Fréttablaðið - 03.09.2005, Page 50

Fréttablaðið - 03.09.2005, Page 50
SVIPMYND EYRARBAKKI Eyrarbakki: Kauptún í Flóanum, skammt fyrir austan ósa Ölfusár. Upphafið: Eyrarbakka er oft getið í fornsögum og þangað var siglt frá upphafi Íslandsbyggar. Þangað var siglt með vörur allt fram yfir síðari heimsstyrjöld. Skólinn: Barnaskóli Eyrarbakka var fyrsti barnaskóli landsins, stofnaður 1852. Þáttur í sögunni: 1602 var ein af höfnum einokunarverslunarinnar á Eyrar- bakka. Íbúatala nú: 575 Hús: Húsið á Eyrarbakka er byggt 1765 og er enn í dag eitt af reisulegustu og fegurstu húsum staðarins. Það hýsir byggðasafn og heimilislegar stofur þess eru oft notað fyrir minni samkomur. Frægir: Þekktir einstaklingar sem fæðst hafa á Eyrarbakka eru meðal annars Sigfús Einarsson tónskáld, Sigurjón Ólafsson myndhöggvari og Ragnar kenndur við Smára. Meðal þeirra sem þar kjósa að dvelja eru skáldið Sjón og kona hans, Ásgerður Júníusdóttir söngkona. Gott að vita: Rauða húsið á Eyrarbakka er vinsælt veitingahús. Fimm leiksýningar og ball Guðjón Davíð Karlsson leikari hefur lítinn áhuga á að slaka á yfir drauma- helgina. Það er ekki auðvelt að ná í Guðjón Davíð Karlsson, nýútskrifaðan leikara, enda er hann greinilega með mörg járn í eldinum. Hann gefur sér samt tíma til að segja blaðamanni frá því hvernig hin fullkomna helgi myndi líða í hans huga. „Ég sé helgina fyrir mér hefjast þannig að ég vakna snemma á laugardags- morgni, á notalega stund og fæ mér staðgóðan morgunverð,“ segir Guðjón. „Svo mæti ég í leikhúsið um hádegið til að undirbúa tvær barnasýningar sem ég leik yfir daginn. Um kvöldið leik ég svo leikrit fyrir fullorðna og að því loknu skelli ég mér á einhvern frábæran skemmtistað með hljómsveitinni minni Hollywood sem leikur tónlist frá árabilinu áttatíu og fimm til níutíu og fimm. Við höldum uppi trylltri gleði fram undir morgun og allir dansa og skemmta sér. Svo vakna ég vel á sunnudagsmorgninum, fer kannski í messu og leik svo barnasýningu og aftur sýningu um kvöldið. Ég nota svo mánudaginn til að slaka á og hugleiða þessa góðu helgi, mæti kannski á eina góða æfingu milli tíu og fjögur. Ég held að svona helgi væri fullkomin fyrir nýútskrifaðan leikara,“ segir hann að lokum. Hver veit nema þessi draumur rætist hjá Guðjóni Davíð, eða Góa, eins og hann er kannski betur þekktur, í það minnsta er hann rokinn á æfingu um leið og samtalinu er lokið. Gói vill helst hafa nóg að gera um helgar. DRAUMAHELGIN 20

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.