Fréttablaðið - 03.09.2005, Síða 59

Fréttablaðið - 03.09.2005, Síða 59
38 3. september 2005 LAUGARDAGUR Tímaritið Cosmopolitan komfyrst út fyrir 40 árumsíðan eða árið 1965 undir stjórn Helen Gurley Brown. Tímaritið var fyrst og fremst hugsað fyrir ungar konur til þess að hjálpa þeim við að efla öryggi sitt og sjálfstæði. Það inni- hélt ýmis ráð um nýjustu tísku, fegurð, sambönd, heilsu, skemmt- un og auðvitað karlmenn. Cosmopolitan sagði konum að vera óhræddar við að lifa lífinu og skila- boðin voru skýr – „Þú þarft ekki mann til að hjálpa þér að fá það sem þú vilt út úr lífinu. Þú getur gert þetta sjálf“. Með öðrum orðum þú get- ur allt, jafnvel þótt þú sért kona. Á þessum árum komu þessi skilaboð eins og þruma úr heiðskíru lofti. Loksins var kominn fjölmiðill sem sagði einfald- lega „gerðu hlutina“. Brown sá um að stýra Cosmopolitan í 32 ár eða til árs- ins 1997. Við tók Bonnie Fuller, en þó aðeins í 18 mánuði. Ritstjóri blaðsins í dag er Kate White, hún hefur nú verið ritstjórinn í um sjö ár. „Þetta tímarit er vinsælt vegna þess að við höfum ekki breytt stefnu okkar í 40 ár,“ segir Kate. Að sjálfsögðu hefur blaðið breyst að einhverju leyti, en stefna Cosmopolitan hefur alltaf verið sú sama, að hjálpa konum að finna aukið ör- yggi og að vera sjálfstæð- ar. En hvað er að því að vera líka falleg, kynæsandi og að kunna á karlmenn. Cosmopolitan hefur verið bannað í Singapore en er annars gefið út í 52 löndum á borð við Taíland, Króatíu, Ísrael og Kenýu. Forsíðustúlkurnar hafa verið æði margar og til dæmis hefur fyrirsætan Cindy Crawford verið á alls sautján forsíðum fyrir blaðið. Beverly Johnson var fyrsta svarta konan til að sitja fyrir hjá Cosmopolitan árið 1976. Eflaust eiga næstu kynslóðir einnig eftir að njóta góðs af tímaritinu Cosmopolitan því það er aldrei hægt að fá nóg af góðum ráðum. Rauðilækur 33, Reykjavík, 1976- 1976 Var aðallega buslandi í eldhús- vaskinum af myndum að dæma. Miklabraut 58 og Framnesvegur 42, Reykjavík, 1976-1978 Þar bjó ég með mömmu og Hildu frænku og fressinu Napóleon. Þær klæddu okkur Napóleon í eins hettupeysur. Við höfðum það alveg ágætt. Ásvallagata 17, Reykjavík 1978- 1980 Bakgarðar og kettir, vingjarnlegir listmálarar og hrekkjusvín. Bræðraborgarstígur 5, Reykjavík 1981-1982 Man eftir fyllibyttunum sem rúll- uðu frá Naustinu, móðir mín var- aði mig mjög við þeim og svo voru líka köngulær í garðinum og gam- aldags handknúin vinda í kjallar- anum. Arnartangi 55, Mosfellssveit, 1982-1985 Þetta er eitt af viðlagasjóðshúsun- um sem voru byggð handa fólkinu úr Vestmannaeyjum eftir að eld- fjallið þeirra sprakk framan í þau. Endaraðhús og þess vegna með extra-stórum garði. Túttubyssu- stríð á haustin, skrímsli í Esjunni, fyrsti kærastinn sem hét Baldvin, fjöruferðir, lærði að hjóla, mikil hamingja. Brattholt 2b, Mosfellssveit, 1985-1986 Óeftirminnilegur tími, held ég hafi aðallega hangið inni við að læra að spila Tunglskinssónötuna eftir eyranu. Nú er ég búin að gleyma henni. Klausturvegur 6, Kirkjubæjar- klaustri, 1986-1987 Þetta var eiginlega Edduhótelið á Kirkjubæjarklaustri. Við bjugg- um í tveimur hótelherbergjum, öðru baðherberginu breytt í eld- hús. Seríósið og hrísgrjónin geymd í sturtubotninum. Mjög bó- hemskt. Skaftárvellir 15, Kirkjubæjarklaustri, 1987-1988 Alvöru finnskt bjálka- hús með garði og þar sem garðurinn endaði byrjaði tún með ótrú- lega dekoratífum bolakálfum. Góður staður, Kirkjubæjar- klaustur. Skagabraut 21, Garði í Gerðahreppi, 1988- 1992 Garður í Gerðum er 1200 manna þorp, en samt er það eiginlega bara ein gata með tals- verðum vegalengdum milli húsa. Garður breytti mér í mikinn göngugarp. Í fjörunni, sem er allt um kring, er hvítur skeljasand- ur. Garður á örugg- lega eftir að breytast í ferðamannaparadís með sólhlífum og kok- teilum. Óðinsgata 5, og Amtmannsstígur 2, Laugavegur 27b og Laugaveg- ur 84, 1992-1996 Menntaskólaárin. Nenni ekki að fara með klisjurnar um Þingholt- in. Ég var í skólanum á daginn og afgreiddi brennivín á kvöldin. Café Meltemis, Hania, Grikk- landi, 1996-1997 Þetta var svona manndómsvígslu- ferð. Vann á ótrúlega sóðalegri brennivínsbúllu og þóttist vera að skrifa skáldsögu en var samt aðal- lega einmana. Laugavegur 20, Reykjavík, 1997- 2002 og einn vet- ur við Sassen- heimstraat í Amsterdam Hornið á Lauga- vegi og Klappar- stíg er örugglega það hávaða- samasta á Íslandi. Sassenheimstraat er í samanburðin- um eins og hljóð- látur og dumb- ungslegur draum- ur. Njálsgata 62, Reykjavík, 2002- 2004 Þegar ég var búin að kveða niður drauginn reyndist þetta ágætur stað- ur. Sundhöllin hér um bil í bakgarðin- um og blessaðar kirkjuklukkurnar. Skil ekki af hverju alltaf er verið að amast við þeim. Grófin 1, Reykjavík, 2004-2005 Hér bý ég núna, með Borgarbóka- safnið norðan megin og Fríðu frænku sunnan megin. Út um gluggann sé ég hlemminn sem á stendur Miðja Reykjavíkur. Þetta er kyrrlátari staður en margan myndi gruna. GUÐRÚN EVA MÍNERVUDÓTTIR Guðrún hefur búið á mörgum stöðum í Reykjavík frá því að hún kom í heiminn árið 1976. Um þess- ar mundir býr hún í Grófinni í miðbæ Reykjavíkur. GÖTURNAR Í LÍFI MÍNU > GUÐRÚN EVA MÍNERVUDÓTTIR RITHÖFUNDUR Rauðilækur Miklabraut Framnesvegur Ásvallagata Bræðraborgarstígur Arnartangi Brattholt Klausturvegur Skaftárvellir Skagabraut Óðinsgata Amtmannsstígur Laugavegur Hania Laugavegur 20, Sassenheimstraat Njálsgata Grófin Bjó á háva›asamasta horni Reykjavíkur Gu›rún man me›al annars eftir túttubyssustrí›um, Gar›i í Ger›um, einmana- leikanum og klingjandi kirkjuklukkum frá götunum sem hún hefur búi› á sí›ustu flrjátíu árin. Cosmo 40 ára fiú getur allt, jafnvel flótt flú sért kona.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.