Fréttablaðið - 03.09.2005, Síða 56

Fréttablaðið - 03.09.2005, Síða 56
„Að koma í Þjórsárver er stór- kostlegt því svæðið er lifandi vatnaveröld og víða dásamlegur skrúðgarður á öræfum. Það er ógleymanlegt og því skiptir það framtíðina miklu að til séu svona staðir sem fái að vera í friði, og jafnvel ef við erum svo sjálfum- glaðar goðverur að álíta að hags- munir mannsins séu það eina sem máli skipti í veröldinni þá vernd- um við hagsmuni hans einungis með því að vernda heilbrigt og óspillt umhverfi hans sem aftur er umhverfi annarra lífvera.“ Allt of fáir stjórnmálamenn skilja mikilvægi náttúruverndar „Í umræðunni um virkjanafram- kvæmdir hefur þótt afskaplega snjallt að segja að tilfinningarök séu léleg rök gegn stóriðju, en kjarni málsins er að líf án tilfinn- inga er einskis vert því ef við tengjum tilfinningar okkar ekki við rökhugsunina þá erum við ör- ugglega á villigötum,“ segir Guð- mundur Páll. „Allt of fáir stjórnmálamenn hafa tekið ábyrga afstöðu til stór- kostlegrar náttúru Íslands og eru því miður fjarri því að skynja eitt mikilvægasta málefni heimsins um þessar mundir. Almenningur er mun betur að sér en þeir. Þetta er ekki ósvipað stjórnmálaflokki sem hefur ekki heilbrigðismál eða menntamál á stefnuskrá sinni. Náttúruvernd er hluti af heil- brigðismálum, menntun, menn- ingu og atvinnumálum og sá stjórnmálaflokkur sem tekur ekki skýra afstöðu með náttúruvernd ætti að leita sér að jákvæðari og upplýstari forystu. Þjóð verður að geta átt landið sitt í friði fyrir stjórnmálamönnum og hamagang- inum í þeim.“ Litskrúðugir blikar heppilegir til undaneldis Í bókinni eru ítarlegar lýsingar á tilhugalífi og hátterni margra fuglategunda. „Öfugt við gæsirnar eru hjú- skapur andanna oftast vorlangur eða skemmri, fullur af ærslum, látalátum en stundum ofbeldi. Blikinn eða steggurinn er oftast á förum þegar að ungarnir byrja að bjarga sér. Kvenfuglinn sinnir ásetu og umönnun unga en á með- an leika steggirnir sér og eru ekki við eina fjölina felldir, leita á nýj- ar slóðir og halda síðan í karla- klúbbinn til að fella fjaðrir. Hlut- verkum er hins vegar öfugt farið hjá óðinshana og þórshana. Þar sér karlfuglinn um útungun og uppeldi en kerlan finnur sér nýj- an karl.“ Guðmundur Páll segir kollur glysgjarnar og það bendi til þess að þær hafi í gegnum tíðina valið sér skrautlega blika til undaneld- is. „Steggur sem er litskrúðugur, ber sig vel og lætur drýgindalega, er efnilegur til undaneldis og því hefur þetta glysgjarna val koll- anna átt þátt í ræktun skrautlegra blika, að talið er.“ Fuglaskoðun verði að þjóðaríþrótt „Ég gæli við þá hugmynd að fuglaskoðun verði þjóðaríþrótt Íslendinga og bókin er framlag mitt til þess. Við eigum að líta til fugla himinsins og segja hvert öðru sögur af þeim. Fuglaskoðun á að kenna strax í leikskólum og skipulagsmál bæja og borgar eiga taka mið af þessum auðæfum þannig að við elliheimili og leik- skóla ættu ávallt að vera hannað- ar tjarnir og runnar svo ungir og aldnir geti fylgst með fuglum alla daga,“ segir Guðmundur Páll. „Verði fuglaskoðun að þjóðar- íþrótt munu áherslur breytast fuglum og umhverfi í hag,“ að áliti Guðmundar Páls, „því þá átta flestir sig á heildarsamhenginu, jafnvel þingmenn. Fuglar eru stórkostlegar verur sem ber að vernda og þeir tengja manninn við náttúruna.“ „Það er kominn tími til að huga að velferð sálarinnar og um það hvað veitir okkur raun- verulega ánægju í tilverunni og hvílum okkur á verðbréfum, fram- kvæmdahamagangi og gengdar- lausri peningahyggju. Engu líkara er en að sálarháski sé lífsstíll okk- ar og það stefnir í að við verðum apar af aurum; glötum því sem máli skiptir fyrir athafnafíknina,“ segir Guðmundur Páll. „Ég veit að fuglar gera fólki gott, það hafa allir gaman að fugl- um því sennilega höfða engin villt dýr meira til mannsins en fuglar. Við eigum líka eftir að skilja svo margt sem fuglar gera og af hverju þeir gera það,“ segir Guðmundur og lýsir þeirri skoðun sinni að bók hans sé fyrst og síð- ast hvatning að kynnast fuglum og leiðsögn hvernig eigi að njóta þess að þekkja fugla og skilja bet- ur lífheim þeirra og þarfir. „Ég held að það væri stórkost- legt ef til kæmi þjóðarátak í fugla- skoðun, það myndi hafa mjög víð- tæk og varanleg áhrif, ekki bara á umhverfið sjálft heldur líka já- kvæð áhrif manna á milli. Að kenna fuglaskoðun er eitt það besta sem við getum gert til að sameina og þroska fólk, eins svíf- andi og hugmyndin virðist vera. Fuglaskoðun er mannbætandi líkt og öll náttúruskoðun er, hún er líka spennandi, menn gleyma sér og dagsins amstri og stressi, fá sálarfrið og njóta þess að hugsa og ræða um fugla,“ segir Guðmundur Páll. ingi@frettabladid.is LAUGARDAGUR 3. september 2005 35 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G PÓ Steggur sem er lit- skrúðugur, ber sig vel og lætur drýgindalega, er efnilegur til undaneldis og því hefur þetta glys- gjarna val kollanna átt þátt í ræktun skrautlegra blika, að talið er.“ ,,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.