Morgunblaðið - 18.12.2005, Síða 9

Morgunblaðið - 18.12.2005, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 2005 9 FRÉTTIR Opið - Mánud. - föstud. kl. 12-19 laugard. 12-18 sunnud. 14 - 18 S: 568 0404 / 894 0367 Gefðu elskunni þinni málverk í jólagjöf. Fjárfesting til frambúðar. Vaxtalaus listalán: 10% útborgun í verk fyrir 36 til 600 þúsund kr. og listalán í allt að 36 mánuði. Silkitré og silkiblóm Laugavegi 63 (Vitastígsmegin), sími 551 2040 25% afsláttur af allri jólavöru ❆ ❆ ❆ ❆❆ ❆ ❆❆❆ ❆ ❆ Skólavörðustíg 41, sími 551 2136 – www.thumalina.is Gigt og verkir Gullverðlaunatækið NOVAFON gegn gigt og vöðvabólgu á ekki sinn líka. Besta jólagjöfin fyrir alla fjölskylduna. Heilsuhorn Þumalínu, s. 551 2136 - skoðaðu www.thumalina.is novafonninn ÓMISSANDI Á JÓLUNUM! Til a› skapa fullkomna jólastemningu flarf a› huga a› hverju smáatri›i. Fjölskylduhef›irnar ver›ur a› halda í til fless a› jólin séu eins og flau eiga a› vera. Sulturnar frá Den Gamle Fabrik eru í senn smáatri›i og a›alatri›i í jólamatnum, enda hafa Íslendingar gætt sér á flessum brag›miklu sultum í meira en flrjá áratugi. Fullkomna›u jólin á flinn hátt me› flínum hef›um, en ekki gleyma sultunum frá Den Gamle Fabrik. ’Við höfum sent heiminum þauskilaboð að Bandaríkjamenn séu ekki eins og hryðjuverka- mennirnir.‘John McCain , öldungadeildarþingmaður, eftir að hafa þvingað fram stefnubreyt- ingu af hálfu stjórnar George W. Bush Bandaríkjaforseta sem barist hafði gegn lögum um ótvírætt bann gegn pynt- ingum. ’Ég er hissa á svona hálærð-um mönnum að setja fram svona grein, sem er ekki rök- fræðilega sterk.‘Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra svarar spurningu um sjónarmið hagfræð- inganna Tryggva Þórs Herbertssonar og Halldórs Benjamíns Þorbergssonar í Morgunblaðsgrein um landbúnaðarmál. ’Ég er 61 árs og ég vil vinna.‘Gerhard Schröder , fyrrum kanslari Þýskalands, er hann brást við ásökunum um að hann hefði nýtt aðstöðu sína með því að semja um og taka síðan við stjórn- arformennsku í þýsk-rússnesku fyr- irtæki sem hyggst leggja gasleiðslu frá Rússlandi til Þýskalands. ’En það kæmi mér ekki áóvart ef birting þessara gagna myndi í framtíðinni hafa áhrif á það hvernig menn tala við forseta Íslands við stjórn- armyndanir.‘Þorsteinn Pálsson , fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, tók til máls á fundi um stjórnarmyndun Gunnars Thorodd- sens árið 1980. Gögnin sem Þorsteinn nefndi eru segulbandsspólur sem Krist- ján Eldjárn forseti Íslands talaði inn á þegar verið var að mynda stjórnina. ’Við viljum trúa því að ástand-ið geti batnað.‘Salam Pax , þekktasti bloggari í Írak, í samtali við Morgunblaðið í tilefni kosn- inganna sem fram fóru í Írak á fimmtu- dag. ’Þeir hafa fundið upp þjóðsöguum fjöldamorð á gyðingum og setja þetta ofar Guði, trúar- brögðum og spámönnunum.‘Mahmoud Ahmadinejad , forseti Írans. ’Þetta er allt í einhverri móðu,ég held að ég sé ekki nálægt því búin að átta mig á þessu.‘Unnur Birna Vilhjálmsdóttir var kjörin ungfrú heimur 12. desember. ’Eru til fleiri útvarpsstöðvaren RÚV?‘Leikarinn Jens Albinus , aðalleikari í dönsku þáttunum Örninn, þegar hann var spurður hver væri eftirlætis útvarps- stöðin hans. ’Lagið er stórkostlegt og óút-skýranlegt hvað það er óslít- andi. Ég get fullyrt það af mik- illi reynslu, að ég er búinn að flytja það óteljandi sinnum, en það er alltaf jafn innspírerandi í hvert sinn. Þar eru óskil- greinanlegir töfrar að verki.‘Hörður Áskelsson organisti um sálm Þorkels Sigurbjörnssonar við kvæði Kol- beins Tumasonar: Heyr himnasmiður. Ummæli vikunnar Reuters Einn meðlima óháðu kjörnefnd- arinnar í Írak telur kjörseðla í Damaskus á föstudag. Fréttir í tölvupósti FULLTRÚAR Sjónarhóls, BSRB og félagsvísindadeildar Háskóla Ís- lands undirrrituðu í gær samning um að BSRB greiði leigu í eitt ár fyr- ir aðstöðu hjá ráðgjafarmiðstöðinni Sjónarhóli sem ætluð er nemendum í rannsóknarnámi við Háskóla Íslands á sviði fötlunar. Viðstödd undirrit- unina í húsakynnum Sjónarhóls að Háaleitisbraut 13 voru Rannveig Traustadóttir prófessor, Ólafur Þ. Harðarson deildarforseti félagsvís- indadeildar, Þorgerður Ragnars- dóttir, framkvæmdastjóri Sjónar- hóls, Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, og Hrefna Haraldsdóttir fjöl- skylduráðgjafi. Sjónarhóll er ráðgjafarmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sérþarf- ir. Að starfseminni standa ADHD samtökin, Landssamtökin Þroska- hjálp, Styrktarfélag lamaðra og fatl- aðra og Umhyggja, félag til stuðn- ings langveikum börnum. BSRB legg- ur Sjónar- hóli lið FULLTRÚAR Félags eldri borgara í Reykjavík og Velferðarsviðs Reykja- víkurborgar undirrituðu í vikunni nýjan þjónustusamning til þriggja ára. Greiðir Velferðarsvið 9,3 milljón- ir króna til félagsstarfsins á tíma- bilinu, auk þess sem 2,4 milljónir munu renna til kaupa á húsnæði fé- lagsins að Stangarhyl 4. Samningurinn gerir Félagi eldri borgara kleift að halda áfram úti fé- lags- og klúbbastarfi fyrir félagsmenn sína, sem er viðbót við það félagsstarf sem Reykjavíkurborg rekur. Auk þess rekur félagið ráðgjafarstarfsemi um fjármál, lögfræðileg mál, al- mannatryggingarkerfið, samnings- bundin réttindi o.fl., auk annarrar upplýsingagjafar fyrir aldraða Reyk- víkinga, fræðslufunda, námskeiða o.fl. Borgin semur við Félag eldri borgara KJARASAMNINGUR Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar við borgina hefur verið samþykktur með 94% atkvæða. Á kjörskrá voru 2.525 manns. Atkvæði greiddu 1.025 eða 40% félagsmanna. Samþykkir samningnum voru 967 eða 94% þátttakenda. Ósamþykkir samn- ingnum voru 37 eða 5% þeirra sem þátt tóku. Auðir seðlar og ógildir voru 7 talsins. 94% sam- þykktu samningana ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.