Fréttablaðið - 28.05.2004, Side 58
Sumarið er komið eins og myndin ber með sér. Veðurspá er góð um hvítasunnuhelgina og margir eiga eflaust eftir að njóta veðurblíðunnar.
SJÓNARHORN
Ásgeir Kolbeinsson, sjónvarpsmaður á Popptíví
og útvarpsmaður á rásinni FM95,7, er nýkom-
inn frá Cannes þar sem hann var að skoða sig
um á kvikmyndahátíðinni á vegum vinnunnar.
Þar sem hann missti nokkra daga úr á Klakan-
um þá hrannast verkefnin upp og hann er á
kafi í vinnu þannig að hann tók því fegins
hendi að láta sér detta í hug mjög afslappandi
draumahelgi.
FÖSTUDAGSKVÖLD Ég væri búinn að vinna á
fullu allan daginn, bæði í sjónvarpsþáttunum á
Popptíví og vera í útsendingum á FM 95,7
þannig að ég myndi reyna að láta mig hverfa
strax eftir vinnu upp í sumarbústað á einhvern
fallegan stað upp í sveit, eins og í Úthlíð í
Árnessýslu. Þar myndi ég koma mér vel fyrir,
slökkva á síma og sjónvarpi og reyna að láta
ekkert trufla mig heldur eyða kvöldinu með
fjölskyldu og vinum.
LAUGARDAGUR Ég myndi sofa út og vakna
endurnærður í sól og blíðu og laus við alla
streitu og hávaðann í borginni. Ég myndi fá mér
eitthvað gott í morgunmat og fara svo í
göngutúr og rölta um svæðið í Úthlíð sem er
svo einstaklega fallegt. Ég myndi kannski ekki
leggja í neinar fjallgöngur heldur taka því rólega
og njóta lífsins almennilega undir berum himni.
LAUGARDAGSKVÖLD Um kvöldið myndi ég
svo borða góðan mat og drekka gott vín með
og virkilega njóta kyrrðarinnar. Eftir matinn
myndi ég kannski aðeins leggja mig og síðan
skella mér beint í heita pottinn og virkilega
setja tærnar upp í loftið. Kvöldið yrði svo kórón-
að með góðum nætursvefni í sveitasælunni.
SUNNUDAGUR Nú fer að líða að brottför og þá
þarf að taka saman farangurinn og huga að
heimför. Ég er fljótur að pakka og reyni að nýta
daginn sem best í að skoða meira af svæðinu
og setjast svo að snæðingi með vinum og fjöl-
skyldu. Síðan yrði keyrt í bæinn og farið snem-
ma upp í rúm með góða bók og hnýtt enda-
hnútinn á hvíldina fyrir annasama vinnuviku.
VERULEIKINN Á föstudagskvöldið kem ég
örugglega seint heim úr vinnu og enda með því
að sofna þar sem líklegt er að ég þurfi að vinna
báða dagana. Ég ætla að reyna að vinna mikið
fram í tímann af þáttum bæði fyrir Popptíví og
FM95,7 og þá kemst ég ef til vill í sumarfrí í
september. Með mikilli heppni gæti verið að
draumahelgin mín yrði að veruleika, allavega
að hluta til. ■
ÁSGEIR KOLBEINSSON
VISSIR ÞÚ ...
...að tæplega 110.000 kílómetrar af
símalínum eru í Pentagon-bygging-
unni í Arlington í Virginíuríki í
Bandaríkjunum?
...að fyrsta hlustunarpípan, sem var
fundin upp árið 1816, var búin til úr
pappírsrúllu?
...að rétt nafn töframannsins Harry
Houdini var Erich Weiss?
...að pýramídarnir í Egyptalandi eru
gerðir úr það miklum steini að hægt
væri að byggja úr þeim vegg sem
væri rúmlega þriggja metra hár og
tæplega tveggja metra þykkur sem
næði frá New York til Los Angeles?
...að klósett endast að meðaltali í
fimmtíu ár?
...að Reykjavík er líklegast snyrti-
legasta borg í heimi?
...að það að strjúka einhverjum um
kinn þýðir að hann sé aðlaðandi í
Grikklandi, Ítalíu og Spáni en í Króa-
tíu og Bosníu þýðir það að sá hinn
sami nýtur velgengni?
...að engir tveir köngulóarvefir eru
eins?
...að bráðnandi ís notar næstum því
eins mikla orku í að breytast í fljót-
andi vatn eins og þarf til að fá fros-
ið vatn til að sjóða?
...að þegar orka er notuð þá hverfur
hún ekki heldur fer hún einfaldlega
eitthvað annað eða er breytt í ann-
að form?
...að eina virka demantanáman í
Bandaríkjunum er í Arkansas?
...að 97 prósent af koffíni verður að
fjarlægja úr kaffi svo það geti heitið
koffínlaust?
DRAUMAHELGIN
28. maí 2004 FÖSTUDAGUR12
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA