Fréttablaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI VEÐRIÐ Í DAG Sími: 550 5000 FIMMTUDAGUR 17. nóvember 2005 — 311. tölublað — 5. árgangur 21:00 Opið til í kvöld! Í KVÖLD Í SMÁRALIND 21 OPI‹ TIL KL. GUÐMUNDUR STEINGRÍMSSON Óþolinmæðin drap Kvöldþáttinn Hefur ýmsa fjöruna sopið FÓLK 52 VIÐSKIPTI Gengi bréfa í KB banka hækkaði skarpt í viðskiptum gær- dagsins í Kauphöll Íslands, um 8,3 prósent. Stærsti hluthafinn, Exista BV, festi kaup á tæplega fimm prósenta hlut og á nú orðið um 21 prósent. Gengi KB banka endaði í 650 krónum á hlut en var 600 krón- ur í byrjun dags. Þetta þýðir að sá sem átti hlutabréf í KB banka fyrir hálfa milljón króna að markaðs- virði átti um 540 þúsund krónur í lok dags. Úrvalsvísitalan hækkaði um 3,83 prósent og fór langleiðina upp í fimm þúsund stiga múrinn og stóð í 4.986 stigum í lok dags sem er hæsta gildi hennar frá upphafi. Velta með hlutabréf nam 33 milljörðum króna, þar af yfir tuttugu milljarða með bréf KB banka. - eþa Úrvalsvísitala Kauphallar: Mesta hækkun í rúm fjögur ár 63% 39% Innkaupastjórar heimilanna kjósa Fréttablaðið! *Lestur á fimmtudegi samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í september 2005. LESTUR MEÐAL KVENNA 20-40 ÁRA BAUGSMÁL Embætti ríkislögreglu- stjóra hefur sagt sig frá saksókn í Baugsmálinu og fer Sigurður T. Magnússon, settur ríkissaksókn- ari, með ákæruvaldið í málinu sem stendur. Í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær var tekist á um það hvort Bogi Nilsson ríkissaksóknari eða Sigurður T. Magnússon, sett- ur ríkissaksóknari, væri æðsta ákæruvald yfir þeim átta ákær- um Baugsmálsins sem enn eru til meðferðar fyrir dómstólum. Verjendur sakborninga telja að um ólögmætan formgalla sé að ræða á skipan sérstaks sak- sóknara til að fara með þann hluta málsins. Nýr saksóknari er á öðru máli. Þá telja verjendur að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hafi verið vanhæfur til þess að skipa Sigurð sérstakan saksókn- ara yfir umræddum hluta máls- ins. Í réttinum voru lögð fram afrit af margvíslegum ummæl- um Björns, einkum af heimasíðu hans bjorn.is sem verjendur líktu við einelti. Settur ríkissaksóknari taldi að Björn hefði virt grundvallar- sjónarmið í ummælum sínum og ráðherra hefði frelsi til að taka þátt í stjórnmálaumræðu. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur verður kveðinn upp fljótlega í báðum ágreiningsmál- unum. - jh - sjá síðu 6 Tekist er á um það í héraðsdómi hver sé réttur saksóknari í Baugsmálinu: Nýr saksóknari í Baugsmáli NÝR RÍKISSAKSÓKNARI Sigurður T. Magn- ússon hefur tekið við Baugsmálinu af Jóni H.B. Snorrasyni. FRÉTTABLAÐIÐ / GVA LÖGREGLA Kona og karl voru flutt á Landspítalann í Fossvogi eftir harð- an árekstur tveggja bíla við Norð- urver á Kársnesbraut í Kópavogi. Áreksturinn varð á áttunda tíman- um í gærkvöld. Að sögn lögreglu var maðurinn talinn alvarlega slasaður en stýri bílsins brotnaði á honum. Læknir á slysadeild sagði mann- inn með áverka í brjóstholi. Hann var fluttur á Landspítalann við Hringbraut þar sem hann gekkst undir frekari rannsóknir. Rannsóknarnefnd umferðar- slysa fer með málið. - saj Harður árekstur í Kópavogi: Bílstjóri hlaut brjóstholsáverka KAUPHÖLL ÍSLANDS Úrvalsvísitalan hefur aldrei verið hærri. BRYNDÍS BOLLADÓTTIR Hannar nytsama hluti úr þæfðri ull tíska • heimili • heilsa Í MIÐJU BLAÐSINS Smákóngar og sýndarsamvinna „Með hreinni og klárri valdbeitingu hafa stjórnmálamenn hér með tryggt sér beinan aðgang að öllu því fjár- magni sem veitt verður til norrænna verkefna á sviði tónlistar, bókmennta, sviðslista og myndlistar um ókomna tíð,“ segir Þorvaldur Þorsteinsson. UMRÆÐAN 30 Ætlaði alltaf að verða kokkur Guðjón Davíð Karlsson leikari er matgæðingur vikunnar. Hann segist vera mikill kjötmaður og verða hreinlega að fá kjöt reglulega. MATUR OG VÍN 46 STJÓRNMÁL Ríkisstjórnin hefur sam- þykkt frumvarp til laga sem eykur rétt samkynhneigðra til jafns við gagnkynhneigðra á mörgum svið- um. Frumvarpið á að leggja fyrir Alþingi á næstu dögum. „Í frumvarpinu felst að samkyn- hneigðir geti fengið óvígða sambúð skráða í Þjóðskrá og það verður til þess að þeir njóta sömu réttinda og aðrir bæði um almannatryggingar, skattalega meðferð, lífeyrisréttindi og skiptingu á dánarbúi og fleira. Samkynhneigðum verður heimilt að ættleiða börn og þar með verð- ur sá réttur jafnaður. Í síðasta lagi má nefna að kona í staðfestri sam- vist með annarri konu hefur rétt til að gangast undir tæknifrjóvg- un með gjafasæði líkt og við á um gagnkynhneigð pör,“ segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og telur mikilvæg skref stigin í jafn- réttisátt. „Um þetta er mikil og góð samstaða í ríkisstjórninni.“ Halldór segir að málefni kirkj- unnar standi einungis út af. „Kannski má segja að það sé eina atriðið sem ekki er alveg ljóst og við höfum ekki haft bein afskipti af, en það er spurningin um vígs- lu í kirkjulegri athöfn,“ segir hann og bætir við að í nefndaráliti komi fram hvatning til kirkjunnar að taka þar afstöðu. „Þetta eru frábærar fréttir,“ segir Sólveig Eiríksdóttir, kennari á Hellissandi, sem er þar í sambúð með Snædísi Hjartardóttur. „Við urðum mjög hissa þegar við kom- umst að því að við máttum ekki skrá okkur í sambúð. Þarna sýn- ist mér við jafnvel komin framar en Danir,“ segir hún. Verði frum- varpið að lögum segir Sólveig það gjörbylta allri réttarstöðu samkyn- hneigðra, sem loks nálgist að sta- nda jafnfætis gagnkynhneigðum hvað réttindi varðar. „Svo munar um það fyrir lesbísk pör að sleppa við ferðalög til Danmerkur eftir tæknifrjóvgun, enda er það bæði dýrt og tímafrekt.“ Samkynhneigð pör fái að ættleiða börn Samkvæmt nýju frumvarpi til laga öðlast lesbískur maki móður sem gengist hefur undir tæknifrjóvgun sömu réttindi og hún gagnvart barninu. Þá verður heimild samkynhneigðra til ættleiðinga sú sama og gagnkynhneigðra para. ÚRKOMAN LÓNAR UNDAN STRÖNDINNI Fer að rigna með ströndum sunnan og vestan til síðdegis eða í kvöld. Bjart með köflum á norðan- og austanverðu landinu lengst af. Hægt hlýnandi veður. VEÐUR 4 SÓLVEIG EIRÍKSDÓTTIR Segir frumvarpið gjörbylta réttar- stöðu samkyn- hneigðra. FANGAFLUGVÉL Flugvél í eigu fyrirtækisins Devon Holding and Leasing lenti á Reykjavíkurflugvelli klukkan 13:57 í gær. Talið er að flugvélin sé notuð til þess að flytja fanga á vegum bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Flugþjónustan á Reykjavíkurflugvelli neitaði að veita upplýs- ingar um flugvélina og farm hennar. - saj / sjá síðu 4 / FRÉTTABLAÐIÐ/ E.ÓL. Valur vann toppslaginn Valur hafði betur gegn Fram í frábærri viðureign í Laugardal í gær. Pálmar Pétursson var hetja Vals í leiknum en hann varði oft á tíðum stórkostlega. ÍÞRÓTTIR 58 Byrgið að Ljósafossi Á samningi við drottin í baráttu við djöfulinn. BAKSVIÐ 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.