Fréttablaðið - 03.09.2005, Síða 6

Fréttablaðið - 03.09.2005, Síða 6
6 3. september 2005 LAUGARDAGUR ATVINNUMÁL „Þetta eru vissulega vonbrigði en við erum vongóðir um að ná öllum þessum störfum til baka áður en árið er liðið,“ segir Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri Súðavík- ur, en átján starfsmenn þar í bæ misstu atvinnu sína í vikunni þegar rækjuvinnslan Frosti hætti starf- semi. Fólkinu hafa verið boðin störf í bolfiskvinnslu í hraðfrystihúsi Gunnvarar í Hnífsdal og einnig hefur sá möguleiki verið ræddur að fyrirtækið komi að kostnaði ásamt Súðavíkurbæ við það að flytja fólk úr og í vinnu. Ómar Már segir einnig líkur á því að það takist að fá störf í bæinn sem fólkið geti ráðið sig í áður en uppsagnarfrestur þess rennur út hjá Frosta. „Við hófum átak fyrr á þessu ári með það að markmiði að laða hingað íbúa og fyrirtæki og það er einfald- lega að skila sér,“ segir Ómar Már en vill þó ekki segja til um það á þessari stundu hvaða starfsemi sé von á. Hann segir enn fremur að nú þegar hafi náðst árangur með átak- inu því spurt sé eftir félagslegum íbúðum í bænum og íbúðaverð hafi hækkað. - jse Leikskólinn á Súðavík: Ókeypis dagvistun DAGVISTUN Foreldrar á Súðavík þurfa ekki lengur að borga fyrir vist barna sinna í leikskóla bæjar- ins þar sem hann er gjaldfrjáls frá og með 1. september. Það ætti að þyngja pyngju súð- vískra foreldra því þeir spara tæpar tvö hundruð þúsund krónur á ári vegna þessa ef þeir eru með eitt barn í heilsdags vistun. Þetta er liður í átaki sveitar- stjórnar með það að markmiði að laða íbúa og fyrirtæki til bæjarins. Fimmtán börn eru í leikskólan- um en að sögn Ómars Más Jóns- sonar sveitarstjóra er gert ráð fyrir því að þeim fjölgi nokkuð á næstu misserum. - jse LÖGREGLUFRÉTTIR SKOÐA STULD STJÓRNANDA Lög- reglan í Reykjavík rannsakar enn misferli forstöðukonu sambýlis fyrir fatlaða í Reykjavík sem kært var í vor. Talið er að konan hafi dregið sér vörur út á reikning sambýlisins og lagði Svæðisskrif- stofa málefna fatlaðra í Reykjavík fram ítarleg gögn með kærunni. Konan lét þegar af stjórn sam- býlisins. FRAMKVÆMDIR VIÐ KERSKÁLA Byrjað er að reisa burðarvirki skálanna fjögurra. MÓTMÆLENDUR Á FILIPPSEYJUM Krefjast lögsóknar á hendur forsetanum. SÚÐAVÍK Átak sveitarstjórnar til að styrkja byggðina á Súðavík reynist gott veganesti til að takast á við áfallið þegar rækju- vinnslan hætti starfsemi í vikunni. Átján manns missa vinnuna á Súðavík: Bo›in vinna í Hnífsdal Stjórnarandstæðingar: Li›i safna› gegn Arroyo FILIPPSEYJAR, AP Stjórnarandstaðan á Filippseyjum safnar nú liði til að krefjast lögsóknar á hendur forseta landsins, Gloriu Macapagal Arroyo, eftir að stuðningsmenn hennar í sérstakri þingnefnd ákváðu að falla frá þremur ákærum á hendur henni. Arroyo er meðal annars sök- uð um kosningasvindl. Hægt er að snúa ákvörðun þing- nefndarinnar greiði þriðjungur þingmanna atkvæði gegn henni. Stjórnarandstaðan þarf 79 atkvæði til að fella ákvörðunina og segist að- eins þurfa sex atkvæði til viðbótar við þau sem hún hafi þegar tryggt. RANNSÓKNIR Tveir vísindamenn frá Geimferðastofnun Bandaríkj- anna (NASA), Alberto Behar og Jaret Matthews, komu til Akur- eyrar síðastliðinn miðvikudag í þeim tilgangi að gera tilraunir í Eyjafirði með nýjan hátæknibún- að til rannsókna á djúpsjávar- hverum. Behar hefur komið að margvíslegum rannsóknum hjá NASA og á þátt í hönnun og smíði á þjarkabílum til rannsókna á plánetunni Mars. Starfsmenn Háskólans á Akur- eyri (HA) verða erlendu vísinda- mönnunum innan handar meðan á dvöl þeirra stendur á Akureyri en Hreiðar Þór Valtýsson, lektor við HA, segir að Eyjafjörður hafi orðið fyrir valinu þar sem hvergi í heiminum sé vitað um hverastrýt- ur á minna sjávardýpi. „Því er hægt að kafa niður að strýtunum og fylgjast með hvernig búnaður- inn vinnur. Sýni verða tekin úr strýtunum og starfsmenn háskól- ans munu greina þau til að sann- reyna að búnaðurinn virki eins og til er ætlast,“ segir Hreiðar. Búnaðurinn var reyndur í gær og tilraunum með hann verður framhaldið í dag en vísindamenn- irnir halda af landi brott á sunnu- daginn. - kk Geimferðastofnun Bandaríkjanna: Rannsakar hverastr‡tur á botni Eyjafjar›ar EINAR Í NESI Vísindamenn NASA nota bátinn Einar í Nesi til að komast að hvera- strýtunum í Eyjafirði en báturinn er í eigu Hafrannsóknastofnunarinnar. SAMGÖNGUR Umtalsverðar breyt- ingar á leiðakerfi Strætó voru samþykktar á stjórnarfundi í gær. Vögnum var fjölgað, tímatöflur lagfærðar og þjónustutími lengd- ur á tilteknum leiðum. Ágreining- ur hefur verið í stjórninni um úr- bætur á kerfinu, en þær breyting- ar sem nú hafa verið samþykktar taka gildi 15. október. Björk Vilhelmsdóttir stjórnar- formaður segist vera ánægð með það skref sem stjórnin ákvað að stíga til að bæta úr þeim ágöllum sem komið hafa í ljós á leiðakerf- inu og stuðla þannig að bættum al- menningssamgöngum. Hún segir að áætlaður kostnaður vegna þess- arar breytingar á yfirstandandi fjárhagsári sé allt að 1,5 milljónir króna. Gert sé ráð fyrir að sá við- bótarkostnaður rúmist innan ramma fjárhagsáætlunar ársins. Þau atriði sem stjórn Strætó bs. samþykkti í gær fela í sér að gerðar verða nauðsynlegar lag- færingar á tímatöflum þeirra leiða sem tekst illa að halda áætl- un, sérstaklega S1, 11, 13, 14, 22 og 24. Jafnframt verða tengingar á skiptistöðvum milli leiða sér- staklega skoðaðar og þær lag- færðar eftir því sem unnt er. Breytingarnar kalla á rekstur fleiri vagna til viðbótar þeim sem áður var gert ráð fyrir. Vögnum hefur þegar verið bætt inn á sum- ar leiðanna, að sögn Bjarkar. Þá mun Strætó bs. óska eftir samvinnu við sveitarfélögin sem að Strætó standa um gerð nýrra biðstöðva. Þjónustutími Strætó verður lengdur að hluta á leiðum 12 og 16 til miðnættis frá og með 15. októ- ber. Þá er hafin úttekt á leiðakerf- inu þar sem sérstaklega verður hugað að athugasemdum og ábendingum frá vagnstjórum og farþegum. Enn fremur verður viðhorf til leiðakerfisins og þjón- ustutímanskannað. Niðurstöður úttektarinnar verða nýttar við endurskoðun leiðakerfisins sem áætlað er að geti átt sér stað um næstu áramót. jss@frettabladid.is Göllu›u kerfi breytt Margvíslegar breytingar á lei›akerfi Strætó voru samflykktar á fundi stjórnar fyrirtækisins í gær. Tímatöflum ver›ur breytt, tengingar á skiptistö›vum lag- fær›ar og fljónustutími lengdur. Fari› er a› bæta fleiri vögnum inn á lei›irnar. ÞJÓNUSTUTÍMI Stjórn Strætó bs. samþykkti meðal annars í gær að lengja þjónustutíma á tilteknum leiðum strætisvagnanna. Fjarðaál er á áætlun: Bygging ker- skála hafin STÓRIÐJA Framkvæmdir við bygg- ingu álvers á Austurlandi ganga samkvæmt áætlun. Byrjað er að setja saman burðarvirki kerskál- anna fjögurra. Um 570 starfsmenn eru á fram- kvæmdasvæðinu og er um helm- ingur þeirra af erlendu bergi brot- inn. Þeim fer fjölgandi á næstunni og verða um 700 í lok þessa árs og um 1600 þegar framkvæmdir ná hámarki um mitt árið 2006. Framkvæmdaáætlun verkefn- isins hljóðar upp á tæpa sjötíu milljarða íslenskra króna. - grs Vegkantur gaf sig: Belti björgu›u vörubílstjóra LÖGREGLA Bílbelti björguðu ökumanni vörubifreiðar frá teljandi meiðslum þegar vegkantur gaf sig undan bílnum þar sem hann var á ferð í Mela- sveit um klukkan tvö síðdegis í gær. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi var þetta bíll með festivagn, fulllestaður á leið úr malarnámu í sveitinni. Bíllinn skemmdist töluvert en síðdegis var verið að skera vagninn frá bílnum og vinnuvélar voru á leið á staðinn til að moka upp mölinni. Lögregla segir mjúkt undir- lag hafa bjargað miklu um að ekki fór verr, en nokkur hnykk- ur kom þó á bílstjórann og ætlaði hann til öryggis að líta til læknis. - óká LEIÐRÉTTING STARFAÐI EKKI HJÁ WORLD CLASS Ranglega var hermt í frétt á síðu 13 í Fréttablaðinu í gær að maður sem dæmdur var fyrir að stela úr búningsklefa í líkams- ræktarstöð World Class í Laugardal, hefði verið starfs- maður stöðvarinnar. Maðurinn, sem bar við stelsýki, starfaði hjá öðru fyrirtæki á þessum tíma og lét af störfum þar eftir að þjófnaðarmálið komst upp. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P Á að leyfa að skjóta máva í Reykjavík? SPURNING DAGSINS Í DAG: Eiga Bílddælingar að vinna á Patreksfirði fái þeir ekki vinnu heima fyrir? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 19% 81% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.