Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.09.2005, Qupperneq 51

Fréttablaðið - 03.09.2005, Qupperneq 51
LAUGARDAGUR 3. september 2005 31 Endurskin og deyfing stuttbylgju- geislunar frá sól hafa áhrif á orkubúskap við yfirborð jarðar og hafa áhrifin í heild verið nefnd rökkvun. Rökkvun er viðvarandi hluti orkukerfis lofthjúpsins og er því ekki vandamál sem slík, held- ur er fremur að breytingar á henni geti talist það, rétt eins og gróðurhúsaáhrif eru viðvarandi og gera jörðina byggilega, en breytingar á þeim kunna að skapa vanda. Sjónvarpsþáttur frá BBC Í nýlegum sjónvarpsþætti frá BBC sem sýndur var í RÚV í júlí, var því haldið fram að rökkvun hefði aukist á undanförnum áratugum og hefði nú þegar haft þau áhrif að dregið hafi úr uppgufun og þar með úrkomu víða um heim. Tvær meginástæður aukinnar rökkvunar voru nefndar. Annars vegar mann- fjölgun og aukin eldsneytisnotkun í Asíu og víðar, en hins vegar aukin flugumferð. Eldsneytið er aðallega brennt í vondum ofnum sem gefa frá sér mikinn reyk sem veldur mistri í andrúmsloftinu og þar með aukinni deyfingu sólarljóss. „Óæskilegur“ skógur og gróður á ræktunarsvæðum er einnig brenndur. Aukin flugumferð stuðl- ar að aukinni rökkvun vegna myndunar flugslóða í háloftum. Í þættinum var einnig bent á að aukin rökkvun vinni gegn vaxandi gróðurhúsaáhrifum. Ráðstafanir gegn rykmengun og flugslóðum valdi því að gróðurhúsahlýnun muni aukast verulega og þá kæmi í ljós að hún væri meiri en menn hefðu gert sér grein fyrir. Ekki kæmi til greina að auka rykmeng- un til að draga úr hlýnun því meng- uninni fylgdu bæði súrt regn sem spillir gróðri og uppskeru og aukn- ing lungnasjúkdóma sem væri óviðunandi. Niðurstaða þáttarins var sú að mannkyn væri í eins kon- ar sjálfheldu sem óhjákvæmilega leiddi til mikilla hörmunga innan þriggja til fimm áratuga. Réttar grunnstaðreyndir Flestar grunnstaðreyndir sem hafðar voru eftir vísindamönnum í þættinum eru réttar. Aukin rökkvun af mannavöldum hefur átt sér stað, einkum þó svæðis- bundið, og er talið að hún hafi að meðaltali dregið úr hlýnun af völdum gróðurhúsaáhrifa. Aukn- ing á rykmengun í hitabeltinu og nálægum svæðum er raunveru- leg. Flugslóðir hafa mælanleg áhrif á dægursveiflu hita og auka rökkvun. Af hverjum 100 einingum sól- geislunar sem til jarðarinnar koma, endurkastast tæpar 30 út í geiminn aftur og nýtast ekki varmabúskap jarðar. Þetta nefn- ist endurskin. Ský endurkasta langmestu, um 20 einingum, yfir- borð jarðar um 4 og lofthjúpurinn sjálfur, agnir hans og smásæir dropar um 6. Af þeim 70 einingum sem eftir eru komast 51 til yfir- borðs, en lofthjúpurinn, ský hans og efnisagnir gleypa 19. Deyfing af þessu tagi nefnist ísog eða gleyping og er hlutur skýja í því um 3 einingar, en vatnsgufa, koltvísýringur og agnir af ýmsu tagi gleypa um 16 einingar. Heildaráhrif rökkvunar ofmetin í sjónvarpsþættinum Sé sólgeislun við útmörk loft- hjúpsins dreift á allt flatarmál jarðar koma 342 W í hlut hvers fermetra. Endurskinið er um 100 Wm2 og deyfing um 65 Wm2. Heildaráhrif rökkvunar eru því um 165 Wm2. Breytingar á henni frá upphafi iðnbyltingar eru í mesta lagi 4 Wm2 (um 2,5%), en í minnsta lagi rétt rúm 0%. Í sjón- varpsþættinum voru miklu hærri tölur nefndar, 12% til 20% og mátti skilja að það ætti við heim- inn allan, en það á að réttu aðeins við ákveðin svæði, til dæmis þétt- býlustu svæði SA-Asíu. Ar eða agnúði Í lofthjúpnum má, auk loftsam- einda af ýmsu tagi og vatnsdropa, finna mikið magn örsmárra rykagna og dropa sem auk vatns innihalda efnasambönd af ýmsu tagi, til dæmis saltlausnir og brennisteinssýru. Sameiginlega nefnast agnir og dropar ar eða agnúði (e. aerosol). Á hverju ári berast að meðaltali 3,5 milljarðar tonna af ari í lofthjúpinn frá jörð og falla aftur til jarðar. Af manna- völdum berast um 390 milljónir tonna í lofthjúpinn, eða um 11% af heildarmagninu. Um 1,5 milljarð- ar tonna eru jarðvegsryk og um 1,3 milljarður tonna sjávarsalt, hvort tveggja borið til lofts af vindi. Um helmingur afgangsins er súlföt, sem aðallega koma úr sjó, mest afurðir plöntusvifs. Geislunareiginleikar ars eru mjög misjafnir eftir eðli þess, til dæmis felst hlutur sjávarsalts fyrst og fremst í því að auka end- urskin jarðarinnar, svartar sótagnir endurkasta litlu en þær gleypa sólargeisla og skyggja á yf- irborð. Svo vill til að deyfingar- áhrif þess hluta arsins sem orðinn er til af mannavöldum eru talsvert meiri en efnismagnið gefur til kynna. Í margnefndum sjónvarps- þætti var ekki gerður greinar- munur á geislunaráhrifum svarts sóts og annars ars. Sótið eykur gróðurhúsaáhrif og flýtir fyrir snjóbráðnun, minnkun þess myndi því draga úr hlýnun. Bein tengsl úrkomufars og rökkv- unar vafasöm Óbein áhrif ars eru óviss. Ljóst er þó að það auðveldar myndun skýjadropa og lengir líftíma þeirra. Aukning skýja eykur end- urskin jarðar og úrkomuferli geta raskast á ófyrirséðan hátt, aukn- ing sóts dregur úr endurkasti íss og snævar og flýtir fyrir bráðnun á vorin. Aukning á skýjum og önn- ur deyfing á sólarljósi veldur því að dægursveifla hita minnkar, sem kann að hafa áhrif á uppguf- un og varmaskipti henni tengd. Mjög vafasamt er að tengja ákveðnar breytingar á úrkomu- fari beint við aukna rökkvun eins og gert var í sjónvarpsþættinum. Auking í magni gróðurhúsaloft- tegunda veldur ein og sér aukn- ingu á gróðurhúsaáhrifum og hlýn- un, aukning flestra argerða veldur hins vegar auknu endurkasti sólar- geisla og þar með kólnun. Svo virð- ist sem iðnaðarlosun frá um 1950 og fram á áttunda áratuginn hafi aukið endurskin vegna brenni- steinsmengunar og þar með dregið úr hlýnun af völdum aukningar gróðurhúsalofttegunda á tímabil- inu. Líkanreikningar sem taka tillit til ars virðast staðfesta þessi áhrif. Sú hugmynd að auka armeng- un til að vinna gegn aukningu gróðurhúsaáhrifa er mjög vafa- söm, ar stendur stutt við í loft- hjúpnum, en langflestar gróður- húsalofttegundir eru þar lengi. Auk þess er minnkun sótmengun- ar talin draga úr gróðurhúsaáhrif- um eins og áður var nefnt. Svarið er lítillega stytt og verð- ur birt í fullri lengd með heim- ildaskrá á vefnum. Trausti Jónsson veðurfræðingur. VÍSINDAVEFUR HÁSKÓLA ÍSLANDS Er rökkvun raun- verulegt vandamál? Jörðin og skýjafar séð utan úr geimnum. F í t o n / S Í A F I 0 1 3 9 0 1 – SMÁAUGLÝSINGAR SEM ALLIR SJÁ - stærsta bílasala landsins? Fréttablaðið Á HVERJUM DEGI FÆRÐ ÞÚ EINA AF STÆRSTU BÍLASÖLUM LANDSINS INN UM BRÉFALÚGUNA ÞÍNA! SPARAÐU TÍMA OG FYRIRHÖFN MEÐ ÞVÍ AÐ FINNA BESTA BÍLINN Á MEÐAN ÞÚ SVOLGRAR Í ÞIG MORGUNKAFFIÐ. SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR »
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.