Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 2005 55 HUGVEKJA Það gjörðist á dimmri nóttu. Ljós leiftraði um hirðana, er vöktu einir úti í haga. Þeir urðu hræddir! Syndarar finna til ótta í návist Guðs. Heilög ritning flytur frásögn af öðru myrkri, en sama ljósi. Í upphafi skapaði Guð himin og jörð, en jörðin var auð og tóm. Myrkur grúfði yfir djúpinu og andi Guðs sveif yfir vötnunum. Guð sagði: Verði ljós! Og þá varð ljós! Hann greindi ljósið frá myrkrinu og nefndi ljósið dag, en myrkrið nótt. Það var kvöld og það varð morgunn, hinn fyrsti dagur. Við syndafallið hvolfdist myrkrið yfir og Paradís lokaðist manninum. Myrkrið virtist ljósinu yfirsterkara. Jólin boða nýjan dag Guðs og nýjan sigur ljóssins! Myrkrið er yfirbugað! Guð sagði: Verði ljós! Og það varð ljós! Guð kom til vor sem ómálga barn. Jólabarnið er frelsarinn. Engillinn sagði: Yður er í dag frelsari fæddur! Hvar fæddist sonur Guðs? Í höll konungsins? Þar var hans leitað árangurslaust. Hann fæddist í gripahúsi og fáir vissu um fæðingu hans. Hver hefði trúað, að keisarinn yrði aðeins aukapersóna í sögu jólabarnsins? Hvar var gleði yfir fæðingu Guðssonarins? Ekki í Betlehem, þar sem flestir sváfu! Gleðin var á himnum, þar sem englarnir fögnuðu fæðingu hans. Betlehemsbúar áttu afsökun: Þeir vissu ekki hver kom. Vér vitum hver hann er. Guð þráir að mæta oss á helgri hátíð með náð sína og segir: Verði ljós! Megi boðskapur heilagra jóla ljúkast upp fyrir oss. Þá eigum vér gleðileg jól fyrir Jesúm Krist, frelsara vorn og Drottin. Verði ljós! Nú er skammt til jóla, fæðingarhátíðar Jesú Krists, og því hollt að rifja upp hvers vegna þetta gerðist nú allt. Sigurður Ægisson valdi til þess prósaljóð eins gamals lærimeist- ara síns, Jónasar Gíslasonar, fyrrverandi vígslu- biskups í Skálholti. sigurdur.aegisson@kirkjan.is Nissan árg. '98, ek. AÐEINS 76 þús. km! Mjög vel farinn Nissan Micra '98-árg. til sölu. Ek. aðeins 76 þús. km! Beinskiptur. Vetrar-, sumardekk og geislaspilari. TOPPEINTAK! Verð 370 þ. Uppl. í síma 866 6560. Nissan Almera 4 SLX.1600 Bíllinn minn er til sölu árg. 1996, lítið keyrður aðeins 130.000 km. Sjálfskiptur, rafmagn í rúðum, sumar- og vetrardekk. Skoðaður án athugasemda, mjög vel hugsað um hann að öllu leyti. Upplýsingar í síma 694 2326. MB 300 SEL árgerð '87. Einn eigandi. Svartur, pluss áklæði, sk., sumar- og vetrar- dekk. Einstakur bíll. Skipti á ódýr- ari. Bílás, s. 431 2622, virka daga. Isuzu Trooper 3.0 nýskr. 09/00 Ek. 105 þús. Verð kr. 1.790.000. Uppítaka möguleg, upphækkaður, góð nagladekk og nýleg dekk á álfelgum. Jeppi í góðu standi. Sími 897 6770. DVD & LCD Afþreying í farar- tækið þitt! Opnunartilboð PIMP- ED.ws. Lúxus fyrir farþegann þinn, DVD & LCD 7" flatskjársjón- varp í bílnum. Horfðu á sjón- varpsfréttir, PlayStation2. Sími 661 9660. www.pimped.ws Daewoo Tacuma CDX 9/2003 Ek. 32 þús., beinskiptur, ABS, ál- felgur, dráttarkúla, CD, rafm. í rúðum og speglum, reyklaus, Samlæsingar o.fl. Ásett verð: 1.250 þús. TILBOÐ: 990.000. VW Golf GTI 2/2005, ek. 10 þús., beinskiptur, ABS, álfelgur, ASR, spólvörn, magasín, CD, topplúga, handfrjáls búnaður, hiti í sætum, leður, líkn- arbelgir, loftkæling og climatic miðstöð, rafm. í rúðum og spegl- um, reyklaus, smurbók, spoiler, xenon o.m.fl. Hlaðinn aukabúnaði. Ásett verð: 3.350 þús. TILBOÐ: 2.790.000. Daewoo Matiz CD-ART 9/2000, ek. 64 þús., beinskiptur, ABS, álfelgur, CD, topplúga, rafm. í rúðum, þakbogar, nýleg tímar- eim o.fl Ásett verð: 495 þús. EIG- UM FLEIRI SVONA BÍLA. TIL- BOÐ: 390.000. Til sölu Peugeot 206. Beinskipt- ur árgerð 2000, ekinn aðeins 47 þús. km. Vel með farinn, reyklaus frúarbíll. Ásett verð 590 þús. Aðeins staðgreiðsla kemur til greina. Uppl. í síma 695 5125. Rexton RX-320 árg. 7/2000, ek. 49 þús. km. 5 manna, sjálfskiptur, leðurinnrétt- ing, 31" dekk, abs, álfelgur, drátt- arbeisli, fjarst. samlæs., glertopp- lúga, geislaspilari, hiti í sætum, hliðarloftbúðar o.m.fl. Verð: 2.790 þús. TILBOÐ 2.490 ÞÚS. STGR. Renault 119 '93-árg., ek. 184 þús. km. Með 2000 vél. Þarfnast lagfæringar. Netfang: anna- m.bjarnadottir@simnet.is. Uppl. í síma 892 0684 og 562 1310. Opel Astra GL 1200 Wagon 3/2001, ek. 77 þús., beinskiptur, filmur, fjarstýrðar samlæsingar, líknarbelgir, þakbogar o.fl. Ásett verð: 890 þús. TILBOÐ: 590.000. Opel Astra G-coupé 11/2001, ek. 73 þús., beinskiptur, ABS, álfelgur, CD, líknarbelgir, rafm. í rúðum og speglum, smur- bók, ný tímareim í 62 þús. o.fl. Ásett verð: 1.590 þús. TILBOÐ: 990,000. Bílabúð Benna - notaðir bílar Bíldshöfða 10 - sími 587 1000 Smáauglýsingar Á fjörur okkar rak nærri hundrað ára gömul þraut sem við birtum með upphaflegu orða- lagi. Við köllum hana jólaperu og væntum þess að fjölskyldan sameini krafta sína við að leysa hana. Kona nokkur seldi grannkonu sinni helming eggja þeirra er hún átti og hálft egg bet- ur. Síðan seldi hún annarri helminginn af því sem hún þá átti og hálft egg betur. Í þriðja sinni hafði hún enn hina sömu aðferð og átti þá aðeins þrjú egg eftir. Ekkert egg skar hún sundur. Hve mörg egg átti hún upphaflega? Síðasti skiladagur fyrir réttar lausnir er kl. 12 mánudaginn 9. janúar nk. Lausnir þarf að senda á vef skólans, www.digranesskoli.kopavogur.is en athugið að þessi Pera verður ekki virk þar fyrr en eftir hádegi hinn 19. desember. Þessi þraut birtist á vefnum fyrir kl. 16 þann sama dag ásamt lausn síðustu þrautar og nöfnum vinningshafanna. Stærðfræðiþraut Digranesskóla og Morgunblaðsins Pera vikunnar: Fréttasíminn 904 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.