Fréttablaðið - 03.09.2005, Síða 64

Fréttablaðið - 03.09.2005, Síða 64
LAUGARDAGUR 3. september 2005 43 SMÁRALIND SÍMI 545 1550 Dansfatnaður frá Danskin fæst nú í Útilíf Smáralind! Louis Féraud dá›i konur Louis Féraud fæddist í Arles í Suður-Frakklandi árið 1920. Hann sagði upp starfi sínu sem skíða- kennari í Ölpunum til að stofna tískuverslun fyrir ríka og fræga fólkið í Cannes árið 1955, en kjör- orð hans var „Louis Féraud adore les femmes“ eða „Louis Féraud dáir konur“. Ári síðar opnaði hann hátískuhús í París þar sem hann kynnti fyrstu tískulínuna undir sínu nafni. Verslunin í Cannes varð fljótt eftirlæti heit- ustu kvikmyndastjarna, en hönnun Férauds vakti heimsathygli eftir að franska kynbomban Brigitte Bardot kom við í búðinni og keypti á sig stelpulegan hvítan sumarkjól. Blaðamenn og ljósmyndarar eltu Bardot á röndum og næstu daga mátti sjá ógrynni kvenna ganga upp og niður Cote d’Azur í hvíta kjólnum hans Férauds. Alls seldi hann 500 slíka á innan við viku. Brigitte Bardot hélt áfram að girnast klæði Férauds og fékk hann til að hanna á sig föt í flestar kvikmynda sinna. Fleiri leikkonur féllu fyrir skvísulegri hönnun Férauds, og klæddist leikkonan Joan Collins há- tískuflíkum Férauds í sjónvarps- þáttunum Dynasty og Dallas. Meðal dyggra viðskiptavina voru leikkonurnar Catherine Deneuve, Kim Novak, Ingrid Bergman og Jane Fonda, en þess má geta að Díana prinsessa klæddist oft ofurkvenlegum fatnaði Férauds, sem og Danielle Mitterrand, fyrrum forsetafrú Frakklands. Louis Féraud var fyrst og fremst listamaður. Auk þess að hafa einstakt auga fyrir hátísku voru brúðarkjólar, borðbúnaður og skartgripir hannaðir undir hans merki, en sjálfur málaði hann allt sitt líf, einkum lands- lag, blóm og naktar konur. Mál- verkin voru jafnan sýnd og seld í París og New York. Þá hannaði hann nokkra ilmi fyrir bandaríska snyrtivörurisann Avon og átti í sam- starfi við aðra hönnuði; eins og Daniel Hechter og Jean-Louis Scherrer. Sjálfur sagði hann frumkraftinn sprottinn af þeirri löngun sinni að gleðja konur og gera þeim til hæfis. Féraud veiktist af Alzheimer í ársbyrjun 1995 og andaðist á heimili sínu í París fjórum árum seinna, þá 79 ára gamall. Einkadóttirin Kiki tók við rekstri tískuhússins þegar faðir hennar veiktist, en árið sem hann lést var fyrirtækið selt þýska fyrirtækinu Secon.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.