Fréttablaðið - 03.09.2005, Side 27

Fréttablaðið - 03.09.2005, Side 27
óneitanlega aðeins hégómagirnd- ina að vita að Ísland er stærra en Svíþjóð, Noregur, Finnland og auðvitað Danmörk. Þá er Klakinn jafnstór og Þýskaland, Frakkland og Bretland. Það er spurning hvort það ætti ekki að veita Mo- hammed bin Rashed al-Maktum Fálkaorðuna fyrir hafa loks séð heiminn í réttu ljósi. Menn hafa nú fengið hana fyrir minni afreki en þetta. Bara svona svo það fylgi með þá kostar heimskortið furst- ann litla 130 milljarða króna; hann hefði getað keypt sér hundrað milljón nokkuð góðar Atlas landa- bréfabækur fyrir peninginn í net- versluninni Amazon. Hæsti skýjakljúfurinn Á listanum yfir þrjátíu hæstu byggingar heims eru þrjár nú þeg- ar í Dúbaí. Emirates-turninn, sem er skrifstofubygging, er 355 metra hár, Burj al-Arab-hótelið er 321 metri og Jumeirah-hótelið er 309 metra hátt. Furstinn í Dúbaí ætlar ekki að láta hér við sitja. Innan skamms mun Dúbaí eiga fjóra skýjakljúfa á þessum lista því ver- ið er að byggja Dúbaí-turninn sem mun verða hæsta bygging í heimi. Hæsti skýjakljúfur heims er Taipei-turninn í Taívan sem er 508 metra hár. Dúbaí-turninn, sem þegar er byrjað að byggja, mun teygja sig 800 metra til himins og verður því næstum 300 metrum hærri en Taipei-turninn. Grunnur byggingarinnar er fimmtíu metra djúpur og alls verða 160 hæðir í turninum sem mun hýsa skrifstof- ur, íbúðir, hótel og verslanir. Í kringum skýjakljúfinn verður tjörn. Skíðabrekka í verslunarmiðstöð Í lok þessa árs lýkur byggingu stærstu verslunarmiðstöðvar (kringlu) utan Bandaríkjanna. Hún nefnist „Mall of the Em- irates“ og er að sjálfsögðu í Dúbaí-borg. Alls verða 350 versl- anir í kringlunni, bíó með fjórtján sölum, 500 sæta leikhús og skemmtigarður svo eitthvað sé nefnt. Þó er eitt sem mun skilja þessa kringlu frá öðrum frá öðr- um verslunarmiðstöðvum. Ef gestirnir verða orðnir þreyttir á að rápa milli verslana geta þeir skellt sér á skíði. Á næsta ári mun risastórt innanhússkíðasvæði opna inni í kringlunni. Þar verður 400 metra löng skíðabrekka þar sem um 1.500 manns geta rennt sér á sex þúsund tonnum af gervi- snjó. ATHYGLISVERÐAR HEIMASÍÐUR UM DÚBAÍ: http://www.thepalm.ae http://www.theworld.ae http://guide.theemiratesnetwork.com LAUGARDAGUR 3. september 2005 27 SJÁVARÞORP AÐ OLÍUVELDI Dúbaí, sem er aðeins um 3.900ferkílómetrar að flatarmáli, er eitt af sjö furstadæmum hinna Samein- uðu arabísku furstadæma. Í raun má líkja furstadæmunum við Bandaríkin að því leyti að hvert fursta- dæmi hefur líkt og hvert ríki Banda- ríkjanna ákveðna sjálfsstjórn, sína eig- in dómstóla og höfuðborg. Stjórnskip- unin er hins vegar með allt öðrum hætti en á Vesturlöndum. Ákveðnar ættir skipta með sér völdum og því er ekkert þjóðkjörið þing í landinu. Höfuðborg Dúbaí heitir Dúbaí. Þar býr um ein milljón manna og er borgin sú önnur stærsta í Sameinuðu arab- ísku furstadæmunum á eftir Abú Dabí. Tiltölulega stutt er síðan raunveruleg byggð varð til í Dúbaí. Fyrsti vísirinn að borgarbyggð í Dúbaí varð árið 1799. Þá var Dúbaí, sem nú er nú- tímaleg stórborg, lítið sjávarþorp. Í kringum 1830 komst Maktoum-ættin til valda í Dúbaí og hefur hún haldið völdum þar allt síðan. Á nítjándu öld- inni var Dúbaí fyrst og fremst fiskiþorp en þegar líða fór á öldina varð borgin mikilvæg miðstöð viðskipta, sérstak- lega var mikið verslað með perlur og gull. Á þessum tíma settust fjölmargir Indverjar að í borginni og var töluvert um að gulli væri smyglað frá Dúbaí til Indlands. Árið 1966 urðu vatnaskil í sögu Dúbaí þegar olía fannst undan ströndum landsins. Af furstadæmunum sjö sem mynda Sameinuðu arabísku fursta- dæmin ræður Dúbaí yfir um þriðjungi af allri olíunni sem fundist hefur. Abú Dabí ræður yfir mestu, eða nánast tveimur þriðju. Í kjölfarið á olíufundin- um varð gríðarlega uppsveifla í efna- hagsmálum Dúbaí sem ekki sér fyrir endann á. Þó er talið að olíubirgðirnir dugi ekki út þessa öld. Líkt mörg nágrannaríki var Dúbaí und- ir hælnum á Breska heimsveldinu í ríflega eina öld. Ráðamenn í Dúbaí gerðu fjölmarga samninga Breta á 19. öld og voru utanríkis- og varnarmál landsins undir stjórn Breta allt þar til árið 1971 þegar Dúbaí öðlaðist sjálf- stæði. SAMEINUÐU ARABÍSKU FURSTADÆMIN (LYKILTÖLUR) Furstadæmin sjö eru: Abú Dabí, Dúbaí, Ajman, Sharjah, Umm al-Qa- ywayn, Ra’s al- Khaymah og Al-Fuja- yrah. Flatarmál: 82,880 ferkílómetrar Sjálfstæði: 2. desember árið 1971 frá Bretum Höfuðborg: Abú Dabí Stjórnskipun: Furstadæmi (ættar- veldi) Náttúrulegar auðlindir: Olía og gas Íbúafjöldi: 3,5 milljónir (árið 2002) Meðalævilengd: 75,24 ár Trúarbrögð: 96% múslímar, önnur trúarbrögð 4% Tungumál: Arabíska Lestrarkunnátta: 77,9% Atvinnuleysi: 2,4% (árið 2001) Hagvöxtur: 5,7% (árið 2004) Fjöldi starfandi eftir atvinnugrein- um: Þjónustugreinar 78%, Iðnaður 15% og landbúnaður 7% Gjaldmiðill: Emirati dirham (tengdur við dollara síðan árið 2002) Ljósvakamiðlar: 15 sjónvarpsstöðvar og 21 útvarpsstöð (árið 2004) Meðalhiti: 24 gráður í janúar, 42 gráður í júlí

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.