Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Oaxaca er eitt syðstahérað Mexíkó. Það erhálent með frjósamadali á hálendinu ogstrandlengju við Kyrrahaf þar sem víkur og vogar skera strjálbýla og víða ósnortna ströndina. Þar er gróðursælt og sumar allt árið um kring. Þarna er heimur sem virðist vera í órafjar- lægð frá ys og þys í hinu hraða kapphlaupi nútímans í okkar heimshluta. Enda hafa þar löngum verið strjálar og erfiðar samgöngur vegna legu héraðsins og hins stór- brotna landslags. Fátækt og fegurð Vissulega er nútími alls staðar en hver er takturinn sem lifað er í og hversu hraður (og hversu breytilegur) er sá taktur? Slíkar spurningar eru áleitnar í heimsókn til Oaxaca-héraðs. Það er óhjá- kvæmilegt að heillast af hinu ljúfa viðmóti fólksins hvar sem komið er og taka eftir því að annar taktur virðist vera í tilverunni þar en í erlinum hjá okkur. Samt færist nútíminn, eða tækn- in með nýjum samskiptaleiðum upplýsingasamfélagsins, þar nær og nær. Margt lifir þar þó enn sem er ekki í samræmi við þá mögu- leika. Mikil fátækt er víða í hér- aðinu og bændafjölskyldur hafa flosnað upp vegna ýmissa breyt- inga m.a. í heimsmarkaðsmálum og skortur er á atvinnutækifærum. Skólar eru ekki ókeypis og er oft erfitt fyrir efnalitla að koma börn- um í skóla. Það er tvennt sem tog- ast á í huga gestsins úr norðri þegar heimurinn í Oaxaca er skoð- aður. Annars vegar fátækt og varnarleysi margra í lífsbaráttunni og hins vegar fegurðin, litadýrðin í sólskininu og gróðrinum og hin gefandi tengsl við slík auðæfi. Markaðsdagur og hjartsláttur annarra Ocotlan er fjallabær í nágrenni við Oaxacaborg. Þar er vikulegur markaðsdagur og kemur þá fólk víðs vegar að úr sveitum. Samvera og gleði ráða ríkjum á markaðs- daginn í ótrúlegri litadýrð þar sem meira að segja litirnir magnast upp enn frekar þegar sól fellur á vörur og mannfólk í gegnum þekj- ur úr lituðu glæru plasti og dúka ýmiss konar. Veröld þar sem hjartsláttur annarra er nálægur og ávextir sólríkrar jarðar og afurðir ýmiss konar heimaiðnaðar minna á hve tilveran getur verið notaleg. Mjög margar kvennanna klæð- ast hefðbundnum útsaumuðum kjólum en í Oaxaca héraði eru fjöl- margir mismunandi menningar- hópar indíána sem hafa hver sitt tungumál og ýmsar siðvenjur en á næstu grösum eru talandi dæmi um nýja siði og breytingar. Í hliðargötu frá markaðstorginu var gallabuxnabúð eða tískuversl- un með hið frumlega nafn „Eld- fjallagallabuxur“. Það var ekki að- eins nafngiftin sem vakti athygli heldur var greinilegt að næmur listamaður með ríka sköpunarþörf hafði fengist við að gera auglýs- ingaskilti á framhliðina. Sá eða sú hafði heldur betur látið gamminn geysa og gert áberandi fallegt verk yfir alla framhliðina (úr til- klipptu járni og málningu) sem gæti sómt sér hvar sem er. Þar í nágrenninu var líka internet- og tölvuþjónusta vel kynnt á framhlið fyrirtækis. Þar var unnið með liti og letur er myndaði eina heild yfir alla framhliðina. Þetta varð að einu fallegu abstrakt myndverki sem naut sín í glampandi sólinni. Veggmyndahefðin er gömul og gróin í Mexíkó allt frá fornu fari og eru mörg þekkt dæmi um það forn og ný. Veggmynda- eða mur- almálararnir Sequeiros og Diego Rivera eru þar hvað þekktastir og Mexíkanar eru líka þekktir fyrir að vera óhræddir við sterka liti eins og blasir við í litavali á hús- veggjum víða bæði utan húss og innan. Crusecita er lítill bær við Kyrra- hafið. Við skoðunarferð í kirkjuna blöstu við tilþrifamiklar nýlegar veggmyndir og hvelfingarmálverk. Þarna voru verk unnin af alúð og innlifun af Jose Ángel del Signo, einum af listamönnum staðarins, með aðstoð nokkurra annarra ónafngreindra. Þar eru mærin frá Guadaloupe, hin heilaga kvöldmál- tíð og fleira myndefni úr sögu kristni. Forn menningarheimur og tengsl við dulmögn Það er vissulega víðfrægt að Mexíkóbúar gera mikið úr hinum ýmsu trúarhátíðum og þá ekki síst á mjög táknrænan og sjónrænan hátt. Þar lifa gamlar hefðir að miklu leyti enn þótt þær þróist og breytist með breyttum tímum. Þekktust eru hin sérstöku hátíða- höld 1. og 2. nóvember tileinkuð dauðanum eða dagar hinna látnu. Þar fara fram mjög táknrænar at- hafnir sem virðast vera eins og þerapía eða leið til að sætta sig við og lifa með þá staðreynd að dauð- inn er óhjákvæmilegur fyrr eða síðar. Þar fara fram ýmiss konar gjörningar og innsetningar þar sem gaman og alvara skiptast á. Oaxaca-hérað er einmitt svæði þar sem breytingar eru hægar og tengsl eru sterk við hefðir fyrri tíma og dulmögn náttúru og trúar og þá ekki síst í afskekktri byggð við vogskorna ströndina og í faðmi hinna miklu fjalla „Sierra Madre del Sur“ (Móðurfjöllin í suðri). Helgistaðirnir eru víða. Hin mannlega þörf fyrir hátíð og list „Að gera vissa hluti sérstaka er hluti af því sem hefur gert mann- veruna og skilur hana frá öðrum lífverum og hefur verið nauðsyn- legur þáttur í þróun hennar.“ Um það fjallar Ellen Dissanayake í bókum sínum „Homo Aestheticus“ (Maður fagurfræðinnar) og „What Is Art For?“ eða Til hvers er list- in? Þar er leitað leiða til að velta fyrir sér hvaðan listin sé sprottin (og þá listin í víðri merkingu) og til hvers hún sé. Dissanayake skoðar þetta með hliðsjón af atferlis- og þróunar- fræði með frumlegri og krítískri hugsun. Þar er að finna rökstuðn- ing fyrir því að listin og fagur- fræðin (fagurfræði í víðum skiln- ingi þess orðs) sé manninum lífsnauðsyn og hafi ásamt því að gera ýmislegt að einhverju sér- stöku verið grundvöllur fyrir tilurð hinnar mennsku veru. „Að baki allrar listsköpunar er þörfin fyrir að gera eitthvað sér- stakt þótt það að gera eitthvað sérstakt sé ekki alltaf list eða verði ekki alltaf að list,“ segir Dissanayake einnig. Hugsanir um þetta verða nálæg- ar og áleitnar þegar skoðað er mannlíf í Suður-Mexíkó. Að halda hátíð af einlægni í nálægð við landamæri hins yfirskilvitlega og tímalausa er þar hluti tilverunnar og listin lifir og nærir víða. Eldfjallagallabuxnabúð og listin í fjallabænum Ocotlan í Mexíkó. Móðir með son í fjallaþorpi í Oaxaca, Mexíkó. Hvelfingarmálverk í kirkjunni í Crusecita eftir Jose Ángel del Signo. Hver er taktur tímans? – líf og listir í Suður-Mexíkó Gamalt og nýtt mætist í Oaxaca í Mexíkó, en þar var Jóhanna Bogadóttir á ferð að skoða mannlíf og listir. Í fangi móður að selja fisk á vikulegum markaði Ocotlan. Ljósmynd/Jóhanna Bogadóttir Í samveru og rósrauðu skini á markaðnum í Ocotlan, Oaxaca, Mexíkó. Höfundur er myndlistarkona.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.