Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.05.2004, Qupperneq 69

Fréttablaðið - 28.05.2004, Qupperneq 69
FÖSTUDAGUR 28. maí 2004 ■ TÓNLEIKAR ■ LEIKSÝNING Við fengum hálfa jarðhæð ígamla Lækjarskóla og erum mjög sæl með það,“ segir Snorri Engilbertsson hjá Leikfélagi Hafn- arfjarðar, sem í kvöld frumsýnir Hamskiptin eftir Kafka í nýju hús- næði leikfélagsins við Lækinn. „Við fengum til umráða fjórar stofur, en tveimur þeirra er búið að breyta í einn stóran sal. Í hin- um stofunum erum við með að- stöðu undir búninga, fundi og þess háttar.“ Snorri leikstýrir sjálfur Ham- skiptunum, en það er Gunnar B. Guðmundsson sem fer með hlut- verk Gregors Samsa, sem vaknar í rúminu sínu dag nokkurn og hef- ur þá breyst í risavaxna bjöllu. „Reyndar sér maður breyting- una ekki á honum í uppfærslu okk- ar. Þetta er frekar andleg breyting sem verður á honum,“ segir Snorri. Hamskipti Kafkas er fyrsta leikritið af fimm sem leikfélagið ætlar að setja upp í nýja húsinu á næstu fimm mánuðum í tilefni af þessum tímamótum í sögu félags- ins. Næsta verk í röðinni er Hin beisku tár Petru von Kant eftir Rainer Werner Fassbinder og er frumsýning áætluð í byrjun júlí. Í kjölfarið fylgir svo Saga úr dýra- garðinum eftir Edward Albee, „Að sjá til þín maður“ eftir Franz Xaver Kroetz og að endingu Spör- fugl (Birdy) eftir Naomi Wallace. ■ Brodsky-kvartettinn hefurverið kallaður tónlistarhópur aldarinnar, enda hefur hann unn- ið mörg stórvirkin og verið óhræddur við að fara ótroðnar slóðir. Þau spila jafnt nútímatónlist sem klassískari verk og hafa einnig átt farsælt samstarf við fræga tónlistarmenn á borð við Paul McCartney og Elvis Costello, að ógleymdri Björk Guðmundsdóttur sem hefur tvisvar sinnum unnið með Brod- sky-kvartettinum. Kvartettinn skipa fiðluleikar- arnir Andrew Haveron og Ian Belton ásamt hjónunum Paul Cassidy lágfiðluleikara og Jacqueline Thomas sellóleikara. Á tónleikum í Íslensku óper- unni í kvöld ætlar kvartettinn að flytja verk eftir Sjostakovitsj og Beethoven ásamt nýju verki eftir Snorra Sigfús Birgisson, sem var sérstaklega samið fyrir Brodsky- kvartettinn. Þetta eru fyrri tónleikar kvartettsins en á morgun verður stórfagnaður með 50 barna skólakór Kársness, Sjón og Ásgerði Júníusdóttur í Borgarleikhúsinu klukkan 16. Tónleikarnir eru byggðir á sögu Sjóns, Önnu og skapsveiflunum.■  17.00 Tónlistatorg í Kringlunni, Þýtur í stráum með KK og Guðmundi Péturssyni.  20.00 Brodsky-strengjakvartett- inn með sígilda dagskrá í Íslensku óper- unni.  20.00 Hugstolinn, the raven’s rhapsody. Kammerópera í Borgarleik- húsinu.  21.00 Klezmer Nova, franskur gyðingadjass frá Austur-Evrópu, á Broad- way. ■ LISTAHÁTÍÐ Í DAG Brodsky í Óperunni Skipt um ham í nýju húsi TEKIST Á VIÐ HAMSKIPTI Leikfélag Hafnarfjarðar frumsýnir í kvöld klukkan átta Hamskiptin eftir Franz Kafka í nýju húsnæði leikfélagsins í gamla Lækjarskóla BRODSKY-KVARTETTINN Verður með sígilda dagskrá í Íslensku óperunni klukkan 20 í kvöld.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.