Fréttablaðið - 28.05.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 28.05.2004, Blaðsíða 18
Menntamálaráðherra vill aðfrumvarp um endurskipulagn- ingu Ríkisútvarpsins verði lagt fram fyrir upphaf næsta þings. Undirbúningsvinna að frumvarpinu er þegar hafin og nefnd sem mun vinna að endurskilgreiningu hlut- verks RÚV mun taka til starfa á næstunni og skila skýrslu og frum- varpi í lok sumars. „Markmiðið er að skapa skilvirk- ari og skarpari stefnu um RÚV svo meiri sátt náist um hlutverk stofn- unarinnar. Ég vil að fyrirkomulag afnotagjalda verði endurskoðað og að stjórnskipulag Ríkisútvarpsins verði stokkað upp þannig að það verði einfaldara, skýrara og skarpara,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra. Hún segist ekki útiloka að af- notagjöld verði afnumin og segist munu skoða aðrar fjármögnunar- leiðir, svo sem nefskatt eða gjöld sem tengjast fasteignagrunninum. Þorgerður Katrín gerir enn frem- ur ráð fyrir verulegri breytingu á hlutverki útvarpsráðs og segir ekki útilokað að íhlutun stjórnmálaflokka í útvarpsráði verði afnumin. Þörf á algjörri endur- skipulagningu Sérfræðingar í fjölmiðlalögum og Evrópurétti sem Fréttablaðið ræddi við segja að þörf sé á algjörri endurskipulagningu Ríkisútvarps- ins ef það eigi að falla að nýjum reglum Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, um ríkisstyrki til almennings- útvarps. Skilgreina þurfi hlutverk almenningsútvarps frá grunni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðs- ins hafa sérfræðingar á sviði Evrópulaga, almannaútvarps og ríkisstyrkja ítrekað lagt það fram við yfirvöld, allt frá árinu 1991, að skilgreina þurfi skyldur RÚV, en ís- lensk stjórnvöld hafi verið treg til þess fram að þessu. Í byrjun mánaðarins sendi ESA íslenskum stjórnvöldum formlega beiðni um upplýsingar um starf- semi og skyldur RÚV. Auk þess var óskað eftir upplýsingum um hvern- ig fjármögnun stofnunarinnar væri háttað. Í kjölfarið hafa fjármálaráð- herra, Geir H. Haarde, og mennta- málaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, tjáð sig á opinberum vettvangi um fyrirætlanir ríkis- stjórnarinnar um væntanlega endurskipulagningu RÚV. Fjármálaráðherra boðar nýtt fjölmiðlaumhverfi Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði á eldhúsdagsumræðum á Al- þingi fyrr í vikunni að allt frá því að útvarpsrekstur var gefinn frjáls hafi ekki tekist að búa rekstri óháðra fjöl- miðla þannig umhverfi að bæði hann og Ríkisútvarpið fái þrifist og dafn- að saman með eðlilegum hætti. „Næsta verkefni á þessu sviði hlýtur að vera að skilgreina þetta umhverfi upp á nýtt. Gera verður Ríkisútvarpinu kleift að standa hallalaust undir skyldum sínum, sem jafnframt verður að endurskil- greina og draga úr,“ sagði Geir. Aðspurð sagði Þorgerður Katrín að áform ríkisstjórnarinnar um endurskipulagningu RÚV tengdust ekki því að fyrirkomulag stofnun- arinnar væri nú til skoðunar hjá ESA. „Þegar að því kemur hljótum við þó að taka mið af tilmælum ESA til okkar og þess vegna er svo mikil- vægt að við tökum á rekstrarfyrir- komulagi ríkisútvarpsins núna,“ segir hún. Amund Utne, yfirmaður ríkis- styrkjanefndar ESA, sagði í samtali við Fréttablaðið að skortur á skil- greiningu á hlutverki RÚV gæti ef til vill reynst vandamál. Aðspurð um það segir Þorgerður Katrín að rökstuðningur ríkisins gegn því verði sá að nú sé einmitt hafin vinna við að skilgreinina hlutverk ríkis- útvarpsins betur. „Sú vinna kemur til með að hjálpa okkar málsmeð- ferð gagnvart ESA,“ segir hún. Hlutverk RÚV skilgreint í lögum Bjarni Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Sjónvarpsins segir að skilgreining á hlutverki RÚV megi finna í lögum um Ríkis- útvarpið. „Ríkisútvarpið starfar sam- kvæmt lögum sem um það gilda. Í þeim segir meðal annars að Ríkis- útvarpið skuli veita almenna fréttaþjónustu og vera vettvangur fyrir mismunandi skoðanir á þeim málum sem efst eru á baugi hverju sinni eða almenning varða. Því er ætlað að flytja fjölbreytt skemmti- efni við hæfi fólks á öllum aldri,“ segir hann. Sérstaklega skuli þess gætt að hafa á boðstólum fjölbreytt efni við hæfi barna, jafnt í hljóðvarpi og sjónvarpi. „Ríkisútvarpinu er einnig ætlað að flytja efni meðal annars á sviði lista og bókmennta, vísinda og sögu auk tónlistar. Það skal auk þess veita almenna fræðslu,“ segir Bjarni. Sérfræðingar í fjölmiðlarétti og Evrópulögum sögðu við Fréttablað- ið að til þess að RÚV stæðist við- 18 28. maí 2004 FÖSTUDAGUR BEÐIÐ Á MÓTMÆLUM Íraskir múslimar tóku þátt í hádegisbæn- unum fyrir utan Abu Ghraib fangelsið í út- jaðri Bagdad. Þar voru þeir að mótmæla misþyrmingum bandarískra hermanna á íröskum föngum í fangelsinu. Bílastæðasjóður breytir til: Sektir skilvísra lækka BÍLASTÆÐASJÓÐUR Þeir sem greiða stöðumælasektir sínar innan þriggja daga frá útgáfu þeirra fá 550 króna staðgreiðsluafslátt sam- kvæmt breytingum Bílastæða- sjóðs sem hafa þegar tekið gildi. Sé sektin greidd innan þriggja daga lækkar hún í 950 krónur í stað 1.500. Aftur á móti hækka sektir hinna skuldseigu eftir því sem lengri tími líður. Hafi sektin ekki verið greidd innan fjórtán daga hækkar hún um 50 prósent eins og áður og verður 2.250 krón- ur. Hafi skuldin enn ekki verið greidd eftir 28 daga hækkar hún um aðrar 750 krónur og verður þá orðin 3.000 krónur. Ferill annarra stöðubrotagjalda verður eins. Með þessu vonast Bílastæða- sjóður til að koma til móts við hagsmunaaðila um lækkun stöðvunarbrotagjalda, en þau hækkuðu mikið með breytingum árið 2000. Með þessu móti er þeim umbunað sem greiða sektir sínar fljótt og vel. Sjóðurinn von- ast til að geta staðið undir bygg- ingaráformum sínum, þrátt fyrir breytingarnar. ■ Gjörbylting á Ríkisútvarpinu Stefnt er að því að leggja fram frumvarp um endurskipulagningu Ríkisútvarpsins fyrir upphaf næsta þings. Menntamálaráðherra vill afnema afnotagjöld og gjörbreyta stjórnskipulagi. Út- varpsráð verði ekki lengur pólitískt kjörið og hlutverk þess breytist. Tekinn af lífi: Myrti til að deyja FLÓRÍDA, AP Nær fimmtugur karl- maður var tekinn af lífi í Flórída og fékk þannig ósk sína uppfyllta. John Blackwelder var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn ungmennum. Meðan hann sat inni myrti hann annan fanga, sem sat inni fyrir morð, og kvaðst hafa gert það til að yfirvöld neyddust til að taka sig af lífi. Hann sagðist ekki geta hugsað sér að sitja í fangelsi það sem eftir væri ævinnar og því vildi hann deyja. Þar sem hann vildi ekki fremja sjálfsmorð ákvað hann að fremja morð til að vera dæmdur til dauða. ■ SLÖKKVILIÐSMENN VIÐ ÆFINGU Á BÆNUM BALA Á LANGEYRI Slökkviliðið æfði reykköfun og kæfingu elds og gekk æfingin ljómandi vel. Æfing slökkviliðsins: Kveiktu í bænum Bala SLÖKKVILIÐIÐ Slökkviliðið í Reykja- vík æfði reykköfun og kæfingu elds á gömlum bæ, Bala, upp af Langeyri í Hafnarfirði í gær. Að sögn Jóns Friðriks, sviðsstjóra hjá slökkviliðinu, var búist við að húsið myndi brenna á mun skemmri tíma en það gerði vegna eldfims efnis í einangrun þess. Voru slökkviliðsmenn því að von- um ánægðir því fyrir vikið fengu þeir mun lengri tíma í æfingar. Náðu þeir að senda fjóra menn inn í reykkafanir og má því segja að þeir hafi nýtt tímann vel. ■ GANDHI OG SINGH Sonia Gandhi og Manmohan Singh voru við minningarathöfn um fyrsta forsætisráð- herrann sem lést fyrir 40 árum. Takmörk á einkavæðingu: Mjólkurkýr ekki seldar NÝJA-DELÍ, AP Ríkisfyrirtæki sem eru rekin með hagnaði verða ekki einkavædd í tíma nýrrar ríkis- stjórnar Indlands. Þetta kemur fram í stefnuskjali stjórnarinnar sem birt var í gær. Þar segir einnig að stjórnvöld ætli að greiða fyrir erlenda fjárfestingu og lofa að hagvöxtur verði sjö til átta prósent á ári næsta áratuginn. Manmohan Singh, nýi forsætis- ráðherrann, segist einnig ætla að tryggja réttindi verkamanna og bænda auk þess að halda áfram stuðningi við fátæklinga. Markaðir brugðust illa við tíð- indunum og lækkuðu verð þegar spurðist út hverju stjórnin stefndi að. ■ SIGRÍÐUR D. AUÐUNSDÓTTIR BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING ENDURSKIPULAGNING RÍK- ISÚTVARPSINS STÖÐUMÆLAVÖRÐUR VIÐ STÖRF Bílastæðasjóður vill koma til móts við hagsmunaaðila með breytingunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.