Fréttablaðið - 03.09.2005, Síða 67

Fréttablaðið - 03.09.2005, Síða 67
46 3. september 2005 LAUGARDAGUR Þegar ég var lítil elskaði ég vetur og snjó því þá gat maður farið á skíði, rennt sér á snjóþotu, ærslast í snjóslag og byggt snjóhús. Ég var allan daginn að ólmast í Laugar- dalnum, sem breyttist í ævintýraheim þegar snjórinn kom, dúðuð í snjógalla og með lúffur. Sumarið var ekki nærri því jafn skemmtilegur tími því þá voru allir krakkarnir í sveitinni eða útlöndum og mýrin í dalnum gerði mann að einu drullustykki á ör- skotsstundu. Þessi vetrarástríða mín hefur heldur betur horfið með árunum og eftir situr aðeins kvíði og leiði yfir níu mánuðum af myrkri og kulda. Það er hægara sagt en gert að skella sér í snjógallann á milli þess sem maður hleypur frá einu húsi í annað á háskólalóðinni, fyrir utan það að heila ferðatösku þyrfti undir hafurtaskið sem fylgdi manni væri hlífðarfatnaðurinn í takt við veðrið. Í staðinn læt ég mig hafa það að hristast af kulda heilu og hálfu dag- ana í einni aumri úlpu og barma mér svo enn frekar yfir þurrum, frost- bitnum vörum og rafmögnuðu hári. Svo er kuldinn ekki einu sinni það versta, því myrkrið er farið að fara ískyggilega með geðheilsu mína sem nær algjöru lágmarki í janúar með tilheyrandi fýlu og aðgerðarleysi. Þetta árið ætla ég ekki að láta veturinn sigra mig og er þegar byrjuð að undirbúa mig andlega og líta á björtu hliðarnar. Ég ætla að reyna að vera dugleg að kveikja á kertum því fátt er friðsælla en kertaljós í myrkri. Ég ætla að fara oftar í heita pottinn minn þar sem er frábært að liggja og skoða stjörnurnar á heiðskírum kvöldum. Ég ætla að vera duglegri að kveikja í arninum sem aldrei er notaður, bjóða vinum oftar í mat og skella mér síðan einu sinni eða tvisvar í „sumarbústað“. Ef þetta dugar ekki get ég alltaf huggað mig við það hvað ég á ein- staklega góða að: bestu mömmu í heimi, yndislegan kærasta, frábær systkini og góða vini. STUÐ MILLI STRÍÐA SÓLEY KALDAL HELDUR ÚT Í VETURINN MEÐ BROS Á VÖR. Læri að sætta mig við það óumflýjanlega M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ GELGJAN ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Jerry Scott & Jim Borgman Eftir Frode Överli 9 2 7 8 3 8 4 9 5 6 2 4 6 7 9 2 9 2 5 3 1 4 5 8 2 5 1 7 1 6 4 1 4 8 3 ■ SUDOKU DAGSINS Fylltu út í reitina þannig að hver lína, hver dálkur og hver 3x3 kassi rúmi allar tölurnar á bilinu 1 til 9. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar sinnum í sömu línu, sama dálki eða sama 3x3 kassa. Engin stærðfræðikunnátta er nauðsynleg þó leikið sé með tölum. Þrautin er leyst með rökhugsun og útsjónarsemi. Lausnir, ráðleggingar og upplýsingar eru á www.sudoku.com. Lausn þrautarinnar birtist á sama stað í blað- inu á morgun. 4 9 6 2 3 5 1 7 8 2 3 8 7 4 1 9 5 6 5 7 1 9 8 6 4 2 3 8 5 4 1 6 7 3 9 2 7 6 9 8 2 3 5 1 4 3 1 2 4 5 9 8 6 7 6 2 3 5 9 4 7 8 1 9 8 7 3 1 2 6 4 5 1 4 5 6 7 8 2 3 9 Lausn á gátu gærdagsins Stuttu síðar.... Gjörsamlega EKKERT! Hvers á ég að gjalda? Hvar eru bankaræn- ingjarnir og axar- morðingjarnir þegar ég þarfnast þeirra? Hvað er þetta? Það hlýtur einhver glæpamaður að hafa þor og dug í að mæta hingað í leikhús glæpanna og leyfa mér að spreyta mig í mínu fyrsta hlutverki! Skyndilega... Hvað, er mótleikari mættur? Hvað nú? Almáttugur! Fylgist með! Ó nei! Þarna er Anna aftur! Og? Og hún er að gera mig brjálaðan! Og hvað er vanda- málið? Ég veit ekki hvað vandamálið er! Það er ÞAÐ sem er vandamálið! Hvað er nú þetta? Ég hef ákveðið að láta mér vaxa yfirvaraskegg. Það er strákur í bekknum mínum sem borðar horið sitt! Fliss! Solla! Svona á maður ekki að tala um við matarborðið! Við myndum öll kunna að meta það ef þú talaðir um eitthvað sem er ekki svona ógeðslegt á meðan við erum að borða! Ó Minnið mig þá á að segja ykkur á eftir frá stóru ælunni í matsalnum. Hún bíður eftir mér á ganginum, hún hringir stanslaust heim og hún sendir mér skilaboð!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.