Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Varist allar pappírsþurrkur og snýtuklúta, í guðanna bænum!„Fólk á öllum aldri smitast af gleðinni … enginn ætti að láta þennan furðufugl fram hjá sér fara.” Þórarinn Þórarinsson / Fréttablaðið Geggjað grín, hörku hasar klístrað klúður www.jpv.is Metsölulisti Morgunblaðsins barnabækur 15. des. Ámundi Grétar Jónsson fékkað snúa til síns heima áBlönduósi síðastliðinn fimmtudag eftir að hafa búið í Reykjavík undir eftirliti lækna frá því hann yfirgaf Landspítala – há- skólasjúkrahús sextán dögum eftir slysið. Hann segir engan skilja í því hversu vel hann slapp frá slys- inu og þakkar fyrir að ekki hafi farið verr, en Ámundi hlaut 2. og 3. stigs brunasár á vinstra fæti sem gróa vel. Ámundi var við vinnu uppi í raf- magnsstaur í Blöndudal þegar slysið átti sér stað. Hann var að slá inn háspennuöryggi og átti enginn straumur að vera á háspennulín- unni. „Þetta eru náttúrulega mannleg mistök sem áttu sér stað, það var straumur á línunni sem ekki átti að vera. Kannski var þetta hugsunarleysi en þetta alla- vega gerðist,“ segir Ámundi Grét- ar sem fékk rafmagnið í hægri höndina, það leiddi í gegnum lík- amann og skaust út um vinstri fót- inn. „Þegar ég fékk stuðið hélt ég að það ætlaði að líða yfir mig, en svo leið það hjá og þá var fyrst að huga að því að koma sér niður,“ segir Ámundi en vinnufélagi hans aðstoðaði hann við að komast nið- ur. „Hann hjálpaði mér þannig að hann losaði alltaf um vinstri fótinn þannig að ég gat tölt nokkuð auð- veldlega niður. Ég þorði ekki að taka á fætinum því ég vissi ekki hversu mikið ég var brunninn.“ Vorum rólegir og yfirvegaðir Þegar niður á fasta jörð var komið segir Ámundi að þeir hafi fyrst farið í að ganga frá verkfær- um og öðru sem voru til staðar. „Venjulega gerum við það nú af krafti en þarna vorum við alveg ró- legir og yfirvegaðir. Svo fórum við bara upp í bíl og keyrðum niður á Blönduós, á sjúkrahúsið. Maður vissi að þetta væri einhver bruni en grunaði ekkert svona og aldrei hvarflaði að okkur að hringja á 112,“ segir Ámundi sem var fluttur í skyndi á Landspítala – háskóla- sjúkrahús þar sem hann lá á gjör- gæslu í sólarhring en var þá flutt- ur á brunadeild. Fyrir utan brunasárin og tals- verða verki segist Ámundi vera nær laus við meiðsli en bætir þó við að enn sé mögulegt að ein- hverjar skemmdir finnist. „Það koma kippir í hægri hönd- ina og eins í fótinn og má jafnvel segja að maður sé nokkuð raf- magnaður. En ég fer í endurmat í janúar og þá verður staðan tekin og væntanlega kemur í ljóst hvort eitthvað hafi skemmst í hendinni.“ Ofboðslegt högg Aðspurður um hvort hægt sé að lýsa því hvernig sé að fá 11 þúsund volt í gegnum líkamann segir Ámundi að fyrst og fremst sé það afskaplega slæm tilfinning. „Högg- ið var alveg ofboðslegt og þrátt fyrir að mér finnist sem ég muni allt sem gerðist þá virðist sem ég hafi dottið út í smá stund,“ segir Ámundi sem fékk að sjá ljós- myndir af slysinu sviðsettu og sá þá að sitt hvað hafði gleymst. Ámundi stefnir að því að halda áfram störfum sínum hjá Rarik eftir að hafa náð fullum bata og efast um að lífsreynslan geti hrak- ið hann frá rafmagni. „Þó að það sé meiningin að byrja aftur þar sem frá var horfið veit maður samt aldrei fyrr en á hólminn er komið. En það er eiginlega ekki um annað að ræða, síst á svona stöðum þar sem ekkert annað er í boði.“ andri@mbl.is Hrekst ekki frá störfum við rafmagn Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Ámundi Grétar Jónsson, starfsmaður Rarik, er nokkuð brattur eftir að hafa fengið 11 þúsund volta straum í gegnum líkamann. Ámundi Grétar Jóns- son, starfsmaður Ra- rik, slasaðist alvarlega 14. nóvember sl. þegar hann fékk í sig 11 þús- und volta straum er hann sló inn há- spennuöryggi. Ámundi fékk að snúa heim í vikunni og ræddi við Andra Karl um slysið og batann. AFSLÁTTUR af fasteignasköttum og holræsagjaldi hjá tæpum helmingi elli- og örorkulífeyrisþega í Reykja- vík breyttist í haust þegar tekjur árs- ins 2004 lágu fyrir samkvæmt skatta- framtölum. Afslátturinn hækkaði hins vegar hjá talsvert fleirum en hann lækkaði hjá, auk þess sem þeim fjölgaði sem njóta afsláttar af þessum gjöldum. Fasteignagjöld, þ.á m. fasteigna- skattar og holræsagjöld sem eru stærsti hluti fasteignagjaldanna, eru lögð á í upphafi hvers árs og miðast álagningin við fasteignamat eins og það er á hverjum tíma. Elli- og ör- orkulífeyrisþegar sem búa í Reykja- vík í eigin húsnæði eiga rétt á afslætti af fasteignasköttum og holræsagjaldi ef þeir eru undir ákveðnum tekju- mörkum, sem fara meðal annars eftir fjölskylduaðstæðum, og getur af- slátturinn verið allt frá því að vera 50% af þessum gjöldum og upp í það að þau falli alveg niður. Fimm þúsund með afslátt Afslátturinn í byrjun árs 2005 mið- aðist við upplýsingar um tekjur árs- ins 2003, sem voru nýjustu upplýs- ingar um tekjur sem voru þá fyrirliggjandi. Tæplega 5.000 manns áttu þá rétt á afslættinum. Þetta var síðan yfirfarið aftur í haust eftir að álagning vegna tekna ársins 2004 lá fyrir og afsláttur af ofangreindum gjöldum reiknaður í samræmi við þær upplýsingar. Þá breyttist álagn- ingin hjá 2.100 manns. Tæplega 1.200 manns fengu hækkun á afslættinum og hjá tæplega 900 manns lækkaði af- slátturinn. Auk þess fjölgaði þeim sem njóta afsláttar um tæplega 300 manns og eru þeir nú samtals 5.267 talsins. Afsláttur breytt- ist hjá tæp- um helmingi Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is STJÓRN Neytendasamtakanna krefst þess að stjórnvöld grípi til að- gerða til þess að verð og framboð á matvælum hérlendis verði sambæri- legt við það sem gerist í nágranna- löndunum. Vísað er til nýrrar skýrslu sam- keppnisyfirvalda á Norðurlönd- unum þar sem enn sé staðfest að matvælaverð hér sé eitt hið hæsta í heimi. Neytendasamtökin vilja að tollar verði felldir niður á innfluttum land- búnaðarvörum og innflutnings- kvótar aflagðir og vörugjald og toll- ar á aðrar matvörur verði lækkaðir og helst felldir niður með öllu. Þá þurfi að lækka eða fella niður virð- isaukaskatt á matvæli og samkeppn- isyfirvöld eigi að rannsaka smá- sölumarkaðinn og grípa til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar þykja til þess að tryggja virka samkeppni og koma í veg fyrir ólögmætar sam- keppnishindranir. Loks þurfi sam- keppnisyfirvöld í samvinnu við skipulagsyfirvöld að tryggja eðlilegt aðgengi nýrra aðila á matvörumark- aði til að tryggja virka samkeppni. Ítrekað sett fram kröfur „Neytendasamtökin hafa ítrekað sett fram kröfur sem þessar en stjórnvöld hafa ekki séð ástæðu til að verða við þeim, með fyrr- greindum afleiðingum. Þetta er með öllu óásættanlegt og er kominn tími til að stjórnvöld grípi til nauðsyn- legra aðgerða til að rétta hlut neyt- enda,“ segir ennfremur. Stjórn Neytendasamtakanna Verð matvæla verði sambærilegt SEX verktakar eða verktakahópar óskuðu eftir því að taka þátt í forvali Vegagerðarinnar vegna Héðins- fjarðarganga, þ.e. gerð jarðganga milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar, og byggingu tilheyrandi forskála. For- valið var auglýst á Evrópska efna- hagssvæðinu. Sérstakur stýrihópur á vegum Vegagerðarinnar fer yfir gögn þess- ara aðila og tekur ákvörðun um það hverjir fá að bjóða í verkið, segir Sig- urður Oddsson hjá Vegagerðinni. Í þeirri vinnu verður m.a. tekið mið af reynslu, fjárhagsstöðu og fleiri atrið- um. Gert er ráð fyrir því að útboðs- gögnum verði skilað til viðkomandi aðila 23. janúar nk. og að tilboð verði opnuð í mars. Þeir aðilar sem taka þátt í forval- inu eru: 1. Íslenskir aðalverktakar hf., Reykjavík og Marti Contractors Ltd., Sviss. 2. Metrostav a.s., Tékk- landi og Háfell ehf., Reykjavík. 3. E Pihl & Søn A.S., Danmörku og Ístak hf., Reykjavík. 4. Arnarfell ehf., Ak- ureyri. 5. Leonhard Nilsen & Sønner As, Noregi og Héraðsverk ehf., Eg- ilsstöðum. 6. China Railway Shisiju Group Corporation, Kína. Sex taka þátt í forvali BJÖRGÓLFUR Thor Björgólfsson var í fyrrakvöld útnefndur fjár- festir ársins í Búlgaríu af búlg- arska ríkisútvarpinu. Björgólfur var einn þriggja sem tilnefndir voru en hinir eru Telekom Austria, sem hefur komið sér fyrir á far- símamarkaði í Búlgaríu, og Global Steel Holding, sem er í eigu ind- verska auðkýfingsins Lakshmi Mittal. Allt frá árinu 1999, þegar Björg- ólfur Thor leiddi kaup Pharmaco á búlgarska lyfjafyrirtækinu Balkan- pharma, hefur hann verið virkur þátttakandi í búlgörsku atvinnulífi og nýverið fjár- festi fyrirtæki Björgólfs Thors, Novator, í búlg- arska símafyr- irtækinu BTC og námu þau við- skipti nærri hundrað millj- örðum íslenskra króna. Jafnframt keypti Novator 34% hlut í EI bank, áttunda stærsta banka í Búlgaríu, sem hef- ur heildareignir upp á nærri fimm- tíu milljarða króna. Björgólfur Thor fjárfest- ir ársins í Búlgaríu Björgólfur Thor Björgólfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.