Fréttablaðið - 03.09.2005, Side 33

Fréttablaðið - 03.09.2005, Side 33
3LAUGARDAGUR 3. september 2005 Áfram veginn Einar Elí Magnússon kemst leiðar sinnar Sænsk vísindi eru ekki mín sterka hlið Fyrir mörgum árum komust einhverjir færustu vísindamenn heims að því að ef barn dettur af hjóli á það á hættu að meiða sig. Nokkru síðar komust aðrir vísindamenn (einnig sérlega færir í sínu fagi) að því að ef barnið lendir með höfuðið á undan, og fyrir neðan er steypt stétt, verður útkoman sérlega slæm. Í boði voru þrír kostir; banna steyptar stéttar (sem hefði orsak- að glundroða í hinum siðmenntaða heimi), banna börn með höfuð (sá sem stakk upp á því var rekinn nokkru síðar) og loks að verja höfuð barnanna. Þannig varð reiðhjólahjálmurinn til. Á undanförnum árum hafa þær raddir orðið háværar í Svíþjóð að banna eigi stóra jeppa á vegum úti. Ástæðan er sú að lendi jeppi og smábíll í samstuði er fólki í þeim síðarnefnda hættara við meiðslum. Að sjálfsögðu hafa þessar hugmyndir fengið nokkurn hljómgrunn hér á landi, enda útbreidd skoðun að margt gott komi frá Svíþjóð. Til dæmis Ikea. Og Svíar. Sjálfur kýs ég frekar bíla í stærri kantinum því þeir veita mér meiri öryggistilfinningu. Hvort það er falskt öryggi eða ekki skal ég ekkert um segja. En það kom sumsé fáum á óvart þegar ég viðr- aði þá skoðun mína fyrir nokkru að réttara væri að banna smábíl- ana, enda væri vandamálið klárlega þeim megin. Að minnsta kosti í Svíþjóð. „Það er ekkert hægt, fólk vill litla bíla,“ sagði einn viðstaddur og mig grunaði samstundis að hann hefði horft á of margar sænskar heimildarmyndir. „Hreint ekki,“ svaraði ég og reyndi að virka sannfærandi. „Fólk vill ódýra bíla sem kosta lítið í rekstri. Það vill svo til að þeir eru flestir pínulitlir svo fólk hefur tekið þá í sátt til að verkja minna í budduna.“ Hér þóttist ég hafa orðið yfirhöndina. „Jæja, árekstraprófanir hafa líka sýnt að margir öruggustu bílarn- ir á markaðnum í dag eru smábílar,“ kom strax til baka. Og nú varð ég kjaftstopp. Ekki þrætir maður við árekstraprófan- ir. Held reyndar að hvergi sé sérstaklega prófað hvort bílar þoli að lenda framan á stórum bíl á 100 kílómetra hraða. Líklega væri það lausnin á vandanum. Því ef við bönnum alla stóra bíla og ökum öll á smábílum... verður þá líka að banna rútur, vörubíla, steypubíla og þess háttar? Ég skal ekki segja, enda aldrei verið mikill vísindamaður og að- eins örsjaldan komið til Svíþjóðar. Vona bara að fljótlega finnist jafnvægi á milli stéttarinnar og hjálmsins svo hvorugt þurfi að banna. Þá þyrftum við öll að labba. nýr bíll } Meðlimur bobsleðaliðs Jamaíka sem tekur þátt í Ólympíuleikunum á Ítalíu í febrúar 2006 sést hér aka Fiat Panda 4x4. Fiat er einn aðalstyrktaraðili liðsins. Nýr fjórhjóla- drifinn smábíll FIAT-UMBOÐIÐ FRUMSÝNIR FJÓR- HJÓLADRIFSÚTGÁFU AF FIAT PANDA. Í dag frumsýnir Fiat-umboðið fjór- hjóladrifsútgáfu af Fiat Panda-smá- bílnum. Framhjóladrifsútgáfa bílsins var valinn bíll ársins í Evrópu árið 2004 og nú hefur fjórhjóladrifsút- gáfu verið bætt við. Auk fjórhjóla- drifsins er bíllinn hærri og á stærri felgum en framhjóladrifsútfærslan. Til að sýna getu bílsins hefur honum meðal annars verið ekið upp að grunnbúðum Everest. Viðtökurnar á bílnum voru góðar því fyrsta sendingin sem kom landsins seldist upp áður en náðist að halda sýningu á honum, en nú er önnur sendingin komin til landsins. Verðið á fjórhjóladrifnum Fiat Panda er 1.590.000 kr. Sýningin verður í dag milli 12.00 og 17.00 að Malar- höfða 2 í Reykjavík. www.yamaha.is Nýbýlavegi 2 200 Kópavogi S. 570 5300 tvígengis / fjórgengis rafstart / kickstart á götuna / brautina fyrir þig / krakkann WR450Ft-trac FJÓRGENGIS ÁRGERÐ - 2004 VERÐ KR.ERTU AÐ HUGSA UM… …að kaupa hjól 1.190.000 YZ450F FJÓRGENGIS ÁRGERÐ - 2004 VERÐ KR. 590.000 YZ450F FJÓRGENGIS ÁRGERÐ - 2004 VERÐ KR. 620.000 YZ250F FJÓRGENGIS ÁRGERÐ - 2004 VERÐ KR. 590.000 YZ250 TVÍGENGIS ÁRGERÐ - 2004 VERÐ KR. 570.000 WR450F FJÓRGENGIS ÁRGERÐ - 2005 VERÐ KR. 650.000 TTR125 FJÓRGENGIS ÁRGERÐ - 2004 VERÐ KR. 350.000 XT660 FJÓRGENGIS ÁRGERÐ - 06 2005 VERÐ KR. 790.000 2w d h jól drif a ð afta n og frama n ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 29 38 2 9 /2 00 5 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR »

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.