“ Þegar Skyrgámur hefur gefið öllum í skóinn mun hann heimsækja Þjóðminjasafn Íslands kl. 11:00, þar sem hann vonast til að hitta marga skemmtilega krakka sem vilja syngja með hon- um og hlusta á sögurnar hans. Jólasveinar | Skyrgámur kemur til byggða aðfaranótt mánudags Skemmtilegt að setja í skóinn  Skyrgámur fæddist í fjöllunum á Íslandi fyrir langa löngu. Hann starfar sem jólasveinn og uppá- haldsmaturinn hans er skyr. Skyrgámur er númer átta í röðinni af þrettán bræðrum. En þeir heita; Stekkjarstaur, Gilja- gaur, Stúfur, Þvörus- leikir, Pottasleikir, Askasleikir, Hurðaskellir, Bjúgnakrækir, Gluggagægir, Gáttaþefur, Ket- krókur og Kertasníkir. Skyrgámur er af tröllaættum en foreldrar hans eru Grýla og Leppalúði. Fjölskyldan á eitt gæludýr, Jólaköttinn. Að eitra andrúmsloftið fyrir þjóðinni Í HAUST virtust Íslendingar loks- ins ætla að taka við sér og draga úr nagladekkjanotkun. En viti menn, þegar kom fram í nóvember sátu sirka 75% ökumanna hnarrreistir við stýrið, skítsama hvort þeir tækju þátt í að eitra andrúmsloftið fyrir þjóðinni þegar nagladekk þeirra spændu krabbameinsvaldandi tjöru- ögnum úr malbikinu út í andrúms- loftið sem myndar oft gult meng- unarský yfir borginni, skítsama þótt þeir tækju þátt í að sóa almannafé með rándýrum viðgerðum stór- skemmdra gatna af völdum nagla- dekkjanna – og skítsama um hljóð- mengun nagladekkjanna. Bara ef þeir héldu ímyndaðri ör- yggiskennd á hinum illræmdu dekkjum. Grunnhyggni, kæruleysi og eigingirni íslenskra ökumanna er þvílíkt vítaverð en verstir eru þessir hjá borgar-, vega- og gatnamála- yfirvöldum sem ættu fyrir löngu að hafa tekið skarið af og reynt að koma vitinu fyrir grunnhyggna ís- lenska ökumenn með fræðslu í fjöl- miðlum um skaðsemi nagladekkj- anna og með þrýstingi á stjórnvöld að lækka innflutningsgjöld á fjög- urrahjóla drifnum bílum og snjó- og heilsársdekkjum sem eru í flestum tilfellum betri í snjó og hálku en nagladekk. Þökk sé þeim litla hóp sem sýnt hefur hyggjuvit og ábyrgð- artilfinningu með því að aka ekki á nagladekkjum heldur á einhverjum hinna mörgu góðu ónegldu vetrar- dekkja sem nú eru í boði. Skömm sé meirihluta íslenskra ökumanna fyrir kæruleysi en skömm sé sérstaklega borgar-, vega-, og gatnamálayfir- völdum fyrir ábyrgðarleysið og hug- leysi að ráðast ekki gegn vandanum. Lesandi. Sóðaskapur í jólastrætóskýlinu JÓLASTRÆTÓSKÝLIÐ við Kringluna er mjög skemmtilegt en það er eitt sem að skyggir á en það er óþrifnaðurinn í skýlinu sem er al- veg skelfilegur. Það er svo mikið rusl og skítur í skýlinu að maður stendur langt fyrir utan það í stað þess að standa inni í því. Þarna þarf að þrífa mikið oftar og það mætti gera tilraun til að setja skilti í skýlin og biðja fólk að ganga betur um þau. Strætófarþegi. Jólakort til Heiðu! MÉR barst jólakort sem ekki átti að berast mér. Utanáskrift umslagsins er til Aðalheiðar Birgisdóttur sem inni í kortinu er ávörpuð Heiða og það er frá Lilju sem ætlar að eyða jólunum í Wiesbaden. Heiða og Lilja fóru báðar til Perú á árinu. Ef ein- hver Aðalheiður (Heiða) kannast við málið má hún hafa samband við Aðalheiði í síma 862 6298 til að nálg- ast jólakortið sitt. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/RAX Martröð Matthíasar. Norður ♠KG96 ♥KD109542 ♦3 ♣4 Austur ♠7 ♥863 ♦K108 ♣ÁG8632 Lesandinn er í austur, í vörn gegn fjórum hjörtum eftir þessar sagnir: Vestur Norður Austur Suður – – – 1 grand Pass 2 tíglar * Pass 2 hjörtu Pass 2 spaðar Pass 3 grönd Pass 4 hjörtu Allir pass Grand suðurs sýnir 14–16 punkta og tveir tíglar norðurs er yfirfærsla. Makker kemur út með lauftíu, sem þú tekur með ás og … hvað svo? Matthías G. Þorvaldsson sýndi um- sjónarmanni þetta varnarspil, sem er frá hraðsveitakeppni Bridsfélags Reykjavíkur. Þótt keppninni hafi lok- ið fyrir hartnær mánuði segir Matthías að spilið valdi sér enn mar- tröðum: „Ég skipti nefnilega strax yfir í ein- spilið í spaða.“ Norður ♠KG96 ♥KD109542 ♦3 ♣4 Vestur Austur ♠108543 ♠7 ♥Á ♥863 ♦Á974 ♦K108 ♣1097 ♣ÁG8632 Suður ♠ÁD2 ♥G7 ♦DG652 ♣KD5 Tígulslagur varnarinnar fór þar með niður í lauf og þótt stungan í spaða kæmi í fyllingu tímans var það aðeins þriðji slagurinn. Eins og Matthías hefur lengi séð í draumum sínum verður makker að eiga tvo ása, en þar fyrir ekki endi- lega spaðaásinn. Því verður að taka tígulslaginn strax. Matthías segir að best sé að spila litlum tígli og láta vestur um að finna framhaldið (ef suður skyldi eiga KD í laufi og ÁD í tígli), en þeir sem treysta makker mátulegu mikið myndu spila tígulkóng og skipta svo yfir í spaða. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 Be7 4. Bd3 c5 5. dxc5 Rf6 6. De2 0–0 7. Rgf3 a5 8. 0–0 Ra6 9. e5 Rd7 10. c3 Raxc5 11. Bc2 f6 12. exf6 Bxf6 13. Rb3 b6 14. Rxc5 Rxc5 15. Hd1 Ba6 16. De3 De8 17. Rg5 Bxg5 18. Dxg5 Re4 19. Dh4 Dc6 20. Be3 h6 21. Dg4 Rf6 22. Dg3 Kh8 23. Bd4 b5 24. He1 De8 25. He5 Df7 26. Hae1 Bc8 27. Dh4 Bd7 28. H1e3 b4 29. h3 bxc3 30. bxc3 Hab8 31. Hg3 Hb2 32. Bg6 De7 33. Hh5 Kg8 Staðan kom upp í heimsbikarmóti FIDE sem lýkur í dag, 18. desember, í Khanty-Mansiysk í Rússlandi. Gríski stórmeistarinn Vasilios Kotr- onias (2.626) hafði hvítt gegn kín- verska kollega sínum, Ni Hua (2.603). 34. Hxh6! gxh6 35. Dxh6 og svartur gafst upp enda getur hann ekki komið í veg fyrir mát með góðu móti. Jólapakkamót Hellis fer fram í dag í Ráðhúsi Reykjavíkur. Nánari upplýsingar um mótið er að finna á www.skak.is. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Brúðkaup | Gefin voru saman 21. júlí sl. á Þingvöllum af sr. Sigrúnu Óskars- dóttur þau Arna E. Karlsdóttir og Þórr Tjörvi Einarsson. Heimili þeirra er í Eskihlíð 10a, Reykjavík. Svipmyndir/Fríður Eggertsdóttir Brúðkaup | Gefin voru saman 23. apríl sl. í Hallgrímskirkju af sr. Friðriki Schram þau Signý Gyða Pétursdóttir og Ófeigur Sveinn Gíslason. Ljósmynd/Studio 101 Árnaðheilla dagbók@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.