Fréttablaðið - 03.09.2005, Síða 73

Fréttablaðið - 03.09.2005, Síða 73
52 3. september 2005 LAUGARDAGUR Angelina Jolie hefur hug á að kæra breska slúður- blaðið The Sun fyrir að hafa haldið því fram í grein að Zahara Marley, dóttir henn- ar, sé í raun ekki munaðarleysingi. Í síðustu viku birti blaðið viðtal við átján ára gamla stúlku að nafni Mentewab Dawit, sem segist vera móðir barns- ins. Hún s e g i s t hafa ver- ið neydd til að gefa barn- ið frá sér því hún hafi ekki haft ráð á því að gefa því að borða. Angelina Jolie heldur því statt og stöðugt fram að hin r a u n v e r u l e g a móðir Zahöru litlu sé látin og hefur nú ráðið sér lögfræðing frá London til að að- stoða sig í þessu máli. ■ Angelina Jolie fer í hart „Það eru yfir tuttugu viðburðir hjá okkur í vetur. Viðamestu við- burðirnir eru Salka Valka, Lífsins tré og Woyzeck eftir Georg Büchner sem sett verður upp í samstarfi við Vesturport og Bar- bican Center í London. Woyzeck er eitt af viðamestu samstarfs- verkefnum sem við höfum farið út í hér í Borgarleikhúsinu. Nick Cave mun gera tónlistina fyrir verkið og er það í fyrsta sinn sem hann gerir tónlist fyrir leikhús,“ segir Guðjón Pedersen, leikhús- stjóri Borgarleikhússins, en dag- skrá vetrarins í leikhúsinu var kynnt í Borgarleikhúsinu í gær. „Við munum taka Híbýli vind- anna eftir Böðvar Guðmundsson aftur til sýninga nú í september og í framhaldi af því tökum við til sýninga sjálfstætt framhald verksins, Lífsins tré. Hægt verð- ur að kaupa miða á sýningarnar á sérstöku verði,“ segir Guðjón. „Síðan vil ég nefna áramóta- sýninguna okkar, Carmen, sem er leiksýning sem byggð er á óper- unni Carmen eftir Bizet og er það samstarfsverkefni með Íslenska dansflokknum.“ Íslenski dansflokkurinn kynnti einnig starfsemi sína í Borgar- leikhúsinu í gær. „Við erum með tvær stórar sýningar í vetur. Annars vegar haustsýningu sem eru þrjú verk eftir þrjá karlmenn og eru tvö þeirra ný, annað eftir Peter Anderson og hitt eftir Jóhann Frey Björgvinsson. Þriðja verkið er eftir Rui Horta og var það samið sérstaklega fyrir dans- flokkinn og sýnt hér árið 2001. Okkur fannst tilvalið að setja þetta upp í ár þar sem Horta er að koma hingað með nýtt verk fyrir okkur sem verður svo annað af verkunum sem sýnt verður í febr- úar. Hitt verkið sem sýnt verður í febrúar er eftir hollenskan dans- höfund, Didy Veldman,“ segir Ólöf Söebech, verkefnisstjóri Ís- lenska dansflokksins, og bætir við að auk þess muni þrír erlendir dansflokkar koma hingað til lands á næsta ári á vegum Íslenska dansflokksins og Listahátíðar í Reykjavík. Eftir jól verður Ronja Ræn- ingjadóttir sýnd í Borgarleikhús- inu og er það Sigrún Edda Björns- dóttir sem mun leikstýra verkinu en hún lék Ronju þegar verkið var sýnt í Reykjavík fyrir mörgum árum. „Eftir áramót verður líka sýnt mjög spennandi og grátbroslegt verk eftir sem fjallar um það þegar Adolf Hitler var ungur og reyndi án árangurs að komast inn í listaskóla í Vín. Tveir gyðingar á gistiheimilinu sem Hitler dvaldi á hvetja hann í verkinu til að fara frekar út í pólitík því það eigi betur við hann en listin,“ segir Guðjón. Hægt er að fræðast frekar um dagskrá Borgarleikhússins á heimasíðu leikhússins, www.borg- arleikhus.is og um Íslenska dans- flokkinn á www.id.is. ■ Allt á fullt í Borgarleikhúsinu og hjá Íslenska dansflokknum GUÐJÓN PEDERSEN Leikhússtjóri Borg- arleikhússins, Guðjón Pedersen, kynnti fjölbreytta vetrardagskrá leikhússins um eftirmiðdaginn í gær. ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN Í febrúar sýnir Íslenski dansflokkurinn nýtt verk eftir portúgalska danshöfundinn Rui Horta sem hann samdi sérstaklega fyrir flokkinn. HVAÐ ER PSP? PSP er lófaleikjatölva með fullt af mögu- leikum undir litla húddinu sínu. Í fyrsta lagi spilar hún tölvuleiki sem eru framleiddir á svokölluðum UMD diskum (Universal Media Disc) sem Sony bjó sér- staklega til fyrir maskínuna. Þessir diskar virðast einstaklega vel verndaðir gagnvart rispum sem er víst algengt vandamál hjá þeim sem spila tölvuleiki. Í öðru lagi koma þessir diskar einnig í formi kvikmynda sem hægt er að horfa á í PSP-maskínunni. Myndgæðin á kvik- myndunum eru í DVD-gæðum og virka mjög vel á skjánum sem er einn af styrk- leikum PSP. Ásamt tölvuleikjafjöri í leikjum frá heit- ustu leikjaframleiðendunum og bíóglápi þá býður PSP upp á ýmislegt annað fróð- legt. FERÐAFÉLAGI Á PSP getur þú vistað myndirnar þínar og hlustað á „playlistann þinn“. Ekki nóg með það þá er maskínan útbúin netteng- ingu sem gerir þér kleift að sigla á net- inu, finna mótherja í tölvuleik, kíkja á póstinn þinn eða kannski bara blogga smá. PSP býður upp á alla þessa möguleika og gott betur. Notendur PSP geta niðurhalað sérstöku efni fyrir vélina hvort sem það eru viðbætur í leiki, sýnishorn úr bíó- myndum eða annað efni beint af netinu frá sérstökum PSP-veitum sem sérhæfa sig í því að þjóna PSP-notendum. ÉG KANN EKKI Á SVONA GRÆJUR Það sem gerir PSP sérstaka er hversu auðveld hún er í notkun. Þeir sem þekkja til Playstation-tölvunnar eru á heimavelli en nýgræðingar geta verið komnir í hörkufjör á fimmtán mínútum. Vélin er útbúin WiFi-tækni sem fær marg- ar PSP til að tala saman innan sendi- marka. T.d geta nokkrir PSP-notendur keppt í fjöldaspilun í frímínútum hver með sína PSP-vél án þess að þurfa að tengjast neti. Allt í allt þá er vélin tilvalinn ferðafélagi enda hægt að sameina alla miðlun í sömu maskínunni. HVAÐ NÆST? Þrátt fyrir alla þá möguleika sem PSP hefur upp á að bjóða núna þá mun hún þróast á komandi mánuðum og nýir möguleikar, tölvuleikir og kvikmyndir líta dagsins ljós. Hægt er að hlaða endalaust af efni inn á tölvuna svo lengi sem notandinn á nóg minni en tölvan notar minniskort „Memory Stick“ til að vista upplýsingar. Þar sem Íslendingar eru tæknióð þjóð má búast við að innrás PSP falli vel í kramið hjá þjóðarsálinni. Að minnsta kosti æskunni og túristum. PSP-innrásin Fyrirbæri› Playstation Portable frá Sony er lent á Klakanum. 2.000 litlir svartir ferkanta›ir hlutir á stær› vi› sjónvarpsfjarst‡ringu eru me›al Íslendinga akkúrat núna. Hugsanlega eru fleiri svona tæki í fór- um túrista en fla› er á huldu a› svo stöddu. Á næstu misserum munu flessi tól vera á faraldsfæti me›al vor, sérstaklega á svonefndum heitum reitum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.