Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.09.2005, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 03.09.2005, Qupperneq 2
2 3. september 2005 LAUGARDAGUR Dómur eftir öldu innbrota á höfuðborgarsvæðinu: Sextán ára dæmdur í fangelsi DÓMSTÓLAR Sextán ára gamall pilt- ur var í gær dæmdur í sextán mánaða fangelsi fyrir fjölda inn- brota og þjófnaðarmála, en ákæruliðir voru yfir tuttugu tals- ins. Dóminn kvað upp Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari í Hér- aðsdómi Reykjavíkur. Drengurinn var ákærður ásamt fjórum öðrum piltum á aldrinum sextán til átján ára. Þrettán mánuðir refsingarinnar voru skilorðsbundnir í tvö ár, en að auki koma til frádráttar sex vikur sem drengurinn sat í sí- brotagæslu. Hann þarf engu að síður að sitja af sér um einn og hálfan mánuð í fangelsi. Pilturinn og félagar hans voru orðaðir við það sem kallað var alda innbrota á höfuðborgarsvæð- inu, en lögreglan í Reykjavík átti í samstarfi við barnaverndaryfir- völd við rannsókn málanna því einnig komu börn við sögu í inn- brotunum. Utan innbrota sneru einnig ákæruliðir að fjársvikum, um- ferðarlagabrotum og vörslu am- fetamíns og kannabisefna. - óká FANGELSISMÁL Áætlað er að sex til átta geðsjúkir einstaklingar, sem þyrftu að vera á geð- hjúkrunarstofnunum, afpláni nú í fangelsum landsins, að sögn Önnu Kristínar Newton, sál- fræðings hjá Fangelsis- málastofnun. Um er að ræða einstaklinga sem eru mjög veikir og myndi líða betur og vegna betur annars staðar en innan fangels- isveggjanna. „Heilbrigðisteymi er starfandi í öllum fang- elsunum, sem reynir að sinna þessum einstak- lingum eftir bestu getu og vinnur mjög vel ,“ segir hún. „Þá er um að ræða sálfræðilega og læknis- fræðilega aðstoð, svo og geð- hjúkrunarfræðinga. Á Litla- Hrauni, sem er stærsta fangelsið, er heilbrigð- isstarfsmaður til taks á hverjum virkum degi. Því er hægt að hafa eftirlit með þeim ein- staklingum sem eru mjög illa staddir.“ Anna Kristín segir að dugi það ekki til sé leitað til geðdeildar. Ástandið þurfi að vera orðið mjög slæmt til að einstaklingur sé lagður þar inn. Þá sé stundum brugðið á það ráð að senda fanga milli fang- elsa til að koma þeim nær þeirri aðstoð sem þeir þurfi á að halda. Þá beri að geta þess að heilbrigðis- ráðherra hefur veitt fjármunum í hálfa stöðu geðlæknis til að sinna fangelsismálum en hana hafi enn ekki tekist að manna. - jss Föngum hafna› á öryggisge›deild Ge›sjúkir fangar eru ekki teknir inn á sérhæf›a öryggisge›deild á Kleppsspítala, segir Valt‡r Sigur›sson fangelsismálastjóri. Hann hefur ítreka› vaki› athygli stjórnvalda á stö›u heilbrig›ismála fanga og bindur vonir vi› n‡tt fangelsi. FANGELSISMÁL Geðsjúkir fangar fá ekki inni á sérhæfðri öryggisdeild fyrir alvarlega geðsjúka sem opn- uð hefur verið á Kleppsspítala. Þetta segir Valtýr Sigurðsson fangelsismálastjóri og segir ofan- greinda ákvörðun tekna af yfir- mönnum geðsviðs Landspítala - háskólasjúkrahúss. Fram kom í Fréttablaðinu í gær að réttargeðdeildin á Sogni væri „kolsprungin,“ eins og Drífa Eysteinsdóttir, yfirhjúkrunar- fræðingur þar, orðaði það. Þar er einungis pláss fyrir ósakhæfa fanga. Hinir sem úrskurðaðir hafa verið sakhæfir og eru geð- sjúkir fá umönnun hjá starfandi hjúkrunarteymi. Erfiðara er um vik ef koma þarf geðsjúkum fanga inn á geðdeildir. Fangelsismálastjóri hefur vakið athygli stjórnvalda á stöðu heilbrigðismála fanga og meðal annars ritað Jóni Kristjánssyni heilbrigðisráðherra bréf. Þar segir að „sláandi skortur“ sé á aðstöðu skammtímasjúkrahúsvistunar fyrir fanga sem séu með alvarlega geðræna sjúkdóma og fanga sem taldir séu í sjálfsvígshættu. Valtýr rifjar upp dæmi sem hann nefndi á málþingi um mál- efni fanga, þar sem sátu heil- brigðisráðherra og fagfólk úr heilbrigðisgeiranum ásamt fleir- um. Það er úr bréfi læknis við fangelsi á höfuðborgarsvæðinu, með leyfi viðkomandi fanga, til geðdeildar LSH, þar sem um er að ræða kvenfanga sem afplánað hafði í tvö ár en átti eftir sex: „...Hafði verið í miklum geð- sveiflum, undanfarið verið mjög „óstabíl“ og ósátt, mjög grátgjörn og reið til skiptis. ...Hefur nú í þrí- gang skorið sig, bæði olnbogabót og úlnlið og að minnsta kosti í eitt skiptið blæddi talsvert. Reyndi einu sinni að hengja sig í öðru fangelsi og einu sinni að kæfa sig með plastpoka. Af þessum sökum var ástand hennar talið orðið mjög ótryggt og vildi læknirinn fá mat og meðferð geðlæknis á ástandi hennar. Klukkan 15.12 var hún flutt á geðdeild LSH þar sem geðlæknir skoðaði hana og kann- aði gögn. Klukkan 16.15 var við- talinu lokið og klukkan 16.28 var hún komin aftur í Hegningarhús- ið...“ Valtýr undirstrikar að afar mikilvægt sé að í hinu nýja fang- elsi sem fyrirhugað er að byggja á Hólmsheiði, verði meðal annars sjúkradeild fyrir sakhæfa fanga sem þurfi á bráðameðferð að halda meðal annars vegna alvar- legrar persónuleikaröskunar. jss@frettabladid.is Banaslys um borð í báti: Klemmdist milli toghlera SLYS Fimmtugur maður lést þegar hann klemmdist á milli trollhlera um borð í togbátnum Hauki EA um klukkan hálf níu á fimmtu- dagskvöldið. Bát- urinn var þá um þrjátíu sjómílur vestnorðvestur af Garðskaga. Talið er að maðurinn hafi látist nær samstundis. Þyrla Land- helgisgæslunnar sótti hinn látna. Haukur EA kom í land í Hafnar- firði um klukkan fjögur aðfara- nótt föstudags og stóðu skýrslu- tökur vegna slyssins yfir hjá lög- reglu í gær. Samkvæmt upplýs- ingum lögreglunnar í Hafnarfirði var gert ráð fyrir að því lyki í dag. Maðurinn hét Ásgeir Arnar Jóns- son og var til heimilis á Húsavík. Hann var fráskilinn og lætur eftir sig sjö börn. - óká Umferðartafir í Hafnarfirði: Reykjavíkur- vegur loka›ur LÖGREGLA Búast má við umferð- artöfum á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði næsta mánuðinn en þar verður frá og með deginum í dag unnið að gerð nýs hringtorgs við Arnarhraun. Að sögn lögreglu í Hafnarfirði verður umferð beint um hjáleið um Hjallabraut, Hraunbrún og Flatahraun, meðan á framkvæmd- um stendur. Lögregla biður öku- menn að sýna þolinmæði meðan á þessum framkvæmdum stendur og hvetur fólk til að leggja tíman- lega af stað, eigi það erindi í eða úr miðbæ Hafnarfjarðar. - óká HÚSIÐ VIÐ MJÓSTRÆTI Húsið er gjörónytt eftir brunann eins og sjá má en eldurinn var fljótur að breiðast út. Húsbruni á Siglufirði: Alelda á augabrag›i BRUNI Hús við Mjóstræti á Siglu- firði er gjörónýtt eftir að hafa brunnið í fyrrinótt. Til allrar mildi höfðu íbúar þess flutt úr húsinu og tekið alla búslóðina deginum áður en bruninn varð. Húsið stóð því autt. Að sögn lögreglunnar á Siglu- firði varð húsið alelda á auga- bragði en tilkynnt var um brun- ann um klukkan tvö um nóttina. Eldsupptök eru ekki kunn en tæknideild lögreglunnar í Reykja- vík fer til Siglufjarðar á mánudag til að rannsaka málið. - jse ÓTRAUÐIR Í VIÐRÆÐURNAR Leið- togar Evrópusambandsins eru bjartsýnir á að aðildarviðræður geti hafist við Tyrki 3. október eins og áformað var. Babb kom í bátinn þegar tregða Tyrkja til að viðurkenna hinn gríska hluta Kýpur kom í ljós en menn eru bjartsýnir á að leysa megi þau mál við samningaborðið. Kortasalan stendur yfir! Opið kort Gildir á fi mm sýningar Þegar löngunin grípur þig! Verð: 10.500 kr. Áskriftarkort á Stóra sviðið Gildir á fi mm sýningar Þitt sæti! Verð: 10.500 kr. Áskriftarkort á minni sviðini Gildir á sex sýningar Frábær kjör! Verð: 10.500 kr. www.leikhusid.is SPURNING DAGSINS Runólfur, er kominn tími til a› fara a› hjóla? „Já.“ Runólfur Ólafsson er framkvæmdastjóri Félags ís- lenskra bifreiðaeigenda. Bensínverð hefur hækk- að umtalsvert á síðustu dögum og nálgast lítrinn 118 krónur. EVRÓPUSAMBANDIÐ LÖGREGLUFRÉTTIR Dæmd í þingfestingu: Sett á skilor› DÓMSTÓLAR Málum þriggja ung- menna var í gær lokið strax við þingfestingu í Héraðsdómi Reykja- víkur. Símon Sigvaldason héraðsdóm- ari áminnti nítján ára pilt um að halda sig nú réttu megin laganna. Hann hafði undir lok skilorðstíma dóms frá árinu 2003 verið gripinn með lítilræði af tóbaksblönduðu hassi. Þetta var hans fjórða brot á skilorðstímanum. Hann var dæmd- ur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá var eldra þjófnaðar- og hylm- ingarmál átján ára pars sem bætt hefur ráð sitt sameinað fyrri dómi og þau dæmd í tveggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár. - óká BAK VIÐ LÁS OG SLÁ Hópur geðsjúkra sem dvelja bak við lás og slá þyrfti að vera á geð- hjúkrunarstofnunum. Hópur geðsjúkra sem afplána í fangelsum: fiyrftu a› vera á ge›sjúkrahúsi ÁSGEIR ARNAR JÓNSSON Lóðaumsóknir á Fáskrúðsfirði: Vaxandi búsetuáhugi ÞENSLA Einstaklingar á höfuðborg- arsvæðinu, fyrir hönd óstofnaðs hlutafélags, hafa sótt um 23 íbúð- arlóðir í Hlíðarhverfi á Fáskrúðs- firði. Steinþór Pétursson, sveitar- stjóri Austurbyggðar, segir þetta stærstu lóðaumsókn sem sveitar- félaginu hafi borist og lýsandi dæmi um vaxandi áhuga fólks á búsetu í sveitarfélaginu og upp- sveifluna á Austurlandi. „Við munum eiga fund með þessum aðilum í september þar sem farið verður nánar yfir hug- myndir þeirra varðandi uppbygg- ingu hverfisins,“ segir Steinþór. - kk FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR Hlíðarhverfi er innan við dvalarheimilið Uppsali, sem er efst til vinstri á myndinni, en þar á að vera blönd- uð byggð með eignar- og þjónustuíbúðum. FANGELSISMÁLASTJÓRI Valtýr Sigurðsson hefur vakið athygli stjórnvalda á stöðu heilbrigðismála fanga. LITLA-HRAUN Þar hafa mjög veikir einstaklingar verið í afplánun um lengri eða skemmri tíma. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE IN G RÍ M U R KR IS TI N SS O N SÉÐ YFIR VESTURBÆINN Sextán ára piltur sem í gær var dæmdur í sextán mánaða fangelsi kom við sögu í fjölda innbrota á höfuðborgarsvæðinu, bæði í íbúðir og bíla, frá því snemma á árinu. Þá var hann kærð- ur fyrir að taka við þýfi og greiða fyrir með hassi.FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I ELDUR Á MIKLATÚNI Krakkar sem voru að leik á Miklatúni í gærkvöldi komu auga á eld sem logaði í túninu. Brugðust þeir vasklega við og slökktu eldinn. Kveikt hafði verið í blöðum og teygði eldurinn sig í tré. Krakk- arnir sögðust ekki skilja hvers konar virðingarleysi menn sýndu túninu sem þeim er svo annt um.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.