Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.09.2005, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 03.09.2005, Qupperneq 10
HÁTT BENSÍNVERÐ Bensín hefur hækkað mikið í verði eftir að fellibylurinn Katrín skall á suðurströnd Bandaríkjanna. Eitt gallon kostar nú þrjá dollara í New York. Þetta jafngildir því að einn lítri kosti tæpar fimmtíu krónur. 10 3. september 2005 LAUGARDAGUR HAMFARIR George W. Bush Banda- ríkjaforseti hefur verið gagn- rýndur mikið vegna viðbragða yfirvalda við fellibylnum Katrínu. Hann heimsótti hörm- ungasvæðið í gær og sagði að- komuna vera mun verri hann hefði búist við. Fyrr um daginn hafði forset- inn sagt að árangurinn af hjálp- arstarfinu væri ekki viðunand, illa hefði gengið að koma mat- vælum og vatni til fórnarlamba á svæðinu. Hann gagnrýndi einnig að ekki hefði tekist að uppræta þjófnaði og glæpi í New Orleans. „Við munum ráða fram úr þessum vanda,“ sagði Bush áður en hann lagði af stað í heimsókn- ina. „Og við ætlum að hjálpa þeim sem þurfa hjálp.“ Bush kvaðst vona að heim- sókn sín myndi efla þrótt meðal björgunarmanna og þeirra sem enn væru fastir á svæðinu. Þá var vonast til þess að heimsókn hans myndi lægja óánægjuöldur og slá á vaxandi gagnrýni þess eðlis að hann hefði brugðist of seint og illa við. Bush hefur lofað rúmum tíu milljörðum Bandaríkjadala, um 650 milljörðum íslenskra króna, til hjálparstarfsins. - sda Stjórnlaust Bandaríkjastjórn er gagnr‡nd fyrir vi›brög› sín vegna hamfaranna í Louisana. Yfirma›ur björgun- ara›ger›anna segir flær fljó›arskömm. HAMFARIR „Skaðinn af völdum ham- faranna vegna fellibyljarins í Suð- urríkjum Bandaríkjanna er ekki eingöngu af náttúrunnar völdum,“ segir Sidney Blumenthal, fyrrum ráðgjafi Bills Clinton Bandaríkja- forseta, í grein í vefútgáfu þýska blaðsins Der Spiegel. Hann segir að fyrir ári hafi verkfræðingar bandaríska hers- ins lagt til við Bandaríkjastjórn að gerð yrði úttekt á því hvernig verja mætti New Orleans gegn hrikalegum afleiðingum fellibylj- ar en það var afþakkað. Snemma árs 2001 hafi Almannavarnir Bandaríkjanna, FEMA, gefið út skýrslu þar sem skýrt var frá því að fellibylur sem færi yfir New Orleans væri ein af þremur lík- legustu hamförunum til að eiga sér stað í Bandaríkjunum en hryðjuverkaárás á New York- borg var þar einnig nefnd. Árið 2003 voru fjárveitingar til flóðavarna í New Orleans skornar niður til muna og þess í stað veitt til stríðshalds í Írak, að sögn Blumenthals. Í fyrra veittu yfir- völd einungis 20 prósent þess fjármagns sem óskað var eftir til viðhalds flóðvarna um Pontchartrain-vatn. Í kjölfar felli- byljarins kom sextíu metra skarð í flóðgarða vatnsins og flæddi það yfir New Orleans. „Alls hafa fjár- veitingar til flóðvarna því dregist saman um 44,2 prósent frá því 2001,“ segir Blumenthal. Washington Post gagnrýnir viðbrögð yfirvalda í kjölfar felli- byljarins og segir þau hæg. Þrátt fyrir að sérfræðingar hafi fyrir löngu spáð fyrir um að miklar hamfarir gætu orðið í borginni ef fellibylur riði yfir hafi vanda- málið orðið verra vegna þess hve seint og illa var brugðist við að útvega 100 þúsund manns neyðar- skýli, segir í blaðinu. Vitnað var í yfirmann björgun- araðgerðanna í New Orleans, Terry Ebbert, sem segir að björg- unaraðgerðirnar séu þjóðar- skömm. „Almannavarnir hafa verið hér í þrjá daga en hafa enn enga stjórn á málum,“ segir Ebbert. „Við förum létt með að senda gríðarlegt magn hjálpar- gagna til fórnarlamba flóðbylgju í suðurhluta Asíu, en okkur tekst ekki að flytja fólk á brott frá New Orleans,“ segir hann. Talsmaður Almannavarna ber í bætifláka fyrir björgunaraðgerð- irnar og segir að undirbúningur hafi miðast við viðbrögð við felli- bylnum og að hin gríðarlegu flóð hafi komið þeim í opna skjöldu. sda@frettabladid.is edda.is „Algjörlega frábær“ „Þeir góðu grétu og þeir vondu hlógu. Meira þarf ekki að segja. Hefði þetta getað farið á annan veg? Fjárinn. Blaðamenn eru algjörir fantar, stjórnmálamenn eru algjörir fantar. En það var hún ekki. Í því fólst munurinn. Og í því fólst harmleikurinn.“ Mögnuð saga um konu í heimi stjórnmálanna, þar sem átök um völd, misnotkun fjölmiðla og launráð eru brugguð í hverju skúmaskoti. „Algjörlega frábær skemmtun.“ – Børsen Hanne-Vibeke Holst Metsölubók um öll Norðurlönd KOMIN Í VERSLANIR! HJÁLPARGÖGNUM KOMIÐ TIL NAUÐSTADDRA Í NEYÐARSKÝLI Í NEW ORLEANS Yfirmaður björgunaraðgerðanna í New Orleans segir að björgunaraðgerðirnar séu þjóðar- skömm. GEORGE W. BUSH Heimsótti hamfarasvæðið í gær og sagði að árangurinn af hjálparstarf- inu væri óviðunandi. Bandaríkjaforseti gagnrýnir hjálparstarfið: Árangurinn ekki vi›unandi FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P » FA S T U R » PUNKTUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.