Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 10
E vrópubúar standa frammi fyrir mestu loftslagsbreytingum í 5.000 ár vegna hlýnunar af völdum gróð- urhúsalofttegunda, skv. upplýsing- um frá Umhverfisstofnun Evrópu (EAA) í Kaupmannahöfn. Í skýrslu sem stofnunin sendi frá sér á dög- unum kemur m.a. fram að einn tíundi jökla í Alpafjöllunum hafi horfið á aðeins einu ári, 2003. „Ef svo fer sem horfir verður þriðjungur jökla í Sviss bráðnaður árið 2050. Loftslags- breytingar sem þessar hafa ekki átt sér stað í Evrópu síðustu 5000 árin,“ segir í skýrslunni, skv. frétt AFP-fréttastofunnar. Því er jafnframt spáð að hugsanlega muni kólna svo mjög nyrst í Evrópu, og svo mikið hlýna syðst í álfunni, að íbúar svæðanna komist ekki hjá því að verða „umhverfisflóttamenn“ – neyðist til þess að flytja brott úr heimkynnum sínum. Skv. spá háskóla Sameinuðu þjóðanna frá því í október gætu 50 milljónir manna verið komnar á vergang og á flótta frá heimilum sín- um innan fimm ára vegna umhverfiseyðilegg- ingar, uppblásturs, flóða, þurrka og fólksfjölg- unar. Háskólinn sagði þá að eyðilegging umhverfisins hrekti nú fleira fólk burtu en styrjaldir og önnur slík óáran. „Hnignun gróðurfars, sem oft stafar af rán- yrkju, loftslagsbreytingum og hömlulausri fólksfjölgun, eru meginástæða þess, að fólk er að flosna upp,“ sagði Janos Bogardi, yfirmaður umhverfis- og öryggisstofnunar háskólans í Bonn, þá í viðtali við BBC, breska ríkisútvarpið. „Í löndum á norðurskautssvæðum og syðst í Evrópu,“ sagði Jacqueline McGlade, forstjóri EAA, „verður sífellt erfiðara að halda sama lífs- og neyslumunstri og áður.“ Hún segir að verði ekki gripið til áhrifaríkra aðgerða muni jöklar í norðurhluta Evrópu bráðna og eyðimerkur teygja sig norður í suðurhluta álfunnar. „Svo gæti farið að aðeins miðhluti álfunnar yrði byggilegur,“ er haft eftir forstjóra EAA í frétt AFP-fréttastofunnar. Meðalhiti jókst á jörðinni um 0,7 gráður á Celcius á síðustu öld, vegna losunar gróður- húsalofttegunda, en hlýnunin var meiri í Evr- ópu: 0,95 gráður á Celcius; 35% hærri en heims- meðaltalið, vegna staðsetningar álfunnar og hve smá hún er að flatarmáli, að sögn EAA. Evrópusambandið (ESB) berst fyrir því að hitastig á jörðinni aukist ekki meira en um tvær gráður á Celcius á næstu 100 árum með því að koma Kyoto-bókun rammasamnings Samein- uðu þjóðanna (SÞ) um loftlagsbreytingar í framkvæmd alls staðar í heiminum og með því að hvetja til notkunar vistvænni orkugjafa en hingað til. McGlade varar reyndar við því að þó svo að markmið ESB um einungis tveggja gráða hlýn- un náist verði andrúmsloft öðru vísi en mann- skepan hafi nokkru sinni kynnst. „Losun [gróð- urhúsalofttegunda] verður því að minnka meira [en áætlað er],“ sagði McGlade. Spár vísindamanna eru á þá lund að jafnvel þótt dregið verði úr losun gróðurhúsaloftteg- unda skv. Kyoto-bókuninni muni hitastig hækka um tvær til sex gráður á Celcius í Evr- ópu á næstu 100 árum og heldur minna annars staðar í heiminum. Fólk er óvíða búið undir slík- ar breytingar. „Þanþol okkar gegn loftslagsbreytingum er ekki mikið,“ er haft eftir Jacqueline McGlade, forstjóra EAA. Fullyrt er í grein dagblaðsins International Herald Tribune (IHT) í haust að stjórnvöldum og almenningi sé nauðugur einn sá kostur að búa sig undir heitara loftslag og rakara því þró- uninni verði ekki snúið við. Enda hefur blaðið eftir Richard Klein hjá Loftslagsvísindastofn- uninni í Potsdam í Þýskalandi að jafnframt því að reyna að draga úr hlýnun ætti maðurinn að leggja áherslu á að aðlagast. „Fólk hefur áttað sig á því á undanförnum árum að loftslagsbreyt- ingar verða. Aðlögun er því ekki val – aðlögun er nauðsyn,“ sagði hann. Viðvörunarbjöllur hafa klingt: dauðsföllum vegna hitabylgja í Evrópu fjölgar, eitraðir þör- ungar og hitabeltisfiskar sjást mun norðar en áður auk þess sem ákveðin skordýr, smitberar sjúkdóma, hafa breiðst út til svæða þar sem þau hafa aldrei sést áður. Í blaðinu eru nefnd dæmi um landsvæði í Svíþjóð og Tékklandi. Í grein IHT sem vitnað er til hér að framan, og skrifuð var af blaðamanni þess í Róm, var m.a. fjallað um það hvernig Ítalir hafa þegar orðið varir við margumrædda hlýnun. Þar sagði til dæmis: „Þegar dr. Giancarlo Icardi, yfirmaður heil- brigðismála í ítölsku borginni Genúa, fékk hringingu í sumar og var tilkynnt að ungur frændi hans hefði veikst; væri með háan hita, höfuðverk og voteygur eftir að hafa eytt deg- inum á ströndinni, var hnattræn hlýnun örugg- lega ekki það fyrsta sem kom upp í huga hans sem ástæða veikindanna. Hélt að frændinn væri með flensu þó að hún gerði venjulega ekki vart við sig á þessum árstíma. En þegar 128 aðrir baðstrandargestir leituðu til sjúkrahúsa í Genúa þessa sömu helgi í júlí var ákveðið að loka baðströndum í nágrenni borg- arinnar í miðri hitabylgju. Og þrátt fyrir að eng- inn væri veikur lengur en einn dag var málið rannsakað af til þess bærum sérfræðingum og þá kom í ljós hver sökudólgurinn var: eitraður hlýsjávarþörungur sem aldrei hafði orðið vart svo norðarlega áður. Ekki var lengi verið að finna út úr því hvað var að því þörungur þessi hefur herjað á strendur Toscana-héraðs og Puglia, eins og við strendur Spánar, en aldrei jafn norðarlega og í Genúa.“ Karl Gunnarsson, botnþörungafræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, sagði í viðtali við Morg- unblaðið að hitastig sé sá þáttur sem mestu ræður um útbreiðslumörk þörunga og lífvera yfirleitt: „Hitastig markar suðurmörk lífvera að norðan og norðurmörk þeirra sem að sunnan koma. Þegar hitastig hækkar breytast útbreiðslu- mörk tegunda, suðrænar tegundur ná lengra norður og norrænar hopa enn lengra í norður. Það er vitað um útbreiðslu margra tegunda í Evrópu sem teygja sig nú norðar en áður í kjöl- far hlýnunar.“ Að sögn Karls geta svifþörungar, sem að öll- um líkindum er átt við í grein IHT, valdið tvenns konar óþægindum; annars vegar eitrun í gegnum skelfisk sem fólk borðar eftir að skel- fiskurinn hefur étið umrædda þörunga og hins vegar erta þeir húð fólks fólk sem baðar sig í sjónum. „Út um allan heim eru svifþörungar sem valda skelfiskeitrun; skelfiskinum verður ekki meint af því sjálfum en þegar hann er borðaður verður fólk veikt.“ Í grein IHT kemur fram að yfirvöld í ítölsku borginni Brescia láti eldri borgurum orðið í té loftkælikerfi, sem ku sjaldgæft fyrirbæri þar í landi. Og þá er þess að geta að hönnun neð- anjarðarlestakerfis í Kaupmannahöfn var breytt á þann veg að það þoli hálfs metra hækk- un sjávarmáls sem búist er við að loftslags- breytingar valdi á næstu 100 árum. Vísindamenn telja að hnattrænni hlýnun megi, að minnsta kosti að hluta til, kenna um Evrópubúar standa frammi fyrir mestu loftslagsbreytingum í 5.000 ár vegna hlýnunar af völdum gróðurhúsalofttegunda Blikur á lofti vegna Hnattræn hlýnun vegna gróðurhúsalofttegunda er mörgum þyrnir í augum og illa fer ef ekki verður spyrnt við fótum. Skapti Hallgrímsson kynnti sér ástand og horfur. 10 SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ fræmyndum plantna aukist ef loftslag hlýnar. Mikill munur komi hins vegar fram milli svæð- anna hvað varðar breytingar á þekju og hæð tegunda. Borgþór segir að í mosaþembu á Þingvöll- um, sem er tegundasnauð og með mjög rýr- um jarðvegi, hafi ekki orðið merkjanlegar breytingar á gróðri innan skýla eftir fimm ára tilraunir. Í fjalldrapamóa á Auðkúluheiði, sem er ríkur af tegundum og með allfrjósömum jarðvegi, urðu hins vegar umtalsverðar breyt- ingar á gróðri. Þar hækkaði runnagróður og jókst verulega að þekju, sinufall varð meira en mosar létu hins vegar undan síga. Þessar nið- urstöður benda til að viðbrögð plöntu- samfélaga við loftslagshlýnun geti verið mjög misjöfn og ráðist m.a. af tegundasamsetningu og fjölbreytni, jarðvegsskilyrðum og því lofts- lagi sem ríkt hefur á svæðum. Hlýni loftslag verulega hér á landi á næstu áratugum má því búast við að fremur hraðar gróðurbreytingar verði á svæðum þar sem lyngmóa er að finna. Á svæðum þar sem mosaþemba er ríkjandi verði breytingar á hinn bóginn hægfara. Niðurstöður frá íslensku svæðunum eru lík- ar þeim sem fengist hafa frá flestum öðrum tilraunasvæðum sem tekið hafa þátt í verk- efninu, en sameiginleg vinnsla á gróður- farsgögnum frá nokkrum þátttökulandanna hefur farið fram. Þar kom í ljós að af há- plöntum bregðast runnar eindregnast við hækkun hitastigs og aukast mest í gróðri. Þekja mosa og fléttna minnkar hins vegar og sinufall í sverði eykst. Jafnfram komu fram vísbendingar um að tegundum í gróðri fækk- aði við hækkun hitastigs. Viðbrögð plöntusamfélaga við loftslagshlýnun mjög misjöfn ÍSLENSKIR vísindamenn hafa síðastliðinn hálfan annan áratug tekið þátt í alþjóðlegu verkefni, International Tundra Experiment (ITEX), sem felst í rannsóknum á áhrifum loftslagsbreytinga á gróður heimskauta- svæða. Verkefnið hófst 1990 og markmið þess er að kanna áhrif loftslagsbreytinga á heimskauta- og fjallagróður, sem talinn er mjög viðkvæmur gagnvart þeim. Sumar spár um loftslagsbreytingar gera ráð fyrir mikilli hlýnun á heimskautasvæðum á næstu áratugum sem getur haft í för með sér miklar breytingar á gróðri og öðru lífríki þeirra. Verkefnið byggist á einfaldri tilraun þar sem lítil, opin skýli eru sett yfir gróðurbletti. Skýlin hækka sumarhita um 2–3 gráður á Cel- cius. Með samanburði á blómgun plantna og gróðurfari innan skýlanna og á sambærilegum blettum utan þeirra er aflað upplýsinga um áhrif hlýnunar á gróður. Þátttökulöndum í verkefninu hefur farið fjölgandi og eru þau á annan tug og rannsóknasvæðin um 30. Hér á landi hefur verið farið út í ITEX-rannsóknir á tveimur svæðum, í þjóðgarðinum á Þingvöll- um og á Auðkúluheiði, en fyrstu mælingar fóru fram árið 1995. Verkefnisstjóri er Ingibjörg Svala Jónsdóttir, prófessor við Háskólasetrið á Svalbarða. Einn þeirra vísindamanna sem starfa að verkefninu er Borgþór Magnússon, plöntuvistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. Hann segir nið- urstöður rannsókna á Þingvöllum og Auðkúlu- heiði sýna að flestar tegundir háplantna sem mælingar voru gerðar á blómgist og myndi fræ fyrr að sumrinu inni í skýlum þar sem hiti hefur hækkað. Því sé líklegt að blómgun og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.