Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 40
Slowlab er hreyfing skapandifólks sem hvert á sinn háttvinnur að einhverju leytiundir hugmyndafræði „slow design“. Þetta fólk vill með verkum sínum, hvort sem það eru hugmyndir, vörur eða umhverfi, bæta lífsgæði fólks. Hugmyndin að baki „slow de- sign“ er komin frá ýmsum hreyf- ingum sem hafa verið að ryðja sér til rúms og flytja út boðskap sinn. Á Ítalíu var fyrir um 15 árum stofnum hreyfing sem kallast „slow food“. Hugmyndafræði slow food byggist á því að stytta sér ekki leið eða sætta sig við skyndi- lausnir þegar kemur að mat. Einn- ig má segja að lífsmáti nútímans hljóti að kalla á einhvers konar andsvar. Það er hlutverk hönnuða að leita lausna fyrir aðkallandi vandamál. Hugmyndafræði „slow design“ snýr að öllu hönnunaferlinu, hug- myndavinnunni og útkomunni. Hugmyndin um „slow design“ hef- ur ekkert með tíma að gera og snýst ekki um að gera hluti hægt eða eitthvað slíkt. Heldur snýst hún frekar um að vera opin fyrir umhverfinu í kringum okkur í hönnunarferlinu og opna kannski einnig augu notandans með hönn- uninni. Það er svo margt sem gleymist og týnist þegar lifað er á tvöföldum hraða, þessi mikli hraði hefur áhrif á skilningarvit okkar, slítur sambönd manna á milli og fer illa með umhverfið. Andsvar við neysluhyggjunni „Slow design“ snýst m.a um samskipti manna á milli, sögur sem fólk hefur að segja og sögur sem leynast í hlutunum í kringum okkur og er því að mörgu leyti andsvar við neysluhyggjunni og öllu flóðinu af upplýsingum sem yfir okkur flæða á hverjum degi. Hollenski hönnunarhópurinn Droog sýndi á hönnunarvikunni í Mílanó, Salone del Mobile árið 2004 verkefni undir einkunnarorð- unum „Go Slow“ eða farðu þér hægt. Mitt í öllum ysinum og þys- inum sem einkennir Mílanóborg á hönnunarvikunni settu Droog- félagar upp veitingastað þar sem hægt var að njóta „hægra“ lysti- semda og eiga örlitla hvíldarstund. Allir hlutir og húsgögn á veitinga- staðnum voru sérhönnuð af Droog og meira segja var flogið með starfsfólkið, sérvalin hollensk gamalmenni, frá Hollandi. Verk- efnið hefur síðan verið sýnt í Rott- erdam, London og Tókýó. Á veitingastaðnum eru gestir boðnir velkomnir og fá í hönd handsaumaðan matseðill. Eftir að hafa valið mat og drykk fá gest- irnir fallega sérvéttu sem þeir eiga að geyma. Kannski þurfa þeir að bíða eftir borði en þá gefst tæki- færi til að líta í kringum sig. Þegar komið er að því að setjast til borðs fá gestir stóra inniskó sem þeir klæðast. Skórnir hafa þann eig- inleika að þeir hægja á ganghraða gesta, auk þess að pússa gólfið í leiðinni. Stólar veitingastaðarins hanga á veggjum og gestir velja sér stól til að sitja í. Einnig er hægt að slappa af í ruggustól og nudda fæturna eða dunda sér við að raka í litlum Zengarði. Gestir eru hvattir til að fylgjast með öllu sem fram fer hvort sem það er starfsfólkið sem þjónar hægt en örugglega til borðs, hvernig maturinn er búinn til, ljós- unum sem verða bjartari og veik- ari til skiptis eða hinum gestunum. Gestirnir eru einnig hvattir til að spjalla við aðra gesti og jafnvel eignast vini. Þegar þjónninn kem- ur með heitt handklæði er kominn tími til að halda leiðar sinnar, hengja upp stólinn sinn og muna að pakka ílátunum í áðurnefnda servéttu því borðbúnaðinn má taka með heim. Life is Suite Hönnunarhópurinn Raw Nerve sem hefur aðsetur í London bjarg- aði gömlum sófa sem átti að henda og gaf honum nýtt líf. Sófinn var illa farinn en hópurinn velti fyrir sér sögu hans og þeim leyndar- dómum sem hann geymdi eftir að hafa þjónað hlutverki sínu sem sófi heimilis í mörg ár. Þau ímynduðu sér að hann hafi heyrt ástarjátn- ingar og leyndarmál. Verið hluti af leik barna og týndir hlutir leynd- ust á milli púða hans. Þau sáu sóf- ann ekki sem dauðan hlut heldur sem lifandi veru sem ætti sér líf og hefði sögu að segja. Verkefni Raw Nerve varð því að endurvekja og segja sögu gamla sófans. Sófinn var bólstraður á ný með efni sem á var prentuð saga hans fram að þessu, gömul leyndarmál komu fram í dagsljósið og til að skoða líf sófans þarf að kíkja undir hverja pullu og fara á milli púða og sjá hvað þar leynist. Með þessum hætti er sófinn ekki bara nytjahlutur heldur gefur þeim sem í honum situr tækifæri til að uppgötva eitthvað sem hann áður ekki vissi og verður sá hinn sami um leið hluti af sögu sem heldur áfram um ókomna tíð. Harðræði innstungunnar Heimilistæki Dick van Hoff, Tyranny of the Plug, eru tæki sem ætluð eru til nota í eldhúsinu og vinna af hendi verk eins og að hræra, blanda og hakka. Það sem er óvanalegt við þessi tæki er þó það að þau eru handknúin. Nútímamaðurinn sankar að sér ógrynni af ýmsum rafmagnstækj- um sem vinna ýmis verk en hann hugsar ekki mikið um hvaðan ork- an kemur sem knýr öll þessi tæki. Það er meðal annars hlutverk þessara handknúnu tækja að fá fólk til að velta fyrir sér hvaðan orkan kemur. Tækin eru falleg og forvitnileg með gamaldags yfir- bragð 6. áratugarins einmitt þegar mikil tækjabylting og æði, sem enn virðist ekki vera að linna, skók hinn vestræna heim. Tækin vinna vel þau verk sem þeim er ætlað og gefa notandanum einnig smánæði til að hugsa meðan hann snýr sveifinni til að hakka í grænmet- isbuffið sitt. Seinasta vor var haldinn kúrs í Listaháskóla Íslands þar sem nemendur rannsökuðu hugtakið hægt og var námskeiðið kennt af Corolyn Strauss sem er stofnandi slowlab. Ellefu nemendur sóttu námskeiðið sem m.a. fól í sér að liggja í mosabreiðum, tengja á milli tyggjóklessna á gangstéttum á Laugaveginum en fyrst og fremst veltu nemendur fyrir sér núinu og mikilvægi þess að hugsa fram í tímann. Þeir fengu nýja sýn á sína persónulegu vinnu og sáu möguleika á vinnu í samvinnu við aðra og síðast en ekki síst bættu við „slow design“ hugmyndafræð- ina. Rauður þráður – hægfara hönnun Námskeiðið var mikil innri rannsókn en einnig byggðist það á hugmyndaskiptum nemenda á milli. Nemendur unnu síðan verk- efni út frá sínum uppgötvunum og ýmsar skemmtilegar hugmyndir litu dagsins ljós. Má þar nefna dansverk sem túlkar hegðun far- þega strætisvagna Reykjavíkur. Útirúm fyrir fullorðna svo fólk geti sofið úti eins og ungabörn og horfið frá raunveruleikanum. Önn- ur hugmynd var innsetning þar sem fólki var boðið að leggjast nið- ur og með hjálp skýjamynda, vind- hljóða, gervigrass, viftu og jarð- arberjalyktarauka upplifði það undarlega gervináttúru. Þarna urðu líka til skór sem hjálpa fólki að hægja á sér og taka eftir um- hverfi sínu. Þessi verkefni er hægt að skoða á vefsíðunni www.slowde- sign.blogspot.com. Mörg verkefni falla undir hug- myndafræði „slow design“ og í fyrstu virðast þau ólík og eins og þau eigi ekki mikið sameiginlegt en þegar nánar er athugað er ákveðinn rauður þráður sem teng- ir þau, ákveðin hugmyndafræði undir samheiti „slow“ sem kristall- ast í þessum verkefnum. Í hlutarins eðli | Tíminn líður hratt á gervihnattaöld segir í textanum og nú nærri 20 árum eftir að þessi orð voru samin á þetta við sem aldrei fyrr. Nú mitt í öllu jólastressinu er því ágætt að taka sér stund og slappa af og lesa grein um hugmyndir og hönnun sem fjallar um að fara sér hægar og njóta andartaksins, segir Lóa Auðunsdóttir. Go slow-veitingastaður eftir Droog í Mílanó 2004. Droog-hrærivél. Tyranny of the plug, handknúin eldhústæki eftir Dick van Hoff. Höfundur er vöruhönnuður. Life is suite-sófi. Endurlífgaður sófi eftir Raw Nerve. Legið í mosa. Nemendur kynna sér hug- myndafræði slow design liggjandi í mosa. Hægt og skapandi ’Hugmyndafræði „slow design“snýr að öllu hönnunaferlinu, hug- myndavinnunni og útkomunni.‘ 40 SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.