Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ER FÆDDUR! ÍSLENSKU SAKAMÁLASÖGUNNAR KRÓNPRINS F í t o n / S Í A F I 0 1 4 9 1 5 KROSSTRÉEFTIR JÓN HALL STEFÁNSSON Páll Baldvin Baldvinsson, DV „HÖRKUSPENNANDI... GLÆSILEG SAKAMÁLASAGA“ Kolbrún Bergþórsdóttir, Blaðið „KROSSTRÉ ER SÉRLEGA VEL SKRIFUÐ BÓK“ Silja Aðalsteinsdóttir, TMM „SAGAN ER ALGER NAUTN OG MAÐUR ÖFUNDAR BARA ÞÁ SPENNUFÍKLA SEM EIGA EFTIR AÐ LESA HANA“ 7. SÆT I EYMUN DSSON SKÁLD VERK FLAK orrustuflugvélar frá stríðs- árunum er á Síðuafrétti og nokkuð af ósprungnum vélbyssuskotum þar á víð og dreif. Mörg slík flök munu vera til hér á landi. Síðastliðið sumar gerði hópur fólks sér ferð að flakinu á Síðu- afrétti, norðan Kálfafells og suðvest- an við Miklafell. Einn göngumanna var Þorkell Guðbrandsson frá Sauð- árkróki. Hann sagði að hópur kunn- ingjafólks hefði dvalist á tjaldstæði nálægt Kirkjubæjarklaustri. Stein- grímur Friðriksson, flugmaður hjá Íslandsflugi, var þeirra á meðal og langaði hann að skoða flakið. Hin slógust með í för. „Það eiga ekki margir erindi þarna, en það vakti athygli okkar hve mikið var þar af ósprungnum vélbyssuskotum,“ sagði Þorkell. Hann kvaðst hafa velt því fyrir sér hvort hætta gæti stafað af skotfær- unum, sem að hans sögn liggja þarna á víð og dreif. Búið er að flytja hreyfilinn úr flugvélinni að gangna- mannakofa við Miklafell, en flakið er 6-7 km vestar. Óráðlegt að hreyfa við óþekktum hlutum Sigurður Ásgrímsson, sprengju- sérfræðingur hjá Landhelgisgæsl- unni, sagði sjálfsagt að fólk viðhefði þá varúðarreglu að hreyfa ekki við neinu sem það fyndi á víðavangi og ekki þekkti. Það ætti ekki síst við um skotfæri og mögulegar sprengjur. Hann hafði kynnt sér vopnabúnað flugvélarinnar sem fórst á Síðua- frétti og sagði að til hefðu verið sprengikúlur í fallbyssur eins og vél- in var búin og ekki hægt að útiloka að slíkar hefðu verið um borð. Sprengikúlur eru í raun litlar sprengjur. Af heimildum að dæma hafi hermenn urðað flakið og líklega tekið með sér það sem talið var hættulegast. „Samkvæmt því sem ég hef lært um meðferð og förgun sprengiefna er venjulega ekki hreyft við slíku eftir flugslys heldur reynt að eyða því á staðnum,“ sagði Sigurður. „Sumir forðast að láta okkur vita af svona minjum, því þeir óttast að við sprengjum þær allar í loft upp. En við höfum ekki sérstakan áhuga á því og skiljum vel sjónarmið þeirra sem vilja varðveita t.d. flugminjar. Fólk verður að treysta því að við vit- um hvað við erum að gera.“ Hann sagði að Landhelgisgæslan hefði áður fengið óljósa tilkynningu um þetta tiltekna flugvélarflak og taldi að gæslumenn myndu fara á staðinn og skoða skotfærin við tæki- færi. Flugmaðurinn villtist Morgunblaðið leitaði upplýsinga um téð flugslys hjá Flugsögufélagi Íslands. Birst hafa greinar um flug- vélina, sem þarna fórst, í fréttabréfi félagsins. Bertram Möller skrifaði grein sem birtist í 2. tbl. fréttabréfs- ins 1984 og heitir hún Flugmaðurinn í Miklafelli. Einnig er stuttur pistill um flugvélina í Flugminjum og sögu, 1. tbl. 1994. Þar kemur fram að 6. október 1942, kl. 12.55, hafi Jay E. Hoffman, flugmaður í bandaríska flughernum, lagt upp frá Höfn í Hornafirði á flug- vél af gerðinni Bell P-39D-BE Air- cobra. Vélin hafði verið skilin eftir á Hornafirði vegna vélarbilunar en nú var viðgerð lokið. Flugvélin var vopnuð fjórum vélbyssum í vængj- um, tveimur í nefi og 37 mm fall- byssu sem gekk út um loftskrúfuna. Á Síðunni gekk á með slydduélj- um þennan dag og bendir allt til þess að flugmaðurinn hafi lent í villum sem lyktaði með flugslysi. Sumarið 1944, þann 2. júlí, gekk Lárus Steingrímsson bóndi í Hörg- landskoti fram á flugvélarflakið vestan við Miklafell. Hernaðar- yfirvöldum var tilkynnt um fundinn og skömmu síðar komu 15-20 banda- rískir hermenn á vettvang, björguðu líkamsleifum flugmannsins og urðuðu flakið. Skotfærin voru sett neðst, þá flakið en hreyfillinn efst og mokað yfir. Jarðneskar leifar Hoff- manns flugmanns voru jarðsettar í Fossvogskirkjugarði. Þær voru síð- an fluttar til Bandaríkjanna 1948, ásamt líkamsleifum annarra Banda- ríkjamanna sem grafnir voru hér á stríðsárunum, og jarðsettar þar. Flugvélarflak frá stríðsárunum á Síðuafrétti Gömul skotfæri á víðavangi Ljósmynd/Þorkell Guðbrandsson Brakið hefur dreifst yfir nokkurt svæði. Ljósmynd/Þorkell Guðbrandsson Skothylkin liggja á víð og dreif við flakið. Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is VERIÐ er að kanna hvort fjarskipti á stuttbylgju við flugvélar á ferð við Norður-Noreg og svæðinu í kringum Svalbarða sem nú fara fram frá Bodö verði flutt til Íslands. Fram kom á vefsíðu norska ríkisútvarpsins fyrir helgi að í dag væri þessu verkefni sinnt í 12 stöðugildum og lýst er áhyggjum af því að verði fjarskiptin flutt til Íslands gæti verið hætta á truflunum á þeim. Yrði af flutningi verkefnisins til Íslands væri hægt að sinna þeim hjá Flugfjarskiptum ehf. án þess að bæta við mörgum starfs- mönnum. Ásgeir Pálsson, fram- kvæmdastjóri flugumferðarsviðs Flugmálastjórnar, segir að þetta sé á umræðustigi og tengist því að sífellt sé verið að leita leiða til að hagræða í flugumferðarþjónustunni, ekki síst í fluginu yfir Norður-Atlantshafið. Flugmálastjórnir á Norðurlöndum hafa með sér ýmiskonar samstarf og samráð. Nefnd á vegum Alþjóða flug- málastofnunarinnar, ICAO, fjallar um skipulagsmál flugumferðarþjón- ustunnar yfir Norður-Atlantshafinu. Ásgeir, sem er formaður þeirrar nefndar, segir að í dag sé fjarskiptum við flugvélar á ferð um Norður-Atl- antshafssvæðið sinnt á sex stöðum. Til umræðu sé að fækka þessum stöð- um, til dæmis er vinna í gangi til að samþætta þjónustuna sem veitt er í Ballygirreen á Írlandi og í Gufunesi. Flutningur á talviðskiptum frá Bodö til Íslands er hluti af þessari hagræð- ingu. Ásgeir segir að fjarskipti við flugvélar á stuttbylgju fari smám saman minnkandi þar sem önnur gagnaflutningstækni taki við. Talvið- skiptin hafa einkum snúist um atriði eins og tilkynningar frá flugvélum um stöðu þeirra, óskir flugmanna um breytingar á flughæð, veðurupplýs- ingar og fleira. Tæknilega mögulegt Ásgeir segir að tæknilega sé unnt að veita hérlendis þá talþjónustu sem nú er veitt frá Bodö. Snúast þessi um samskipti flugstjórnarmiðstöðvarinn- ar þar og flugvéla á ferð yfir hafinu úti fyrir vestur- og norðurhluta Noregs. Er það að mestu austan við austur- mörk íslenska flugstjórnarsvæðisins. Flugfjarskipti ehf., sem er hlutafélag í eigu Flugmálastjórnar, myndi þá bæta þessu verkefni við sig og segir Ásgeir að ekki þyrfti að bæta við miklum mannskap til að taka við því. Hann telur þjónustuna geta verið jafn örugga þótt hún flyttist til Íslands, áfram yrði sendum og móttökurum í Noregi sinnt af tæknimönnum þar. Talviðskiptin við flugvélar eru stærsta einstaka sviðið í þeirri þjón- ustu sem Flugfjarskipti ehf. veita. Ás- geir segir að ákvörðun um að leggja niður þessa starfsemi í Bodö sé í höndum Norðmanna og ekki sé að vænta ákvörðunar fyrr en líður á næsta ár. Talviðskipti við flugvélar hugsanlega færð frá Norður-Noregi Unnt að bæta verkefnum við hjá Flugfjarskiptum Eftir Jóhannes Tómasson joto@mbl.is STEINUNN Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri mun eiga fund með fulltrúum Félags leikskólakennara næstkomandi mánudag. Á fundi Reykjavíkurdeildar Félags leik- skólakennara um launamálin í fyrra- kvöld var samþykkt áskorun á launa- nefnd sveitarfélaga að taka strax til endurskoðunar kjarasamning leik- skólakennara og kom fram mikil óánægja með að leikskólakennarar hafi lægri laun en réttindalausir starfsmenn. Borgarstjóri vill ekki tjá sig um þessa afstöðu leikskólakennara fyrr en hún hefur átt fund með þeim á mánudaginn. ,,Þar munum við fara yfir málin,“ segir hún. Aðspurð seg- ist Steinunn Valdís standa við það sem hún hefur áður sagt um mik- ilvægi þess að bæta kjör umönnun- ar- og kvennastétta og það eigi að sjálfsögðu við um leikskólakennara. Í viðtali við Morgunblaðið á kvennafrídaginn 24. október hvatti hún til þjóðarsáttar um hækkun launa kvenna og sagði að lág laun þeirra sem vinna umönnunarstörfin séu samfélagslegt vandamál sem sé á sameiginlega ábyrgð allra lands- manna. Greinargerð með útreikningum og kostnaðarmati vegna nýgerðara samninga borgarinnar við Eflingu Stéttarfélag og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar verður lögð fram á aukafundi borgarráðs næstkom- andi þriðjudag. Borgarstjóri fundar með leikskólakenn- urum eftir helgi PÉTUR H. Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir óeðlilegt að fyr- irtæki greiði meira í tekjuskatt en sem nemur hagnaði af rekstri þeirra. Hann segir því brýnt að meta kosti og galla þess að greiddur sé tekjuskattur af óinnleystum gengishagnaði. Frá því var greint í Morgun- blaðinu í gær að til þess geti komið að sjávarútvegsfyrirtæki greiði meira í tekjuskatt en sem nemur hagnaði af rekstri þeirra. Hátt gengi krónunnar veldur því að skuldir sjávarútvegsins í erlendri mynt og afborganir af þeim lækka í íslenskum krónum talið. Þar verður því til óinn- leystur gengishagnaður, en af honum er greiddur tekjuskatt- ur. Á hinn bóginn veldur hið háa gengi því að færri krónur koma inn fyrir seldar afurðir og rekstrartekjur lækka. Skoða þarf báðar hliðar Pétur H. Blöndal segir nauð- synlegt að huga að báðum hlið- um þessa máls. „Þegar erlendar skuldir sjávarútvegsfyrirtækja hér á landi lækka, þá myndar það gengishagnað hjá fyrirtækj- unum, því þau skulda þá minna. Á hinn bóginn lækkar ekki verð- mæti skipa og annarra vara, sem keypt voru fyrir lánin, með sama hætti í bókum fyrirtækj- anna. Það þarf að huga að þessu líka ef menn ætla að breyta regl- unum,“ segir hann. „En það er hins vegar góð regla að skatt- leggja ekki hagnað eða tekjur, sem ekki er búið að virkja. Sér- staklega þegar um sveiflu- kenndan hagnað eða tekjur er að ræða.“ Skattur af óinnleystum hagnaði Brýnt að skoða kosti og galla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.