Fréttablaðið - 28.05.2004, Síða 66

Fréttablaðið - 28.05.2004, Síða 66
30 28. maí 2004 FÖSTUDAGUR Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ ROCKY ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Martin Kellerman Eftir Frode Överli Ég náði þeim merka áfanga að verða 28 ára í síðustu viku. Fyrir mér voru þetta merkari tímamót en að verða tvítugur og ég er nokkuð viss um að ég fái minna í magann þegar ég fagna þrítugs- afmæli mínu eftir tvö ár. Ástæð- an er einföld, ég féll á rokkara- prófinu! Alla mína ævi hef ég lifað með þeirri rokkgoðsögn að allir al- vöru rokkarar deyi 27 ára gaml- ir. Að minnsta kosti létust Brian Jones, gítarleikari The Rolling Stones, Jim Morrison úr The Doors, Jimi Hendrix, Janis Joplin, Kurt Cobain og Tim Buckley (pabbi Jeff) öll á þess- um aldri. Þar sem ég smitaðist af rokkinu ungur að aldri eyddi ég heilu ári í ótta. Í fyrra varð ég líka sérstaklega skelkaður á miðju stöðuvatni í Svíþjóð þegar ég áttaði mig á því að seta mín við tölvuskjáinn í vinnunni hefur ekki beint aukið þolið. Með bakk- ann í sjónmáli, og kærustuna veifandi skælbrosandi til mín, fann ég að ég hafði ekki þrek í það að taka annað sundspor. Ein- hvern veginn náði ég að pína mig í land, og lifði til þess að segja ykkur þessa mögnuðu sögu. En hvað þýðir það þá? Er ég þá ekki alvöru rokkari? Dæmdur til þess að hætta í rokkinu og vera bréfaklemma með vöðvabólgu á skrifstofunni það sem eftir er? Ég rannsakaði málið og fylltist létti þegar ég sá að það eru miklu fleiri stjörnur sem hafa dáið á öðrum aldri. Til dæmis 2Pac (25 ára), Notorious B.I.G. (25 ára), John Bonham, trommari Led Zeppelin (32 ára), James Dean (24 ára), Aaliyah (22 ára), Jeff Buckley (30 ára), Karen Carpent- er (33 ára), Nick Drake (26 ára), Elliott Smith (34 ára), Bob Marley (36 ára), Bruce Lee (33 ára), Lisa „Left Eye“ Lopez (32 ára), Buddy Holly (23 ára) og Ritchie Valens (18 ára). Þannig að maður er bara sloppinn ... eða hvað? ■ STUÐ MILLI STRÍÐA BIRGIR ÖRN STEINARSSON KOMST AÐ ÞVÍ Í SÍÐUSTU VIKU AÐ HANN ER LÍKLEGAST EKKI ALVÖRU ROKKARI. ■ Ég er bréfaklemma! Vinningar verða afhendir hjá BT Skeifunni. Reykjavík.99 kr/skeytið. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb Sendu SMS skeytið JA POPP á númerið 1900 & þú gætir farið á tónleikana. Við sendum þér spurningu sem þú svarar með SMS skeyti JA A, B eða C á númerið 1900. Við sendum þér STRAX til baka númer hvað þú ert og hvort þú hafir unnið eða ekki. Í boði er : MiðaR á P!nk tónleikana • Geisladiskar með P!NK.Varningur með P!NK & fullt af DVD,VHS og CD’s frá BT & Margt margt fleira. Miðasala er í Skífunni og hjá BT Akureyri og Egilsstöðum! Pólyfóntónar Lag/ FLYTJANDI Kóði Trouble / P!nk 452 Feel Good Time / P!nk 453 Don't let me get.. / P!nk 454 Get the Party Started / P!nk 455 Family Portrait / P!nk 456 You make me sick / P!nk 457 Most Girls / P!nk 458 God is a DJ / P!nk 459 Just Like A Pill / P!nk 460 GSM TóNAR Með P!nk Hringitónar Lag/ FLYTJANDI Kóði Dont let me get me/ P!nk 10163 Family Portrait / P!nk 13692 Feel Good Time/ P!nk 13802 Just Like A Pill / P!nk 13163 Family Portrait / P!nk 21652 Feel Good Time / P!nk 21740 Trouble / P!nk 21830 Leiðbeiningar Pólýfónótnar 1.Þú pantar fjöltón, með því að senda "BTC PT kóði" á símanúmerið 1900. t.d.BTC PT 413 2. Þú færð bókamerki (e. Bookmark) og velur þá "Sýna" (e. View). 3. Veldu nú "Valkostir" og "Vista" (e. Options og Save) 4. Veldu bókamerkið sem þú vistaðir með því að velja "Valkostir" og "Fara til" (e. Options og Go to). 5. Þá birtist "Smelltu hér til að hlaða niður fjöltón", veldu það. Hinkraðu augnablik. 6. Nú birtast "Hringitónn móttekinn" (e. Ringtone received). Veldu "Vista" (e. save) undir því nafni sem þú vilt. 7. Tónninn er nú vistaður í símann. Þú þarft aðeins að fara þangað sem þú vistaðir fjöltóninn til að virkja hann. 149 kr SMSið Gangtu úr skugga um að þú sért með GPRS Leiðbeiningar Hringitónar Þú sendir inn SMS skeytið JA TONE “Kóði” á númerið 1900 og tóninn kemur í síma þinn. Dæmi: JA TONE 21672 99 kr SMS-ið Engjateigi 5, sími 581 2141 Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-16.00. 15 % AFSLÁTTUR AF ÖLLUM KJÓLUM, STUTTUM, SÍÐUM OG TVÍSKIPTUM Nú er ég búinn að segja þér ALLT sem ég veit um KISS! En hvað með þig? Sagðistu ekki hafa verið Norðfjarðarmeistari í fingra- prjóni eða eitthvað? Það er allt að fyllast af ein- hverju túristapakki núna! Maður ætti að drullast upp á öræfi eða eitthvað til að komast burt! Já, það er viðbjóður að horfa upp á þetta lið! Hundfeitir að rogast um með myndavélar, kappklæddir í lopapeysur og röflandi á ein- hverjum óskiljanlegum hrognamálum! Mann langar bara að vera heima að sofa til að sjá þetta ekki! En svo er allt líka fullt af einhverju slímugu liði að reyna að selja þeim eitthvað! Það vilja allir samt fá pen- ingana þeirra! Fólk getur sokkið svo djúpt, maður! Fáið flotta boli hérna! Tveir fyrir þrjú- þúsundkall! Hvar er kött- urinn? Ég hef ekki séð hann í allan dag! Ég held að hann sé að fela sig inn í skáp. Hvað er að þessum ketti!?! Ég þarf mitt tilfinningalega svigrúm! Ég heyrði þetta!! Solla, þetta er fimm ára afmælið þitt, þess vegna máttu bjóða fimm vinum. Hvað með alla vini mína í leikskólanum? Elskan, ef þú myndir bjóða öllum krökkunum á leikskól- anum yrðu 35 krakkar í veislunni! Það yrði bara alltof mikið! Af hverju? Af því að pabbi þinn segir það.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.