Fréttablaðið - 28.05.2004, Page 69

Fréttablaðið - 28.05.2004, Page 69
FÖSTUDAGUR 28. maí 2004 ■ TÓNLEIKAR ■ LEIKSÝNING Við fengum hálfa jarðhæð ígamla Lækjarskóla og erum mjög sæl með það,“ segir Snorri Engilbertsson hjá Leikfélagi Hafn- arfjarðar, sem í kvöld frumsýnir Hamskiptin eftir Kafka í nýju hús- næði leikfélagsins við Lækinn. „Við fengum til umráða fjórar stofur, en tveimur þeirra er búið að breyta í einn stóran sal. Í hin- um stofunum erum við með að- stöðu undir búninga, fundi og þess háttar.“ Snorri leikstýrir sjálfur Ham- skiptunum, en það er Gunnar B. Guðmundsson sem fer með hlut- verk Gregors Samsa, sem vaknar í rúminu sínu dag nokkurn og hef- ur þá breyst í risavaxna bjöllu. „Reyndar sér maður breyting- una ekki á honum í uppfærslu okk- ar. Þetta er frekar andleg breyting sem verður á honum,“ segir Snorri. Hamskipti Kafkas er fyrsta leikritið af fimm sem leikfélagið ætlar að setja upp í nýja húsinu á næstu fimm mánuðum í tilefni af þessum tímamótum í sögu félags- ins. Næsta verk í röðinni er Hin beisku tár Petru von Kant eftir Rainer Werner Fassbinder og er frumsýning áætluð í byrjun júlí. Í kjölfarið fylgir svo Saga úr dýra- garðinum eftir Edward Albee, „Að sjá til þín maður“ eftir Franz Xaver Kroetz og að endingu Spör- fugl (Birdy) eftir Naomi Wallace. ■ Brodsky-kvartettinn hefurverið kallaður tónlistarhópur aldarinnar, enda hefur hann unn- ið mörg stórvirkin og verið óhræddur við að fara ótroðnar slóðir. Þau spila jafnt nútímatónlist sem klassískari verk og hafa einnig átt farsælt samstarf við fræga tónlistarmenn á borð við Paul McCartney og Elvis Costello, að ógleymdri Björk Guðmundsdóttur sem hefur tvisvar sinnum unnið með Brod- sky-kvartettinum. Kvartettinn skipa fiðluleikar- arnir Andrew Haveron og Ian Belton ásamt hjónunum Paul Cassidy lágfiðluleikara og Jacqueline Thomas sellóleikara. Á tónleikum í Íslensku óper- unni í kvöld ætlar kvartettinn að flytja verk eftir Sjostakovitsj og Beethoven ásamt nýju verki eftir Snorra Sigfús Birgisson, sem var sérstaklega samið fyrir Brodsky- kvartettinn. Þetta eru fyrri tónleikar kvartettsins en á morgun verður stórfagnaður með 50 barna skólakór Kársness, Sjón og Ásgerði Júníusdóttur í Borgarleikhúsinu klukkan 16. Tónleikarnir eru byggðir á sögu Sjóns, Önnu og skapsveiflunum.■  17.00 Tónlistatorg í Kringlunni, Þýtur í stráum með KK og Guðmundi Péturssyni.  20.00 Brodsky-strengjakvartett- inn með sígilda dagskrá í Íslensku óper- unni.  20.00 Hugstolinn, the raven’s rhapsody. Kammerópera í Borgarleik- húsinu.  21.00 Klezmer Nova, franskur gyðingadjass frá Austur-Evrópu, á Broad- way. ■ LISTAHÁTÍÐ Í DAG Brodsky í Óperunni Skipt um ham í nýju húsi TEKIST Á VIÐ HAMSKIPTI Leikfélag Hafnarfjarðar frumsýnir í kvöld klukkan átta Hamskiptin eftir Franz Kafka í nýju húsnæði leikfélagsins í gamla Lækjarskóla BRODSKY-KVARTETTINN Verður með sígilda dagskrá í Íslensku óperunni klukkan 20 í kvöld.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.